Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1977.
'' ................
Fæðishlunnindi opinberra starfsmanna
Ekki metín sem tekjur og því
ekki skattskyld á neinn hátt
— Mötuneytismálin þarfnast endurskoðunar
-
Fæðiskostnaður eða niður-
greiðslur til opinberra starfs-
manna eru dulin hlunnindi sem
ekki eru skattlögð á neinn hátt
þar sem þau koma ekki fram sem
tekjur. Flest félög ríkisstarfs-
manna eru með eftirfarandi
ákvæði í sínum samningum: „Við
gerð samninga þessa er samnings-
aðilum ljós ríkjandi stefna af
ríkisins hálfu í því efni að leggja
ríkisstarfsmönnum á föstum
vinnustað til mat og kaffi á venju-
bundnum tímum gegn greiðslu
matarefniskostnaðar." Mikið
vantar þó á að allir félagsmenn
BSRB eigi aðgang að mötuneyti á
Eins og kom fram i Dagblaðinu
í gær halda veitingamenn þvf
fram að almenningur eigi greiðan
aðgang að mötuneytum ýmissa
opinberra stofnana sem eiga að
vera algerlega lokuð öðrum en
starfsfólki. Til þess að kanna
þetta fór Degblaðið á stúfana og
fór blaðamaður í mötuneytið í
Arnarhvoli sl. þriðjudag, en þar
eru mötuneyti stjórnarráðsins.
Blaðamaður fór í röð við af-
greiðsluborðið og tók sér bakka
og fékk ljómandi afgreiðslu. Á
boðstólum var lambasteik með
kartöflum, grænum baunum, sósu
og sultu og kaffi á eftir og kost-
uðu kræsingarnar 330 krónur.
Hægt var að fá ábót að vild og
kaffi ótakmarkað.
Inn í mötuneytið kom starfs-
maður með gest og spurði hvort
hann mætti ekki fá afgreiðslu og
var það auðsótt mál. Notaðir eru
vinnustað. Uti á landi eru mötu-
neyti yfirleitt ekki fyrir hendi
nema sú aðstaða tilheyri starf-
seminni, svo sem á sjúkrahúsum
og heimavistarskólum.
Um mötuneytismálin segir svo í
samningum einstakra félaga
„enda verði þess freistað að gera
hlut starfsmanna einstakra stofn-
ana sem jafnastan í þessu efni
eftir aðstöðu á hverjum stað.“ En
ljóst má vera að töluverður
munur getur verið á forréttindun-
um, svo ekki sé minnzt á þá sem
ekki eiga möguleika á þessari
sælu.
matarmiðar í mötuneytinu og
peningar en ákvæði er um það að
þeir, sem noti peninga, borgi tvö-
falt en á það var ekki látið reýna í
þetta skipti. Verð á kjötmáltíðum
er sem áður sagði 330 krónur,
fyrir fiskmáltfð kr. 220 krónur og
einnig kostar súpa og brauð 220
krónur. Ljóst er að þetta verð
nægir engan veginn fyrir hrá-
efniskostnaði þannig að í þessu
tilfelli er hráefnisverð niður-
greitt af ríkinu, auk alls annars
kostnaðar sem ríkið greiðir.
- JH
Gegn samábyrgð
flokkanna
Mötuneytismálin þarfnast
endurskoðunar
Dagblaðið hafði samband við
Höskuld Jónsson skrifstofustjóra
fjármálaráðuneytisins og sagði
hann að fæðishlunnindi opin-
berra starfsmanna hefðu ekki
verið mæld i kjarasamningum og
væru ýmsar orsakir fyrir því.
Mörg stórfyrirtæki hafa mötu-
neyti sem eru rekin á svipaðan
hátt og hjá rikinu og þá væri það
ekki síður þýðingarmikið atriði að
skrifstofur væru opnar í hádeg-
inu og bara hálftíma matarhlé
þannig að útilokað væri að
komast langt í mat. Það væri
síðan hugsanlegur möguleiki að
matsölu væri komið upp í ná-
grenni vinnustaðarins þannig að
ekki þyrfti að sækja langt. Einnig
sagði Höskuldur að það hefði
mikil áhrif á umferðina i Reykja-
vík ef allir færu af stað í hádeg-
inu í bíl sínum í mat.
