Dagblaðið - 23.08.1977, Side 9

Dagblaðið - 23.08.1977, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977. 9 Prófkjör framsóknarmanna á Vestfjörðum: FYLGISTEINGRÍMS JAFNTRAUST OG VESTFJARÐABJÖRGIN En Gunnlaugur Finnsson vann óvæntan sigur um annað sætið Fylgi Steingrims Hermanns- sonar meðal framsðknarmanna á Vestfjörðum virðist jafn- traust og Vestfjarðabjörgin. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra I prófkjöri framsóknar- félaganna á Vestfjörðum, en því lauk um helgina. En togstreitan stendur um annað sæti og þá milli tveggja manna, sem báðir vilja hreppa hnossið og berjast hat- rammlega til sigurs. 1 prófkjörinu bar Gunnlaug- ur Finnsson frá Hvilft, vara- þingmaður flokksins, sigur úr býtum. Hlaut hann um 100 at- kvæðum meira en Ölafur Þ. Þórðarson, Súgandafirði, til annars sætis á lista Framsókn- arflokksins. Kom þessi mikli sigur Gunnlaugs yfir Ölafi nokkuð á óvart, þvi Olafur hefur sótt mjög fast eftir 2. sætinu á listanum. Ölafur Þ. Þórðarson hlaut alls 270 atkv. en þau skiptust verulega milli efstu sæta listans. Jónas R. Jónsson frá Melum 1 Hrútafirði, sem skipaði 5. sæti á listanum við siðustu kosningar, varð nú í 4. sæti í prófkjörinu, en Bogi Þórðarson, sem skipaði 4. sæti á lista flokksins við síðustu kosningar gaf nú ekki kost á sér. í prófkjöri framsóknar- félaganna á Vestfjörðum munu rúmlega 600 manns hafa at- kvæðisrétt. Atkvæðisréttar neyttu 360 manns. -ASt. Blaðað í skattskránum: Hvað greiða flugforstjór ar í skatt? Fyrir nokkrum dögum var birtur listi yfir opinber gjöld nokkurra æðstu starfsmanna Flugleiða. Mistök urðu við uppsetningu lista, sem fylgdi greininni og birtum við því fréttina aftur vegna nokkurra áskorana lesenda DB. Við byrjum á 3 forstjórum þess fyrirtækis og síðan koma 5 fram- kvæmdastjórar aðaldeilda. For- stöðumenn deilda eru 15 hjá Flugleiðum en auk þeirra birtum við opinber gjöld tveggja yfirflug- stjóra Flugfélags íslands og Loft- leiða. En það eru fleiri flugfélög og í lokin eru það forstöðumenn þriggja „litlu“ félaganna. Þeir Helgi Jónsson (Flugskóli Helga Jónssonar), Elíeser Jónsson (Flugstöðin) og Guðjón Styrkárs- son lögmaður og aðaleigandi Vængja hf. Sá siðastnefndi hefur reyndar áður verið á dagskrá í skattaþátt- um DB og sögðum við þá frá þeim ánægjulegu tíðindum að hagur hans hefði mikið batnað frá siðasta ári. Við verðum því miður að taka öll orð okkar í þá veru aftur. Af skattskránni virðist enga ályktun vera hægt að draga um tekjur eða afkomu hins ágæta forustumanns Flugfélagsins Vængja. Þær upphæðir sem lagðar eru á hann samkvæmt skattskrá bera með sér, að skattar hafa verið áætlaðir en ekki útreiknaðir sam- kvæmt framtali. Þess vegna getur vel verið að afkoma lögmannsins verði jafn slæm þetta árið sem og í fyrra. STULKAN í NÆSTA HÚSI NÝTUR SÓLAR Sumarið var síðbúið sunnan- lands en gægðist þó loks fyrir horn. Þegar sólar nýtur eru húsa- garðar og svalir fullar af fólki — oftar en ekki kvenfólki — sem liggur ábúðarfullt uppíloft og sogar að sér birtu og yl. Meðal þeirra einn sólardaginn fyrir skemmstu var „stúlkan í næsta húsi“ við R.Th.Sig., ljós- myndara DB, sem tók þessa skemmtilegu mynd á bak við gardínuna i stofu mömmu sinnar. FORSTJÓRAR FLUGLEIÐA HF. Tekjusk. Eignask. Útsvar Bamab. Gj.samt. AJfrefl Elíasson 3.188.980 193.330 1.214.000 48.750 4.547.569 Sig. Helgason 1.119.983 633.633 503.900 48.750 2.208.766 öm Johnson 2.047.244 272.401 964.200 3.283.845 FRAMKVÆMDASTJÓRAH ADALDEILDA FLUGLEIÐA HF. Ðnar Hslgason 832.457 24.110 516.400 1.372.967 Hörflur Sigurgestss. 