Dagblaðið - 21.09.1977, Side 5

Dagblaðið - 21.09.1977, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. Menntamálaráðherra: Lízt vel á Vídishúsið „Já, ég er kunnugur þessu húsi frá gamalli tíð,“ sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra í viðtali við DB er hann var spurður að því hversu kunnugur hann væri húsinu sem nú stendur til að gera að aðsetri menntamálaráðuneytis- ins, Víðishúsinu að Laugavegi 166. Kvaðst hann oft hafa komið í húsið á fyrri árum er kunningi sinn starfaði þar og einnig hefði hann nýlega farið í skoðunarferð um húsið. „Mér leizt vel á húsið og þar eru miklir möguleikar fyrir hendi til að koma sér vel fyrir,“ sagði Vilhjálmur „litlar breytingar þarf að gera á innréttingum þess hluta hússins sem gert er ráð fyrir að Ríkisútgáfa náms- bóka taki fyrir sig.“ Vilhjálmur var inntur eftir því hvort honum fyndist kaupverð hússins, 259 milljónir, ekki fullhátt. Kvaðst hann eiga erfitt með að leggja á það sjálfstætt mat, það væri mál sérfræðinganna. Húsakaup ráðuneyta fara aðeins um hendur viðkomandi ráðuneytis, svo og fjármála- U__ ráðuneytisins, að sögn mennta- málaráðherra, og síðan endan- lega fyrir Alþingi. Ríkis- stjórnin sem slík hefur ekki afskipti af þessu máli og er þetta sá háttur sem á hefur verið hafður við húsakaup ráðuneyta til þessa. Ef um er að ræða húsnæði fyrir Stjórnar- ráðið hefur þriðja ráðuneytið, forsæfisráðuneytið, einnig afskipti af málinu. Heimild er til í síðustu fjár- lögum, nokkuð rúm, sem kveður á um að Ríkisútgáfu námsbóka sé heimilt að fjár- festa í húseign en heimildar Alþingis fyrir húsakaupum til handa menntamálaráðuneytinu verður þá væntanlega leitað á þingi því er kallað hefur verið saman til fundar mánudaginn 10. október nk. BH Vilhjálmur vili í Víðishús — þá verða full not fyrir aragrúa af alls konar verkfærum því húsið er naumast fokhelt-að dómi sérfræðinga hans i byggingarlist. Reykjahlíð: EKKERT HEITT VATN í GÓÐA VEÐRINU SKJALDHAMRAR ÍVASA „Það var ekkert sem benti til þess að veggurinn kynni að springa," sagði Þorsteinn Ólafs- son, framkvæmdastjóri Kísiliðj- unnar, í viðtali við Dagblaðið, en í gær. brast veggur einnar þróar- innar þar og streymdi mikið af vatni og jarðvegi út. Við það skemmdist hitaveituæðin úr Bjarnarflagi til þorpsins við Reykjahlíð á þrjátíu metra kafla. „Við finnum ekki fyrir miklum titringi hér en það hafa komið einstöku kippir sem án efa hafa haft áhrif á þrærnar," sagði Þorsteinn ennfremur. „Hins vegar teljum við að veggirnir hafi skemmzt í umbrotunum hér um daginn, í þá kunni að hafa komið gliðnun og spruiigurnar fyllzt af vatni.“ Unnið hafði verið að viðgerð á hitaveitunni í allan gærdag og átti henni að vera lokið undir kvöldið. Veður var hins vegar hið fegursta norðaniands í gær, sólskin og a.m.k. fimmtán stiga hiti og fundu menn því ekki tilfinnanlega fyrir heitavatnsskortinum. HP Skjaldhamrar Jónasar Árna- sonar voru frumsýndir í Vasaleik- húsinu í Finnlandi fyrr i þessum mánuði. Eyvindur Erlendsson leikstýrir verkinu sem er sýnt í pyðingu Inger Pálsson. Gagri-' rýni finnskra blaða hefur mjög verið á eina lund, mjög jákvæð: „Leikhúsið var fullsetið áhorf- endum, sem skemmtu sér hjartan- lega út alla sýninguna....Leik- húsið hefur vissulega byrjaó með ,,succé“, segir í einu þeirra, Vasabladet. Litur: Ljósbrúnt leður Litur: Cognacbrúnt leður Stœrðir: Nr. 36—41 Stœrðir: Nr. 36—41 Stœrðir: Nr. 36—41 Stœrðir: Nr. 36—41 Litur: Ljósbrúnt leður Litur: Ljósbrúnt leður Stœrðir: Nr. 36—41 Stœrðir: Nr. 36—41 Stœrðir: Nr. 36—41 Verð kr. 15.950 Stœrðir: Nr. 36—41 Verð kr. 14.430 ITOLSK „SUPER”-TIZKA - LEÐURSTIGVEL - FOÐRUÐ Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkiustræti8vAustunöit Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.