Dagblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977. Vill fá Kanasjónvarpið aftur Telur að endursýningar íslenzka sjónvarpsins eigi ekki rétt á sér Grandvar skrifar: Því verður varla mðtmælt með neinum rökum að rikis- sjónvarpið, eins og það kemur almenningi fyrir sjónir, er ein- hver sá aumasti fjölmiðill sem við höfum á að skipa. Eftir að Keflavíkur-sjónvarpið, sem var i rauninni sannkölluð dægra- stytting fyrir þá sem mikið eru heima og þá sem þurfa að dvelja langdvölum a sjúkrahús- um, var bannað með tilskipun alþingismanna hefur efni sjón- varpsins íslenzka hrakað svo að meginhluti sjónvarpsnotenda hefur lítið annað en greiðslu- byrðina upp úr krafsinu. Margar af þeim myndum og myndaflokkum sem eru endur- sýndir í sjónvarpinu, teljast til ,,menningar“þatta og fylgja skýringar með endursýningun- um. Mér finnst það kasta tólf- unum þegar sjónvarpið tekur til að endursýna þætti í trausti þess að fólk hafi gleymt þeim, svo að óhætt sé að endursýna þá. Þannig er t.d. með þáttinn Melissu sem sýndur var fyrir skömmu. Hann var sýndur hér a fyrstu árum sjónvarpsins. Þess var hvergi getið í kynn- ingu eða yfirliti I blöðunum um sjónvarpsefni. Þessi mynd var svo sem kannski ekki verri en hvað annað sem sýnt er en þess ber að geta þegar slíkir þættir hafa verið sýndir áður, jafnvel þótt þeir hafi áður verið með öðrum leikurum eða annað kvikmyndafélag hafi gert þatt- inn. Segja má að ríkisútvarpið beri höfuð og herðar yfir sjón- varpið sem sendir ekki út nema örfáar klukkustundir á dag. Fólk á þéttbýlasta svæði lands- ins mun seint gleyma Kefla- víkursjónvarpinu og heldur ekki þeim mönnum sem stóðu að lokun þess. Þættirnir, sem sýndir voru í Keflavíkursjónvarpinu, t.d. barnatfmarnir á laugardags- morgnum, voru hrein listaverk að gerð. Slíkt sést hvergi nema í Bandaríkjunum. Það hefur af minna tilefni verið hrundið af stað áskorun- um til Alþingis um undir- skriftasöfnun til þess að gang- ast fyrir því að Keflavíkursjón- varpið verði opnað á nýjan leik. Islenzkt sjónvarp væri senni- lega ekki komið ef Keflavíkur- Melissa var áður í sjónvarpinu Éjörn Baldursson hjá sjón- varpinu veitti okkur góðfúslega þær upplýsingar að sakamála- myndin Melissa hefði áður verið sýnd í sjónvarpinu. Það var árið 1968, 8. október. Mynd- in var þá sýnd í sex 25 mínútna þáttum. Það var Tony Britton sjónvarpsins hefði ekki notið við. Því hefur ekki verið haldið á lofti að varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli gáfu öllum sjúkrahúsum f Reykjavfk og þéttbýlissvæðinu þar f kring sjónvarpstæki til þess að sjúkl- ingar og þeir sem dveljast þar langdvölum gætu notið Kefla- víkursjónvarpsins. En það þarf að gera meira en að opna Keflavfkursjónvarpið aftur f fyrri mynd. Semja þarf við varnarliðið að það leyfi sem lék hlutverk Guy Foster. Hætt er við að það verði ein- hverjum erfiðleikum bundið fyrir Islendinga að horfa á Kanasjónvarp frá Keflavfk. Nú hafa verndararnir komið sfnum sjónvarpssendingum niður f jörðina til þess að engir geislar þess sleppi til heimamanna. A sfnum tíma var Kanasjónvarpið talið gjörspillandi fyrir lands- sendinga* þess um allt land i gegnum fslenzka sjónvarps- kerfið, þannig að hægt yrði að skipta um rásir, eða á þann hátt að hægt væri að horfa á það þegar fslenzka sjónvarpið sendir ekki út, öll kvöld eftir kl. 23.00, fimmtudagskvöld og fyrri hluta laugardaga og sunnudaga. Ef þetta yrði framkvæmt greiddu landsmenn glaðir þá upphæð sem þeim er gert og jafnvel hærri fyrir afnot sfn af sjónvarpinu. menn og fyrst og fremst þess vegna sem samþykkt var af ráðamönnum að loka þvf. I sambandi við endursýn- ingar á efni í fslenzka sjónvarp- inu má benda Grandvari á að í Kanasjónvarpinu voru allar bíómyndir sýndar tvisvar sinn- um: bæði i kvölddagskránni og sfðan aftur einhverntfma sfð- degis. Raddir lesenda V Fleiri ættu að taka sér Hornfirðinga til fyrir- myndar og gera meira fyrir sjómenn Þrír sjómenn, sem hafa nafn- númerin 9420-8432, 5973-3028 og 1840-7663 á Breiðdalsvík, skrlfa: „Okkur langar til þess að vekja athygli á þvf að sjómenn eru lfka vinnandi stétt. Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur hjá stjórnendum fé- lagsheimila og annarra slfkra stuinuna að cf sjómenn ætla á ball eða f bfó geti þeir bara tekið sér frf. Það er auðvitað ekki hægt nema um helgar. Það er engu likara en að blessaðir mennirn- ir vilji losna við þennan ,,lýð“ (að þeirra mati). Það er þó til undantekning frá þessu á Hornafirði. Ættu fleiri að feta í fótspor Hornfirð- inga og gera meira fyrir sjó- menn.“ Stundum er svo sem allt í lagi að tylla sér á búðartröppur. En stundum eru þær bæði óhreinar og blautar, fyrir nú utan hvað það getur verið erfitt að standa upp af þeim. Miklu bctra er að hafa bekki til þess að tylla sér á og hviia sig stundarkorn. DB-mynd Arni Páll. NÆR AÐ FJÖLGA BEKKJUM EN AÐ FÆKKA ÞEIM Ein, sem er oft lúin í fótunum, hringdi: „Mér finnst alveg fyrir neðan allar hellur að það skuli vera búið að fjarlægja nokkra af þeim bekkjum þar sem hægt hefur verið að hvila lúin bein sín á ferðalagi um bæinn. A ég þar við bekki sem voru á strætisvagnastöðvunum við Kjarvalsstaði, á Rauðarárstlgn- um og við verzlun Silla og Valda á Laugaveginum. Maður þarf oft að bfða eftir strætó á þessum stöðum, auk þess sem gott getur verið að hvfla sig ef maðurer á ferð fótgangandi. Mér hefði fundizt réttara að fjölga heldur bekkjum á al- mannafæri f stað þess að fækka þeim. Það er sifellt verið að hvetja fólk til þess að vera úti undir beru lofti. Það getur ver- ið að fleiri færu eftir því ef hægt væri að setjast niður og hvíla sig.“ Spurning dagsins Ertu í verkfalli — kom verkfallið á einhvern hfttt nlður á þér f morgun? (Spurt á fyrsta degi verkfalls- ins.) Sturla Sigurjónsson, nemandl f 5. bekk Menntaskóians i Reykjavfk, 18 ára: Nei, ég er ekki f verkfalli. En það kom niður á mér persónu- lega f morgun vegna þess að kennsla féll niður í skólanum. Ég kom labbandi f skólann þvf ég vissi ekki um að engin kennsla yrði. - Kari Jeppesen, kennari i Æfinga- skóla Kennaraháskólans, 33 ára: Já, ég er f verkfalli. Ég er mjög ánægður með samstöðuna sem borgarstarfsmenn sýndu rfkis- starfsmönnum að þeir skyldu ekki samþykkja tilboðið sem þeir fengu. Annars hefðu þeir klofið samstöðuna með rlkisstarfsmönn- um. Ætli verkfallið standi nema f eina 3 eða 4 daga. já Hörður Öskarsson, sendili i menntamálaráðuneytinu og nem- andi f Vfghóiaskóla, 15 ára: Já, ég er f verkfalli. En ég fæ jafnframt fri f skólanum vegna verkfallsins. Vonandi verður verkfallið ekki lengi, það er vont að geta ekki unnið. Bryndfs Öskarsdóttir, nemandi i Vfghólaskóia, 13 ára: Það er gam- an að fá frf f skólanum vegna verkfallsins. Vonandi stendur verkfallið sem lengst! Ingvi Hjörieifsson, yfirijósa- meistari hjá Sjónvarpinu, rúm- lega 50 ára: Jú, auðvitað er ég f verkfalli. Hvað annað? Það er erf- itt að segja um hve lengi það mun standa. Það fer eftir þvf hve Matt- hias fjármálaráðherra er slyngur að semja. Hann ber ábyrgðina á verkfallinu ásamt öðrum ráðherr- um rfkisstiórnarinnar. lyfjatækni, 20 ára: Nei, ég er ekki í verkfalli. Verkfallið kom niður á mér þannig í morgun að ég varð að labba f skólann. Það tók svona um það bil klukkutíma. Skólinn starfar þvf það er enginn húsvörð- ur og skólastjórinn kennir okkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.