Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 24
Ráduneytísstjórinn í smala- mennsku fyrir ráðherrann „Opinberir starfsmenn geta rðdirt þart af bréfi ráðuneytis- stjórans að þarna er hann í smalamennsku fyrir yfirmann sinn, fjármálaráðherrann. En það er auðvitað skylda ráðherr- ans að spara fyrir ríkissjóð,“ sagði Kristján Thorlacius for- maður BSRB í gær. Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu birti opið bréf í nokkrum dag- blaðanna í gær. Þar hvetur hann opinbera starfsmenn, samstarfsfólk sitt, að fella ekki sáttatillögu sátta- nefndar í kjaradeilu ríkisins og BSRB. Segist hann ekki trúa því að ríkisstarfsmenn láti reka sig til réttar eins og reynt sé að gera nú. Ráðuneytisstjórinn tekur dæmi um launamann sem í maí fékk rúmlega 115.000 sam- samkvæmt athugun beggja deiluaðila hafi verið með 120.000 krónur á mánuði séu samkvæmt samningum með 158.000 eftir 1. september. Hjúkrunarfræðingar nái ekki þeim launum samkvæmt tillögu sáttanefndar. Heldur ekki kennarar í grunnskóla. Báðar þessar stéttir hafi haft 115.000 þúsund í mai síðastliðn- um. -ÓG. kvæmt ASÍ-samningum og einnig dæmi um mann sem fékk sömu laun samkvæmt samningum BSRB. Segir hann ASl-launin munu 1. desember næstkomandi hafa hækkað um 29%, en laun sam- kvæmt BSRB hafi þá hækkað um 51% og verði þá orðin rúmlega 25.000 krónum hærri. Kristján Thorlacius telur þennan samanburð villandi og bendir á að iðnaðarmenn, sem lþrótta„stælgæjar” og stór- sölu- menn íþróttaæskan klæðist sí- fellt fallegri búningum I keppni og utan. íþrótta„stælgæjar“ og þá væntanlega „pæjur“ verða sífellt meira áberandi. Þessir krakkar voru að máta úrvalið hjá honum Ingólfi handboltakappa Oskarssyni í gær. Þeir sýna okkur dálitið af því, sem hægt verður að hreppa í sölu- keppni Dagblaðsins næstu mánuðina. Þeir hörðustufáí verðlaun úttekt á íþróttavör- um hjá Ingólfi. Krakkarnir sem labba þarna upp Klapparstíginn heita annars Bergþóra Fjölnisdóttir, Haraldur Magnússon og Matthías Guðmundsson, öll sölukóngar og drottningar hjá DB — Mynd Bjarn- leifur. Eftiropið bréf ráðuneytisstjóra spyrja menn: HVAÐ HEFUR JÓN í LAUN? — minnst 362.950 krónur segir launadeild ráðu- neytis hans Starfsmönnum ríkis og bæja hefur mö'gum hverjum brugð- ið við grein Jóns Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins, sem birtist I blöðum í gær. Hafa margir hringt til blaðsins og viljað fá að vita hvað hann hefði sjálfur i kaup. Jðn er erlendis þessa dagana en hjá launadeild fjármála- ráðuneytisins fengust þær upp- lýsingar að ráðuneytisstjórar hefðu 268.835 þús. f laun á mán- uði og auk þess fasta yfirvinnu, 94.115. Alls gerir það 362.950 i bein laun á mánuði. Auk þessa er greitt fyrir Jón fastagjald af síma og hann hefur um 10 þúsund krónur í bílastyrk á mánuði. Taismemi launadeildafinhár vildu ekki gefa upp hvað Jóni hefði verið greitt í laun um síðustu mánaðamót, enda væri það trúnaðarmál, en sögðu hann ekki eiga sæti í neinum fastanefndum á vegum ríkisins. Hann hefði átt sæti í samninga- nefnd vegna launamála en látið af því starfi er hann fluttist til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði á vegum Alþjóðabank- ans. -IIP 10 MIIHOI'NBI^DII) KOSTUDAC.UK 30 SKPTKMHKB l»77 Opiðbréf til félaga í Bandalagi starfsmanna ríkisog bæja frá Jóni Sigurðs- syni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyti, um stöðu í samningamálum BSRB og væntanlega atkvæðagreiðslu um sáttatillögu sáttanefndar fjjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 1, OKT. 1977 Skjóni bítur nú gras heima í túni Hesturinn Skjóni, sem DB skýrði frá fyrir hálfum öðrum mánuði að týndur væri á hálend- inu, bítur nú gras I girðingu Hreins bónda á Halldórsstöðum i Saurbæjarhreppi. Skjóni, sem er fjögurra vetra, fannst ekki langt frá Laugafelli þegar leit hafði staðið yfir linnu- lítið i hálfan mánuð. Var Skjóni furðu hress eftir miklar göngur sínar um hálendið en orðinn nokkuð villtur. Gekk erfiðlega að festa hendur á hon- um, enda skepnan vafalaust ánægð í framandi heimi frelsis fjallanna upp af Eyjafirði. -OV Sendiráðið í Moskvu: Vitum ekkert um hleranir „Ég vil ekki renna neinurr stoðum undir fullyrðingar um hleranir hér í sendiráðinu," sagði Jón ögmundur Þormóðsson sendiráðsritari I íslenzka sendiráðinu I Moskvu í viðtali við DB. I Morgunblaðinu 1 gær er sagt „að talið sé nær fullvíst að i þess- um kvisti séu einhvers konar hlustunartæki.“ Að sögn Jóns ögmundar er. umræddur kvistur á bústað sendiherrans sem er sambyggður öðru stærra húsi. Sagði Jón það rétt vera að ekki væri innangengt í kvistinn úr íbúð sendiherrans og ekki væri útilokað að ganga mætti í hann úr sambyggða húsinu næst við hliðina. Jón ögmundur sendiráðsritari sagðist ekki vita til þess að neinar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að kanna hugsanlegt innihald kvistsins en tók fram að hann þekkti auðvitað ekki alla sögu sendiráðsins I Moskvu. -ÖG. Ríkið sjálft er harðast í yfirboðunum — segja forsvars- menn Reykjanes- samninganna Sveitarfélögin fimm sem gerðu hina svokölluðu Reykjanessamn- inga við starfsfólk sitt telja sig með þvl aðeins hafa verið að vinna samkvæmt nýsettum lög- um. Forráðamenn þeirra benda meðal annars á að áður hafi alltaf tíðkazt að rikið semdi fyrst en síðan hafi sveitarfélög gengið ð eftir og haft til þess einn mánuð. Einnig benda þeir á að ekki sé rétt að saka þá um að „yfirbjóða“ í ýmsum atriðum. Þar eigi ríkið sjálft ekki siður sök. Vaktaálag félaga f Bandalagi háskólaman*a sé til dæmis til muna hagstæðara en 1 samning- um BSRB. Samningar fjármála- ráðuneytisins við starfsmenn ríkisverksmiðjanna séu einnig gott dæmi um „yfirboð" rikis- valdsins sjálfs. -OG

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.