Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 3
DACBl-AÐlf). LAUCAKDAC.UK 1. OKT0BEK 1977. ' ^ Engar byltingarkenndar nýjungar í litsjónvarps- ^sC° tækni á næsta leiti Sl. mánudag birtist grein í Dagblaðinu undir fyrirsögninni „Þeir, sem kaupa sér litsjón- varpstæki, ana út í tóma vit- leysu“. Er þessi fyrirsögn byggð á ummælum ónafn- greinds „útvarpsvirkja“. Er í greininni haft eftir „út- varpsvirkja" þessum, að „þróunin i þessum málum sé svo ör, að eftir nokkur ár, 2-3 í mesta lagi, verði littækin, sem nú eru á markaði, orðin úrelt og önnur komin i þeirra stað“. Við fylgjumst gjörla með allri tækniframþróun í þess- um efnum. Andstætt því, sem fullyrt er í umræddri grein, viljum við upplýsa, að almenn þróun í litsjónvarpstækni er fremur hæg um þessar mundir. Á rafeindatækjasýningu, sem haldin var í Berlín um siðustu mánaðamót, Funk-Ausstellung 1977, en þetta er helzta sýningin í Evrópu fyrir hvers konar rafeindatæki, komu eng- ar markverðar nýjungar fram á sviði litsjónvarpstækja. Fullyrðingar „útvarpsvirkjans" um „öra þróun“ eru því staðlausir stafir. Það eru engar byltingarkenndar nýjungar á næsta leiti í litsjónvarpsmál- um. Stöðugt er unnið að endur- bótum þeirra tækja og þess tæknibúnaðar, sem i notkun er á hverjum tíma. Auðvitað gildir þetta einnig hér. T.a.m. vinna ýmsir aðilar að gerð nýs myndskermis fyrir sjónvörp, og er fyrirséð, að bygging, lögun og stærð hans kemur til með að breytast — eins og allt annað — einhvern tíma í framtíðinni. Sá myndlampi, sem nú er almennt í notkun, línumyndlampinn, sem í raun leysti upphaflegu litmyndlampagerðina, Delta- myndlampann, af hólmi fyrir Raddir lesenda aðeins 2-3 árum siðari, kemur þó örugglega tilmeð aðgilda og vera fastur í sessi um fjölmörg ókomin ár. Þetta fyrir þá, sem vilja hafa það, sem sannara reynist. Með vinsemd og virðingu, NESCO H.F. Óli Anton Bieltvedt. r r Væri nú ekki hægt að hafa þarna einhverja gæzlu, a.m.k. á nóttinni? Og eitt enn, þessir menn sem þarna voru að verki þurfa ekki að stela grænmeti frá börnum þó þeir séu svangir, það er hægt að hjálpa þeim á annan hátt. Að stela frá börnum er eitt það lúalegasta sem ég hef heyrt um. BARNA Móðir í Breiðholtinu hringdi: Það er eitt sem mig langar að kvarta svolítið yfir. Það er að einhver eða einhverjir óprúttnir náungar hafa látið sig hafa það að stela grænmeti úr skólagörðum barnanna hér í Breiðholtinu. Auðséð var víða að þeir höfðu haft góð áhöld við vinnu sína, því-að t.d. hvftkálið var snyrtilega skorið. Ég þekki nokkrar litlar stelpur sem lentu í því að nær öllu var stolið frá þeim. Þær urðu að vonum ákaf- lega sárar en gátu ekkert gert. Þessa mynd tók Hörður nú í haust þegar verið var að taka upp úr skólagörðum inni við Mikiubraut. Þaðan úr görðunum hafði einnig verið stoiið grænmeti. Félag veggfóðrarameistara: Víst eru tjón sem þessi leiðrétt Óiafur ölafsson, formaður Félags islenzkra veggfóðrara- meistara hafði samband við slð- una. Benti hann á að fólk sem lenti í vandræðum, eins og konan, seri sagði sögu sína af slælegri dúklagningu, gæti haft samband við félagið ef um væri að ræða meistara í greininni. Ef um svein I dúklagningu væri að ræða sækti fólkið til sveina- félagsins. Bað hann Dagblaðið að koma á sambandi við frúna I þessu tilviki en því miður fundum við ekki nafn hennar þegar til átti að taka. Ætti hún því að hafa samband við lesendadálkinn eða beint til skrifstofu Félags veggfóðrarameislara í Skip- holti 70. V ■■ Guðmundur Einarsson hringdi einnig og sagði að það sama hefði komið fyrir dætur sfnar og vinkonu þeirra. Þegar þær komu 1 garðinn um siðustu helgi, var þar hvorki tangur né tetur af grænmeti og engu líkara en fagmaður hefði tekið það upp svo snyrtilega var að öllu farið. Guðmundur sagði, og taka eflaust margir undir það, að hryggilegri sjón geti ekki en barn sem hefur orðið fyrir þvf að ávöxtum erfiðis þess hefur verið stolið. Heimilis reykskynjarínn frá LPálmason hf Skynjarjiifnt osynileyar sem synileyur loftteyundir sem myndast vid bruna ú hyrjunarstiyi. Erknúinn rufhlödu sem endist minnst i eittúi: Gefur merki þei’ur endurnýju Jxuf nifldööu. Auóveldur i uppsefninyu. Hér er um aö neóu ixlýrt ÖRYCiCilSTEKI sem enyin f jölskyldu hefur efni ú ud veru un! nhnappur Flautuþéttir 85 db. viðvörunarflauta f jóriunarhólf, úr ryðfriu stáli 9volt Alkaline rafhlaða III I I.Pálmason hf Dugguvogi 23 simi32466 Pétur Eyfjörð, atvinnuUus: Eg hef gaman af allri músfk. Sérlega finnst mér þó gaman að jassi og léttri tónlist. Og eins þykja mér ákaflega skemmtilegar óperur. Popp legg ég hins vegar alveg á hilluna. Spurning dagsins Hefurðu gaman af Betsy Agústsdóttir húsmóðir: Nei, það hef ég ekki. Mér finnst jass ekkert sérstakur á neinn hátt. Ragnar Guðmundsson verzlunar- naður: Já, já, ég hef mjög gaman af jassi. Beztur finnst mér gamli jassinn, t.d. frá New Orleans. Sigurður Konráðsson tsknifraeð- ingur: Nei. Eg hef miklu meira gaman af sigildri tónlist. Þar er Tsjaikovski mitt uppáhald. Asta Óskarsdóttir, nemi í Kennaraháskólanum: Það fer allt eftir þvi hvers konar jass það er. Ég hef nú ekkert vit á jassi en að sumu þykir mér gaman en öðru ekki. Þættirnir hans Jóns Múla eru oft mjög skemmtilegir en líka finnst mér stundum ekkert í þá varið. Jóhanna Gestsdóttir, viiinur á upptökuheimillnu i Kópavogl: Já. mér finnst jass skemmtilegur. Eg er auðvitað enginn sérfræðingur i honum og finnst yfirleitt allt gott sem ég heyri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.