Dagblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1977.
frfálst, úhád dagblað
Utgefandi DagblaöiA hf.
Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fréttastjóri: Jón , Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Johannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Asgrímur Palsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrífstofustjóri: ólafur Eyjolfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
HaUdórsson.
Ritstiorn Siöumula 12. Afareiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAafsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 kr
eintakiö.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Siöumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 19.
Getur kerfið vaknað?
Sveitarstjórnarmenn segjast
vera vaknaðir. Þeir ætli að byggja
upp iðnað hjá sér. En ríkisvaldið
sefur. Jafnvel sá takmarkaði iðn-
aður, sem til er nú, verður í tals-
verðri hættu.
Iðnrekendur færa skýr rök að
nauðsyn á framlengingu aðlögunartímans
vegna aðildar að fríverzlunarbandalaginu
EFTA. Varast verður að taka of trúanleg rama-
kvein hagsmunahópanna, en iðnrekendur hafa
rök máli sínu til stuðnings, sem ekki verður
hafnað. Þeir benda á, að þeir stríði við óheiðar-
lega samkeppni. Meðan íslendingar hamast við
að fella niður tolla á innfluttum iðnvarningi,
greiða ríkissjóðir flestra annarra EFTA-landa
iðnaðarvörurnar niður með styrkjum. Þetta er
brot á EFTA-samningnum, sem bandalagið
lætur óátalið, því að forystumenn þess eru
fulltrúar ríkisstjórnanna, sem brjóta af sér.
Hinar niðurgreiddu iðnaðarvörur eru svo
fluttar inn hér og þær keppa við innlendar
vörur. íslenzkir framleiðendur eru því hlunn-
farnir.
Iðnrekendur segja, að þetta stofni fyrirtækj-
um þeirra í voða. Enn einu sinni biðja þeir um
lengingu aðlögunartímans, þannig að frestað
verði þeim tollalækkunum á innfluttum
iðnaðarvörum, sem taka eiga gildi nú um ára-
mötin.
Ætla má, að valdhafarnir í EFTA gætu ekki
synjað beiðni um þetta, ef hún kæmi frá ís-
lenzkum stjórnvöldum með viðeigandi rök-
stuðningi.
Kröfur iðnrekenda um árabil eru í aðalat-
riðum einfaldar og sanngjarnar. Þeir krefjast
sömu starfsskilyrða og aðrir aðalatvinnuvegir
þjóðarinnar njóta, sömu starfsskilyrða og er-
lendir keppinautar þeirra njóta hver í sínu
landi og sömu skilyrða og útlendingar njóta á
íslandi, þar með talið orkuverð.
Iðnrekendur hafa lítið verið með í dansi
annarra hagsmunahópa, sem gjarnan líta ekki
á, hvað sanngjarnt er, heldur hvaða þrýstingi
þeir geta beitt.
Vonandi þýða yfirlýsingar sveitarstjórnar-
manna, að sá hluti kerfisins ætlar að söðla um.
Forystumenn Reykjavíkurborgar eru farnir að
skilja, að þeir verða að sækjast eftir að fá
fyrirtæki í borgina og hlúa að þeim. Sveitar-
félögin þurfa að keppa um fyrirtækin til að
halda uppi atvinnu og fá nægar tekjur. Ekki
nægir að barma sér. Sum sveitarfélög hafa
skilið þetta, til dæmis Kópavogur, raunar af
augljósri nauðsyn. Önnur hafa setið eftir,
einnig höfuðborgin, og því fór sem fór.
Á ráðstefnu sveitarfélaganna um iðnaðinn
nú í vikunni lögðu menn mesta áherzlu á
iðngarða sem framtíðarlausn. Tvímælalaust
verða sveitarfélögin aó byggja leiguíbúð-
ir undir iðiiiym tæki eða styrkja þau á annun
hátt til bygginga undir starfsemi sína. Þau
verða á ýmsan annan hátt að veita iðnaðinum
fríðindi, eigi úr þessu að verða annað og meira
en skraf við hátíðleg tækifæri. Sveitarfélögin
geta haft forgöngu og knúið fram stefnubreyt-
ingu hjá ríkisvaldinu.
FJARSKYNJUN
—þegar verzlunum var lokað á föstudögum
var bara meira verzlað á veitingastöðunum
Drykkjuskapur hefur verið
mikið vandamál á Grænlandi í
mörg ár. Svo var komið að yfir-
völd tóku til sinna ráða til að
reyna að stemma stigu við
þessu. Það varð úr að bannað
var að selja áfengi 1 verzlunum
á föstudögum. Það er sama
hvaða ráðstafanir eru gerðar,
drykkjuskapurinn minnkar
ekki. í stað þess að kaupa
áfengi eða bjór í búðunum fara
Grænlendingar nú á veitinga-
húsin og kaupa sér jafnmikið
áfengi en það er mörgum sinn-
um dýrara. Það má því segja að
þær ráðstafanir sem stjórnin
hefur gripið til hafi algjörlega
mistekizt. Áfengisneyzlan er
jafnmikil eftir sem áður.
