Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.09.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 13.09.1977, Qupperneq 24
------------------------------_ Loftbelgsmennirnir tveir úr helju heimtir: Voru ofurseld- ir lægðinni — ogtelja sigekki munu reyna á ný viðválynd veður N-Atlantshafsins „Ætli maður reyni nokkuð að drepa sig tvisvar," sagði banda- ríski námaeigandinn Maxie Anderson við fréttamann Dag- blaðsins, skömmu eftir að „græni risinn" Varnarliðsins var loks lentur í gærkvöld á Keflavíkurflugvelli, með hann og félaga hans Ben Abruzzo innanborðs. Þeir voru úr helju heimtir, félagarnir. Veður- barðir og útiteknir með minni- háttar skeggbrodda, kvöddu þeir landa sína sem höfðu náð i, þá langleiðina norður að heim- skautsbaug þar sem þeir lentu loks loftbelg sínum á 6. tímanum í gærdag. Þeir félagarnir búa í Albuqu- erque í New Mexico, en borgin má teljast höfuðborg loftbelgja- flugs í Bandaríkjunum. Fyrir 7 árum greip dellan þá Abruzzo, sem er 47 ára fasteignasali og Anderson sem er 43 ára og er námaeigandi og núna unnu þeir það afrek að fljúga næst- lengsta loftbelgsflug á þessari gerð belgja sem flogið hefur verið. „Auðvitað er þetta samt ekki það sem við ætluðumst fyrir,“ sagði Anderson, „en við slupp- um lífs af og það er fyrir mestu.“ Ætlunin var að sögn Abruzzo að lenda á vestur- strönd Frakklands, eða þá í Englandi eða Noregi. Til að vinna fyrstir manna það afrek að fara á loftbelg yfir Atlantshafið greiddu þeir félagarnir úr eigin vasa um 26 milljónir króna. Það sem fyrst og fremst eyðilagði tilraun þeirra var ísing við Grænland, sem neyddi þá til að lækka flugið mjög. Lægðin sem leið átti um Island greip þá með sér og barátta þeirra í gærdag stóð um það að ná landi, sem tókst ekki. Veðrið var vont alla leiðina að sögn Abruzzo. „Við sáum sól í klukkutíma og sjóinn sáum við ekki nema í 6 til 7 tíma. Það fannst okkur reyndar gott, það var svo ógnvekjandi að sjá hafið fyrir neðan." Abruzzo sagði að fjöldi manns hafi reynt afrek sem þetta, ekki færri en 20 talsins,. Við marga þeirra sem enn væru til viðræðu af þessum mönnum hefðu þeir félagar rætt. „Allir sögðu ALDREI um að reyna þetta aftur. Við verðum líklega í þeim hópi héðan í frá,“ sagði loftbelgsmaðurinn og kímdi. JBP Maxie Anderson, 43 ára námueigandi og Ben Abruzzo, 47 ára fasteignasali verða hér við óskum um útfyllingu á eyðublaði hótelgesta hjá Loft- leiðum. Þeir eru gestir hótelsins meðan þeir dveljast hér. M Fréttamenn ísienzka sjónvarpsins og eriendra út- varps- og sjónvarpsstöðva ruddust, vopnaðir hljóðnemum og ljóskösturum að varnar- liðsþyrlunni um ieið og Abruzzo og Anderson birtust. Aðförin hlýtur jafnvel að hafa verið næsta tilgangslaus því ekki heyrðist mannsins mái við þyrluna vegna gnýs frá véium hennar. Eftir nokkurt þóf voru þeim skjáifandi félögum gefin grið til að komast inn í hótelið þar sem allir gátu rætt við þá í ró og næði. Hér er Abruzzo að reyna að æpa inn í hijóð- nemana en Anderson (efst t.h.) brosir að öllu saman — DB- mynd Sveinn Þormóðsson. V. / Féll niður í jökulsprungu —og gekk óstudd upp úr „Eg var bara óvenju heppin,“ sagði Sólveig Kristjánsdóttir i samtali við DB en hún upplifði þá sérstæðu lífsreynslu um helgina að falla ofan í jökulsprungu, 7-10 metra djúpa og koma standandi niður, ósködduð. Tildrögiri voru þau að á laugar- lOáradrengur skarst íandliti Tíu ára gamall drengur og kona voru flutt í slysadeild á Akureyri eftir umferðar- óhapp í gær. Jeppi oý fólks- bifreið mættust á Eikar- lundi og rákust saman. Skall drengurinn fram f