Dagblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 10
1Q
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977.
MMBIABW
trjálst, nháð dagblað
Útgefandi Dagblaöift hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Frettastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Johannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aftstoftarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrimur Pálsson.
Blaftamenn: Anna Bjamason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurftsson, Dóra Stefánsdóttir. Gissur
Sigurftsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson. Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lái.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson. Hörftur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóftsson.
Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstiorn SíAumúla 12.. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir. auqlvsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAalsími blaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuAi innanlands. i lausasölu 80 k
eintakiA.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerA: Hilmirhf. SiAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Uggvænlegt frumvarp
Uggvænlegt er fjárlagafrum-
varpið, sem ríkisstjórnin lagði
fyrir alþingi í fyrradag. Samnefn-
ari ótíðindanna er hækkun þess
frá því í fyrra, sem nemur tæpum
49%. Verðbólgan á greinilega að
hafa sinn hraða gang hér eftir
sem hingað til.
Eins og venjulega er reynt að ljúga að fólki í
greinargerð frumvarpsins. Þar er því haldið
fram, að hækkunin milli ára sé ekki nema 27%.
Sú tala fæst með því að miða við fjárlögin eins
og þau voru endanlega afgreidd í fyrra.
Fjármál hvers árs mótast í þremur þrepum
hjá ríkinu. Fyrst kemur frumvarpið, síðan fjár-
lögin og loks ríkisreikriingurinn. Hvert þessara
þriggja plagga hefur sitt talnakerfi, enda samin
á ýmsum tímum, aðskilin misjafnlega langri
verðbólguþróun.
Ógerlegt er að bera fjárlagafrumvarp ársins
1978 saman við fjárlög eða ríkisreikning ársins
1977. Tölurnar eru einfaldlega ekki sömu ætt-
ar. Hið eina sanngjarna er að bera frumvarp
ársins 1978 saman við frumvarp ársins 1977.
Þar með fæst samanburður á fyrirætlunum
ríkisstjórnarinnar í október á þessu ári og í
október í fyrra.
Úr slíkum samanburði kemur sú óhugnan-
lega niðurstaða, að í október í fyrra hugðist
ríkisstjórnin láta ríkið nota rúmlega 83 millj-
arða króna á árinu 1977, en nú hyggst hún
samkvæmt frumvarpinu nota rúmlega 123
milljarða króna á árinu 1978. Þetta jafngildir
49% hækkun, en ekki 27%.
Ekki andar hlýju í garð almennings í frum-
varpinu. Þar stendur: „...með því að beita skött-
um á árinu 1978 þannig, að vexti einkaneyzlu
verði í hóf stillt.“ Á mæltu máli þýðir þetta, að
hækka eigi skatta á fólki, svo að það beri minna
úr býtuni en ella.
Ein slík hækkun er þegar komin inn í frum-
varpið. Það er 15 króna hækkun bensíngjalds
og hliðstæð hækkun þungaskatts. Hækkunin er
afsökuð með auknum vegaframkvæmdum, þótt
tekjur ríkisins af umferðinni séu miklu meiri
en útgjöld vegna vega og annarra umferðar-
mála.
Sem betur fer eiga umsvif ríkisins ekki að
aukast, þrátt fyrir 49% hækkun frumvarpsins
milli ára. Sjálfur reksturinn á að hækka um
hálft annað prósent eða sem svarar íbúafjölg-
uninni. Og opinberar framkvæmdir eiga að
dragast saman um 5%.
Þetta væri gott og blessað, ef ríkisstjórnin
hefði ekki áður gert sig seka um að magna
rekstur og framkvæmdir ríkisins. Á undanförn-
um árum hefur ríkisgeirinn og útþensla hans
verið öflugasta vél verðbólgunnar. Þær syndir
hefði nú mátt fyrirgefa, ef hlutdeild ríkisins í
þjóðarbúinu hefði í frumvarpinu verið færð
niður í það, sem hún var á síðasta ári vinstri
stjórnarinnar.
Þá hefðum við getað sagt, að helmingaskipta-
stjórnin væri ekki verri en vinstri stjórnin. En
nýja fjárlagafrumvarpið gefur því miður ekki
tilefni til svo vinsamlegra ummæla.
