Dagblaðið - 14.09.1977, Síða 6

Dagblaðið - 14.09.1977, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBFR 1977. Bílaval Laugavegi 90—92, simar 19168—19092. Sýnum og seljum í dag og á morgun Peugeot 504 árg. ’75, fallegan bíl. Volvo 144 árg. ’71. Chevrolet Vega árg. 73 Citroén Amy 8 árg. ’73. Fiat 127 árg. ’72. Fiat 132 árg. ’73. Okkur vantar bíla ó söluskró strax. Örugg þjónusta framar öllu. Bflaval Laugavegi 90—92, vid hliðina á Stjörnubiói, símar 19168 og 19092. Bhutto laus úr fangelsi Zulfikar Ali Bhutto fyrr- verandi forsætisráðherra í Pakistan, sem setið hefur í fangelsi m.a. sakaður um morð, var iátinn laus gegn tryggingu í gær. Hann hafði setið tíu daga i fangelsi og hefur verið yfirheyrður stöðugt. Gefin var út sú yfir- lýsing að verið gæti að Bhutto yrði handtekinn aftur, fljótlega. Þegar fyrrverandi for- sætisráðherrann var laus úr prisundinni sagði hann að þeir sem færu með völd nú í landinu væru sér ekki hliðhollir. Dómari í Lahore, höfuð- borg Pakistan, sagði að engin formleg kæra hefði borizt á hendur Bhutto en málið væri í athugun. Bhutto hefur statt og stöðugt neitað að vera nokkuð viðriðinn morðið á pólitískum andstæðingi sín- um. ENSKAN fimmludag 23. sept. Kennslan í hinum vinsælu ensku- námskeiðum f.vrir fullorðna hefst Bvrjendaflokkur — Framhaldsflokkar — Samtalsf lokkar hjá Englendingum — Ferðalög — Smásögur — Bygging málsins— Verzlunarenska M ' I L ' r Síðdegistímar — kvöldtímar. iWalaSkOlinn Símar 10004 og MIMIR 11109 (kl. 1-7) Brautarholti 4. Skákfélagið Mjölnir Vetrarmót Vetrarmót félagsins hefst mánu- daginn 19. sept. Síðasta umferð verður tefld 21. nóv. Teflt í Fellahelli. Biðskákir á fimmtudögum Skrifstofa félagsins Pósthússtræti 13 er opin mánudag. þriðjudag, miðviku- dag og föstudag kl. 5 til 7, sími 28633. Súðavík Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmann í Súðavík. Uppl. gefur Sesselia Þórðardóttir í síma 94-6927 Súðavík og í síma 91-22078 Reykjavík. BIAÐIÐ Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi háspennulínu- efni í 132 kV háspennulínu, „Austur- landslínu,“ frá Kröflu að Evrarteig í Skriðdal: A 101 Vír A 102 Einangrar A 103 Klemmur og festingar A 104 Þverslár Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 116, Reykjavík gegn greiðslu á kr. 5000.00 Tilboð eiga að berast skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins fyrir mánu- daginn 17. nóv. 1977 og verða opnuð kl. 14.00 Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegilló 105 Reykjavík. Ræningjar Schleyers fllAo — fimmtifresturinn UlUa alcfl la rann út ínótt t fimmta skiptið leið sá loka- frestur sem mannræningjar Schleyers gáfu yfirvöldum í Þýzkalandi til að láta lausa úr haldi 11 fanga sem sitja i fang- elsum víðs vegar i Þýzkalandi og hafa hiotið dóm fyrir hryðju- verk. Svo virðist sem ekkert hafi gerzt og mannræningj- arnir hafa. ekki staðið við hótanir sinar um að myrða for- mann þýzka vinnuveitendasam- bandsins, Hanns-Martin Schley- er. Mannræningjarnir sendu boð til dagblaða og kröfðust þess að 11 félögum þeirra yrði sleppt úr fangelsum, einnig að þeir fengju farareyri og flugvél til umráða til að komast