Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977. Deilur um vamarstöðvar í Noregi voru undirrót Oslóar- samkomulagsins — segir Auðunn Auðunsson sem telur íslenzka ráðamenn villta á höfuðáttirnar „Það er engum vafa undirorpið að það voru deilurnar um staðsetningu Loran C stöðva í Noregi sem’ urðu undirstaða og grundvöllur hins svokallaða Oslóarsam- komulags, þegar þar var samið um að Bretar skyldu hverfa með togara sína af íslands- miðum. Samningurinn byggðist á því að stöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli yrði þar áfram, en tæki hennar og út- búnaður og allt hennar áætlunarverk yrði ekki flutt til Noregs." Þessi orð mælti Auðunn Auðunsson skipstjóri á Kambaröst i viðtali við DB. Er hann nýkominn heim eftir stutta dvöl í Noregi, en þar kynntist hann rót þessa máls sem lyktaði með svokölluðu Oslóarsamkomulagi. „Deilurnar um Loran C stöðvarnar í Noregi eru þar háværar og valda miklu ölduróti í norskum stjórn- málum. Norðmenn hafa tekið að sér ýmsar kvaðir fyrir NATO en þegið í staðinn mikl- ar fjárfúlgur m.a. til gerðar nýs vegakerfis, sem kemur allri norsku þjóðinni til góða i al- mannavörnum. Mikill andbyr er í Noregi gegn því að slíkar kafbátaleitarstöðvar séu þar og mikil mótmælaalda gegn því að nokkrar stöðvar Banda- ríkjamanna verði þar reknar. Til að lægja þessar öldur og til að koma í veg fyrir innflutning þeirra beittu Norðmenn sér fyrir Oslóarsamkomulaginu. Islenzkir stjórnmálamenn eru hins vegar svo villtir á höfuðáttum, að við sitjum uppi með kanann, Norðmenn hirða „leiguna" frá þeim og við leyfum svo norskum skipum að veiða í íslenzkri landhelgi. Norðmenn vilja treysta öryggi sitt, þeir vilja gjarnan fá vega- kerfi sem greitt er af NATO, en öryggið vilja þeir skapa sér með tilvist herstöðva á Islandi. Því þá ekki að beita sér fyrir sam- komulagi sem fæli allt þetta í sér, en kostaði Norðmenn ekki neitt. Það tókst með Oslóarsam- komulaginu,“ sagði Auðunn. Norsk togaraútgerð Auðunn sagði að stefnan í sjávarútvegi Norðmanna væri útrýming skuttogara. Þeir ættu nú 85 slíka og bann er við fjölgun þeirra. Skuttogararnir hafa leyfi til að veiða 1200 tonn- á ári og meira ekki. „Svo fara Norðmenn hingað í viking og hreykja sér af aflanum, sem þeir næla sér i á Islandsmiðum. Skýrslum er ekki skilað fyrr en eftir 6 mánuði, svo að það má heita að lítt sem ekkert sé fylgzt með afla Norðmanna hér.“ Auðunn sagði að margt hefði breytzt i Noregi hin síðari ár. Þar væri eins konar „klondike- stíll" á öllu. Vinnubrögðum öllum hefur hrakað og andi hinna sómakæru svífur ekki lengur yfir vötnum þar. Mikið er um finnskt vinnuafl í Noregi og Norðmenn nota það, að dómi Auðuns, eins og S-Afrikumenn nota negrana. Þeir eru skammaðir ef eitthvað ber út af, en éru hins vegar réttlausir og verða að flýja vinnustaði jafnskjótt og einhver Norðmaður óskar stöðu þeirra,“ sagði Auðunn. -ASt. Nú liður að þvi að Iðn- kynning i Reykjavlk hefjist, en það verður mánudaginn 19. september og síðan hefst sýning í Laugardalshöll