Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 6

Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAÍIUR 21. SEPTEMBER 1977. Suður-Afríka: Vorster forsætisráðherra gagnrýnir Breta og Bandaríkjamenn fyrir afskipti mála Forsætisráóherra Suður- Afrlku, John Vorster, hefur boöað til kosninga 30. nóvem- BOLTAR ber fyrir hvíta þegna landsins. Með þessu gengur hann þvert á vilja Bandaríkjamanna og Breta sem vilja að svartir í landinu fái hlutdeild í stjórn landsins. Vorster hefur valið þennan dag og notað tækifærið til að efna til kosninga, meðan leiðtogar stjórnmálaflokka hvítra vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þjóðarflokkur Vorsters hefur mikinn meirihluta á þingi eða 132 þingsæti. Alls eru 171 sæti á þingi Suður-Afríku. Vorster hc-fði ekki þurft að efna til kosninga næstu 18 mánuði. Forsætisráðherrann hefur neitað því að uppþot 1 landinu út af dauða eins leiðtoga blökkumanna, Steve Biko, hafi haft nokkur áhrif á ákvörðun hans. Biko lézt í fangelsi fyrir niu dögum og er talið að dauða hans hafi ekki borið eðlilega að. „Stjórnir sumara landa halda að þær geti ráðskazt með innan- ríkismál Suður-Afríku eins og sín eigin,“ sagði forsætis- ráðherrann á blaðamannafundi í Pretoríu 1 gær. „Þið hafið ef- laust tekið eftir þvl að ég hef orðið að gefa þeim orð í eyra vegna þessarar afskiptasemi þeirra," sagði Vorster. Rétt til að kjósa hafa 2.25 milljónir hvítra manna 1 Suður- Afríku. Útilíf FÓTBOLTAR / Royal star gúmmíhúðaður leðurbolti kr. 3.820.- fnter^* Top star plasthúðaður leðurbolti kr. 2.710.- Sport King plasthúðaður leðurbolti kr. 2.870.- Sport King „artificial“ Nýtt: leðurlíki kr. 3.660.- HANDBOLTAR Leðurhandboltar Kr. 2.740. BLAKBOLTAR Leðurblakboltar kr. 7.450.- Glœsibœ. Simi 30350. Tölvur ekki allar til góðs Þessa dagana þinga stærstu iðnaðarþjóðir heimsins í Vín I Austurríki og fjalla á fundum sln- um um tölvur. Rætt er um hvernig stemma megi stigu við því að alls konar persónulegar uplýsingar um fólk, sem til er á tölvuspjöldum, falli í hendur þeirra, sem ætla að nota þær í óheiðarlegum tilgangi. Nokkur Evrópuríki hafa í hyggju að feta I fótspor Svía og Vestur-Þjóðverja og setja ströng lög í sambandi við tölvur. Tekið verður fyrir hvernig koma á í veg fyrir að upplýsingar um ein- hverja ákveðna persónu komist út fyrir landamæri einhvers ákveðin's lands. Sá sem skipuleggur þessa ráðstefnu heitir Hans-Peter Grassman og hann sagði að bæði almenningur og stjórnvöld væru viss um að tölvuupplýsingar væru oft á tíðum notaðar í óheiðarleg- um tilgangi og mál væri komið til að fjalla um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir sllkt. Nýjar sendingar af, vinsœlu fótlagaskónum ó konur sem karla Póstsendum samdægurs. Sími 18519 Domus Medica Egilsgölu 3 Á barnum — í bílnum einn dýrasti bfll íheimi afhentur eiganda sínum nýlega Einn dýrasti bíll heimsins hefur nýlega verið afhentur eiganda sínum. Hann var af tegundinni Rolls Royce og kost- aði um 33 milljónir króna. Kaupandinn er ríkisbubbi frá Dubai, Bhatia Karani að nafni. Hann pantaði alla aukahluti í bílinn sem hægt er að fá. í honum er svo auðvitað sími, fullkomnasta gerð af hljóm- tækjum og sjónvarp, en það teljast nú orðið sjálfsagðir hlutir í svona bíla. Að auki hefur eigandinn pantað sér bar í bílinn ef hann kynni að langa I einn Iéttan á ferðum sínum í honum. Sextíu manns unnu að smiði bílsins í 18 mánuði. Gullsmiði hefur þurft til aðstoðar vegna þess að bíllinn er skreyttur gulli svona hér og hvar. Hann vegur um tvö og hálft tonn. Young fer villur vegar — í sambandi við f riðarumleitanir í Suður-Af ríku, segirGeorge Ball Fyrrverandi stjórnarmaður I Bandaríkjunum, sem þjónaði I forsetatíð Kennedys og Johnsons hefur skrifað blaðagrein I „Atlantic Monthly" þar sem hann segir að Bandaríkjamenn fari ekki rétt að í sambandi við málefni Suður-Afríku. Hann gagnrýndi sérstaklega sendiherra Sameinuðu þjóðanna, Andrew Young. „Young heldur að hægt sé að nota sömu aðferðir I Suður-Afríku og blökkumenn nota 1 Ameríku," sagði George Ball. Því miður, segir Ball, eru hvítir menn ekki eins hugsandi og hvltir menn voru I Banda- ríkjunum árið 1960. Við munum aðeins gera erfiðará fyrir samningaviðræðum blökkumanna og hvítra í Suður-Afríku, ef við notum sömu hugtök þar og hér heima í Bandaríkjunum, sagði Ball. Hann tók það sérstaklega fram að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera að státa sig af betra siðgæði en Suður-Afríkumenn. Andrew Young sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Styrkið og fegríð líkamann Nýtt 4ra vikna námskeið í megrunar- og friiarleikfimi hefst 29. september Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. Sturtur — Ijos — gufuböð — kaffi — nudd. Júdódeild Ármanns Ármúla 32

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.