Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKT0BKR 1977. 1 Kulusuk er áfengisverzlunum lokað á föstudögum og laugardögum en það hefur haft þær afleiðingar að fólkið verzlar þeim mun mcira á veitingastöðunum. stafana. Neyzlan verður jafn- mikil þrátt fyrir það. Það er sama hvernig boð og bönn eru í gildi um áfengi á Grænlandi, það er drukkið jafnmikið fyrir því. Barirnir voru opnir mikinn hluta dagsins fyrir breyting- una. Þá var það mjög algengt að fólk kæmi þar við á leið heim úr vinnunni. Nú er þetta breytt og ef til vill hið eina sem hefur breytzt til batnaðar við bönnin. Opnunartímanum var breytt og nú fer fólkið oftast beint heim úr vinnu og vegna þessa hefur drykkjuskapur í miðri viku minnkað töluvert. Hann hefur færzt meira á helgarnar þegar fólkið á frí í vinnu. Lausnin á áfengisvandamál- inu er ekki auðfundin og lík- lega finnst hún ekki en það má stjórna drykkjunni og stuðla að minni drykkjuskap í miðri viku. Áfengisbann gœti leitt til þess að eiturlyf yrðu útbreidd Flestir eru sammála um það að lausnin á áfengisvandamál- inu er ekki algjört áfengisbann. Fólk er hrætt um að þá komi eiturlyfin í staðinn. Nokkuð er um að fólk reyki hass og tölu- vert að -unglingar andi að sér alls konar efnum sem eru vímu- gjafar, t.d. þynni. Það hefur komið í ljós að eftir að áfengisbann .hefur verið í einhverjum bænum hefur ástandið verið skelfilegt. Þá hafa veitingahúsin og bar- irnir fyllzt og drykkjuskapur aukizt til muna svo að til vand- ræða hefur horft. Einnig hefur verið töluvert um ofbeldisverk þegar banninu er aflétt. Þegar rætt er um áfengis- vandamálið á Grænlandi verður að reyna að finna orsak- irnar. Það verður að taka til greina þær miklu breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Danir eru yfirstétt í landinu og þeir hafa ráðið málum tfl skamms tíma. Atvinnuleysi er í landinu Grænlenzka þjóðfélagið hefur gerbreytzt á nokkrum áratugum. Eskimóar eru hirðingjaþjóð sem lifði á því sem landið gaf. Síðar urðu Danir herraþjóð og tóku ekki meira tillit til menningar Eski- móa en að þeir notuðu ekki einu sinni tungumál þeirra við kennslu í barnaskólum. Nú á síðustu árum hefur aðeins orðið breyting á og Grænlendingar hafa sífellt tekið við ábyrgðar- meiri störfum í þjóðfélaginu. Atvinnuleysi er nokkurt í Iandinu. Þeir sem standa sig ekki t.d. vegna óreglu eru látnir fara og aðrir fengnir í þeirra stað. Þetta hefur leitt til þess að nú passa menn sig betur en áður og leyfa sér ekki að vera undir áhrifum áfengis I vinnu- tímanum. í Angmagssalik hefur fyrir- komulagið verið þannig til skamms tíma að áfengi er ekki selt nema milli klukkan 14 og 17. Veitingastaðir verða að hætta afgreiðslu á áfengi klukkan 22. Þetta hefur gefizt nokkuð vel þó að þetta hafi ekki minnkað neyzluna, en orðið til þess að fólk neytir minna áfengis í miðri viku. Smápistill um emb- ættismenn — og fleira Mest af því sem maður les í blöðum nú til dags er um aftur- fótaspor og öfuguggahátt í þjóð- lífi voru. Er nú ekki mál til komið að slíku linni og leitað verði orsaka svo hægt væri að bæta úr? Við skulum nú athuga helztu agnúa á „kerfinu“. Embættismannaklfkan er átumein á þjóðarlíkamanum. Hún vinnur bæði seint og illa öll sín störf, sbr. að sum dóms- mál skuli taka áratugi svo sem eins og Jörgensensmálið o.fl. Þetta stafar af ábyrgðarleysi hinna háu. Væru þeir látnir sæta dagsektum fyrir hæga- gang, yrði þetta þeim erfiðara. Einn er sá ósiður hjá hinu háa slekti að þegar maður hefur brotizt í gegnum múr undirsáta þéirra og er loks setztur gegnt þeim háa þá þrifur hann kannski símann og talar í hann svo sem tíu mínút- ur, án þess að virða hinn hnípna viðmælanda svars. Þegar hinn undirokaði loks fær hina langþráðu áheyrn er hún oft svohljóðandi: „Talaðu við mig i