Dagblaðið - 13.09.1977, Side 8

Dagblaðið - 13.09.1977, Side 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977, 8 /* Gosbrunnurinn í endanlegt horf næsta sumar: VINDSHLLIR OG UOS SKEMMD AF FIKTIBARNA Kostnaður við gosbrunninn í Tjörninni mun nú nema nálægt sex milljónum króna eftir að settir hafa verið upp 3 steinar en á einum þeirra er kopar- plata sem segir til um gefanda gosbrunnsins, Replogle sendi- herra Bandaríkjanna á tslandi frá 1969 til 1972. Upphaflega var settur á gos- brunninn mjög næmur vind- skynjari sem átti að ráða því hvenær skrúfað væri fyrir og frá gosbrunninum. En vind skynjari þessi var hafður það lágt yfir jörðu að börn komust brátt í tækið og hafa gert það óvirkt með fikti sínu. Einnig voru í tengslum við vindskynj- arann ljós þau er lýstu upp gosbrunninn í fyrrasumar en i sirmar hafa ljósin verið óvirk. Fyrirhugað er næsta sumar að flytja hinn næma vindskynjara út í Tjörnina til að börn séu ekki að fikta í honum og má þá búast við gosbrunninum strax á næsta vori, þráðbeinni bunu upplýstri í mörgum litum. BH Neskaupstaður: TILFINN ANLEGT TJÓN ÞEGAR BÍLSKÚR BRANN Tilfinnanlegt tjón varð í gær- dag á Neskaupstað, þegar eldur kom upp í bílskúr við íbúðarhús á Hólsgötu. Húsið á sjómaður, sem gerir út lítinn fiskibát, og geymdi hann mikil verðmæti í bílskúrn- um, m.a. 3 balla af nælonþorska- netum, 30 uppsett net og nýtt vélhjól sem ungur piltur á heimil- inu átti. Allt eyðilagðist þetta ásamt ýmsum öðrum munum fjöl- skyldunnar. Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins og kom í veg fyrir að meira tjón yrði á húseign- unum. -FÞ/JBP JAFNRÉTTIÐ LIFI - Á BÁÐA BÓGA Með jafnrétti hlotnasl konum ekki eingöngu sæla heldur einnig nokkrir erfiðleikar. Fyrir nokkrum árum hefði verið talið næsta furðulegt að kona skipti um dekk á bil en nú á tímum verða þær að láta sig hafa það eins og annað. Ilún Ragnbeiður (). Davíðsdóttir lög- regluþjónn mátti því láta sig hafa það að skipta um hjól- barða á lögreglubílnuin á meðan liigregluþjónarnir sem með henni voru sinntu öðrum skyldustörfum. Ekki virðist Ragnheiður taka þetta nærri sér, að minnsta kosti brosti hún fallega til Sveins Þormóðs- sonar. - DS Tilf ærslur innan fjármálaráðuneytis — Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri, Þorsteinn Geirsson skrifstof ustjóri Höskuldur Jónsson viðskipta- fræðingur og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri sama ráðuneytis frá 1. nóvember nk. Staða ráðuneytisstjóra var aug- lýst í síðasta mánuði þegar Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri ákvað að kveðja og taka við starfi sem framkvæmdastjóri Málmblendi- verksmiðjunnar. Ein umsókn barst og var hún frá Höskuldi Jónssyni. Hann er rétt liðlega fertugur að aldri. Stöðu Höskuldar mun Þor- steinn Geirsson taka, en Þor- steinn er núverandi deildarstjóri tolladeildar ráðuneytisins. Þor- steinn er lögfræðingur að mennt, 36 ára gamall. - JBP Landinn spjararsig: Matstaður í New York í baðstof ustíl Eigandinn ung fslenzk kona „Að koma inn til Palsson's á heitu sumarkvöldi er eins og að koma í vin í eyðimörk. Það er dásamlegur staður sem útilokar ys og þys strætisins." Þessi lýsing er tekin úr blaði einu í New York og þar lýsir Sylvia Robinson nýjum veitingastað, fullkomnu umhverfi og gómsætum réttum sem eru á boðstólum. Þeir sem eru ábyrgir fyrir staðnum eru Robert Anzelowitz og Sella Pals- son, sem raunar heitir Sesselía Pálsdóttir og er dóttir hjónanna Páls S. Pálssonar lögmanns og Guðrúnar Stephensen. Veitingastaðurinn Palsson’s býður upp á ýmsa þjóðlega norræna rétti og eru flestir sjávarréttirnir komnir frá Is- landi, svo sem reyktur silungur kavíar, gravlax, marineruð sild og fleira lostæti. Þá má ekki gle.vma hangikjötinu, óvenjulegu sælgæti með sérstöku bragði. Þá stendur í greininni að inn- réttingar séu hannaðar af Sellu, sem er innanhúsarkitekt, og þá er veggteppi gert af systur hennar, Sigþrúði. Dagblaðið hafði samband við Sigþrúði, en hún er nú stödd á heimili foreldra sinna í stuttu leyfi, en fer brátt til náms ytra. Hún sagði að Sella ætti staðinn að þremur fjórðu, en hann var opnaður 4. júli sl. Hún sér um allan rekstur og bókhald en áður- nefndur Robert um eldhús og mannaráðningar. Veitingastaður- inn er innréttaður i baðstofustíl og matsalurinn tekur 60 manns. Sigþrúður sagði að reksturinn hefði gengið vel og staðurinn hefði vakið hrifningu. Töluvert af fastagestum sækti staðinn og einnig leikarar frá Broadway. Hún sagði að grein þessi hefði birzt i sjónvarpsblaði, West Side TV Shopper, sem dreift væri ókeypis á vesturhlið Manhattan í allt að tveimur milljónum ein- taka. - JH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.