Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977. 13 iNAPRINS LIFIR ÁFRAM var Friðrik II. Danakonungur sem lét reisa ’ en allir sem áttu leið um Eyrarsund þurftu sem var siðasti sjálfstæði kon- ungur Jótlands. Margar út- gáfur eru til af þjððsögunni. Utgáfan sem Shakespeare virðist hafa notað er að finna 1 verkum Saxo Grammaticusar, sagnfræðingsins og ritara Absa- lons biskups i Lundi, sem jafn- an er talinn stofnandi Kaup- mannahafnar. Saga Danaveldis eftir Saxo kom út á latinu i kringum 1220. Samkvæmt frásögn Saxo á gröf Hamlets eða ,,Amled“, eins og hann hét á forndönsku, að vera á Jótlandsheiði skammt frá Randers. Nafnið er dregið Og hér er stytta af Ofelíu gerð af sama myndhöggvara. Styttan stendur skammt frá styttu Hamlets. af danska orðinu „amlóði" sem á fornjózku þýddi sá sem er vitskertur. Arið 1935 var reist- ur minnisvarði þar sem gröf Hamlets er talin vera. En andi Hamlets svifur yfir vötnunum i Krónborgarkastala. Hvað sem allar gamlar þjóð- sögur segja um að Hamlet hafi verið fæddur og uppalinn á Jótlandi verða Helsingjaeyri og Krónborgarkastali talin heimkynni Hamlets i hugum fólksins. Leikrit Shakespeares var fyrst sýnt i kastalanum árið 1816 til þess að minnast 200 ára dánarafmælis Shakespeares. Leikurinn var einnig sýndur á 300 ára dánarafmæli skáldsins árið 1916. A árunum frá 1937—1954 voru reglulegar sýningar á Hamlet i kastalanum, þó var gert hlé á þeim á stríðsárunum. Frægir leikarar eins og Lawrence Olivier, John Giel- gud og Michael Redgrave hafa leikið hlutverk Hamlets í kast- alanum. BBC hefur einnig gert sjónvarpskvikmynd um Ham- let, sem tekin var upp i Krón- borgarkastala. Helgisögnin um Hamlet lifir áfram á Helsingjaeyri og margt sem á hann minnir þar i borg. í garðinum við Marienlyst höll- ina, sem áður hét „enski garðurinn“, eru stórar mynda- styttur af Hamlet og Ófeliu sem myndhöggvarinn Rudolf Tegner gerði árið 1930. Þar er einnig að finna minningárstein um „gröf Hamlets" sem reistur var árið 1926. Hamlet verður áfram hluti af Helsingjaeyri og Krónborg, hvað sem líður helgisögninni um að hann sé raunverulega grafinn á Jótlandsheiðum. Þýtt og endursagt A.Bj. GALLABUXUR ✓ ) > Þaniiig ot gatur okki Sjónvorpsþktturinn hunnar llótu hnijur ófroin. •r ðrn Qriing oí ■ tolo vit monninn som gotur upplýsí mortmtlit miklo.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.