Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 3
Mynd úr einum af bæklingum þeim sem Alafoss dreifir til uppiýsingar um islenzkar lopapeysur.
við innkaup á handprjónavör-
um á Akranesi á þessu ári.
Samt má segja það öðrum inn-
kaupaaðilum til ,,málsbóta“ að
þeim ber engin .skylda, fremur
en Alafossi, að hafa opna
peysumóttöku á Akranesi
fremur en öðrum stöðum á
landinu. Hver innkaupaaðili
fyrir sig hlýtur að haga sínum
innkaupum eftir eigin mati,
þörfum og greiðslugetu og
sama myndi frúin sjálf gera
stæði hún í peysuinnkaupum til
útflutnings.
Prjónakonur eru ekki fast-
ráðnir starfsmenn útflutnings-
aðila. Það hefur það í för með
sér að þeir geta ekki krafizt
eins eða neins varðandi afköst
prjónakvenna. Á sama hátt
geta prjónakonur ekki gert
kröfur til innkaupaaðila varð-
andi hvað þeir vilja kaupa inn,
hversu mikið, hvar og hvenær.
Hér er um að ræða algjörlega
frjálsan viðskiptamarkað, sem
ekki er bundinn öðrum lögmál-
um en þeim hvað hægt er ann-
ars vegar að selja og hins vegar
að framleiða og kaupa. Ef til
vill liggur reginmisskilningur
frúarinnar einkum í því að hún
áttar sig ekki á þessu. Hún
dæmir útflutningsaðila eins og
þeir væru yfirboðarar prjóna-
kvenna og hefðu þær í föstu
starfi, sem þýddi það um leið að
skv. vinnulöggjöfinni bæri
þeim lagaleg skylda til að sjá
þeim fyrir fullri vinnu og taka
við allri þeirra framleiðslu.
Sannleikurinn er sem sé sá að
prjónakonur eru ekki fast-
ráðnir starfskraftar útflutn-
ingsaðila og milli þessara aðila
er einungis um viðskiptalegt
samband að ræða.
Varðandi verð á iopa er það
að segja að „eigin verzlun" Ála-
foss í Reykjavík selur vitaskuld
lopa sem aðrar vöru á smásölu-
verði eins og aðrar verzlanir
gera, en hins vegar fá prjóna-
konur lopann á mun lægra
verði í peysur þær, sem Álafoss
kaupir inn og gildir þar sama
regla og hjá Hildu hf. Er mér
ekki kunnugt um að innkaupa-
kjör prjónakvenna séu lakari
hjá Álafossi en hjá öðrum inn-
kaupaaðilum, þvert á móti hafa
þau oft verið mun betri.
Ég sé ekki ástæðu til að eyða
fleiri orðum að bréfi hinnar
orðhvötu Skagakonu. Ég er mér
vel meðvitandi um að prjóna-
konur eru ekki of sælar af sín-
um hlut, en ég held að mál-
flutningur á borð við þann sem
fram kemur í grein frúarinnar
þjóni litlum tilgangi til hins
betra. Það hefur hingað til ekki
verið talinn gæfuvegur að túlka
mál sitt með eintómum rang-
færslum og ósannindum.
Að svo mæltu sendi ég frúnni
á Akranesi mínar beztu kveðjur
og vona að hún hafi í þ.m. ekki
verri skilning á þessum málum
eftir svar þetta.
Helga Ottósdóttir nemi: Nei, mér
er alveg sama. Ég á litsjónvarp en
mér er alveg sama þó það sé bara
svart/hvít mynd I því.
Júlía Rannveig Elnarsdóttir
skrifstofustúlka: Ja, ef ég ætti
litsjónvarp myndi ég bíða eftir
því með mikilli eftirvæntingu. En
ég á það sem sagt ekki en hefði
mjög gaman af að eignast slikan
grip.
—og geta því einskis kraf izt
upplýsingar þar um jafnan fús-
lega veittar.
Að Alafoss hafi „sérstakan
mannskap til lagfæringa" er al-
gjörlega úr lausu lofti grip'ið,
enda er það framleiðandans en
ekki kaupandans að lagfæra
gallaðar vörur. Þetta hlýtur
frúin að skilja. Kaupi hún vöru
í verzlun, sem ekki stenzt lág-
markskröfur að hennar mati,
hlýtur hún að fara fram á það
við kaupmanninn að hún fái
henni skipt fyrir ógallaða vöru.