þar sem eingöngu verður um þátt- töku fyrirtækja og aðila úr Reykjavík að ræða. Eitt af mörgu, sem á eftir að vekja athygli borgarbúa á meðan á Iðnkynningunni stendur, er forláta rúta, sann- kallaður Gamli-Ford af árgerð 1947, sem Egill Vilhjálmsson smíðaði yfir á sínum tíma. Rútan sem er í ágætu standi mun aka gestum frá Laugar- dalshöll að Árbæjarsafni, en þar verður iðnminjasýning opn- uð 22. september næstkomandi. Einnig er hugsanlegt að billinn verði notaður til að aka fólki L skoðunarferðir í atvinnufyrir- tæki. Rútan hefur verið i stöðugri notkun frá upphafi og er yfir- byggingin algerlega óliðuð og því gott dæmi um reykvískan iðnað. -JH. Ekki er að sjá neitt lát á Gamla-Ford þótt hann sé að potast á fertugsaldurinn. Enn er upprunalegt ákiæði á þeim gamla og líklega rifjast upp langar rútuferðir fyrir mörgum, sem fá sér far með Fordinum. DB-myndir Hörður Viihjálmsson. Einkaritaraskólinn slai fsþjálfim skrifslofufólks. KJ.VKNI A: Enska. Ensk bréfrilun. Verzlunarenska. Pilmanspróf. KJ.VKNI B: Vlmenn skrifslofustörf. Skrifslofutækni. SEK.N.VMSKEID: C. Bókfærsla— D. Vélritun — E. Notkun skrifstofuvéla — F. Kennsla á relknivéiar — G. Meðferð lullskjala — H. tslenzka, stafsetning . Brautarholt 4 — sími 11109 Mimir (ki. 1-7 e.h.) Erffitt fyrir Pólýfón að hætta nú: Samkvæmt guðlegri vís- bendingu að fá Pólýfón sagði eitt ftölsku blaðanna um söng kórsins á ítalfu „Það er hverju orði sannara, það er erfitt að hætta starfinu nú,“ sagði Friðrik Eiríksson, ■formaður Pólýfónkórsins, þeg- ar fréttamaður DB spurði hann um framtíð kórsins. Látið hefur verið að þvi liggja að starf kórsins leggist niður, um annað sé ekki að ræða, einkum vegna þess hversu erfitt er að reka slíkt fyrirtæki fjárhagslega. Friðrik kvað stjórnina halda fundi mjög tftt þessa dagana, :en endanlega yrði ekkert ákveðið fyrr en á aðalfundi kórsins 29. september nk. í sumar söng kórinn á Itaiíu og hafa blaðaumsagnir um söng kórsins borizt Dagblaðinu. Eru dómar blaðanna mjög á einn veg, lýsingarorðin óspart notuð um frammistöðu kórsins og stjórnanda hans. Blöðin hæla mjög stjórn Ingólfs, gagnstætt sumum gagnrýnendum hér heima. Mikið er gert úr þvl hversu fjölmennir tónleikar kórsi ns hafi verið víða. 1 einu blaðanna er þessa gullvægu klausu að finna: „Þetta val menningarmála- ráðuneytisins hefur áreiðan- lega verið samkvæmt guðlegri vísbendingu, ef dæma má eftir hinum glæsilegu undirtektum, sem féllu flytjendum í skaut og þeim gifurlega fjölda, sem viðstaddur var.“ Hljómleikar þessir voru haldnir i Santa Corona þar sem vorhátíð hljóm- listarmanna var að ljúka. Söng- salurinn var troðfullur og margir áheyrendanna stóðu og sátu hvar sem þeir gátu komið' sér fyrir á þrepum hliðar- altaranna. Sömu sögu segja önnur blöð víðar um Italíu. Sannarlega verður erfitt fyrir Pólýfón að hætta nú. -JBP- Ingólfur, — ftalskir telja hann góðan stjórnanda, gagnstætt þvi sem sumir fslenzkir gagn- rýnendur vilja meina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.