Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977.
Frestur mannræningjanna
rann út á miðnætti í nótt,
engar fréttir af Schleyer
Ræningjar þýzka iðn-
jöfursins Hanna-liartin Schl-
eyer settu stjóRiitinr þann
Tcost 1 gær aff «n txlin að
sleppa 11 föngum I fangelsum
viðs vegar um Þýzkaland á
miðnætti I nótt, að öðrum kosti
yrði Schleyer myrtur.
A miðnætti, þegar fresturinn
rann út, virtust engar likur til
þess áJTþýzlta stjórnin ætlaði að
fara að kröfum ræningjanna til
að bjarga lífi Schleyer. Stjórnin
hafði ekki sent út neinar til-
kynningar I morgun um það
hvernig hún ætlaði að bregðast
við kröfum mannræningjanna
sem rændu Schleyer úr bll í
borginni Köln. 1 árásinni voru
fjórir fylgdarmenn hans
myrtir.
Hringt var til frönsku frétta-
stofunnar AFP í gær og þess
krafizt að á miðnætti í nótt yrði
búið að sleppa öllum þeim 11
föngum sem sætu inni í fangels-
um, dæmdir fyrir hryðjuverk.
Ræningjar Schleyers, sem er
formaður þýzka vinnuveitenda
sambandsins, höfðu hótað að
myrða hann ef fangarnir yrðu
ekki látnir lausir og þeim
fengin eitt hundrað þúsund
mörk og flugvél til umráða svo
ræningjarnir gætu farið úr
landi með þá.
Talsmenn stjórnarinnar
sögðu að send hafi verið til-
kynning til ræningjanna í gegn
um svissneska lögfræðinginn
Denis Payot, sem hefur verið
milligöngumaður milli ræningj-
anna og þýzku stjórnarinnar.
Ekkert var látið uppi um inni-
hald skilaboða þeirra sem fóru
frá stjórninni til ræningjanna.
Snemma í gærdag fékk
Payot, sem er formaður sviss-
nesku mannréttindasamtak-
anna, boð frá ræningjum
Schleyers. Hann sagði að í þeim
boðum hafi verið sett fram
nákvæm tímasetning um
hvenær frestur ríkisstjórnar-
innar til að sleppa föngunum
rynni út. Payot vildi ekki segja
meira um boð ræningjanna.
Helmut Schmidt, kanslari
Vestur-Þýzkaiands, setti á stofn
sérstaka nefnd sem á að reyna
að finna lausn á þessu máli.
Schmidt er formaður nefndar-
innar. Margir fundir hafa verið
haldnir í nefndinni og stjórnar-
andstæðingar hafa einnig mætt
á þá. Það sem fer fram á
þessum fundum er ekki gefið
upp. Þegar fundað er eru við-
hafðar miklar öryggisráð-
stafanir og mjög öflugur
lögregluvörður fylgir
kanslaranum.
Börn eiga oft fótum sínum fjör að launa þegar slær í brýnu milli
stríðandi aðila á Norður-Irlandi.
Norður-írland:
Óeirðir fara
harðnandi
Lynch fer til London til viðræðna við
forsætisráðherra Breta
Óeirðir á Norður-írlandi hafa
nú færzt yfir til írska
lýðveldisins. A undanförnum
mánuðum hafa rán, skotárásir og
árekstrar milli lögreglu og
vopnaðra manna við landamærin
verið æ tlðari. Má segja að óeirðir
hafi orðið um hverja helgi undan-
farna mánuði.
Alvarlegustu átökin hafa orðið
vegna aðgerða 10 til 12 vopnaðra
manna sem hafa látið til sín taka
undanfarið. Þeir eru taldir
tilheyra einum armi Irska
lýðveldishersins. Þessi hópur
manna er talinn hafa framið ýmis
hermdarverk undanfarna mánuði
og er þeirra nú ákaft leitað. Talið
er að hópurinn hafi m.a. framið
barnarán og ráðizt á lögreglustöð
með skotárás.
