Dagblaðið - 13.09.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977
11
tvöfaldazt. Verkamaöur með
meðallaun sem eyddi fjörutíu
Krónum á dag til að komast til
vinnu, þarf nú að eyða 140
krónum. Það fara því um
fimmtán prósent meðal-
launanna í ferðirnar einar.
Það er því vart að furða þó að
almenningur bölvi leigubil-
stjórum í sand og ösku. — 80
prósent samgangna í landinu
fara fram í leigubílum. — En
þeir yppta bara öxlum og benda
á hversu hátt bensínverðið sé.
Þeir fá 20 lítra fyrir 620
krónur. Það er langtum
ódýrara en gerist og gengur í
Evrópu en fyrir Líbana er þetta
hreinasta okur.
I rústunum af markaðshverfi
Beirútborgar (souk), þar sem
eitt sinn var furðulegt völund-
arhús eldgamalla smágatna,
prútta viðskiptavinirnir og
verzlunarfólkið um allt milli
himiris og jarðar. Þessi
verzlunarmáti er þeim eigin-
leikum háður að þá borgar fólk
það fyrir vöruna sem því finnst
sanngjarnt. Síðan borgara-
styrjöldinni lauk er sanngirnis-
markið orðið mun hærra.
Avextir ög grænmeti hafa
tvöfaldazt L verði því bændur
geta, ef þeir vilja, selt alla
framleiðslu sína til nágranna-
landanna þar á meðal Sýrlands.
AIls staðar í markaðshverf-
inu rífs fólk yfir verðlaginu.
„Fyrir stríðið,“ segir kona
nokkur, „borgaði ég 65 pistara
fyrir kilóið af sítrónum (um 40
kr.).“
„Fyrir stríðið". Það er sama
hvort rætt er við kristna menn
eða múhameðstrúar. -Fyrir
stríðið kostuðu vörurnar
minna. Fyrir stríðið lifðu
kristnir menn og múhameðs-
trúarmenn saman í sáft og sam-
lyndi. Fyrir stríðið var allt
betra. .
Þá 19 mán. sem stríðið stóð
í Líbanon þurfti þjóðin að þola
margt. Nær 60 þúsund manns
létu lífið, hundruð þúsunda
urðu heimilislausar og tjón á
mannvirkjum og tapaðar tekjur
námu um 12 milljörðum
dollara. Iðnaðurinn í landinu
varð fyrir alvarlegum skakka-
föllum. Flestar verksmiðjur í
hæðunum fyrir utan Beirút
voru eyðilagðar. Ferðamanna-
straumurinn, sem gefur hvað
mestar gjaldeyristekjur af sér,
lá niðri á meðan borgara-
styrjöldin var háð.
Þrátt- fyrir alla eyði-
legginguna er allt óðum að
færast í eðlilegt horf á ný, þótt
það verði aldrei sama horfið
aftur. Enduruppbygging og
fjárfesting verður að bíða þar
til pólitísk lausn er fundin, en á
meðan beðið er færist líf al-
mennings í hversdagslegra
horf.
Léttiðnaður í landinu er
einna fyrstur til að taka við sér.
Hann gefur nú af sér um tvo
þriðju hluta þess sem hann
gerði fyrir stríð. Verzlanir og
veitingahús í Beirút opnuðu
fljótlega eftir að friður var
saminn og nú er borgin óðum
að verða höfuðborg Araba-
ríkjanna á nýjan leik, hvað
neyzlu varðar.
Þeir útlendingar sem
heimsækja Líbanon eftir
strlðið verða að greiða hátt verð
fyrir vörur og þjónustu. Þeir
hafa heldur enga tryggingu
fyrir því að stríð brjótist ekki
út á nýjan leik. Mörg fyrirtæki
fluttu sig um set til Aþenu eða
landanna við Persaflóann.
Sumir fóru jafnvel ennþá
lengra. Þeir þora ekki að koma
aftur. Jafnframt hindrar hátt
verðlag marga I að snúa til
baka.