næstu viku,“ og er þá gjarnan kominn sektarmiði á bílinn. Mörg eru ævintýri embættis- manna okkar vegna þess eins að þeir eru I eðli sinu óvandaðir og að auki ábyrgðarlausir fjár- glæframenn. Það er hart að slíkir óþokkar skuli geta bruðlað með fé annarra í mútur, jólagjafir og sjálfssaðn- ingu án nokkurrar ábyrgðar. Hvað gerir svo Ölafur Jóhannesson? Þegar réttvisin er búin að dæma mann fyrir þjófnað og maðurinn hefur játað og ætlar að afplána þá segir Ól. Jóh.: „Gakk um gleðinnar dyr, þvi þú ert saklaus. Undirsátar mínir í dómsmálum voru ekki starfi sínu vaxnir. Og hver sá er dirf- ist að skrifa um þetta mál skal sæta ábyrgð, því málið er við- kvæmt." Fáir hafa þorað að skrifa um málið, svo eru menn hræddir við ÓI. Jó. Er nú ekki þetta nokkuð langt gengið af dóms- málaráðherra að ófrægja undir- Kjallarinn Þormóður Guðlaugsson menn sína, þótt lélegir séu? En Ól. Jóh. „Maður líttu þér nær, liggur í götunni steinn". Víðar mun ég fara um öræfi embættismanna. Fyrir stuttu birtist í Þjóðviljanum grein um ófarir prjónakonu í viðskiptum við bankakerfið og er það háborin skömm að slfkt skuli geta gerzt löglega. Hér verður alþingi götunnar að koma til því þótt hið sofandi alþingi pólitíkusa komi saman verður þar sami Þyrnirósarsvefninn og verið hefur. Alþýðusambandið verður að taka það upp I kjara- samninga sina að þeir einir glími, bankinn og tékkheftis- hafinn, en ekki þriðja persóna. Avísanir eru löggildur gjald- miðill, og það er fyrst og fremst bankinn, sem hefur löggilt þær, sem gjaldmynt tékkhafans. Þess vegna er það útilokað, að þriðja persóna geti blandazt í það mál. Þetta væri líkt og maður segði við Þjóf: „Fimm þús. kr. frá þér er ekki hægt að taka gildar, þær gætu verið stolnar, þvf þú ert glæpa- maður,“ þótt allir viti að fimm þús. kr. frá hinum görótta manni eru gjaldgengar, því að nafn hans kemur þar hvergi nærri. Þormóður Guðlaugsson. Grikkja á blómaskeiði þeirra. Með hinu frábæra ritverki sinu — Nýall, leggur hann drög að þeirri heimspeki og visinda- skoðun sem nú er óðum að ryðja sér til rúms. Og þó að ég sé ekki að halda því fram alveg fullum fetum að hin ævagömlu hugvísindi og einnig ævagömlu efnisvisindi hafi loks endan- lega tekist i hendur, þá er alveg óhætt að fullyrða að að því er nú stefnt — á fullri ferð. Og það er hin nýja heimsskoðun. Geimferðir og fjarskynjun Þegar á árunum 1920-1930 var hinn miklu rússneski visindamaður og brautryðjandi K.E. Tsiolkovsky, sem nefndur hefir verið „faðir“ rússneskra geimferða, farinn að tala um og tengja saman fjarskynjanir og geimferðir. Hann sagði m.a.: „Hæfileikar til fjarskynjunar (teíepatic abilities) munu verða sérstaklega nauðsynlegir á komandi geimöld. Þeir munu alveg sérstaklega efla og bæta við framsókn mannkynsins. Um leið og geimförin færa mannin- um heim aukna þekkingu á hin- um miklu leyndardómum geimsins, munu rannsóknir á fyrirburðunum (psychic phenomena) leiða fram í dags- ljósið hulda hæfileika manns- sálarinnar. Og það er einmitt lausnin á því leyndarmáli sem lofar manninum stórkost- legustu framförunum.“ Brezki para?*lfræðingurinn Douglas E. Dean hefir um ára- bil stundað rannsóknir I Bar.da- rikjunum á fjarskynjunum (telepathy) og árið 1964 talaði hann á einni af fyrstu geimferðaráðstefnunum þar í landi. Sagði hann frá sérstöku fjarhrifakerfi sem hann hefir prófað og byggist á þvi að með sérstökum hugsendingum send- andans koma fram breytingar á blóðflæði móttakandans. Með sérsmíðuðum tækjum má svo umbreyta þessum líkams- viðbrögðum i skynjanleg merki. Um þýðingu fjar- skynjana fyrir geimferðir segir Dean: „Það þarf nauðsynlega að hafa þetta i huga 1 sambandi við fjarskipti í geimnum. Senni- lega eru Rússar farnir að hugsa svipað. Þegar lengri geimferðir hefjast, eins og t.d. til