Dagblaðið - 21.09.1977, Side 2

Dagblaðið - 21.09.1977, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. Lítil saga um fasteignasala: Afsal fyrír íbúð ekki afhent þrátt fyrír að umsamið verð hafi verið greitt *«*?£*§« eignanaust LAUGAVEGI 96 _J| (v»ó Stjómubió) VIJV SIMI 29555 7 ■ \ k Fasteignaumboðið Pfisthússtræti 13 simi 14975 »1 Maimir LAruMon 76609 HUSANAÖSTI -«wJS2'82«4 Það vantar ekki, nóg er af fasteignasölunum. En er allt þar sem skyldi? Það telur bréfritari ekki. Afsal skrifar: Vegna fréttar í Dagblaðinu 5. þ.m. um hert eftirlit með fast- eignasölum datt mér í hug að segja ykkur litla sögu sem kunningi minn sagði mér um viðskipti sín við einn slíkan. Sýnir hún ljóslega vanmátt viðskiptamanna við fasteigna- salana: 28. apríl 1976 gerði þessi kunningi minn kaupsamning um litla íbúð og greiddi kr. 2.000.000,— við undirskrift, en afsal skyldi gert 1. ágúst það ár um leið og eftirstöðvar yrðu greiddar. íbúðin var keypt af aðila sem upphaflega keypti hana af Raddir lesenda Til lesenda Enn einu sinni þurfum við að minna þá á, sem senda okkur línu, að hafa fullt nafn og heimilisfang eða símanúmer með bréfutn sínum. Nú er svo komið að við höfum hér á ritstjórn- inni alls konar bréf frá Jónum og Guðmundum, en það er bara ekki nóg. Ef þið viljið að greinar ykkar birtist þá verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja. Hægt er að skrifa undir dul- nefni, ef þess er óskað sér- staklega. Þeir, sem hafa ekki séð greinar sínar hér á siðunum, vita hér með ástæðuna. byggingafélagi en varð af persónulegum ástæðum að selja hana þá. Þegar Ieið að afsalsdegi og kaupandi hafði samband við fasteignasöluna átti að athuga málið. En nokkru síðar fékk fasteignasalinn kaupanda til að greiða seljanda að mestu skuld sína við hann þar sem seljandi var að kaupa aðra íbúð. Sú greiðsla fór fram tæpum hálfum mánuði eftir að afsal átti raunverulega að vera frá- gengið. Kaupandi átti nú eftir þetta í miklu símastrlði við fast- eignasalannogeinkaritara hans en yfirleitt var ekki nokkur leið að ná tali af þeim. I tvö skipti náðist þó í fasteignasalann og lofaði hann þá hátíðlega að ganga frá málinu, jafnvel lofaði hann að hringja til kaupanda daginn eftir. Nú eru liðnir tæp- ir 17 mán. frá undirskrift kaup- samnings og ekkert gerist. Fyrir 2—3 mán. fékk þessi kunningi minn lögmann til að ganga í málið, en fasteignasal- inn svarar ekki einu sinni bréf- um hans eða símahringingum. Þó náði lögmaðurinn (fast- eignasalinn er auðvitað lög- maður líka) einu sinni tali af honum þar sem þeir hittust, og var þá lofað að láta einkaritar- ann ganga frá þessu en þrátt fyrir öll loforðin gengur ekkert. Þegar kaupsamningur bygg- ingafélagsins og seljanda er skoðaður ásamt öðrum gögnum er sjáanlegt að afsalsdagurinn 1. ágúst 1976 fær ekki staðizt í kaupsamningnum því að síðasta greiðsla Húsnæðismála- stjórnar mundi ekki koma til útborgunar fyrr en um haustið og eignin því þinglýst á nafn byggingafélagsins til þess tíma. Þá átti eftir að ganga frá afsali milli byggingafélagsins og selj- anda. Þrátt fyrir þessa ann- marka lætur fasteignasalinn ganga frá slíkum pappírum. Auðvitað mátti honum á sama standa þar sem kaupandi (í trausti þess að allt væri lög- legt) hafði skrifað undir og fasteignasalinn gat því hirt sínar eitt hundrað þúsund