Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 24
Unnið af krafti á norræna sjónvarpinu: Við eigum að ná sjö stöðvum í tækin okkar — með tiltölulega einföldum aukabúnaði „Þó norrænt sjónvarp um gervihnetti sé ennþá á umræðu- stigi er unnið af fullum krafti við þær tilraunir sem flestir eru fullvissir um, að verði undanfari þess að allir Norður- landabúar eigi þess kost með tiltölulega ódýrum aukabúnaði að velja sér sjónvarpsefni beint frá gervihnetti," sagði Erik Mánsson einn af ritstjórnar- mönnum sænska blaðsins Expressens. Hann var hér á ferð á dögunum og leit þá við hjá DB. Mánsson sagði að fyrir til- stilli Norðurlandaráðs væri undirbúningur þess máls i góðu gengi og ýmis fyrirtæki önn- uðust rannsóknir og tilrauna- smíði til fullprófunar mögu- leikans. Nú er helzt gert ráð fyrir að gervihnettirnir fyrir Norður- löndin verði tveir eða þrir, þannig að móttökuskilyrðin verði alls staðar vel viðunandi. Með sérstökum loftsnetsút- búnaði sem sjónvörpin eru siðan tengd geta sjónvarps- hafar valið úr sjö dagskrám, tveimur frá Svlþjóð, tveimur frá Finnlandi og einni frá Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. Hinn sérstaki útbúnaður er falinn i skálarlaga loftnet með hóflegu þvermáli ásamt tiðni- og tónbreyti. Kvað Mánsson þá skoðun hafa komið fram i Svi- þjóð að útbúnaður þessi myndi kosta 1000-1500 sænskar krónur eða 45-65 þúsund krónur islenzkar. Eins og áður hefur komið fram í DB er þetta fyrirhugaöa norræna sjónvarp algerlega óháð jarðstöð hér á landi. Jarð- stöðin hér er fyrst og fremst byggð til að skapa tryggt sima- og fjarskiptasamband fyrir sima o.fl. Jarðstöðin skapar islenzku sjónvarpi og útvarpi og möguleika til að bæta sam- keppnisaðstöðu sina við þær sjónvarpsstöðvar sem sjón- varpseigendur i framtiðinni geta náð beint frá gervihnetti, hvar sem þeir búa á Norður- löndum. Með sameiginlegu norrænu sjónvarpi um gervihnetti, sem gefur möguleika til vals milli dagskrárefnis ýmissa landa, eru Norðurlandaþjóðirnarekki að brjóta neitt blað 1 þróun sjónvarpsmála. A meginlandi Evrópu eru tilraunir með sjón- varpssendingar, sem sjónvarps- eigendur ná beint frá gervi- hnöttum, komnar enn lergra og þar verður sllku sambandi komið á fyrr en á Norðurlönd- um. Með þeirri áætlun sem unniö er að fyrir tilstilli Norðurlandaráðs er aðeins verið að halda i við aðrar og stærri þjóðir varöandi þróun málanna. ASt. f-“5' Óskemmtileg lífsreynsla „Það er hrein klára vitieysa og ekkert annað sem fær menn til þess,“ sagði Ben Abruzzo i samtali við blm. DB er hann var spurður að þvi h«'að fengi menn til þess að fljúga i loftbelg yfir Atlantshafið. „Við höfum flogið brátt saman 1 25 ár á flugvélum okkar sem viö eigum heima iAlbuquerqueog eig- um vonandi eftir að fljúga áfram lengur," hélt Abruzzo áfram þar sem þeir félagar sátu i svitunni á Hótel Loftleiðum og virtu fyrir sér flugleiðina á stærðarinnar landakorti sem lá á gólfinu. „Skammt fyrir sunnan Græniand lentum við í skýjaþykkni og sáum hvorki tillands né niður i sjóinn fyrr en við brotlendinguna I mynni Isafjarðardjúps." „Við munum áreiðanlega halda áfram flugi iloftbelgjum, þó við munum aldrei leggja upp i lang- ferð sem þessa. Þá munum við eingöngu nota heitaloftsbelgi, en ekki heliumbelg eins og þennan. Nú eru u.