Kjarni málsins er sá, að ríkisstjórnin spáir
49% verðbólgu milli áranna 1977 og 1978 og
ætlar að láta' ríkið taka af fullum krafti þátt í
verðbólgukapphlaupinu.
Unnendur svarts hass frS
Líbanon mega eiga von á
mikilli veröhækkun á vörunni S
næstunni. Þ6 hassneyzla sé
ólögleg og mörg riki heims —
þar a meðan Island — leggi í
mikinn kostnað til að koma í
veg fyrir neyzlu hass er öllum
sem vilja vita ljóst hvaðan
hassið kemur. Einnig má öllum
vera ljóst að þetta efni flæðir
tiltölulega frjálst um alla Vest-
ur-Evrópu og víðar.
I ljósi þess er fróðlegt að iesa
eftirfarandi upplýsingar sem
byggðar eru á viðtali við með-
lim fjölskyldu sem hefur fram-
færi sitt af verzlun með hass.
Hún býr í Líbanon, sem til
skamms tíma var talið það ríki
sem fremst stóð menningarlega
af löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs að Israel undan-
skildu.
Síðan hefur geisað þar
blóðugt borgarastríð og af-
leiðingar þess eru mikil
verðhækkun á hassi.
Fyrsta uppskeran eftir að
skærur borgarastríðsins rén-
uðu er nú að koma á markað. Er
hún sögð bæði mikil að magni
og gæðum.
Blómatími borgara-
stríðsins er liðinn
Ali, sá sem rætt er við um
hassmarkaðinn, telur verð-
hækkunina hafa verið óhjá-
kvæmilega. Ali ætti að vera fær
um að dæma um nauðsynina,
því fjölskylda hans ræður yfir
um það bil helmingi
markaðarins í Líbanon.
Hass frá Lfbanon er' talið
mjög gott og er því yfirleitt f
háu verði.
En Ali heldur áfram: „I hass-
viðskiptum er það eins og í
öðrum viðskiptum. Við verðum
að greiða meira en áðuf fyrir
ræktunina og flutninga. Stærsti
liðurinn er mútur svo við
getum flutt hassið úr landi.
Þess vegna þurfti verðið lfka að
hækka.
A meðan á borgarastrfðinu
stóð notuðum við tækifærið og
jukum framleiðsluna mikið.
Stjórnvöld höfðu um nóg annað
að hugsa en hassútflutning.
Þannig er líklega svo komið að
hass sé verðmætasta út-
flutningsvara landsins."
Embœttismenn taka
10 milljónir fyrir
hver 6 tonn útflutt
„En frelsið stóð ekki til
Af hassviöskiptum
i Líbanon þar sem
mútur eru hæsti
kostnaðarliðurinn
eilífðar," segir Ali mæðulega.
Nú eru lögreglumenn og aðrir
embættismenn mættir til
leiksins og þeir krefjast síns
hluta fyrir að láta útflutning-
inn afskiptalausan.
Fyrir hver sex tonn af hassi
sem fUitt eru út vilja embættis-
mennirnir fa 50.000 dollara,
sem eru jafnvirði 10 milljóna
íslenzkra króna og liðlega það.
Heiztu framleiðslutegundirn-
ar eru rauður Líbanon, sem er
úrvalið, einnig má nefna svart-
an Líbanon og hassolíu, sem er
um það bil 10 sinnum sterkari
en venjulegt hass í sama þunga.
Að sögn Ali er uppskeran í ár
mjög góð. „Allah sendi okkur
svalan vind ofan af fjöllunum.
Hann er eins góður og frjósam-
ur jarðvegur. Þegar vindinn
lægir minnka gæði hassplönt-
unnar.
Uppskeran á hassökrum
Líbanon verður að sögn Ali um
það bil 1200 tonn.
Holland var áður góður
viðskiptaaðili en nú hafa þeir
snúið sér meir og meir til
Egyptalands og kaupa nú
nálægt þriðjungi af uppskeru
þeirra.
Hertar aðgerðir gegn inn-
flutningi til Bretlands hafa
1 borgarastríðinu voru Líbanonmenn uppteknir við að skjóta á
hver annan, eyðileggja borgir og byggingar og fleira sem tilheyrir
styrjöldum. Þá ’voru blómatímar á hassmörkuðum. Nú eru
embættismennirnir komnir aftur til starfa og þár með bætist nýr
kostnaður við þegar hassinu er komið til neytenda í Evrópu, mútur
til embættismanna.
