Dagblaðið - 14.09.1977, Síða 2

Dagblaðið - 14.09.1977, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 / MEIRA UM KERFIÐ Arni L. Jónsson skrifar: I Dagblaðinu þ. 21. júlí birtast þrjár greinar sem allar eru mjög tímabærar og athyglisverðar. A blaðsiðu 2 er greinarkorn eftir Stefán Asmund Guðjóns- son, og varpar hann fram þeirri spurningu hvort verkalýðs- félögin séu að brjóta lög með þvi að láta draga félagsgjöld af launum manna. Leó M. Jónsson dregur upp nokkur dæmi um viðskipti hins almenna borgara við hið víð- fræga ,,kerfi“ sem við búum við á bls. 10 og á bls. 11 er ágætis- grein eftir Sigurjón Jóhanns- son um húsnæðismál. Þessar þrjár greinar til samans pota það hraustlega í þau vandamál sem hinn al- menni borgari á við að glíma í dag að ég vil þakka þessum mönnum fyrir skrifin en það er ansi skemmtileg tilviljun að þessar greinar skyldu birtast í sama blaðinu. Allir sem fá greidd laun kannast eflaust við frádrætt- ina, ekki síst einstæðir feður. Það er liðin tíð að menn fái kaupið sitt í hendurnar. Nú er hugsað fyrir menn og þeir sem það hafa tekið að sér þurfa auð- vitað sitt — já og ef þú ekki borgar þá missir þú bara réttindin. En það eru ótrú- legustu fuglar sem eru farnir að skaffa samborgurum sínum réttindi nú til dags. Stefán Ásmundur gerist svo djarfur að minnast á stjórnar- skrána máli sinu til stuðnings — þetta rykfallna plagg sem allir eru búnir að gleyma. Maður þarf ekki annað en að minnast á Einar Bollason til að sýna fram á að réttur manna er enginn ef á reynir. Einhver djúpvitur stjórnmálamaður lét þó hafa eftir sér að þetta þyrfti að fara að laga — „vegna þess að tsjand væri komið I þjóð- braut!“. Stefán Ásmundur potar í kýli sem fékk Björn Jónsson til að æja ámátlega. Sem „cape tute“ verkalýðs- mafíunnar hlýtur það að vera Birni höfuðatriði að vinnandi menn borgi fyrir þjónustu hennar hvort sem þeir óska eftir henni eða ekki. Ameríska mafían drepur menn sem neita að borga en sú islenska sviftir þá vinnunni, já eða „rétt- inum“. Þetta er atriði sem að minu viti er rótin að öngþveit- inu í íslensku efnahagslífi: Vinnandi menn eru skyldaðir til að halda verðbólgu- höfundunum uppi, — verka- lýðsforustunni sem er i reynd ekkert nema ábyrgðarlausir Ölar. Ég mundi prísa mig sælan ef það væri bara einfalt félags- gjald sem dregið væri af kaupinu mínu. Ég hef þurft að horfa á 60% fara í hitt og þetta sem mér ber að borga. Ég kalla þetta stuhdum innheimtu- fasisma því að maður hefur ekkert fjárhagslegt svigrúm þegar svona er farið að. Maður er orðinn fórnarlamb einhvers konar „supersósíalisma“ sem hefur tekið að sér að finna patentlausnir á öllum mann- legum vandamálum en er I reynd ekkert annað en fégráðug ófreskja. Það hlýtur að fara að styttast i þann dag að kerfið hirði allt kaup og sendi mönnum matarmiða í staðinn. Leó M. Jónsson dregur upp nokkrar myndir af viðureign manna við kerfið og sýnir fram á með nokkrum dæmum að við búum 1 lögregluriki. Kvalar- arnir eru aldir á almannafé og það er ekki svo gott að menn geti neitað að borga fyrir þjónustu þeirra. Hann hefði mátt nefna þolraun þá sem bifreiðaeigendur mega standa í þegar þeir þurfa að koma bíl á götuna. Já nú veit maður það að ef maður týnir nafnskírteininu sínu þá er maður opinberlega dauður. Og þá er það grein Sigurjóns Jóhannssonar. Hann vill slátra lífeyrissjóðakerfinu eins og það leggur sig og kemur með jákvæðar tillögur til úrbóta í húsnæðismálum. Þessi lífeyris- sjóðagrautur, eins og hann er í dag, er tóm endaleysa. Fólk þarf ekki annað en flytja á milli byggðarlaga eða skipta um at- vinnu þá er allt komið í öng- þveiti. Hvað ætli lífeyrissjóð- irnir hirði stórar fúlgur árlega af fólki sem stundar ekki fasta vinnu? Það vita allir að það er til nokkuð sem heitir að fara niður á milli sjóða (flest er nú hægt). Þú vinnur I fiski og borgar í þennan sjóð — törnin er búin og þú ferð að afgreiða i bókabúð og borgar í annan sjóð — til einskis. Þetta er rányrkja. Það á að stoppa þetta strax með fógeta- valdi. Væri þessu slegið saman t.d. í banka mundi stór hópur manna hætta að missa réttindin og það myndaðist virkur fram- kvæmdasjóður sem ætti að koma öllum til góða. Já og bankinn væri ábyrgur gagnvart greiðendum — en það eru líf- eyrissjóðirnir ekki í dag. Þú verður „ganski pent“ að kyssa réttu rassana áður en þeir lána. Nú á að heita svo að ég