Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 23.09.1977, Qupperneq 24
Embættismaður iátar fjárdrátt úr kirkjusjóði I ljós hefur komið að veru- legar fjárhæðir hafa horfið úr kirkjusjóði Landakirkju í Vest- mannaeyjum á undanförnum árum. Liggur fyrir játning gjaldkera safnaðarins, Einars H. Eiríkssonar, um að hafa dregið sér féð. Jóhann Friðfinnsson, for- maður sóknarnefndar Landa- kirkju, sagðist í viðtali við DB í morgun ekki geta sagt annað en að þarna hefðu átt sér stað „hrapalleg mistök, svo með ólíkindum" væri, og ynni sóknarnefndin nú að því að fá þau mistök leiðrétt. Hann vildi ekki nefna tölur í þessu sam- bandi, en sagði augljóst að um „verulega fjármuni" væri að ræða. Einar Haukur Eiríksson varð formaður sóknarnefndar og gjaldkeri safnaðarins 1969. Nær rannsókn þessa máls, sem nú er eingöngu f höndum endurskoðunarskrifstofu N. Manscher & Co„ allt aftur til 1969. Sl. haust lét Einar Haukur af störfum sóknar- nefndarformanns en hélt áfram að gegna störfum gjaldkera. Verulegir fjármunir hafa farið um hendur gjaldkera sóknarnefndar Landakirkju á undanförnum árum, m.a. um- talsverðar bætur frá Viðlaga- sjóði vegna skemmda, sem kirkjan og munir hennar urðu fyrir í jarðeldunum 1973. Um hendur gjaldkera fara einnig álögð kirkjugarðsgjöld, sem f ár munu nema nær fjórum millj- ónum króna. Mánuður er liðinn síðan upp- vfst varð um fjárdráttinn — og þá m.a. vegna óvarkárni Einars Hauks Eiríkssonar. Er hann einnig talinn hafa blandað tals- vert saman eigin fjármálum og fjármunum Landakirkju. Vegna þessa máls mun Einar Haukur láta af embætti skatt- stjóra í Vestmannaeyjum innan skamms, en fjármálaráðuneytið fylgist nú náið með framvindu málsins. Auk skattstjóraembættisins gegnir Einar Haukur starfi for- seta bæjarstjórnar Vestmanna- eyja, og starfi bæjarstjóra gegndi hann um mánaðartíma á sl. ári. Hann er og framámaður í Sjálfstæðisflokknum f Vest- mannaeyjum. -OV VERKSTÆÐIGÖMLUIÐNAÐARMANNANNA TIL SÝNIS Iðnkynning stendur yfir í höfuðborginni þessa dagana og mun það víst ekki hafa farið fram hjá neinum. Af því tilefni var opnuð f gærdag iðnminjasýning í Árbæjarsafni. Eru þar til sýnis allskyns gömul iðnaðarverkstæði, svo sem skósmfðaverkstæði, úra- verkstæði o. fl. Eru þarna jafn- fram hlutir sem Iðnminjasafns- nefnd afhenti Þjóðminjasafninu í fyrra auk eimreiðarinnar góðu, annarrar þeirrar er gekk ofan úr GYLFIER HÆTTUR öskjuhlið og niður að höfn með stórgrýti til hafnarframkvæmd- anna. Var Iðnminjasýningin opnuð að viðstöddum ýmsum frammá- mönnum, borgarstjóranum, iðnaðarráðherra og forseta Is- lands, sem opnaði sýninguna. Árbæjarsafnið er 20 ára um þessar mundir svo opnun sýning- ar þessarar er jafnframt til að minnast afmælisins og grósku þeirrar sem færzt hefur f safnið á undanförnum árum. Sýningin verður opin frá kl. 16.00 til 22.00, um helgar frá kl. 14.00, til 2. október. Óminnisdans- leikur eftir réttir Lögreglan á Selfossi var í nokkrum önnum i nótt. Olli því fyrst og fremst dansleikur sem haldinn var í tengslum við ölfus- réttir. Reyndin varð sú að menn supu óhóflega mikið og komust á vald vímu og óminnis. Er hætt við að ýmsir ballgesta leiti sér í dag upplýsinga um hvernig þeir hafi skemmt sér og hvernig dans- leikurinn hafi farið fram. Þá voru tveir ölvaðir ökumenn teknir við akstur gegnum Selfoss í niðdimmri haustnóttinni. - ASt. Svona voru skórnir í „de gamle gode dager“, þegar borgarbúar slettu dönsku og fagmennirnir lögðu sál sína í framleiðsluna. Hér skoða borgarstjórinn í Reykjavík, forseti íslands, og fleiri opnunargesta forláta skó, sem framleiddir hafa verið af skósmið. DB-mynd Bj.Bj. LEZT AF VÖLDUM SPRENGINGARINNAR Litli drengurinn sem brenndist illa í sprengingunni f flugelda- gerðinni á Akranesi á sunnudag- inn var er látinn. Hann hét Magnús B. Helgason, fjögurra ára gamall. Magnús litli var ásamt föður sínum f húsinu, þegar sprenging varð, en faðir hans, Helgi Guðmundsson, var eigandi flugeldaverksmiðjunnar. Hann lézt á sunnudaginn af völdum sprengingarinnar. - JBP — eftir 32ár ístór- pólitískum stormum Dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og alþingismaður, tilkynnti á fundi með stjórnum Alþýðu- flokksfélaganna í gærkvöldi.að hann myndi ekki gefa kost á sér til frekari þingsetu. Hann hefur setið á Alþingi f 32 ár, ráðherra f 15 ár. Fyrir þremur árum átti dr. Gylfi frumkvæði að þvf, að Bene- dikt Gröndal, alþingismaður, tók við af honum í formennsku Alþýðuflokksins. Ákvörðun sfna nú kveður dr. Gylfi vera f beinu framhaldi af þvf. Eftir sem áður kveðst dr. Gylfi