En erlend fyrirtæki hafa
auga með landinu. Að undan-
förnu hafa til dæmis Alþjóða
gjaldeyr'issjóðurinn, Alþýðu-
bankinn og Kuwaitsjóðurinn til
efnahagslegrar uppbyggingar I
Arabararíkjunum heimsótt
landið, svo að nokkrir séu
nefndir.
Financial Times
Á atkvæðaveiðum
með óbyggðastefnu
Nú að undanförnu hafa
borgaryfirvöld Reykjavíkur og
pólitískar kllkur þar ráðist á
byggðastefnuna, sem bölvald I
atvinnumálum borgarinnar.
Árinni kennir illur ræðari. Það
má nú segja.
Það verður að telja furðulegt
að sæmilega vitibornir menn
skuli láta sér sllka vitleysu um
munn fara. Auðvitað er þetta
ekki byggðastefnunni að kenna
að neinu leyti.
Miklar framfarir
í borginni
Það vita allir að miklar fram-
farir hafa átt sér stað á höfuð-
borgarsvæðinu á undanförnum
árum. Ekki eru mörg ár síðan
Breiðholtið og Arbæjarhverfi
voru móar og melar og ekkert
annað. En þarna hafa nú risið
stórar blokkir; sem gerðu fólki
kleift að eignast íbúðir. Á
Artúnshöfðanum hefur lika
risið iðnaðarhverfi. Allt eru
þetta framfarir og margt fleira.
Að kasta skít I byggðastefnuna
er blekking ein til þess að
draga dul á að þarna hefur
raunverulega verið illa
stjórnað. Nú þegar líður að
kosningum keppast pólitísku
klíkurnar um að auglýsa sig á
ýmsan máta, þar á meðal
þennan.
Forsenda byggðastefnu
Hvers vegna hefur byggða-
stefna verið I málefnasamningi
núverandi og fyrrverand ríkis-
stjórna? Það virðist mér vera
vegna þess að ráðamönnum
þjóðarinnar var og er ljóst að
landið verður allt að byggjast
upp. Fyrir nokkrum árum voru
mörg byggðarlög mjög illa
stödd. Atvinnuleysi og ömur-
legur mórall sem skapaðist við
rothöggið þegar síldin var búin.
Nú hafa mörg þessi byggðarlög
tekið kipp I framförum og vel-
megun. Það skal þakka byggða-
stefnunni og störfum Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins
ásamt heimamönnum á þessum
stöðum. Enn eru samt mörg
byggðarlög eftir þar sem rikir
tímabundið atvinnuleysi eftir
árstímum. En að tala um að
byggðastefnan hafi gengið of
langt er kjaftæði. Vmsir
ónéfndir spekingar hafa verið
með Imugust á uppbyggingu
einstakra byggðarlaga. „Þetta
borgar sig ekki. Betra er að láta
þetta fara I eyði,“ segja þessir
fuglar.
Eg hef hvergi séð það út-
reiknað að Breiðholt borgi sig.
Kannski einhver hinna lærðu
spekinga vildi vera svo vænn að
reikna út hagkvæmni Breið-
holts miðað við sjávarpláss úti á
landi.
Það má alveg eins segja að
Breiðholt hafi aldrei átt að
verða til eins og að segja að
byggðastefnan hafi gengið of
langt. Það segir bara enginn
vegna þess að það er bara
heimskulegt.
Auðvitað verður hvort
tveggja að haldast I hendur.
Það er ekki endalaust hægt að
þenja út þjónustuiðnað sem
hefur svo engu að þjóna.
„Misvœgi"
atkvœðagildis
Fyrir skemmstu voru nokkrir
hálffiðraðir pólitíkusar á
höfuðborgarsvæðinu að þvæla
um það hversu óréttlátt það
væri að atkvæði úti um lands-
byggðina gildi meir til alþingis-
kosninga heldur en atkvæði á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Þarna var „klíku-pólitík“ á
þessu svæði að verki. Byggða-
stefnan er tekin meðal annars
vegna þess að þingmenn kjör-
dæmanna úti um land hafa
margfalt fleiri sveitarfélögum
að sinna heldur en þingmenn
höfuðborgarsvæðisins og
komast ekki yfir verkið. Þótt
fjarlægðin geri fjöllin blá og
mennina mikla, þá skapar fjar-
lægðin milli þingmanns og
sveitafélags sambandsleysi
milli þessara aðila sem ein-
hvern veginn verður að vega
upp á móti. En að fara að tala
um óréttlæti 1 þessu sambandi
er út I hött.