þ.b. þúsund loftbelgs- flugmenn 1 Bandarikjunum og nota þeir allir heitaloftsbelgi." Kváðu þeir flug sem þetta yfir Atlantshafið og til meginlandsins —sem þeir vildu ekki upplifa oftar Abruzzo bendlr á staðlnn þar sem lægðln hreif þá suður af Grænlandi og hrakti þá f stóran hrlng yflr hafinu, Anderson talar hins vegar glaðhiakkalegur f sfmann við kunningja sinn vestan hafs. (DB-mynd BJarnlelfur). flugvélum og loftbelgjum aðeins tómstundagaman. Fjármögnuðu þeir ferðalagið að mestu sjálfir úr eigin vasa en auk þess höfðu þeir með sér eitt þúsund frimerkt umslög, stimpluð í Massachusetts, þaðan sem þeir félagar lögðu upp og verða þau siðan aftur stimpluð hér. Eiginkonur þeirra Anderson og Abruzzo bíða þeirra á hóteli í London og flugu þeir utan i morg- un til fundar við eiginkonur sinar. -BH. 1 gærkvöldi huðu loftbelgsmennlrnir tveir löndum sfnum á Kefla- vikurflugveili sem unnið höfðu að björgun þelrra, til velzlu i Krystalsal Hótels Loftleiða. Alls voru þetta um 40 manns. Björgunin var að þvi leyti mjög söguieg að þyrlan fiaug beint af lendingarstaðn- im heim að hóteiinu þar sem loftbelgsfararnir komust fótgangandi f yl og hlýju hótelsins. -DB-mynd Sv. Þorm. geta verið hið ánægjulegasta i góðu veóri, en eins og nú háttaði hefði þetta verið miður ánægju- leg lifsreynsla, sem enginn gæti trúað nema sá sem hefði lent í slíku, þetta vildu þeir ekki þurfa að upplifa aftur. Voru þeir orðnir blautir og kaldir eftir útivistina er þeim var bjargaö upp í þyrluna, og enn i gærmorgun var i þeim talsverður hrollur. Starfa þeir báðir að viðskiptum í heimabæ sínum, Aibuquerque i Nýja Mexicó og er flugið bæði i 25.156 eintök Upplag Dagblaðsins var að meðaltali 25.156 eintök á dag á siðasta þriggja mánaða tíma- bili, mai, júni og júli. Er það 1.142 eintaka aukning frá næsta þriggja mánaða tfmabili á undan, þegar upplagið var 24.014. Meðalupplag Dagblaðsins er nokkuð misjafnt eftir dögum. A siðasta þriggja mánaða timabili vaf upplagið á mánudögum 27.652 eintök að meðaltali, 24.753 eintök á þriðjudögum, 23.803 eintök á miðvikudögum, 24.596 eintök á fimmtudögum, 26.698 eintök á föstudögum og 22.372 eintök á laugardögum. Dagblaðið hefur ásamt Morgunblaðinu undirritað samning við Verzlunarráð Islands um nákvæmt eftirlit með prentuðu, dreifðu og seldu upplagi dagblaðanna. Þessi samningur var smiðaður i fyrravetur á sameiginlegum fundum dagblaðanna, stærstu auglýsingastofanna og Verzl- unarráðs. Þjóðviljinn hefur neitað að undirrita samninginn. Timinn, Vísir og Alþýðublaðið hafa hug- leitt málið i fjóra mánuði, en ekki lagt enn í að undirrita. í Víðsjá útvarpsins í kvöld kl. 19:35 verður m.a. rætt um upplagseftirlitið. fijálst, úháð riaghlsð MIÐVIKUDAGUR 14. SEPT1977. Prófkjör Alþýðuflokksá Reykjanesi: Örn Eiðsson bættist íhóp fram- bjóðenda I prófkjöri Alþýðuflokksins um tvö efstu sætin á lista í Alþingis- kosningum verða sjö menn. DB hefur áður skýrt frá því að Jón Armann Héðinsson, alþingis- maður, gefur kost á sér í efsta sætið, og að þessir menn bjóða sig fram í 1. og 2. sæti: Karl Steinar Guðnason, Hilmar Jóns- son, Olafur Björnsson og Kjartan Jóhannsson. Þá gefur Gunn- laugur Stefánsson kost á sér í 2. sætið og loks örn Eiðsson, deild- arstjóri í Tryggingastofnun rikisins, í 2. sætið. Prófkjörið fer fram dagana 8. og 9. október næstkomandi, á kjörstöðum í Mosfellssveit, á Seltjarnarnesi, i Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavik, Njarðvik, Keflavik, Sandgerði og ef til vill fleiri stöðum. Slökkviliðið 4 sinnum á fleygiferð Slökkviliðið var fjórum sinnum kallað út frá kl. 5 í gær og fram yfir miðnætti. I öllum tilfellum var um lítinn eld að ræða og tjón lítið sem ekkert. Fyrsta kallið kom frá bílaverkstæði í Armúla 34. Þar kviknaði i út frá logsuðutæki sem verið var að vinna með. Næsta kall kom kl. 20.17. Þá var eldur í rusli við Múlaborg í Armúla. Þá kom kall kl. 21.04 frá Plastgerð við Grensásveg 7. Hafði eldspýtu verið kastað inn í viftu og brann hún. Hugsanlegt er að sömu aðilar hafi kveikt i í Armúla og á Grensásvegi. Siðasta kallið kom kl. 00.18 frá Fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti. Þar hafði kviknað í mjölþurrkara. Góður út- búnaður kom i veg fyrir meiri eld og tjón. •ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.