Jafnmikið áfengi ffyrir
miklu hœrri upphœð
Þrátt fyrir þær ráðstafanir
sem gerðar voru dró ekkert úr
áfengisneyzlunni. Menn fóru
bara I veitingahúsin í stað þess
að kaupa áfengið fyrir helmingi
lægra verð í verzlunum. Að
visu voru seldar um eitt
hundrað þúsund færri bjór-
dósir en salan jókst um sama
magn á veitingastöðunum.
Neyzlan var sú sama en hún
kostaði Grænlendinga bara
miklu fleiri krónur. Veitinga-
húsin græða á tá og fingri og
eru að vonum ánægð með þessa
breytingu. Talið er að það magn
sem drukkið var í Godtháb hafi
kostað neytendur um hálfri
milljón danskra króna meira en
áður en verzlunum var lokað.
Þegar lokunartíma verzlana
var breytt voru einnig settar
reglur um opnunar- og lokunar-
tíma veitingastaðanna. Fyrir
breytinguna mátti selja áfengi
á börum frá klukkan tólf á
hádegi og til tvö. Þetta hefur
nú verið afnumið. Það hefur
aldrei mátt selja áfengi á
Iaugardögum og svo er einnig
nú. En þá var verzlað geysi-
mikið á föstudögum en nú
hefur það verið stöðvað. Vín-
búðir mega ekki vera opnar á
föstudögum eftir að breyting-
arnar gengu i gildi.
Lausnin á áfengisvanda-
málinu er ekki auðfundin
Reynslan sýnir að það þýðir
ekkert að gripa til víðtækra ráð-
Umbúðunum utan af bjórnum er keyrt á haugana og þar liggja þær í
tonnatali.
Hin nýja heimsskoðun:
Grænland:
Áfengisbann
leysir engin
vandamál
Allur þorri íslendinga hefir
ávallt haft gaman af að hugsa,
- vita og tala um svonefnd
„dulræn fyrirbæri", ekki sízt
skyggni en einnig fjar-
skynjanir, „sálfarir“,
huglækningar o.fl. Það ætti því
að vera íslendingum sérstakt
fagnaðarefni að nú hafa hin
öflugu vísindi nútímans fært
svo út rannsóknarsvið sitt að
einnig tekur til þessara hluta.
Þegar vitringurinn Helgi
Pjeturss var að rita um þessi
mál fyrir 60 árum síðan var
ástandið þannig að allt tal um
fjarhrif, lífgeislan og því um
líkt, þótti rugl eitt og markleysa
og allsendis ósamboðið vísinda-
mönnum að koma nálægt slíku.
Nú horfir allt öðruvísi við. Arið
1969 var Alþjóðsambandi fyrir-
burðafræðinga (para-
sálfræðinga) formlega veitt
innganga í Samband banda-
rískra vísindafélaga (American
Association for the Advance-
ment of Science). Vísindamenn
viðurkenna nú að fjarhrif séu
staðreynd og að rannsóknir á
þeim séu alls ekki óvísinda-
legar. Eru nú rannsóknir á fjar-
hrifum og hvers konar „yfir-
skilvitlegum" fyrirbærum
stundaðar af kappi við háskóla
víða um lönd en þó líklega mest
í Bandaríkjunum og Rússlandi.
Hin nýja heimsskoðun
Ég hef leyft mér að nota sem
yfirfyrirsögn að þessum greina-
stúfum mínum orðin „hin nýja
heimsskoðun" og ætla ég rétt
aðeins _.gð útskýra það nánar.
Eins og allir vita þá er ekkert
nýtt við það að menn brjóti
heilann um „dulræn fyrirbæri“
eða eigum við að segja ,,æðra“
eðli hins lífræna. Það er heldur
ekkert nýtt við það að rannsaka
stjörnurnar eða það að reyna að
skilja eðli alheimsins, þvert á
móti mun þetta hvortveggja
vera það hugðarefni sem fylgt
hefir mannkyninu frá örófi
alda. En það sem er nýtt, það
sem aldrei fyrr hefir gerzt, svo
að nokkurt gagn, nokkurt vit
hafi verið í, er að þetta tvennt
væri tengt saman. Þ6 að ein-
staka hugsuðirhafi látið sér til
hugar koma að I fjarlægum
sólhverfum himingeimsins
kynnu að fyrirfinnast vits-
munaverur I likingu við
mennina og þó að örfáir menn
hafi einnig látið sér til hugar
koma að unnt væri að ná vit-
sambandi við slíkar verur, er
það ekki fyrr en nú fyrst fyrir
fáeinum árum, að vísindin
almennt hafa snúið sér að
þessu stórkostlega verkefni í
blákaldri alvöru. Og' einmitt
samtímis þessari nýju stefnu i
stjörnufræði hafa fræði- og
vísindamenn aldrei sýnt meiri
áhuga en nú á þeim málum,
sem nefnd hafa verið „dulræn
fyrirbæri", dulvísindi, æðra
eðli mannsins eða hvað menn
vilja kalla það.
Brautryðjandi á þessu sviði
var íslendingurinn Helgi
Pjeturss sem minnir á hina
miklu heimspekinga Forn-