Kjallarinn
Óréttlœti
Oréttlæti er að það skuli vera
tífalt dýrara að tala I slma úti á
landi. Það er líka óréttlæti að
þurfa að borga allt að fimmfalt
hærra verð fyrir að kynda hús
úti á landi. Hiti (varmi) er eitt
form orku, rafmagn annað,
vatnsorka er líka orka og úr
Krístinn Pétursson
vatnsorkunni fáum við raforku
með virkjun. tJr olíunni fáum
við orku með þeirri efnabreyt-
ingu sem við köllum bruna. Við
kaupum bensín á bílinn á sama
verði hvar sem er á landinu.
Það er réttlæti.
öll orka keypt til almennra
nota, svo sem húsahitunar, lýs-
ingar og svo framvegis, ætti að
vera jafndýr hvar sem er á
landinu.
Heitt vatn er uppspretta
orkulindar úr jörðinni. Þetta er
náttúruauðlind sem við fslend-
ingar eigum allir. Eða hvað?
Það væri tilvalið sem
sparnaður í ríkisbúskapnum að
öll orkumál (raforka, heita-
vatnsorka) væri samræmd
undir eina stofnun, orkustofn-
un, og allar hitaveitur og raf-
magnsveitur felldar undir
þessa stofnun.
Þar væri verði svo jafnað og
selt pr. hitaeiningu til húsahit-
unar og svo framvegis. Þetta tal
um orku er nú útúrdúr til þess
að lesendur skilji meininguna.
Óréttlæti er það ennfremur
að íbúar landsbyggðarinnar
borga mikiu hærra vöruverð
heldur en Reykjavíkingar. Og
jafnframt hærri söluskatt því
honum er smurt á eftir að
flutningskostnaði og álagningu
hefur verið bætt við. Svo mætti
lengi telja. En ég læt þetta
nægja.
Léleg fjármálastjórn
borgarstjórnarinnar
Haustið 1974 sat ég ráðstefnu
Sambands sveitarfélaga sem
fulltrúi þess sveitarfélags er ég
á heima I. Aðalmál þeirrar ráð-
stefnu var gerð fjárhags-
áætlana fyrir sveitarfélögin. Til
fyrirmyndar var höfð fjárhags-
áætlun borgarinnar árið 1974. I
marz 1975 kom svo I fréttum I
fjölmiðlum að borgin hafi
samið við Seðlabankann um 550
milljóna króna lán til fimm
ára vegna skuldasöfnunar
borgarinnar við bankann árið
1974.
Þarna þurfti engan byggða-
sjóð til að leysa vandann.
Önnur sveitarfélög hefðu vafa-
laust þegið samskonar lán frá
Seðlabankanum. Það ætti
heldur ekki að vera erfitt fyrir
iðnað á þessu svæði eða jafnvel
borgina sjálfa að snapa lán til
framkvæmda með banka á
hverju götuhorni I miðbænum.
Það myndu allavega vera inn-
lend lán. Borgarstjórinn þarf
ekki að öfunda útgerð af lánum
Byggðasjóðs því það eru þýzk
lán og markið stígur en islenzka
gengið slgur. Þvílíkt dýrðarián.
Nú heyrist talað um borgar-
leikhús og borgarbókasafn
fyrir samtals um þrjá milljarða.
Þetta er sjálfsagt nauðsynleg
fjárfesting og arðbær. Um það
skal ekki dæmt.
1 annan stað má svo nefna
það að borgarstjórinn kann
ekki að gera út. Kaup BUR á
spönsku 1000 tonna togurunum
sanna það. Aldrei hafa verið
keypt jafn vonlaus fiskiskip til
útgerðar og þessar blikkbeljur
enda reknar með bullanJi tapi.
Fiskurinn úr þessum togurum
er lika með verri hráefnum.