Júpiters, munu fjarskipti sem byggjast á útvarpsbylgjum seinka um rúma klukkustund (ljósið er um 34 min. að berast frá jörðu til Júpiters og annað eins til baka, K.N.). Við teljum að þessa seinkun megi minnka með aðstoð fjarsk/njunar. Og, fræðilega séð, gætum við e.t.v. með slíkum aðferðum náð sam- bandi samstundis — næstum." Það er ekkert undarlegt við það að sumir parasálfræðingar ert farnir að hugsa sér að hið svonefnda ESP (extra sensory perception ) (skynjun án hinna venjulegu skynfæra) kunni að reynast sá farvegur sem sam- band milli sólhverfa byggist a. I sambandi við þetta vil ég aftur Kjallarinn Kjartan Norðdahl vekja athygli á hugsun banda- rlska stjörnuliffræðingsins prof. dr. C. Sagans, þar sem hann talar um hugsanlegt. sam- band milli jarðar og annars sólhverfis, hann segir: ...Eða, e.t.v. eru sendingarnar þcgar hér, fólgnar í einhverju hvers- dagslegu fyrirbæri,... Afl háþróaðs samfélags er mjög mikið, sendingar þess geta falist i,hinni hversdagslegustu reynslu." Það skyldi þó ekki vera að hinn mikla vísinda- mann sé farið að óra fyrir þvi að fjarskynjun huga til huga, lífs til lífs eða með öðrum orðum — lífgeislan, sé það sem tengi saman lifverur alheimsins. Þóttur íslendinga Líklegast vita flestir islendingar, a.m.k. þeir sem eldri eru, að þetta allt, þessi nýja stefna, þessi nýja hugsun, er einmitt það sem frumherj- inn og vitringurinn Helgi Pjeturss var að reyna að berja inn i hausinn á löndum sínum hér áður fyrr, en þeir voru of sljóir til að skilja. Það er alveg áreiðanlegt og víst að hefðu svonefndir „fyrirmenn" eða „ráðamenn" þjóðarinnar ekki verið þau endemis gauð I þessu máli, sem raun hefir borið vitni, stæðu islendingar I fremstu röð þeirra manna er nú ryðja hinni nýju heimsskoðun braut. Þá væri það hér á landi sem gerðar væru rannsóknir og tilraunir á hugsendingum milli hnatta. Og það væri hreint ekki óhugsandi, að hefðu fræði- og vísindamenn þessarar þjóðar komið fram við dr. Helga Pjeturss eins og menn, þá hefði þegar tekist að koma á öruggu vitsambandi milli manna hér á jörð og vitsmunavera annars sólhverfis. Mönnum þótti bara þessi hugsun svo fjarstæð, svo stór, flugið svo hátt að menn svimaði, brast kjark, og því fór það svo, að meðan erlendir menn hafa verið að smáfikra sig upp á við á móts við þessar hugsanir þá eru islendingar að verða eins og hálfutangátta i þessu öllu. Eg tel að það sé alveg borin von að eldri kynslóðin, sú sem man eftir Helga Pjeturss, átti sig á að stefnan 1 visindum og sálfræði nútímans hefir breyst svo mikið, að nú ætti að fara að verða óhætt að telja kenningar dr. Helga Pjeturss viturlegar en ekki brjálsemislegar. Nú er eftir að sjá hvort yngri kyn- slóðin ber gæfu til að meta sinn spámann og vitring. Efasemdarmennirnir Fjöldi skráðra frásagna um fjarskynjanir og önnur skyld fyrirbæri er nú orðinn svo mik- ill og almenn reynsla af sliku það algeng að fásinna er að neita því að slikt geti gerst. Enda er ekki lengur reynt að neita heldur skilja. Fyrir rúmri öld siðan sagði þýski heim- spekingurinn Schopenhauer, að þegar menn efuðust um slikt (þ.e. fjarskynjun) þá stafaði það ekki af vantrú heldur hreinni og beinni vanþekkingu. Þó eru þeir til sem enn eru að burðast við að efast og rengja Það er eins og sumir haldi að endalausar efasemdir og rengingar séu einhverjar sér- stakar dyggðir og beri vott um mikla vitsmuni. Þetta minnir mann á þá furðulegu staðreynd, að fyrir fáeinum árum (og e.t.v. enn i dag) fyrir- fannst félagsskapur nokkur, sem ætlaðist til að vera tekinn alvarlega (hélt fundi og gaf út rit). Félagsskapur þessi bar nafnið „The International Flat Earth Society", „Alþjóðafélags- skapur Flatjörðunga Kjartan Norðdahl flugmaður. /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.