1.201.066 549.700 121.875 1.872.641 Jóhannes Einarss. 1.629.468 315.952 608.200 121.875 2.431.745 Jón Júlíusson 932.325 107.254 459.900 1.499.479 Martin Petersan 1.076.715 97.307 459.800 48.750 1.682.572 FÓRSTÖÐUMENN DEILDA FLUGLEIÐA HF. Gunnar Helgason 969.372 70.764 407.200 268.125 1.179.211 Finnbj. Þorvaldss. 977.089 120.432 458.100 121.875 1.433.746 Sveinn Sæmundson 395.733 32.360 285.100 48.750 664.443 Þórannn Jónsson 845.667 12.701 399.700 48.750 1.209.318 Halldór Guflmundsson 840.860 51.380 403.700 1.295.940 Grótar Br. Krístjánss. 1.005.126 23.585 455.200 195.000 1.288.911 Sig. Matthíasson 935.355 31.140 400.600 1.367.095 Hans Indrífiason 568.847 1.761 347.700 195.000 723.308 Birgir Þorgilsson 897.945 30.324 416.300 1.344.569 Gylfi Sigurfinnason 520.003 314.700 195.000 639.703 Jakob Sigurflsson 451.040 6.617 306.200 763.857 Flemming Hólm 858.878 17.355 427.100 121.875 1.425.208 Gufim. W. Vilhjálms. 516.044 11.053 322.800 121.875 728.022 Birgir Einarsson 595.632 12.766 438.900 48.750 998.548 Bjöm Theódórsson 396.379 372.300 768.679 YFIRFLUGSTJÓRAR FLUGLEIDA HF. Jóh. R. Snorrason 1.394.744 25.823 659.000 121.875 1.957.692 Ásgeir Pótursson 1.896.916 45.797 735.800 48.750 2.727.263 FORUSTUMENN 3 „LITLU" FLUGFÉLAGANNA Gufljón Styrkársson 1.438.618 573.680 528.000 121.875 2.418.423 Helgi Jónsson 57.090 156.400 195.000 18.490 Elíeser Jónsson 478.876 34.097 323.700 48.750 787.923 FJÁRPLÓGSSTARFSEMI - „Þess vegna er full ástæða til að vara alvarlega við Innhverfri íhugun og starfsemi hennar. Hún á ekkert erindi hingað til lands. Það er alger fölsun á staðreyndum þegar henni er lýst svo að hún sé aðeins sakleysisleg ytri tækniieg meðferð til að læra slökun og afslöppun til þess að geta betur mætt streitu og erfiðleikum daglegs lífs. Hún hefur trúarlegan grundvöll þegar hún er brotin til mergjar. Þessi trúarlegi grundvöllur er sóttur í indversk spekirit Hindúismans og er í algerri andstöðu við kenningar kristinnar trúar" (undirst. blm). Þessi orð eru tekin úr nýlegu hefti af Orðinu, timariti guðfræðinema. Þar ritar Jónas Gíslason lektor við Guðfræði- deildina grein sem hann nefnir Innhverf íhugun, hvað er það? Sýnir Jónas, að eigin sögn, fram á það með ýmsum rökum, að innhverf íhugun sé trúarlegs eðlis þrátt fyrir fullyrðingar ýmissa forstöðumanna hreyfingarinnar um að svo sé ekki. Vitnar Jónas m.a. í ýmis helgirit hreyfingarinnar, sem eru skrifuð á sanskrít. Þegar búið er að þýða ritin sem enginn hefur fram til þessa skilið nema forstöðumaður Innhverfrar íhugunar kemur í ljós, að sögn Jónasar, að ákaft ákall á leiðsögn guðsins Brama er þar að finna. Jónas segir þó að flestir þeir sem læra íhugunina geri sér enga grein fyrir því hvað þarna sé á ferð og hyggi þeir að aðeins sé um merkingarlaus orð að ræða, orð sem séu til þess eins ætluð að auka slökun hugans. Mótmœli 1 tilefni af grein Jónasar hefur Innhverfa íhugunar- félagið gefið út frétta- tilkynningu þar sem orðum hans er