Dagblaðið - 21.09.1977, Page 10

Dagblaðið - 21.09.1977, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. MMBIABW frfálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tomasson, Bragi SigurÖsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson. Katrin Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auqlvsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAslsimi bloðsins 27022 (10 línur). Askrift 1500 kr. í mánuAi innanlands. i lausasolu 80 kr. eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Armula 5. Mynda og plötugorö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Óbeitáiðnaði Við nálgumst nú þáttaskil í iðn- þróuninni. Á næstu fimm árum mun þjóðin standa eða falla með því, sem gert verður í iðnaði. Þetta viðurkenna flestir, en skilja fæstir. íslendingum fjölgar stöðugt, án þess að hinar hefðbundnu atvinnugreinar geti aukið við sig fólki. í landbúnaði starfa raunar helmingi fleiri en þörf er á. Og fjöldi starfsfólks í útgerð og fiskiðnaði takmarkast af þeim afla, sem unnt og skynsamlegt er að ná. I rúman áratug hafa það verið viðurkennd, opinber sannindi, að iðnaðurinn yrði að taka við verulegum hluta þess fólks, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu áratugum. En það getur hann einmitt ekki. íslenzkur iðnaður er aðeins á fáum sviðum samkeppnishæfur á erlendum markaði. Yfir- leitt er framleiðni hans of lítil í samanburði við hliðstæðar greinar í útlöndum. Um þessar mundir er því ekki fyrirsjáanlegt, að hann geti haldið uppi nútímalegum lífs- kjörum í landinu eins og sjávarútvegur og fiskiðnaður gátu til skamms tíma, meðan of- veiðin var ekki farin að hefna sín í alvöru. Samt verður iðnaðinum að takast þetta. Við höfum ekki nema í eitt hús að venda, hús, sem allt of margir hafa þegar komið auga á. Það hús eru hin auðugu hálaunaríki heimsins, allt frá Norðurlöndum til Ástralíu, sem menn flýja til hópum saman. Iðnkynningarárið íslenzka mátti því ekki seinna vera. Ellefta stundin er upp runnin. En það er.kannski ekki nauðsynlegt að kynna iðnað fyrir almenningi. Fólkið í landinu er yfirleitt hlynnt iðnaðinum. Hið sama er hins vegar ekki unnt að segjaum ráðamenn landsins á síðustu áratugum. Iðnkynningin nær tilgangi sínum, ef hún vekur athygli óvinveittra ráðamanna á gildi og nauðsyn iðnaðar. Stjórnmálamennina má kalla óvinveitta, af því að þeir hafa hvað eftir annað, viljandi eða óviljandi, dregið taum annarra atvinnugreina og á þann hátt þrengt kosti iðnaðarins. Þjóðhagsstofnunin viðurkennir í sérstakri skýrslu, að lánsfé er haldið frá iðnaðinum. Því er með margvíslegum aðgerðum stjórnvalda beint til hinna hefðbundnu forréttindagreina, sem fá það með sérstökum vildarkjörum. „Þessu skipulagi hefur fylgt ósveigjanleiki í skiptingu lánsfjár milli greina og nokkurt mis- ræmi í lánakjörum. Hvort tveggja hefur áreiðanlega hamlað gegn því, að lánsfébeindist með eðlilegum hætti til þeirra fram- leiðslugreina, sem til lengdar eru arðbærastar fyrir þjóðarbúið,“ segir í skýrslu stofnunar- innar. Misrnununin i lánum og lánakjörum er súleið, sem áhriíaríkast hefur haldið iðnaðinum niðri. En hugarfarið er hið sama á öðrum sviðum. Iðnaðurinn verður að borga hærri launaskatt og aðstöðugjald en aðrar greinar, svo sem viðurkennt er í framangreindri skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Þessu verður að linna, ekki bara bráðum, heldur nú þegar. Iðnaðurinn þarf jafnrétti á við aðra. Hann þarf peninga til að byggja sig upp og efla framleiðni sína, svo að þjóðin búi við góð kjör og vilji ekki flýja til annarra landa. r Fordæma þá sem reyna að breyta þjóðfélaginu með ofbeldi — íþeirra hópi eru Heinrich Böll, Rudi Dutschke og Herbert Marcuse Aðkoman var ekki fögur eftir að Rauða breiðfylkingin hafði haft Hans Martin Schleyer á brott með sér. Gerð var árás á bíl hans og feildir öryggisverðir sem gættu hans. Ránið á vestur-þýzka iðnjöfr- inum Hans Martin Schleyer hefur að vonum orðið til þess að margir hafa látið í ljósi álit sitt á þeim hætti sem „Rote Armee Fraktíon", eða Rauða breiðfylkingin, hefur til að vekja athygli á sér. Oft hafa hinir ýmsu frammá- menn, t.d. rithöfundar og heim- spekingar, verið gagnrýndir vegna þess að þeir styddu starf- semi