Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977. G Utvarp ‘23 Sjónvarp Útvarp kl. 19,35: Þora dagblöðin ekki að gefa upp upplagstölumar? „Það verða dagblöðin sem tekin verða til umræðu i Víðsjá í kvöld,“ sagði Ölafur Jónsson annar umsjónarmanna Víðsjár. Sem kunnugt er hefur Verzlunarráð Islands boðizt til að standa að upplagseftirliti dagblaðanna, en hingað til hafa ekki nema tvö dagblöð, Dag- blaðið og Morgunblaðið, skrifað undir samning þann sem gerir ráð fyrir upplagseftirlitinu. Til viðtals við sig í þættinum hefur Ölafur fengið Svein R. Eyjólfs- son framkvæmdastjóra Dag- blaðsins, Jón Sigurðsson rit- stjórnarfulltrúa á Tímanum, Þorvarð Elíasson framkvæmda- stjóra Verzlunarráðs Islands og Svavar Gestsson ritstjóra Þjóð- viljans. Mun þar hver þeirra gera grein fyrir því hvers vegna þeir hafa ákveðið að taka þátt í upp- lagseftirlitinu eða ekki og hvaða ástæður liggja þar að baki. Upplagseftirlit þetta hefur verið mikið til umræðu allt frá því Dagblaðið og Morgunblaðið undirrituðu samninginn við Verzlunarráðið og hinum blöðunum, sem enn hafa ekki undirritað samning- in, verið brigzlað um að þora ekki að gefa upp hversu mörg blöð þeir prenti og selji. Sýnist þar sitt hverjum, m.a. þykir Verzlunarráð Islands e.t.v. ekki vera rétti aðilinn til að fjalla um mál eins og upp- lagseftirlit. Auk þess sem upplagseftir- litið verður rætt á að fjalla um blaðamarkaðinn yfirleitt hér á landi, þá sérstaklega markað- inn fyrir síðdegisblöð, að sögn Ólafs Jónssonar. BH Svavar Það eru þeir Þorvarður EHasson, Svavar Gestsson, Sveinn R. Eyjólfsson og Jón Sigurðsson sem Ólafur Jónsson ætiar að taka tali í útvarpsþættinum Víðsjá í kvöid. Jón Þorvarður örnólfur Thorlacíus menntaskólakennari, ann- ar umsjónarmanna þátt- arins Nýjasta tækni og vfslndi. Sjónvarp kl. 20,30 íkvöld: Rafgas — islenzka þýðingin á plasma Fjögur atriði verða á dagskrá þáttarins um nýjustu tækni og vísindi í kvöld og eru það umhverfis- vernd í Ameríku, heilaað- gerðir, mengunarvarnir í pappírsiðnaði og rafgas (plasma). Síðastnefnda atriðið, rafgas, er íslenzka þýðingin á hinu alþjóðlega orði plasma. Plasma er hið fjórða ástand efnis en hin þrjú eru fast, fljótandi og loftkepnt. Lengi vel var álitið að ekki gætið verið nema um þetta þrennt að ræða, þar til vísindamönn- um 'tókst fyrir nokkrum árum að uppgötva hið fjórða hugsanlega ástand efnis og var það nefnt plasma. Miðvikudagur 14. september 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 VeÓurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Úlfhildur" eftir Hugrúnu Höfundurles (11). 15.00 Miðdegistónleikar. Concertgebouw- hljómsveitin í Amsterdam leikur „Alborada del gracioso", hljóm- sveitarverk eftir Maurice Ravel; Bernard h Haitink stj. Sinfóníuhljóm- sveit Moskvu-útvarpsins, einsöngv- ararnir Ludmilla Legostaeva og Ana- toly Orfennof og kór flytja Sinfónlu nr. i 1 í E-dúr op. 26 eftir Alexander Skrjabín; Nikolaj Golovanoff stj. íb.uu rréttir. Tilkyr.ningar (16 15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli bamatíminn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Víðsjó Umsjónarmenn: Silja Aðal- steinsdótir og Ólafur Jónsson 20.00 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur íslenzk lög Valborg Einarsson leikur á píanó. 20.20 Sumarvaka. a. Úr brófum Torfa í Ólafsdal Ásgeir Asgeirsson les bréf rituð í Kanadaferð fyrir rúmri öld; — sfðari lestur. b. Óskin mín. Valdimar Lárusson les ljóð og visnámál eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson c. Braut- ryðjandi í sauðfjárrœkt. Torfi Þorsteins- son bóndi í Haga í Hornafirði segir frá Bjarna Guðmundssyni fyrrum kaup- félagsstjóra á Höfn. Guðjón Ingi Sigurðsson les. 21.30 Útvarpssagan: „Víkursamfólagið'* eftir Guðlaug Arason. Sverrir Hólmars- son les (5). son Sverrir Hólmarsson les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldagan: „Dœgradvöl" eftir Benedikt Gröndal. Flosi ólafsson les (5). 