harðlega mótmælt. Þar segir m.a.: „Innhverf íhugun er einföld huglæg tækni til að þroska fullt andlegt atgervi mannsins og líkamlega heilsu á eðlilegan hátt. Hún er iðkuð tvisvar sinnum á dag 15-20 mín. í senn. Tæknin byggist ekki á kennisetningum heldur á grundvallarlögmálum mannshugans og er því algerlega óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum “ (undirstr. blm). Mótmælir fél’agið „þeim rakalausu og ósönnu fullyrðing- um“ sem Jónas setur fram. Að sögn Reynis Santuar, eins kennara hreyfingarinnar af þrem, hugleiddi hreyfingin jafnvel að fara í mál við Jónas. Málið var borið undir Maharishi Mahesh Yoga, for-, mann hreyfingarinnar og sagði hann orðrétt að þvi er stendur í fréttatilkynningunni: „Þeir sem taka mark á orðum þessa prests þyrftu að gera sér grein fyrir því hvers þeir fara á mis i heilbrigði og llfs- hamingju. Þeim sem trúa presti skal ráðlagt að halda sig frá Innhverfri íhugun þar eð þeir kjósa heldur að þjást í von um að gullna hliðið ljúkist upp fyrir þeim á efsta degi. Þeim sem trúa presti er ráðlagt að hefja ekki iðkun Innhverfrar ihugunar ef ske kynni að þeir lentu í neðra. Hreyfingin er ekki í aðstöðu tii að verjast svo barnalegum umsögnum (undirst. blm) en þeir sem fylgja kenningum klerks skulu minntir á að athuga hvaða framfarir verða i lífi þeirra." Með fréttatilkynningunni frá Innhverfa íhugunarfélaginu fylgja staðhæfingar þriggja bandariskra presta þar sem þeir fullyrða skriflega að inn- hverf íhugun eigi ekkert skylt við trúarbrögð af neinni tegund. Einnig var blm. sýnd kennslubók I innhverfri Ihugun. Þar rita formála tveir heimsþekktir menn, Hans Selye sem er einn fremsti sálfræðingur heims í þeirri grein er fjallar um áhrif streitu á mannslíkamann, og Buck- mester Fuller vinur okkar Islendinga. Þeir staðhæfa báðir að hreyfingin eigi ekkert skylt við trúarbrögð. Svar Við þessu hefur Jónas svar I grein sinni. Þar segir hann að það sé ekki von að menn geri Sér grein fyrir trúargrundvelli hreyfingarinnar því „beinlínis er tekið fram að engin ástæða sé til að gjöra mönnum sem hefja íhugun grein fyrir þvi hvert hún leiði að lokum ef menn haldi henni áfram". Peningar önnur hlið málsins sem deilt er um eru fjármál hreyfingar- innar f kringum innhverfa íhugun. Jónas drepur á það i grein sinni að árlegar tekjur Yoga séu taldar nema sem svarar 1200 milljónum íslenzkra króna, það er að segja tekjur af vígslu nýnema einna, aðrar tekjur eru þar ótaldar. I nýlegri grein i tímaritinu Time er einnig komið inn á þessi mál og þar er sagt frá nýrri söluvöru hreyfingarinnar, þvl að læra að fljúga. Þessu hefur hreyfingin einnig mótmælt harðlega og segir þar að samtökin starfi án ágóða fyrir almenningsheili. Ekki skal neitt fullyrt um það hér en það er víst að hver nýnemi sem vigður er þarf að greiða sem svarar vikulaunum sínum við vígsluna (21 þús. hér á landi) og rennur það fé til Gúra Dev, sem er gælunafn Yoga. Flestir muna eflaust eftir þvi þegar hinir einu sönnu Bftlar settust við fætur Gúrus og námu fræði hans. Siðan þá hefur hreyfingin orðið að heimsveldi en f greininni i Time er fullyrt að þvl heims- veldi fari hnignandi. Deilur um hreyfinguna gætu þó aukið veg hennar á ný. -DS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.