vinstrisinna. Það hefur jafnvel verið sagt að þeir styddu hryðjuverkastarfsemi þessara samtaka, eins og t.d. Baader-Meinhof samtökin. Fordœmir þó sem reyna að breyta þjóðfélaginu með ofbeldi Nóbelsverðlaunahöfundur- inn Heinrich Böll, sem er þekktur fyrir gagnrýni sina á þýzkt þjóðfélag, hefur sagt að nann fordæmi pá sem reyna að koma af stað breytingum eða reyni að breyta þjóðfélaginu með ofbeldi. Böll hefur tvívegis að undanförnu fordæmt ránið á Hans Martin Schleyer. Hefur hann tvívegis á stuttum tíma nýverið ritað greinar um þetta mál í þýzka blaðið Die Zeit. Böll, sem er 59 ára að aldri, hefur meira en fordæmt ránið á Schleyer, hann hefur skrifað skilaboð til ræningjanna og beðið þá að láta af því að hóta að taka mannslif ef kröfum þeirra verði ekki fullnægt. Talið er að Böll hafi ritað greinar sínar vegna þeirra ásakana sem þýzkur stjórn- málamaður lét falla í hans garð og þeirra sem stutt hafa starf- semi ýmissa hópa sem hafa lýst sig andvíga ríkjandi skipulagi. Stjórnmálamaðurinn sagði að þeir menn sem það hefðu gert skyldu nú reyna að hafa ræningjana ofan af þvi að myrða Schleyer. Fyrrverandi stúdentaleiðtogi fordœmir aðgerðirnar Það eru fleiri sem hafa látið í sér heyra vegna ráns Rauðu breiðfylkingarinnar á Schleyer. Rudi Dutschke, sem var foringi stúdenta á árunum fyrir 1970, hefur lýst sig andvígan þeirri ofbeldisbylgju sem gengið hafi yfir Þýzkaland að undanförnu. Hann hefur fordæmt þær starfsaðferðir sem Rauða breið- fylkingin notar og sagt að þannig hafi vinstrisinnaðir —— Andreas Baader, Guðrún Ensslin og Jan-Carl Raspe, meðlimir í Baader-Meinhof hreyfingunni, þau sitja nú öll í lifstíðar fangelsi. Ræningjar Sehleyers krefjast þess að þau verði látin laus ásamt átta öðrum föngum. andvígan þeim baráttuað- ferðum sem borgarskæruliðar nota. „Ofbeldi leiðir ekki til sósíalisma," segir Rudi. „Við vitum vel hvað ofbeldi kapítalistanna er og það er engin lausn að leysa það af hólmi með öðru ofbeldi," segir fyrrverandi leiðtogi róttækra stúdenta. Prófessor Marcuse hefur sagt um rán Schleyers að það leysi ekki neitt að taka einstakl- inga úr umferð með ein- hverjum hætti, eins og Rauða breiðfylkingin hefur gert með því að myrða Bubach og Ponto. Kapitalískt þjóðfélag heldur áfram að vera til og því er ekki breytt með því að taka einn eða tvo menn úr umferð. Því hefur Marcuse sagt að hann sé algjör- lega á móti þeim starfsað- ferðum sem Rauða breið- fylkingin notar og aðrir borgar- skæruliðar einnig. Hann sagði að miklar likur væri á þvl að svona aðgerðir stuðluðu enn meir að því að kapítalistar kúguðu borgarana í þeim þjóð- félögum sem þeir stjórna. Einhver stuðningur í hóskólunum Blað sem gefið er út af stúdentum í háskólanum í Göttingen lýsti því yfir að það væri æskilegt að losna við menn eins og saksóknarann Siegfried Buback. Þetta olli hneykslun almennings. Ný út- gáfa af sama blaði lýsir sig ánægða með ránið á Schleyer og segir að það sé sama hvort hann lifi saurugu lífi eða hvort hann deyi ógeðfelldum dauðdaga. Lögreglan hefur reynt að hafa uppi á höfundum greinanna og hefur leitað i híbýlum stúdenta. Ekkert hefur fundizt við þá leit og höf- undarnir hafa ekki fundizt enn. KP byltingarsinnar aldrei hugsað sér að vinna að málefnum sínum. Herbert Marcuse, sem er einn upphafsmanna nýmarxisma og mikill áhrifa- maður á stúdenta og vinstri- menn í Þýzkalandi, hefur for- dæmt morðin á Buback og Ponto, sem Rauða breiðfylking- in hefur staðið fyrir. Einnig hefur hann fordæmt ránið á iðjuhöldinum_Schleyer og sagt að ofbeldi væri ekki vinnuaðferðir vinstri manna. „Fjöldinn er ó móti ykkur“ Fórnardýr borgarskærulið- anna í Þýzkalandi sýna glöggt hvar þeir telja að ráðast eigi að kerfinu. Þeir hafa myrt sak- sóknara, bankastjóra eins stærsta banka í Þýzkalandi og nú síðast var það formaður at- vinnurekanda sem varð fyrir barðinu á skæruliðunum. Helmut Schmidt kanslari hefur talað um Schleyermálið í sjónvarp og þar sagði hann. „Þið eruð á rangri leið og fólkið er á móti ykkur,“ þegar hann ávarpaði ræningja Schleyers. Rudi Dutschke notaði oft róttækar aðferðir til að koma skoðunum stúdenta á framfæri en hann hefur lýst sig algerlega

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.