Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1971^
14
r
Svona var Elvis:
STÚLKUR,
STÚLKUR,
STÚLKUR
— þrek söngvarans á vissu
sviði þótti tíðindum sæta
Árum saman var ástalíf Elvis
Presleys svo líflegt, að nánustu
vinir hans stóðu á öndinni. Þeir
hafa lýst þvf þannig, að hann
hafi elskað „eins og vélsög“.
Aðdáendur Presleys af veik-
ara kyninu skrifuðu honum
bréf og buðu honum likama
sína. Konur hentu nærbuxun-
um sínum upp á sviðið þar sem
hann stóð og söng.
I nær öllum kvikmyndunum
sem gerðar voru með Presley,
var hann í hlutverki elsk-
hugans mikla.
Á fyrstu árum ævintýralegs
ferils hans hafði Elvis hægt um
sig hvað varðaði að notfæra sér
allar þær konur sem tilbáðu
hann.
Fyrrum vinur hans og líf-
vörður, Red West, segir: „Hann
hafði miklu meiri áhuga á að
standa sig sem skemmtikraftur
vegna móður sinnar heldur en
að leggjast með öllu sem gekk á
tveimur fótum. Hann trúði
fyrst og fremst á söng sinn og
hreinlífi. En eftir því sem hann
eltist fór hann að taka „fag-
mannlegar" á konum. Smám
saman varð það hluti af lífi
hans og stíl.
Tvœr og þrjór
á dag
Síðari hluta árs 1955 varð
honum allt í einu ljóst að hann
var ekki aðeins aðlaðandi á
sviði. Honum varð líka ljóst að
konur voru jafn fíknar í að sofa
hjá og karlmenn. Upp úr þessu
sendum við tvær og þrjár
stelpur inn 1 svefnherbergið
hans daglega.
Uthaldið í stráknum 1 þá
daga var hreint út sagt ótrúlegt.
Hann hafði þörf fyrir að finna
að hann gæti fengið hvaða
stelpu sem var en þó ekki til að
monta sig af þvi eins og svo
margir gera.“
Dag einn á þessum árum
voru þeir Red og Elvis á
„rúntinum“ í Memphis í bleik-
um Kadillakk þegar tvær
stúlkur, sem þeir könnuðust
lauslega við, urðu á vegi þeirra.
Elvis sveigði upp að þeim og
bauð þeim upp í bílinn. Fram
til þess tíma hafði Presley
ekkert viljað hafa með stúlkur
sem létu „húkka“ sig á þennan
hátt, segir lífvörðurinn Red.
„Mamma myndi ekki vilja
þetta,“ var hann vanur að segja
við Red.
Brak og brestir
En í petta skipti fóru þeir
með stelpurnar heim til Reds,
þar sem hann bjó hjá móður
sinni. Hann fór með aðra inn í
sitt herbergi og Presléy hvarf
með hina inn í svefnherbergi
móður hans.
Frú West, sem ekki var
heima þegar þetta gerðist,
þjáðist af bakveiki og því hafði
tréplötu verið komið fyrir
undir rúmdýnunni til að styðja
við bak hennar. Allt í einu
heyrðist hróp í Elvis, skrækur í
stelpunni og brak og brestir.
örstutta stund var allt hljótt,
en síðan barst hlátur og fliss út
úr herbergi móður Reds.
Krafturinn í ástaleikjum
Kvikmyndaferill Presleys hófst
með myndlnni „Blue Hawali“
1961. Lögin úr þelrrl kvlkmynd
voru gefin út á plötu — og
hefur sú plata seizt bezt allra
Presleyplatnanna.
Fyrsta Elvis Presley breið-
platan.
Á meðan Elvis var f hernum i
Þýzkalandi gerði hann stúlku
nokkra vanfæra, að sögn
fyrrum lifvarða hans. „Við
útvegum lækni,“ sagði Elvis.
^ Verzlun Verzlun Verzlun j
Austurlenzk
undraveröld
opin á I
Grettisgötu 64 j
SÍMl 11625
Borgarljós
Grensásvegi 24 — sími 82660
Baðljós nýkomin
Verð frá kr. 1150.- - 3700,-
Viking-Sófasett
'Bét'Strwinn
Hverfisgötu 76sími 15102.
Skrífstofu
SKRIFBORD
Vönduð sterk
skrifstofu skrif-
borð i þrem
stærðum.
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiója,
Auóbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144
Kigum gla‘silegl úr-
val af póleruðum
smáborðum m/-
blómaúlflúri í borð-
plölu. Kinnig
rokóko-horð m/úl-
skurði og/eða Onlx
borðplötu.
Sendum um alll
land.
Síminn er 16541.
íNýja
©ólsturgcrði
WLAUGAVEGI 134w REYKJA’
Sjálfvirk hurðaropnun
I Með eða án
radiofjarstýringar
Fyrir:
Bflgeymslur
Einstaklinga
Fyrírtæki
Stofnanir
Stóltœki — Bankastrœti 8 — sími 27510.