Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 4

Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 4
■1 Lærið að fljúga Flug er heillandi tómstundagaman og eftirsóknarvert starf. Ef þú hefur áhuga á flugi þá ert þú velkominn til okkar í reynsluflug — það kostar þig ekkert. Nýkomið: Kvenblússur, kvenpils mikið úrval ELÍZUBÚÐIN SKIPHOLTI5 Byggung Kópavogi Okkur vantar handlangara og verka- menn í byggingarvinnu strax. Mikil vinna, gott kaup. Uppl. i dag og á morgun að Hamraborg 1 3. hæð og í síma 44906 Bílaviðgerðir Viljum ráða bifreiðasmiði eða rétt- ingamenn, einnig aðstoðarmann á málningarverkstæði og lærling í bíla- smíði og bílamálun. Bílasmiðjan Kyndill Súðarvogi 36. — Símar 35051 eða 85040. Málaskólinn Mímir Lifandi lungumálakennsla. Mikið um nýjungar. Kvöld- námskeið — síðdegisnámskeið. Samlalsflokkar hjá Eng- lendingum. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska, spánska, ítalska. Norð'irlandamálin. Hin vinsælu ensknnámskeið barnanna. Unglingum hjálpað fyrir próf. Innritun i sima 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h. Handgref ígóðmálma Bikara, peninga, bamaramma, skeiðar, mál, klukkurog margt fleira HELGISN0RRAS0N leturgrafari /Vusturstræti 6., 2. hæð — Sími 29380 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. Alviðrudeilan: Sýslumaður og yfir- borgardómarinn fyrrverandi mættu ekki í réttinum — deilt um 300 milljdna verðmæti — laxveiðiítök í Soginu og bezta sumarbústaðaland á Suðurlandi í veði Sýslumaðurinn í Arnessýslu, Páll Hallgrímsson, og formaður Landverndar, Hákon Guðmundsson, fyrrverandi yfirborgardómari, sáu hvorug- ur ástæðu til að mæta fyrir rétti í fyrradag, er setudómari tók fyrir kröfu um riftun gjafa- bréfs til handa Árnessýslu og Landvernd á jörðunum Alviðru í ölfushreppi og öndverðarnesi II í Grímsneshreppi. Gefandinn, sem er Magnús Jóhannesson, bóndi, hefur krafizt ógildingar gjafabréfsins á þeim forsendum, að mót- takendur gjafarinnar hafi vanefnt að miklu leyti og brotið þau skilyrði, sem sett voru við gerð bréfsins. Ljóst, er að hér er deilt um verulegar fjárhæðir. Jörðin Alviðra er góð bújörð og hefur meðal annars veruleg laxveiðiítök í Soginu. öndverðarnes II er nær 100 hektarar að stærð og er talið eitthvert dýrasta og mest eftir- sótta sumarbústaðaland á Suðurlandi. Er af kunnugum talið að hér sé jafnvel um að ræða verðmæti upp á 300 milljónir króna. Gefandinn reyndi lengi vel að fá fulltrúa Arnessýlu og Landverndar til viðræðna um hinar meintu vanefndiren þeir syöruðu litlu eða engu tilmæl- um hans. Sá hann sér ekki annað fært en að stefna þeim fyrir dóm- þing Arnessýslu og var stefna á hendur þeim gefin út 15. marz siðastliðinn. Sýslumaður Arnessýslu vék úr dómi og var Friðgeir Björns- son, borgardómari skipaður setudómari í málinu. 29. júní siðastliðinn var lögð fram greinargerð af hálfu Landverndar og Árnessýslu. Einnig kom gefandin fyrir rétt. Fulltrúar Landverndar og sýslunnar mættu ekki. Næst var málið tekið fyrir 3. september siðastliðinn, þá kom Haukur Hafstað framkvæmda- stjóri Landverndar fyrir .réttinn en hvorki sýslumaður Árnessýslu né formaður Land- verndar. Enn var réttað í málinu í fyrradag. Höfðu þeir þá til- kynnt, sýslumaðurinn og borg- ardómarinn fyrrverandi, að þeir mundu ekki mæta þar sem lögmaður þeirra væri veikur. Þó mættifulltrúi hans en sjálfir boðuðu þeir engin lögleg forföll að mati mótaðila. Meðal þeirra ástæðna, sem gefandinn getur um sem for- sendur fyrir riftun gjafa- bréfsins, nefnir hann að allar ákvarðanir og framkvæmdir á jörðunum skuli vera í höndum þriggja manna nefndar. í henni á gefandinn sæti. Hafa móttakendur gjaf- arinnar nú um nokkurt skeið algjörlega hunzað þetta skilyrði og gengizt fyrir framkvæmdum án þess að ráðgast við gefand- ann, Magnús Jóhannesson. Samkvæmt upplýsingum Friðgeirs Björnssonar setudómara í málinu verður það tekið fyrir aftur næsta laugardag. -ÓG. Flosi Jónsson í gullsmíðabúð sinni. — DB-mynd Fax. Nýr gullsmiður á Akureyri Ungur, sunnlenzkur gullsmiður opnaði á dögunum guilsmíða- vinnustofu á Akureyri. Flosi Jónsson heitir hann og er úr Kópavogi, sonur Jóns Björnsson- ar gullsmiðs. Á Akureyri hefur aðeins einn gullsmiður verið starfandi fram að þessu. Án efa verður nóg rúm fyrir báða, og trúlega munu báðir hagnast á eilítilli samkeppni. -FAX- Nýir banka- st jórar á Sel- tjarnarnesi og Siglufirði Hilmar Gunnarsson var í gær ráðinn útibússtjóri Utvegsbanka íslands í Seltjarnarnesbæ. Hilmar hefur starfað hjá tJtvegsbankan- um í 23 ár, lengst af sem gjald- keri. Undanfarin ár hefur hann verið aðalgjaldkeri 1 útibúi Ut- vegsbankans i Kópavogi. Hann er útskrifaður úr Verzlunarskóla íslands og er nú 44 ára gamall. Sigurður Hafliðason var einnig I gær ráðinn útibússtjóri Utvegs- bankans á Siglufirði. Hann er sonur Hafliða Helgasonar, sem hefur verið útibússtjóri á Siglufirði. Hefur Sigurður um árabil starfað við Utvegsbankann á Siglufirði og tekur þvi við starfi föður sins. Nú er enn í byggingu hús Ut- vegsbankans á Seltjarnarnesi. Er gert ráð fyrir að byggingunni verði lokið snemma á næsta ári. Tekur þá bankinn til starfa þar, og verður fyrsti bankinn í Sel- tjarnarnesbæ. Bankaráð Utvegsbankans ræður bankastjóra i útibúum sin- um. -B.S. Munið Smámiða- happdrætti RAUÐA KROSSINS +

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.