Höskuldur sagði að rekstur
mötuneytanna væri miðaður við
það að starfsmenn legðu fram
efniskostnað. „Mér er ekki kunn-
ugt um að ríkið niðurgreiði efnis-
kostnað, t.d. til mötuneytisins hér
í Arnarhvoli. Það er ekki halli a
mötuneytinu og Starfsmmna-
félagið er ekki i skuld við ríkis-
sjóð. Hins vegar leggur rikið til
miklar upphæðir til mötuneyt-
anna á öðrum sviðum, þ.e. alla
aðstöðu og launakostnað. Alitið er
að sá kostnaður sé svipaður og
hráefniskostnaðurinn sem starfs-
menn borga.“
Aðspurður sagði Höskuldur að
bannað væri fyrir óviðkomandi,
þ.e. þá sem ekki vinna i viðkom-
andi stofnunum, að koma og
borða í þessum mötuneytum. Ef
brögð væru að slíku væru viðkom-
andi mötuneyti svipt söluskatts-
frelsi þvi sem þau njóta. Þá sagði
hann að afstaða manna til mötu-
neytanna væri töluvert að breyt-
ast og vildu margir léttan
hádegisverð í stað mikilla steika.
„En þessi mötuneytismál þarfn-
ast öll endurskoðunar," sagði
Höskuldur Jónsson.
Hvað verður gert
í framtíðinni?
Augljóst má vera að ef ríkið
reyndi að færa verðið upp í raun-
verulegt kostnaðarverð, kæmi
fram hörð mótmælaalda frá
BSRB á beina launauppbót i sam-
ræmi við hlunnindaskerðinguna
en þó er vitað að launahlutföll og
launamál eru mjög viðkvæmt mál
þannig að þessi lausn er fremur
ólfkleg.
Samband veitinga- og gistihúsa-
eigenda hefur komið með tillögu
um að koma á stofn eldhúsmið-
stöð í Reykjavík með sölusamn-
ingum við ríkið. Þar yrði matur
fjöidaframleiddur og dreift til
ríkis-, borgar og einkafyrirtækja i
Reykjavík. Ríkið myndi síðan
endurselja máltiðina til starfs-
manna sinna á sama verði og í
dag, þ.e. ef ríkið vill ekki losna
við niðurgreiðslurnar.
Þá er enn einn möguleiki, þ.e.
sá að tekið verði upp svokallað
miðafyrirkomulag. Þá fengju
starfsmenn matarmiða sem nota
mætti á almennum veitinga-
stöðum og þá væru mötuneytin
lögð niður. Starfsmennirnir
fengju þá matinn enn á lágu verði
en skatttekjur ríkissjóðs ykjust
vegna aukins markaðar veitinga-
húsanna, sem eru skattskyld, en
ekki mötuneytin.
En vitaskuld verður ekki jöfn-
uður í þessum matarmálum á
milli landsmanna nema niður-
greiðslur og greiðslur fyrir að-
stöðu og laun verði hreinlega
lagðar niður. Það sparar rfkissjóði
(skattgreiðendum) stórfé.
- JH
Mötuneyti stjórnarráðsins, Arnarhvoli
Greiðlega gekk að fá
hádegismat hjá ríkinu
— og steik og kaffi kostaði 330 krónur!
Starfsmenn i Arnarhvoli hafa gott mötuneyti — og prýðisverð á
matnum, sem aðrir landsmenn ættu raunar líka að njóta. DB-mynd
Hörður.
Síðpilsin sviftast og faldarnir
lyftast í Laugardalshöll
Tískusýningarnar á iðnkynningunni i
Laugardalshöll eru af stærstu og glæsi-
legustu gerð. Fleiri en 130 sýningar-
atriði hverju sinni. Ekkert þeirra hefur
komið fram á sýningu fyrr.
Gjöf til gests dagsins:
íslenskt alullargólfteppi frá
Álafossi, 25 m2
aðeins
2 dagareftir
Opnaö kl. 1. lönaöarbíngió kl. 2 og 4. Tiskusýnlngar kl.
6 og 9. Aögangseyrir: Fullorönir kr. 400.-. Börn kr. 150.-.
0 IÐNKYNNING ..
111 BÍ LAUGARDALSHOLL