Yrði farið eftir óskum frúar-
innar varðandi innkaup á hand-
prjónuðum peysum og hætt að
endurscnda þær peysur. sem
ekki standast gæðamat og þær
seldar úr landi, má fullyröa að
markaður fyrir Islenzkar
peysur myndi bíða mjög alvar-
lega hnekki á skömmum tíma.
Frúin kvartar yfir að ekki
þýði að „hringja suður til að
spyrjast fyrir um það hverju sé
tekið á móti í það og það skipt-
ið“ og að fáist svar megi ganga
út frá því sem visu að það sé
ósatt. Ef hér er átt við Álafoss
þá lýsi ég orð þessi algjör
ósannindi. Innkaupakonur Ála-
foss vita. jafnan hvað kaupa
skal inn og veita jafnan um það
réttar og undanbragðalausar
upplýsingar.
Að farið sé með frúna, bú-
andi á Akranesi, „eins og
hund“ stendur öðrum aðilum
nær en mér að svara því Ála-
foss hefur haft umboðskonu á
Akranesi sem keypt hefur inn
fram að sumarfríum, en mér er
ekki kunnugt um að aðrir inn-
kaupaaðilar hafi lagt slíka rækt
Leifur Ingimarsson
útfiutningsstjóri Aifafoss hf.
skrifar
Eg sé mig tilneyddan að færa
hér i letur leiðréttingar við mis-
túlkun og rangfærslur í grein
herskárrar prjónakonu á Akra-
nesi I Dagblaðinu 6. sept. sl.
Skylt er að hafa það sem
sannara reynist og því ástæðu-
laust að láta greininni ósvarað
svo villandi sem hún er í alla
staði.
Að Álafoss verður einkum
fyrir barðinu á frúnni er mér
lítt skiljanlegt þar sem hún
virðist líta á það sem skyldu
útflutningsaðila að kaupa allt
inn sem prjónað er (og allt að
því hvernig sem það er), en
Álafoss hf. hefur keypt inn
handprjónaðar peysur við-
stöðulaus allt árið að undan-
teknum rúmum 4 vikum,
meðan á sumarfríum stóð, en
innkaup hjá öðrum aðilum,
þ.m.t. Gefjun og Hildu, hafa
verið mjög stopul á árinu í
samanburði við Alafoss.
Frúnni gremst að peysur
skuli endursendar, sé „einni
rönd of mikið eða lítið heklað í
kant“. Því er til að svara að
gerðar eru ákveðnar kröfur til
útlits og gæða á peysum til út-
flutnings. Alafoss gefur árlega
út myndalista sem dréift er til
innkaupaaðila erlendis og er
þvl óhjákvæmilegt að útsendar
peysur séu 1 samræmi við það
sem þar er sýnt. Auk þess hefur
það hingað til ekki verið neitt
launungarmál hvernig
peysurnar eiga að vera útlits og
Raddir
lesenda
Til lesenda
Enn einu sinni þurfum
við að minna þá á, sem senda
okkur línu, að hafa fullt
nafn og heimilisfang eða
simanúmer með bréfum
sínum. Nú er svo komið að
við höfum hér á ritstjófn-
inni alls konar bréf frá
Jónum og Guðmundutn, en
það er bara ekki nóg. Ef bið
viljið að greinar ykrar
birtist þá verður fullt nafn
og heimilisfang að fylgja.
Hægt er að skrifa undir dul-
nefni, ef þess er óskað sér-
staklega.
Þeir, sem hafa ekki séð
greinar sinar hér á siðunum,
vita hér með ástæðuna.
Arni Jónsson verzlunarmaður:
Nei, ákaflega litilli. Ég hef að visu
litsjónvarpstæki en ég horfi ákaf-
lega litið á það. Ég les miklu
frekar Dagblaðið eða eitthvað
annað.
Bjarni Veturllðason, vinnur við
að bora eftir vatnl I Eyjafirði: Ég
myndi nú segja að þetta sé fram-
tíðin. Litsjónvarp er komið alls
staðar i kringum okkur og ég tel
að það sé til góðs.