fram- rúðuna, braut hana og hlaut skurði. Konan sem ók meiddist einnig, en ekki alvarlega að því er talið er. ASt. dag lagði af stað í gönguferð á Tungnaárjökul um 30 manna hópur úr Jöklarannsóknafélaginu og var gengið upp frá Kerlingu. Á leiðinni niður af skriðjöklinum var nýfallinn snjór svo mjöll lá þar yfir öllu og huldi m.a. sprunguopið. Skipti það engum togum að Sólveig féll niður um lítið op og lenti í fallinu á tveimur stöllum og snerist einu sinni við áður en hún lenti báðum fótum í botni jökulsprungunnar. Fljót- lega barst henni hjálp niður í sprunguna en Sólveig var hin hressasta og gekk ein og óstudd upp úr jökulsprungunni sem grynntist í annan endann svo þar var greiður vegur upp úr. -BH. ► Þrátt fyrir að falla niður 7-10 metra og lenda á tveim syllum varð Sólveigu ekki meint af fallinu. (DB-mynd Hörður). frjálst, úháð riatfblað ÞRIÐJUDAGUK 13. SEPT 1977. „Bátur” loft- belgsins heill um borð í Óðni Vistarvera loftbelgsmannanna tveggja Abruzzo og Andersons, sem loftbelgurinn bar um 1800 mílna vegalengd og hafnaði síðan í sjónum í mynni Isafjarðardjúps er nú um borð í varðskipinu Óðni. Vistarveran er bátslaga og gerð til siglinga lendi hún á hafi. Hún reyndist þeim loftbelgsmönnum og vel er hún skall í sjóinn en þá var SSV stormur 8-9 vindstig. Skip voru ekki langt undan og varð úr að Öðinn tók fleyið um borð. I því voru öll tæki þeirra félaga og allt annað en það litla sem þeir tóku með sér upp í þyrl- una. Séu þar öll þau tæki sem getið var í kynningarbréfi til Flug- umferðarstjórnar er þar um mikil verðmæti að ræða. „Báturinn" skemmdist eitthvað lítillega í hnjaski er varð er hann var tekinn upp við skipshlið i óveðrinu. ASt. Allt velturá Ólöfu: Biðskák henn- ar getur f ært íslandi forystuna Lukkuborg í gærkvöld, frá Þor- steini Þorsteinssyni: Nú er það undir Ólöfu Þráins- dóttur komið hvort ísland nær forystu í 6-landa keppninni. Eftir 2 umferðir eru Island og V- Þýzkaland jöfn með 6.5 vinninga og biðskák sem virðist unnin fyrir Ölöfu. Sú þýzka, Berglitz,' bauð Ólöfu tvivegis jafntefli sem var afþakkað. Tefldi Ólöf frá klukkan 14 i gær til klukkan 23.30 og virðist hafa betur. I gærdag vann Guðmundur Sig- urjónsson Deuball fallega, Ingi R. gerði jafntefli við Gerusel. Helgi tapaði fyrir Borik og Ingvar tapaði fyrir Eising. Jón- as gerði jafntefli við Feustel. Þjóðverjar hafa því yfir 3:2 gegn íslandi, en Ólöf getur jafnað metin. I keppni Svía og Finna er staðan 2,5 gegn 2,5 og bið. Noregur og Danmörk skildu jöfn með 3:3. ___ -ÞÞ. Misjafnt gengi ískákinni Islenzkir skákmenn gera nú víðreist til útlanda óg er hart barizt á öllum vigstöðvum þó með misjöfnum árangri. Jón L. Arna- son hefur staðið sig mjög vel á heimsmeistaramóti unglinga yngri en 17 ára og eftir 5 umferðir er hann í öðru sæti með þrjá og hálfan vinning og á biðskák við efsta mann, Banda- ríkjamanninn Whitehead, sem hefur fjóra vinninga. Biðskákin átti að teflast í morgun. Ekki gengur bróður hans Asgeiri Þ. Arnasyni eins vel, en hann tekur þátt i heimsmeistara- móti unglinga yngri en 20 ára. I sjöundu umferð tefldi hann við Cramling frá Sviþjóð og fór hún þrisvar i bið og þegar Dagblaðið hafði samband við Benedikt Jónasson aðstoðarmann hans i Innsbruck í morgun sagði hann að tefldir hefðu verið 120 leikir og væri skákin koltöpuð fyrir Asgeir. t áttundu umferð i gær tefldi Ásgeir við Yap frá Filipps- eyjum og tapaði hann þeirri skák i tímahraki, lék af sér hrók er tveir leikir voru i bið. Asgeir er nú 1 46. sæti, en keppenndur eru

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.