úr landi. Fréttamenn höfðu nánar gætur á flugvöllum í Þýzka- landi en ekkert óvenjulegt hefur átt sér þar stað í nótt. Þýzka stjórnin mun hafa sent skilaboð til svissneska lög- fræðingsins Denis Payot 1 nótt en hann miðlar málum milli ræningjanna og þýzkra yfir- valda. Friðarviðræður Araba og ísraelsmanna: Bandarikjamenn vilja þátttöku fulltrúa PLO —ísraelsmenn segjast sætta sig við að þeir verði ísendinefnd Jórdaníu Stjórn Carters Bandaríkjafor- seta segir að ekki sé hægt að líta fram hjá stöðu palestínskra flótta- manna, þegar talað sé um að leysa deilumál landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Stjórnin hefur einnig undirstrikað vilja sinn um að fulltrúar Palestínuaraba sitji ráðstefnuna í Genf sem á að fjalla um deilumálin. Yfirlýsing stjórnarinnar í Bandaríkjunum um málefni Mið- austurlanda er sú ákveðnasta til þessa varðandi málefni Palestínu- araba. Þar er tekin ákveðin afstaða um hvort fulltrúar þeirra eigi að sitja fundinn I Genf. Israelsmenn hafa ætíð mótmælt því að fulltrúar Palestínuaraba, og þá framámenn í PLO, sitji fundinn. I yfirlýsinunni sagði einnig að allir sem fundinn sitji í Genf yrðu að viðurkenna tilverurétt ísraels- manna. Þeirri kröfu hafa hins vegar forsvarsmenn frelsishreyfingar Palestínu vísað á bug. Israels- menn hafa líka neitað að ganga til samninga við PLO, frelsis- hreyfingu Palestinuaraba. Stjórnin í Israel gaf þegar út tilkynningu þess efnis að hún myndi samþykkja að fulltrúar Palestinuaraba væru með sendinefnd Jórdaniu á Genfar- ráðstefnunni. Sendiherra Egypta í Banda- ríkjunum, Ashraf Ghorbal, sagði að hann væri mjög ánægður með yfirlýsingu Bandarikjanna. Hann sagði að yfirlýsingin sýndi að Bandaríkjamenn gerðu sér fulla grein fyrir hve mikilvægt væri að friður næðist í Miðaustur- löndum. Bandaríkin: Carter hefur nóg að gera að verja Lance Talsmaður Hvíta hússins í Washington, Jody Powell, sagði að þrír háttsettir aðstoðarmenn Carters Bandaríkjaforseta hafi lesið nákvæma skýrslu um fjár- mál Bert Lance en ekki talið ástæðu til að skýra forsetanum frá þessari skýrslu. Bert Lance er góður vinur Carters forseta og hann skipaði hann ráðgjafa sinn þegar hann var kosinn forseti. Nú hafa fjármál Lance komizt I hámæli i Banda- ríkjunum og Carter hefur verið orðaður við hneykslismál vegna þessa máls Lance. Powell, talsmaður Hvita hússins, sagði að starfsmenn Hvíta hússins, þeir Jordan og Lipschuts, hafi séð skýrsluna um fjármál Lance en þeir ákváðu að skýra Carter ekki frá henni. Carter hefur skýrt frá því að hann hafi ekkert vitað um fjármál Lance vinar síns þegar hann tók hann með sér til Washington frá Georgíu. Powell sagði að rannsóknarlög- reglan hafi ekki talið það til tiðinda þó að Lance og fjöl- skylda hans hafi yfirdregið bankareikning sinn um 450 þúsund dollara. Þetta mál hefur verið mikið til umræðu og hefur Carter for- seti átt fullt í fangi með að verja vin sinn. Annan hvern dag heyrast raddir á þann veg að Lance eigi að segja af sér því embætti sem hann hefur sem einn af ráðgjöfum forsetans. Lance er gamall vinur Carters forseta frá Georgíu,

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.