22.40 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 23.25 Fréttir.Dagskrárlok. Fimmtudagur 15. september 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8 15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbmn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Armann Kr. Einars- son les sögu sína „Ævintýri í borg- inni“ (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Jón Reyni Magnússon frkv.stj. og Ás- mund Magnússon verksmiðjustjóra. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00. I ^ Sjónvarp Miðvikudagur 14. september 20.00 Fróttir og veöur 20.25 Auglysingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta taekni og vísindi. Umhverfis- vemd í Ameríku. Heilaaögerðir, Mengunarvamir í pappirsiönaöi, Rafgas (plasma). Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 20.55 Skóladagar (L). Lcikinn sænskur sjónvarpsmyndaflokkur í scx báttum um ncmcndur i niunda bckk grunn- skólans. forcldra þcirra og kcnnara. 2. Jiállur. Efni fyrsla J)áltar: 1 sköla i Gaulaborg cr cin bckkjardcild sérlega óslýrilát. og cru sumir kcnnararnir i slökuslu vandræðum mcð að halda uppi aga. Einkum cr það Irúarbragða- kcnnarinn, Maríanna,-scm lögð cr i cinclti, svo að hún cr hvað eftir annað komin að því að gefast 14PP Ungur forfallakcnnari ræðsl að skólanum, og virðisl hann hafa ýmsar nýjar hug- myndir, scm Katrínu yfirkcnnara gcsl vcl að. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Nordvision — S.cnska sjónvarpið). -21.55 Gítartónlitt (L). Julian Brcam og John Williams Icika cinkum giimul lög. 22.20 Dagskrárlok. / Háskólabíó — Mahogany N ÞRIÐJA FL0KKS ELDHÚSRÓMAN hAskólabíó Mahogany Leikstjóri: Berry Gordy Tónlist: Michael Masser Aðalhlutverk: Diana Ross, Billy Dee Williams og Anthony Perkins Diana Ross er prýöis söng- kona og falleg í þokkabót. Einhver sagði mér að í ofanálag væri hún efnileg leikkona. Hún er þó ekkert að flíka því í Mahogany, hefur sennilega ofboðið þynnka textans. Söguþráðurinn í Mahogany er eins og þriðja flokks eldhús- reyfari. Þar segir frá ungri blökkustúlku, Tracy Chambers, sem langar svo fádæma mikið Kvik myndir til að verða tízkuteiknari og sækir kvöldnámskeið, þegar vinnu er lokið til að mennta sig, í faginu. Tækifærið stóra rennur upp, þegar hún hittir kolgeggjaðan, en vel þekktan tízkuljósmyndara, Sean Mc- Avoy, sem lízt vel á hana og lofar að gera hana að stjörnu 1 Rómarborg. Auðvitað lætur hún tilleiðast að lokum og slær i gegn i rotnum tízkuheimi, en alltaf blundar hjá henni þráin til að teikna föt. Að lokum eftir margs konar raunir fær Tracy einnig tæki- færi til að koma kjólum sínum á framfæri ennþá er hún orðin leið á öllu saman og fer aftur heim til gömlu, skítugu Chicago og giftist draumaprinsinum, Brian Walker, sem gengur með þingmann í maganum. Leikur er allur tilþrifalítill í Mahogany, nema ef vera skyldi hjá Anthony Perkins, sem leikur ljósmyndarann geggjaða. Myndataka er yfir- leitt la la, þó að skemmtilegum köflum bregði fyrir. Tónlistin i myndinni er eftir Michael Masser.Titillagið, Theme From Mahogany, (Do You Know Where You’re Going To), náði miklum vinsældum á sínum tíma, enda mjög áheyrilegt lag. Eiginlega er það langeftir- minnilegasti þáttur myndar- innar. Mahogany er þokkaiegasta afþreyingarmynd fyrir stúlkur, sem unna Iæknarómönum og öðrum slíkum bókmenntum. Vissara er fyrir aðra að fara vel vakandi, svo að þeir trufli ekki áhugasama með ýsudrætti og hrútaskurði. AT Glæsibæ — Sími 83210 Nýkomin brjóstahöld frá Abecita Bómullarhaldari Soonett Verökr. 1790.- Gloobi B og C Verðkr.2180.- Nýtegund Bubblan Verð kr. 1730.- Ullarnærföt úrskozkueingimi Póstsendum fflkutam Glæsibæ — Sími 83210

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.