Dagblaðið - 23.09.1977, Side 9

Dagblaðið - 23.09.1977, Side 9
PACM.AÐIÐ. KÖSTUDACíUK 23. SLiPTKMBER 1977. 9 Fulltrúar neytenda í sexmannanefnd hjálparvana Vegna hinna miklu verö- hækkana á landbúnaðarvörum haföi Dagblaðiö samband við einn þriggja fulltrúa neytenda í sexmannanefnd, Gunnar Hall- grímsson, sem tilnefndur er af Sjómannafélagi Reykjavíkur. Gunnar sagði að fulltrúar neyt- enda væru heldur hjálparvana gagnvart þessum hækkunum, því þær stöfuðu af lögbundnum kauphækkunum til bænda. Þá stafar hin mikla kjöthækkun af hækkun sláturkostnaðar, sem reiknaður er út einu sinni á ári. Hins vegar var ekki gengið að neinum kröfum framleið- enda um nýjan verðlagsgrund- völl, heldur sættust menn á framreikning eftir tölum frá Hagstofunni. „Vandinn er,“ sagði Gunnar, „að fulltrúa neytenda hefur dagað uppi í nefndinni. Enginn vill við þá kannast. ASI dró einn fulltrúa út úr nefndinni fyrir nokkrum árum. Það er hálfgerð Ioddaramennska að vilja ekkert við þessa nefnd kannast, en lýsa því sfðan yfir að fulltrúar verkalýðsins eigi að hafa áhrif á verðlagninguna. Það er erfitt hlutskipti að vera fulltrúi neytenda í sexmanna- nefnd, sérstaklega þar sem launþegasamtökin hafa af- neitað henni og mótmæla síðan verðhækkunum án þess að gera nokkuð raunhæft í málinu. Ef við gerum vel fyrir neytendur er talið að við séum að vinna gegn bændum og ef við gerum vel við bændur er talið að við vinnum gegn neytendum. Eg held að fulltrúar neytenda geri mest gagn með því að fjalla um kröfur milliliða, enda finnst kaupmönnum lítið, sem kemur i þeirra hlut fyrir söluna. Það eru allir óánægðir með þetta eins og það er, en það gerist samt ekkert í málinu. I fyrra var skipuð nefnd til að endurskoða þetta kerfi, og þar áttu m.a. sæti Björn Jónsson forseti ASl og Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttar- sambands bænda, en það hefur ekkert heyrzt frá þeirri nefnd.“ - JH / Hrasaði áUm- ferðarmið* stöðinni — og stakkst í gegnum rúðu Það sjys varð á Umferðarmið- stöðinni um miðjan dag í fyrradag að kona á leið út úr húsinu hrasaði um mottu er var þarna á gólfinu og stakkst með höfuðið f gegnum rúðu við dyrnar. fc’ór konan með höfuð og háls í gegnum rúðuna og skarst illa. Var hún flutt I slysadeild og þar búið að sárum hennar. - BH „Gleymdu” skipa- — íþað minnsta 10 farskip íeigu Islendinga auk Eimskip, Hafskip og SÍS „Peðin hafa Ifka sína þýðingu eins og einhver sagði og sama má segja um farskip í eigu „litlu" skipafélaganna. Stundum finnst manni jafnvel að þau séu gleymd en hafa samt sína þýðingu ekki sfður en skip „stóru“ félaganna," sagði Finn- bogi Kjeld framkvæmdastjóri skipafélagsins Vfkur hf. I það minnsta 10 farskip eru gerð út af ýmsum aðilum hér á landi, auk skipa Eimskipa- félagsins, Hafskips og SÍS. Mörg þessara skipa hafa mjög lítið haft viðkomu hér heima. Má til dæmis nefna Hvalvik, sem er f eigu Vfkur hf. Kom það ekkert hingað til lands fyrstu tvö árin. A þeim tfma fór skipið vfða og flutti margskonar varning. Nefndi Finnbogi Kjeld að skipið hefði komið til Bandarfkjanna, Kanada, Lagos f Nfgerfu, auk þess sem það hefði töluvert siglt í Miðjarðarhafinu og milli Evrópuhafna. Auk Hvalvfkur á Vfkur hf. einnig Eldvík, sem mest hefur verið f flutningum á salti og saltfiski. Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Nesskips hf., sagði að flest þessara litlu skipafélaga væru byggð upp af mönnum, sem áður hefðu verið skipstjórar eða yfirmenn á far- skipum. Taldi. Guðmundur að ástæðan fyrir þvf að skipin væru mest f flutningum er- lendis væri algjört aðstöðuleysi þessara skipafélaga f Reykja- vfkurhöfn, Sagði hann að sá háttur að uppskipunaraðstaða væri nær öll í eigu eins skipafélags, væri sjaldnast tfðkaður erlendis. Þau mál hefðu þróazt hér á löngum tfma en þrengdu mjög möguleika annarra skipafélaga en þess, sem réði yfir nær.allri löndunaraðstöðunni. Nesskip hf. eiga farskipin ísnes, Suðurland og Vesturland. Islenzk kaupskip hf. á og rekur Berglind og f eigu Karls Jónssonar er Hansa Trade, sem reyndar er enn skráð f Singa- poure. Hvalvfk, Berglind og Hansa Trade eru systurskip og rúmlega 3000 brúttólestir. Tvö skip eru á vegum Skipa- miðlunar Gunnars Guðjóns- sonar. Edda sem er i eigu Jsa- foldar hf., og Mávur en hann á hlutafélagið Pólarskip á Hvammstanga. Þorvaldur Jónsson skipa- miðlari á og gerir út farskipið Svaninn. A öllum þessum skipum eru fslenzkar áhafnir og hefur svo verið þrátt fyrir að þau hafi sum hver verið lengi að heiman. Verkefni hafa verið næg og til dæmis sagði Guðmundur Ásgeirsson að hann hefði öruggt ársverkefni fyrir skip sitt Isnes og sá samningur yrði væntanlega framlengdur. Finnbogi Kjeld sagði að af- koman gengi nokkuð f bylgjum. „Árin- 1973 ’74 og jafnvel 1975 voru góð, og farmgjöld hagstæð. Þá var mikið smfðað af skipum og sfðustu tvö ár hafa verið erfiðari enda farm- gjöld fremur lág, þó ekki skorti verkefni fyrir skipin,” sagði Finnbogi. Mörg þessara skipa munu keypt með leigukaupasamning-' um. Eru þau ekki skráð á islenzka skipaskrá fyrr en í það minnsta þriðjungur kaupverðs- ins hefur verið greiddur. ÖG Sköli Emils Kennslugreinar: Munnharpa, harmóníka, melodika, píanó—orgel—gítar. Emil Adólfsson Nýlendugötu 41, sími 16239. Mólaskólinn Mímir Lifandi tungumálakennsla. Mikið um nýjungar. Kvöld- námskeið — síðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng- lendingum. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska. spánska, ítalska. Norðurlandamálin. Hin vinsælu ensk:<námskeið barnanna. Unglingum hjálpað fyrir próf. Innritun i síma 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h. Handsaumaðar ítalskar leður karlmannamokkasí nur Sérstaklega mjúkarog þægilegar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.