krónur. Erfiðleikar þessa kunningja mins vegna þessa máls eru miklir, en hann er sjúklingur og kemst ekki einu sinni milli húsa hjálparlaust. Hann hefur ekki getað fengið lán út á fast- eignina til að létta undir með sér þar sem eignin er enn þing- lýst á nafn byggingafélagsins. Haft hefur verið simasamband við byggingafélagið og seljanda og er þar sagt að á þeim standi ekki, allir pappírar tilbúnir hvenær sem óskað er. Lög- maður kaupanda hefur fullt umboð til að ganga frá pappir- um fyrir hann, og á engu stendur NEMA fasteigna- salanum. Því er spurt I lokin — er ekki brýn nauðsyn til að þjóðfélagið verndi viðskiptamenn slíkra manna. Hringið fsána 83322 M. 13-15 Sá einhver stuld á barnavagni? Kristín Gunnarsdóttir, Baldursgötu 6, hringdi og bað DB að koma þeim óskum á framfæri að þeir sem sáu, er barnavagni var stolið frá henni fyrir utan Baldursgötu 6, háfi samband við sig eða lögregluna. Það var á miðvikudaginn að barnavagninum var stolið með sængurfötum og öllu tilheyr- andi. Hann er gulur á litinn með dökkbláum skermi, skyggni og rönd á hlið, þriggja ára gamall. Lögreglan hefur lýsingu á manninum sem stal vagninum en hann finnst ekki og ekki vagninn heldur. Eru því allir þeir, sem eitthvað vita, beðnir að hafa samband við Kristínu eða lögregluna. Þegar horfzt er í augu vlð svona hund skilur maður hræðslu sumra við hunda. V. HUNDAEIGENDUR - TIL 0KKAR HINNA Inga Helgadóttir skrifar: Vegna skrifa 0840-8343 þann 15.9. langar mig að benda á að á þeim stöðum sem hundahald er bannað er ekki ætlazt til að utanbæjarmenn komi með hunda sína og þar af leiðandi er ekki nauðsynlegt fyrir verzlun- areigendur að setja upp bann- skilti fyrir hunda enda hlýtur alltaf að vera óæskilegt að fara með hunda eða önnur dýr inn í verzlanir, og þá sérstaklega matvöruverzlanir. I framhaldi af þessu vildi ég gjarnan benda hundaeigendum á að það eru til margir menn sem hræðast hunda og það á bæði við um börn og fullorðna. Þar sem ég er ein af þessu fólki vil ég biðja hundaeigendur um að sýna okkur vissa tillitssemi. Eg bý í vesturbænum, nánar tiltekið í Sörlaskjóli, og er svo óheppin að í hverfinu hér í kring eru að minnsta kosti 5 hundar/tikur. Ég hef reynt að kynnast þessum hund- um/tikum svolítið í þeirri von að hræðsla min gagnvart þeim dofni en þvi miður lýtur hræðsian engri skynsemi né rökum svo að í hvert sinn er ég TAKIÐ TILLIT mæti hundi (sérstaklega ef hann er laus) verð ég bara að taka þeim kvölum, sem óttah- um fylgja. Eina ráðið fyrir mig, ef ég vil losna undan því, er að fara hvergi og verð ég~að viðurkenna að oft tek ég þann kostinn. Vil ég beina þeim til- mælum til hundaeigenda að þeir láti ekki hunda sína vera lausa að þvælast. Að endingu vil ég benda þeim á, sem ekki skilja slíka hræðslu við hunda, að líta í eigin barm og athuga hvort ekki leynist þar hræðsla gagn- vart einhverju, t.d. köttum, rottum o.s.frv. og ef svo er, að reyna að hugsa sér hvernig þeim liði ef þeir þyrftu að upplifa þann ótta mörgum sinn- um á dag. Ég vil taka það skýrt fram að þrátt fyrir óttann hef ég f sjálfu sér ekkert á móti hundum sem slíkum en hundaeigendur eru oft á tíðum æði hugsunar- og kærulausir. r Landsmálasamtökin STERK STJ0RN Laugavegi 84 > Sími 13051 Opiðkl. 5-7 alladaga

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.