Stjórnin er þess fullviss að
öryggissveitirnar geti ráðið við
þennan hóp manna. Jack Lynch
og stjórn hans hefur lengi haft í
undirbúningi að setja ný lög þar
sem heimilt verður að halda
mönnum grunuðum um
hryðjuverk I haldi I allt að sjö
daga án þess að bera upp ákæru.
Stjórn Lynch hafði áður lýst sig í
andstöðu við þessi lög, þegar
fyrirrennarar hens settu fram til-
lögur sama efnis.
Brezki forsætisráðherrann,
James Callaghan, mun brátt fá
ýtarlega greinargerð frá Lynch
um stöðu mála á Norður-lrlandi.
Lynch mun fara til London þann
28. september til viðræðu við for-
sætisráðherránn, en það er fyrsti
fundur hans með ráðherranum
siðan flokkur hans komst til valda
I kosningunum í júní.
Austur-þýzkur embættismaður:
„Vestur-Þýzkalandi er
stjómað afnasistum”
Háttsettur austur-þýzkur em-
bættismaður hefur lýst það
skoðun sína að Vestur-Þýzkaland
sé á leiðinni að verða „Kápplers
lýðveldi", eins og hann orðar það.
Hann kennir landið við Káppler
þann sem flúði úr fangelsi á Italíu
fyrir skömmu og dvelur nú í
Þýzkalandi. Hann var fyrrverandi
nasistaforingi. Embættis-
maðurinn sagði einnig að í
Vestur-Þýzkalandi réðu fasistar
og nýnasistar ríkjum ásamt
þjóðernissinnum.
Þessi árás á Vestur-Þýzkaland
var gerð af Erich Mueckenberger,
en hann hélt ræðu um þetta mál á
fundi kommúnistaflokksins í
Austur-Þýzkalandi. Hann gerði
sér mjög tíðrætt um þá miklu
bylgju nasistaáhuga sem gengi nú
yfir Vestur-Þýzkaland. Hann
sagði að flótti Kápplers hafi verið
skipulagður af nýnasistum og
hann benti á hættuna sem af þess-
um félagsskap stafaði ef honum
yxi fiskur um hrygg. En
staðreyndin er sú að nasistar eru
orðnir valdamiklir í Þýzkalandi
og um leið hefur öðrum öfgahóp-
um vaxið fylgi.
Grænn litur í Sahara
14 þjóðir hafa tekið saman höndum og ætla að
planta gróðri íeyðimörkina
Ýmsar þjóðir í Afríku sem
eiga land að Saharaeyði-
mörkinni hafa ákveðið að taka
höndum saman og reyna að
planta einhverjum góðri í jaðra
þessarar sandauðnar. Alls eru
það fjórtán lönd, sem ætla að
reyna að fá dálitinn grænan lit í
sandinn.
Áætlunum um að reyna að
planta gróðri í jaðraeyðimerkui
innar er skipt í tvennt. Það
verður reynt að ráðast að sand-
auðninni frá suðri og einnig að
norðan. Löndin hafa skipt með
sér verkum og það eru Egypta-
land, Líbýa, Alsír, Marókkó, og
Túnis, sem ætla að koma upp
gróðurbelti norðan í eyði-
mörkinni. Planta á grænu belti
og þá sérstaklega trjám sem
geta veitt skjól til að reyna að
hefta sandfok og gróður-
eyðingu. Þegar jarðvegur hefur
verið undirbúinn á að reyna að
auka fjölbreytni gróðurs sem
verður plantað smám saman.
Alsír hefur þegar plantað
niður gróðri á lengju sem er
eitt þúsund og fimm hundruð
kílómetrar á lengd. Aætlunin
er sú að landsmenn gróðursetji
á um 15 þúsund hektara svæði.
Senegal, Gambía, Máretanía,
Mali, Efri Volta, Niger.Chad og
Súdan taka einnig þátt í að
græða upp eyðimörkina.
Svæði það sem gert er ráð
fyrir að gróður verði á þegar
starfi þessara ríkja er lokið er
álíka stórt og Frakkland, Bret-
land, Vestur-Þýzkaland
Pólland, Ítalía og Grikkland
samanlagt.
Sandauðnin i Sahara i Afríku. þar eru stiiku vinjar á stangli...