— Svarvið
grein
prjónakonu
á Akranesi
- -y ,
Spurning
dagsins j
Bíðurðu með eftirvœntingu
eftir litvœðingu sjónvarps-
ins?
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977.
PRIÓNAKONUR ERU EKKIFASTRÁÐNIR
STARFSMENN ÚTFLUTNINGSAfNLA
Of mikið af íþróttum í sjónvarpi
1523-9259 skrifar:
Mikið gerir blessað sjónvarp-
ið fyrir íþróttaunnendur. A
hverjum laugardegi og mánu-
degi eru þættir eilífð á lengd
bara fyrir þá og ef eitthvað
sérstakt er um að vera er þvi
varpað sérstaklega. Þetta gildir
einnig um aðra fjölmiðla, það
er að segja bæði útvarp og blöð.
Þar skipa íþróttir mjög vegleg-
an sess. Of veglegan að mfnu
mati.
Ég held nefnilega eindregið
að það séu ekki svo margir sem
hafa áhuga á fþróttum eins og
þær koma fram I fjölmiðlum.
Ég er t.d. alveg viss um að á
sunnudaginn, þegar úrslita-
leikur bikarkeppninnar var
sýndur í sjónvarpi sama dag og
hann fór fram hafi fáir
horft á. Þeir sem á annað borð
hafa áhuga fara og horfa á ieik-
inn eigi þeir þess nokkurs kost
en hinir sitja heima. Og þeir
vilja ekki fá íþróttir yfir sig í
sffellu. Hefði ekki verið hægt
að geyma blessaðan boltaleik-
inn þar til daginn eftir og sýna
hann þá I íþróttaþættinum? Lá
svona mikið á?
Þegar eitthvað annað er um
að vera er ekki lagt mikið til
þess að koma því til áhugafólks.
Aldrei man ég til dæmis eftir
því að dagskrá sjónvarpsins
hafi verið breytt til þess að
sýna þátt um splunkunýjar vis-
indauppgötvanir, þær mega sko
bíða fram á næsta dag.
Ég veit vel að því verður
komið við í sambandi við iþrótt-
irnar að ekki geti allir sótt leik-
ina, t.d. ekki fólk úti á landi eða
þeir sem liggja veikir. En hvers
vegna geta þeir ekki sýnt þolin-
mæði eins og við hin? Mér
finnst óeðlilegt að við öll líðum
fyrir þessa fáu en þvf miður er
víst hægt að segja freku íþrótta-
unnendur sem vilja fá sinn
skammt hvað sem öðru líður.
Það kann líka að hafa áhrif að
einn af aðal knattspyrnuköpp-
um fyrr og nú situr í útvarps-
ráði og er eflaust duglegur að
ýta á eftir iþróttaþáttum. Eða
hvað?
VERÐ A GOSDRYKKISÆLAKAFFI
Halldór Sveinsson hringdi:
Mig langar að kvarta yfir
veitingastaðnum Sælakaffi. I
sjoppu sem er innan veggja
salarins er selt öl á veitingahús-
verði. Ein kók kostar þar 105
krónur og annað eftir því. Þessi
sjoppa var færð þarna inn til
hagræðis að því er sagt var.
Hins vegar njóta þeir sem þar
verzla engrar þjónustu frá
veitingahússins hálfu, þannig
að ég og margir fleiri er ég hef
rætt við telja, að þetla liljóti að
vera algerlega ólcyfilegt. Mér
þætti gaman að fá álit verðlags-
stjóra á þessu og eins
Neytendasamtakanna. Ég vinn
þarna rétt hjá Sælakaffi og
gæti því notað mér sjoppuna
nokkuð oft ef verðlag væri ekki
þetta hátt.
A verðlagsstofunni fékk DB
þær upplýsingar að heimilt
væri að selja gosdrykki og
annað þess háttar á veitinga-
húsverði ef aðstaða væri fyrir
hendi til þess að fólk gæti lyllt
sér við borð. Ef sjoppan er inni
i veitingasalnum telst sú
aðstaða vera fyrir hendi.
Jónas Markusson brunavörður:
Já, ég get nú ekki neitað þvf. Eg á
að vísu ekki tæki en það kemur
einhvern tímann.
Arnl Danfelsson flugvélstjóri:
Nei, það vil ég ekki segja. Það er
bæði að efnið er lélegt og svo er
þetta svo dýrt.