Engir fiskikassar notaðir
heldur er fiskinum mokað með
kvlslum úr stíunum I löndunar-
mál, eins og var gert um alda-
mótin.
Ég segi blikkbeljur því þessi
skip þola ekki siglingu 1 Is.
Þetta getur borgarstjórinn
sannprófað og komið róandi til
baka á gúmmibátnum.
Fyrir hvern þessara togara
hefði verið hægt að kaupa einn
og hálfan af gerðinni 400-500
tonn ef tekið er inn I dæmið
allur aukakostnaður sem var
þegar þessi skip komu til
landsins, þvl byrja þurfti á þvi
að breyta heilmiklu áður en
þau voru nothæf.
Borgarstjórinn ætti að hafa
svolítið fleiri „hámenntaða sér-
fræðinga" á sínum snærúm. Þá
hefðu þeir kannski komið að
notum við þessi skipakaup.
Það væri áreiðanlega hollt
fyrir borgarstjórnina að drífa
sig til Vestfjarða og kynna sér
útgerð.
Vœlukjóar
Væl borgarstjórnarinnar um
fyrirsjáanlegt atvinnuleysi
hefur við lítil rök að styðjast.
Þessir menn eru bara að
auglýsa sig og rembast hver um
sig að sýnast beztur „verndari
borgarinnar gegn byggða-
stefnubölinu," Það er ekki
byggðastefnunni að kenna þótt
borgarstjórnin kunni ekki að
gera út. Það er hægt að sanna
það að borgin hefur hagnazt á
byggðastefnunni. í hvert sinn
sem framkvæmdir á einhverju
meiriháttar hefjast úti á landi
þurfa framkvæmdaaðilar að
Dyrja á að hlaupa milli Pontíu-
sar Pílatusar og Heródesar I
borginni og hver tekur sinn
skatt. öll verkfræðiþjónusta,
opinber þjónusta og fleira er
staðsett I Reykjavík. Borgin
fær svo 11% af vinnulaunum
þeirra er þjóna I það og það
skiptið I formi útsvarstekna.
Siðan þarf að leita tilboða hjá
fyrirtækjum staðsettum I
Reykjavík úm efniskaup. Þá
fer fjármagnið til Reykjavíkur
aftur sem fengið var.
Fyrirtækið sem seldi efnið
var með nokkra menn 1 vinnu
og þar halaði borgin aftur inn
11%, plús veltugjöld af fyrir-
tækinu.
Nú eí menn eru svartsýnir
þá geta sveitarfélög úti um íand
llka málað fjandann á vegginn.
Hvað gerist ef þorskveiðar
verða stöðvaðar um lengri eða
skemmri tíma? Þá verður at-
vinnuleysi út um land. En
sveitarstjórnarmenn út um
land ætla greinilega að leysa
þennan vanda án þess að vera
háskælandi framan I alþjóð.
Áfram með
byqgðastefnu
Nú skal byggðastefnu haldið
áfram þótt borgarstjórnin tár-
felli. Það er ekkert við því að
gera annað en rétta henni vasa-
klút. Fólk á Reykjavíkur-
svæðinu er ekkert á móti
byggðastefnu, nema það sé
rangt upplýst með . lævlsum
áróðri.
Reykjavík er falleg borg og
geta Islendingar allir verið
stoltir af þvi að eiga snyrtilega
höfuðborg,
Sjávarútvegur er undirstaða
þess að búandi sé I þessu landi
Þessi aðaltekjulind þjóðarinnar
hefur verið hlunnfarin að þvl
leyti að það vantar menn með
verk- og tæknifræðimenntun og
stórauknar hafrannsóknir og
rannsóknir á nýjungum I fisk-
iðnaði. Þær stofnanir, sem með
þessar rannsóknir fara I dag,
eru vel reknar en þar vantar
meiri fjárveitingar. Þetta ætti
borgarstjórnin að íhuga þvl
framtlð landsins veltur á þvl að
þessari grundvallartekjulind
verði stjórnað af raunsæi og
fiskistofnarnir verði ekki
ofnýttir.
Kristinn Pétursson
sjómaður Bakkafirði