ætla að berjast fyrir málstað Alþýðuflokksins og halda áfram afskiptum af stjórnmálum. Þá stendur hugur hans til enn frekari ritstarfa á vettvangi fræðigreinar sinnar í viðskipta- fræðum og jafnframt á fleiri sviðum. -BS. ALVANALEGT AÐ EFTIRLITSMENN AKIUM LEIKVELLINA — Drengurinn sem ekið var yf ir lézt í gær Eggert Magnússon. Drengurinn sem varð undir bfl á leikvelli við Faxaskjól f Reykja- vfk á þriðjudaginn lézt f gjör- gæzludeild Borgarspftalans í gær. Hann hét Eggert Magnússon, níu ára gamall, til heimilis að Furu- grund 62 i Kópavogi. Hann komst ekki til meðvitundar eftir slysið. Við slíkan atburð vakna ýmsar spurningar, svo sem sú, hvort ætlazt sé til að umferð bifreiða sé um leiksvæði. Þau eru til þess sett að börn hafi við eitthvað að vera og leiki sér ekki á götum. „Það er alveg ljóst, að ekki hefur verið farið nægilega gæti- lega þarna,“ sagði Gísli Björnsson lögreglumaður hjá SRD. „Við» yfirheyrslur hefur komið í ljós, að alvanalegt er að eftirlitsmenn aki inn á leiksvæðin." Eftirlitsbílnum var ekið lötur- hægt um völlinn, er slysið varð. Eggert litli var að leika sér á vegasalti, en hefur einhverra hluta vegna fallið og varð undir afturhjóli bflsins. Gísli Björnsson kvað það vera f höndum borgarverkfræðings að setja reglur um hvernig eftirlits- menn leikvalla ættu að haga sér við störf sín. Ljóst væri, að málið þyrfti að taka til gaumgæfilegrar athugunar. - ÁT- fijálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 23. SEPT 1977. Engin rök fyrir vikningu dómara — segir Hæstiréttur Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð þess efnis, að Gunnlaugur Briem, sakadómari, víki ekki sæti sem dómsformaður í sakadóma- málinu: Ákæruvaldið gegn Tryggva Rúnari Leifssyni o. fl. Hilmar Ingimundarson hrl. krafðist þess að dómformaðurinn viki sæti af þeirri ástæðu að hann væri ekki óvilhallur í málinu. Voru færð þau rök fyrir kröfunni um vikningu dómsformannsins að hann hefði með tilteknum hætti synjað Tryggva Rúnari um að ræða einslega við verjanda sinn. Gekk um þessa kröfu úr- skurður á þann veg, að dómarinn skyldi ekki vfkja sæti. Var þess- um úrskurði skotið til Hæstarétt- ar. Hæstiréttur telur í dómi sfn- um að engin frambærileg rök séu komin fram fyrir þvf, að aðgerðir dómsformanns beri vott um að hann líti vilhallt á málavöxtu. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr og Benedikt Sigurjónsson. Rannsókn málsins hefur legið niðri meðan beðið var dóms Hæstaréttar. Verður henni nú fram haldið. Áður en til fyrr- nefndrar kröfu kom var áformað að málfutningur skyldi hefjast hinn 3. október. Er enn ekki vitað hvort áform um þá dag- setningu hefur breytzt. -BS. Engin hætta af geisla- virkri úrkomu „Þetta er algjörlega hættulaust og allmörg ár síðan hætt var að mæla geislavirkni í úrkomu hér á landi,“ sagði Páll Theódórsson eðlisfræðingur er DB spurði hann um hættu á að geislavirk úrkoma gæti fallið hér á landi. I fréttum í gær var greint frá þvf að Banda- rfkjamenn ættu von á að geisla- virk úrkoma mengaði jarðveginn víðs vegar f Bandaríkjunum eftir kjarnorkusprengjuna sem Kínverjar sprengdu 17. september sl. „Geislavirknin umvefur alla jörðina og fer f kringum hnöttinn á um það bil þremur vikum,“ sagði Páll. „Þessi geislavirkni er svo lítil að hún gerir engan skaða. Það var langtum meiri geislavirkni í úr- komu hér þegar Rússar og Banda- ríkjamenn voru að sprengja sfnar öflugu kjarnorkusprengjur fyrir nokkrum árum.“ Einnig sagði Páll að fregnir af miklum barnadauða í sambandi við geislavirka úrkomu væru beinlínis hlægilegar. -A.Bj. $• Þórarinn vill bíða átekta „Ég álít málið þannig vaxið að það þurfi nánari athugunar við,“ sagði Þórarinn Þórarins- son alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins í viðtali við DB er hann var inntur eftir skoðunum hans á kaupum ríkisins á Vfðishúsinu. Segir Þórarinn f forystugrein Timans f gær að sér vjrðist eðli- legast að kaupverð hússins veðri athugað nánar óg ákvörðun um kaup frestað þar til Alþingi kemur saman. „Það sem ég skrifa þarna er á mína eigin ábyrgð og segir ekkert til um afstöðu þing- flokksins. Það er dálftið at- hyglisvert að tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar (Gunnar Thoroddsen og Halldór E. Sig- urðsson) skuli hafa lýst sig and- víga kaupunum," sagði hann. Þegar að þvf kemur að kaup Víðishússins verða lögð fyrir Alþingi munu þingflokkarnir hver um sig, og þá einnig Fram- sóknarflokkurinn, fjalla um málið og þá fyrst verður afstaða þeirra ljós. - BH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.