sé húsasmiður og ég hef oft verið að furða mig á þessu fram- þróunarleysi við að reisa hús á íslandi. Hér híma menn enn yfir að slá upp mótum, kaldir og blautir í svartasta skamm- deginu, hvernig sem viðrar, áfram er paufast, borð fyrir borð og ef einhver minnist á að hengja upp einhverja druslu til skjóls, þá eru hann klikkaður. Svona vinnubrögð eru dýr, já alltof dýr. Kannski er þetta svona vegna þess að verk- fræðingarnir okkar hafa aldrei lyft neinu þyngra en penna en það er önnur saga. Sigurjón sló upp þeirri mynd I grein sinni að krakkarnir hans væru búnir að krækja sér í íbúð i blokk við Korpúlfsstaði með aðstoð Húsnæðismálabankans o.s.frv. „Ekki blokk Sigurjón, einbýlishús" — Húsnæðismála- bankinn tekur blokkir ekki 1 mál. -Hann lætur mæla út fyrir hundrað og fimmtíu nýjum einbýlishúsum 1 einu. Hann byrjar á að leggja steyptar götur um allt hverfið og kemur öllum leiðslum fyrir I einum stokki. Allir sökklar eru settir niður og gengið frá lóðum. Siðan er húsið reist á tíu dögum úr stöðluðum einingum sem voru steyptar i Hveragerði — innanhúss. Þetta er ekki of gott til að vera satt, Sigurjón, ég hef unnið við svona framkvæmdir og veit að þetta er hægt. Það eina sem okkur vantar eru „ábyrgir aðilar“. Timakaupið eftir tíu ár? Stærri seðla Valgeir Þormar hringdi: Mig langar til að fara nokkr- um orðum um tregðu stjórn- valda við að prenta stóra seðla. Hérna úm og eftir stríð voru verkamenn allt að því tíu daga að vinna sér inn kaup sem svaraði stærsta peningaseðli sem þá var til. Nú eru verka- mann hins vegar ekki nema daginn að vinna sér inn fyrir stærsta seðlinum, sem nú er til. Með sama áframhaldi tekur það líklega ekki nema einn til tvo klukkutíma eftir tíu ár að vinna sér fyrir stærsta seðlinum. Af hverju eru prentaðir svona litlir seðlar nú til dags? Getur það verið að stjórnvöld séu hreinlega hrædd við að með því að stækka seðlana sjáist betur hraði verðbólgunnar? Halda þau kannski að dýrtíðin aukist? Eða hvað vakir fyrir þeim? Við þurfum að þvælast með fullt veski af smáum seðlum og eftir fá ár þurfum við líklega að fá okkur hjólbörur eins og gert var í Þýzkalandi eftir fyrra stríð. Nei, það á að hætta við alla smærri mynt en 50 krónur, gera hundrað og tvöhundruð króna mynt og prenta tiu þúsund og fimmtíu þúsund króna seðla. Llnuritið sem sýnt gæti hversu lengi menn eru að vinna sér inn fyrir stærsta seðlinum hefur fallið mjög síðustu ár og er það engum til góðs. Spyrnum við fótum og prentum stærri seðla. Enn um Pétur útvarpsþul: Ef enginn væri Pétur Pétursson mætti loka útvarpsstöðinni Undanfarið hafa ritsnillingar geystst fram á ritvöllum á les- endasíðum síðdegisblaðanna vegna Péturs útvarpsþuls. Sumir eru með Pétri en aðrir á móti, svona eins og gengur. Kona nokkur sem vinnur í eldhúsi Borgarspítalans hringdi fyrir hönd þeirra kvenna sem þar vinna. Hún vildi leggja áherzlu á að þær elskuðu allar Pétur út af lifinu. Þeim finnst enginn geta komizt með tærnar þar sem Pétur hefur hælana í morgunút- varpinu og eru hæst ánægðar með Iögin sem hann velur og allt sem hann segir. „Ef Pétur Pétursson yrði látinn vikja úr morgunútvarp- inu væri alveg eins hægt að leggja útvarpsrekstur á Islandi niður,“ sagði kona þessi. Uppeldi barna og unglinga Margrét Ólafsdóttir hringdi: Ég var að hugsa í sambandi við hegðunarvandamál unglinga og öll þau afbrot sem þeir fremja að það vantaði greinilega góða uppalendur í skólana. Einhverja sem gætu kennt börnunum góða siði strax á meðan þau væru lítil, þá verða þau áreiðanlega aldrei óheiðarleg. Mér datt f hug að prestar gætu eflaust tekið þetta að sér með góðum árangri og eins félagar úr KFUM og K. Þeir gætu þá komið í skólana t.d. einu sinni í viku og litið til með börnunum. Eflaust bera því einhverjir við að börnin muni ekki vilja hlusta en ég tel að ef hafizt er handa nógu snemma finnist þeim það sjálfsagður og eðlileg- ur hlutur að nema góða siði. Hvað ungur nemur, gamall temur, segir málsháttur og tel ég hann í fullu gildi hvað þetta varðar. Ég er alveg sannfærð um að prestarnir myndu glaðir taka þetta að sér og eins margt annað fólk sem hefur hamingju manna á sinni stefnuskrá. T.d. KFUM og K. Raddir lesenda Dóra Stefánsd. Hríngið íséna 83322 M. 13-15 Landsmálasamtökin STERK STJORN Laugavegi 84 - Sími 13051 Opiðkl. 5-7 alladaga

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.