Dagblaðið - 13.09.1977, Síða 10

Dagblaðið - 13.09.1977, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. WBIAÐIÐ [fifálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Johannos Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. BlaÖamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjal<|ken: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Hflldórsson. ifitstjóm Síöumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir. aualvsingar og skrífstofur Þverholti 11. AAalsfmi blaðaina 27022 (10 línur). Aakrift 1500 kr. i mánuSi innanlanda. I lauaasölu 80 kr eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð. Hilmir hf. Síöumúla 12TVrentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Vel metnar brunarústir Reykvíkingar hafa löngum tek- ^ ið eftir hræi af stórhýsi á horni Laugavegs og Nótatúns. Þetta hús, sem oft hefur kviknað í og einu sinni brann illa, er í hópi þeirra húsa, sem ömurlegastan svip setja á borgina, enda hafa borgaryfirvöld á sínum tíma látið undir það lóð á einkar áberandi stað. Að utan að sjá virðast þessar brunarústir ekki hafa notið hins minnsta viðhalds árum saman. Tugir gluggarúða eru brotnir eða brostnir og víða eru spjöld í gluggum. Óhrein- indataumarnir síga niður hliðar hússins. Að innan er hræið illa innréttað verksmiðjuhús- næði. Þetta er trésmiðjan Víðir, einn máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins. Húsið er nánast óseljan- legt, enda hefur verið gizkað á, að kosta muni um 400 milljónir að gera úr því skrifstofur, ofan á sjálft kaupverðið. Fyrirtækið bjargast ekki á einkaframtakinu og þess vegna er kallað á ríkisframtakið. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gengið berserksgang í að fá ríkið til að kaupa húshræið á uppsprengdu verði til þess að flokkurinn njóti áfram mikilla fjárgjafa trésmiðjunnar Víðis. Fyrir þjóðfélagið væri blóðtakan minnst, ef Sjálfstæðisflokknum hefði tekizt að leysa málið innan þeirra ráðuneyta, sem komu í hlut flokksins, þegar stjórnarflokkarnir skiptu her- fanginu í upphafi samstarfsins. En nú hefur málið verið leyst á þann hátt, að brunarústirnar á að kaupa til nota ráðuneytis, sem Framsóknarflokkurinn hefur yfir að ráða. Þar með er húsið komið undir helmingaskipta- regluna. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera Framsóknarflokknum jafn stóran greiða á móti. Þar með er málið orðið'helmingi dýrara. Sumir kunna að halda því fram, að 260 milljónir séu ekki mikið fyrir 4900 fermetra hús. En þá gleymast 400 milljónirnar, sem fara í að koma húsinu í nothæft ástand. Húsið mun kosta menntamálaráðuneytið 660 milljónir tilbúið til notkunar. Oþarft er að taka fram, að Alþingi hefur enga heimild veitt til kaupa á þessu húshræi, auk þess sem hagsýsludeild ríkisins hefur ekki fengizt til að mæla með kaupunum. Samt hafa stjórnarflokkarnir tekið ákvörðun um kaupin. Sú ákvörðun er ekki lögleg sem stendur. Ráðamenn okkar hyggjast leita heimildar Alþingis eftir á með því að læða heimildar- ákvæði inn í næsta fjárlagafrumvarp. Reynslan sýnir líka, að þingmenn leyfa alltaf gerðum hlutum að standa, þótt þeim sé meinilla við þá. Þeir þora ekki að reka til baka ólöglegar ákvarðanir ráðherra sinna. Húshræið á horni Nóatúns og Laugavegs er eitt af ótal dæmum um fyrirlitningu ráða- manna þjóðarinnar á almenningsáliti og lýð- ræði. Þeir líta á þjóðfélagið í heild sem her- fang, er þeir hafi fengið umboð til að fara með að vild í f jögur ár. Enn meiri er fyrirlitning ráðamanna Sjálf- stæðisflokksins á kennisetningum flokksins um einkaframtak. Þegar á reynir, hafna þeir áhættu einkaframtaksins og kjósa heldur, að ríkið borgi brúsann. Þeir dýrka ríkið ekki minna en aðrir. Og svo borgum við eins og venjulega. Að borgarastyrjöld lokinni VERÐBÓLGAN í LÍBAN0N ER 0RÐIN YFIR- GENGILEG Beirút 22. apríl 1976. Hús brunnu og hrundu til grunna. En það eru ekki einungis ónýt bús, sem eru minjar borgarastríðsins i Líbanon. Túgir þúsunda létu lífið og særðust. Efnahagurinn er i rúst og verðbólgan herjar á landsmenn. Það er leiðindabólga. Eftir að borgarastríðinu í Líbanon lauk er nú allt óðum að færast i fyrra horf. Sólin skin og stúlkurnar flykkjast á baðstrendurnar, sólbrúnar og sætar. Ef ferðafólk vill líta á landið þá eru þar fyrsta flokks hótel og úrvals veitingahús. En það kostar peninga að njóta þessara gæða — miklu meiri peninga en fyrir stríðið. Borgarastyrjöldin olli því að vissar vörur hækkuðu mjög i verði. Dæmi um það eru bensín og rafalar — vörur sem mikill skortur var á. Á öðru féll verð niður úr öllu valdi, til dæmis grænmeti og ávöxtum. A meðan stríðið geisaði var ekki hægt að flvtia neitt út og betra að selja matinn fyrir lítið en fleygja honum. Skattar voru ekki innheimtir og því fengust sígarettur og áfengi fyrir svo til ekki neitt. Til dæmis var viskíflaskan seld undir þúsundkalli. Húsaleigan snarlækkaði sömuleiðis þar eð margir flúðu land. Enn stendur fjöldi húsa tómur en samt hefur húsaleig- an hækkað um 400 prósent. Til þess liggja tvær ástæður. Onnur er sú að húseigendur reikna með að fólk snúi aftur til baka og verði að gerá sér verðlagið að góðu. Hin er sú að ekki er leyfilegt að hækka leigu becar einhver er á annað borð fluttur inn. Þvl var það svo fyrir strið að margir borguðu sömu húsaleigu og skömmu eftir 1940, er þeir tóku íbúð- irnar á leigu. Hús sem leigt var á 20.000 krónur á ári fyrir tveimur árum, fæst nú leigt fyrir 100.000 krónur. Þrátt fyrir fullvissu húseigenda hafa mjög fáir leigjendur snúið aftur eftir borgarastyrjöldina og því standa hús þeirra auð. A sama tima eru þúsundir fátækra fjöl- skyldna heimilislausar. Það eru í flestum tilvikum eftirverk- anir stríðsins, því tjón á húseignum varð mjög mikið. Þá er orðið fokdýrt að komast á milli staða í Libanon. Fargjöld með leigubílum hafa

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.