ÞAR STENDUR
HNÍFURINN f KÚNNI
Það er ýmislegt sem bendir
"~-ti! þess að í næstu kosningum
muni göngur og réttir stjórn-
málaflokkanna ekki ganga fyrir
sig á hefðbundinn hátt.
Fólk spáir nú meira i hlutina
en áður og þessar vangaveltur
stafa af því að mörgum er að
verða það ljóst að nú eru efna-
hagsmál komin á það stig að
enga hliðstæðu er að finna á
lýðveldistímabilinu.
En þó að aimenningur sé að
vakna þá ber ekki á þvf að
stjórnmálaflokkarnir hafi
þungar áhyggjur. Þeir sem
leggja línurnar í dagblöðunum
virðast ekki skynja neitt. Þeir
dvelja ennþa inni I sínum litla
flokksheimi þar sem stöðugt
verður meira rökkur.
Nú verður reynt að renna
stoðum undir þessa fullyrðingu
og reifa þá kosti sem völ er á.
Þar sem hið svokallaða
lýðræðisfyrirkomulag ríkir
safnast vissir hópar manna
saman í stjórnmálaflokka.
Þessir flokkar reyna síðan að
koma sér saman um stjórnun
eftir leikreglum lýðræðisins.
Þó að ýmsar undantekningar
séu á því gerist þetta oftast
þannig að stjórnmálaflokkur
verður til vegna þess að fólk
með svipuð sjónarmið binzt
V -
samtökum um að vinna að
framgangi þeirra mála sem það
telur samræmast hagsmunum
sfnum. Þannig verða til verka-
lýðsflokkar og flokkar hlynntir
atvinnurekendum o.s.frv.
Ef þessum hlutum væri ekki
þannig varið væri ekki þörf á
stjórnmálaflokkum eða þá ekki
nema einum flokki en það
fyrirkomulag hefur verið reynt
i mannkynssögunni með mis-
jöfnum árangri.
Á tslandi eru nú starfandi
fjórir lifandi stjórnmálaflokkar
sem 1 upphafi voru allir stöfn-
settir til þess að vinna að fram-
gangi vissra þátta í þjóð-
félaginu og til þess að vernda
hagsmuni sérstakra stétta.
Ekki er það tilgangur þessara
orða að rekja sögu þessara
flokka heldur að drepa aðeins á
núverandi ástand þeirra.
Þróunin sem allir hlutir eru
háðir verður þess valdandi að
öll hugtök verða afstæð. Sann-
leikur í gær getur orðið lygi
i dag.
Framsóknarflokkurinn er
sérstakt dæmi um þetta.
Framsóknarflokkurinn í nú-
verandi mynd brýtur raunar i
bága við það sem á undan er
sagt um forsendur stjórnmála-
flokka. Til þess að mæta breytt-
um þjóðfélagsháttum hefur
þessi stjórnmálaflokkur tekið
upp þá stefnu að þjóna ólíkleg-
ustu sjónarmiðum. Innan hans
eru öfl sem spanna allt
pólitíska litrófið.
Hugmyndafræði Framsókn-
arflokksins er afar einföld. Við
erum í miðjunni. Við erum
reiðubúnir að vinna þetta kjör-
tímabilið með þessum og næsta
kjörtímabil með hinum.
Málefni skipta okkur litlu máli.
Þegar Framsóknarflokkur-
inn er í hægra samstarfi verður
hann helmingi íhaldssamari en
sá flokkur sem þjónar atvinnu-
rekendum. Þegar hann er í
vinstra samstarfi er hann reiðu-
búinn til að styðja ýmis góð
verk ef það kemur ekki inn á
fyrirtæki sem tengd eru flokkn-
um. Dæmi um þetta er fyrrver-
andi og núverandi stjórnarsam-
starf Framsóknarflokksins. I
vinstristjórninni var flokkurinn
reiðubúinn að gangast inn á
ýmsar umbætur f félagslegum
efnum.Sömu mennirnir semtóke
þátt i endurbótum a kjörum
lítilmagnans í vinstri stjórn
ganga nú frani f að afnema þau.
Dæmið um afstöðu flokksins
f utanrlkismálum er kómfsk
tragidfa.