Dagblaðið - 15.11.1977, Síða 14

Dagblaðið - 15.11.1977, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977. A meðan páskahelgin siðasta leið í rólegheitum fyrir flesta átti Hannelore Burghardt í miklu sálarstríði við að flýja yfir landamærin frá Austur- Þýzkalandi til vesturs. Hún og tvö börn hennar voru falin í farangursgeymslu bifreiðar sem ók yfir landamærin sem er vandlega gætt af vopnuðum vörðum. Hér fer á eftir saga Hannelore sem hún trúði blöðum nýlega fyrir: Þar sem við lágum í skottinu á bílnum í kuldanum og þrengslunum rúmaðist aðeins ein hugsun í kollinum á mér: „Við megum ekki hreyfa okkur, við megum ekki hreyfa okkur" en hjartað barðist svo í brjóst- inu á mér að ég hélt ég væri að kafna. Við vissum að þetta var hættulegt. Ef við næðumst við þetla yrðum við sett í margra ára fangelsi þ.e. ég og vinur minn frá Vestur-Þýzkalandi, Peter Yussuf. En það sem verra væri, börnin yrði tekin af mér og komið i fóstur. En við ákváðum að flýja til Vestur-Þýzkalands. Það var áhætta sem við tókum, en við töldum hana þess virði. Þetta var á páskadag og Peter hafði ekið yfir landa- mærin til þess að eyða helginni fyrir austan. Við höfðum fyrir löngu ákveðið að gifta okkur og lifa saman í Vestur-Þýzkalandi. Fimm sinnum hafði ég sótt um leyfi til þess að flytjast yfir landamærin en jafnoft hafði ■mér verið neitað um það. Við vissum bæði að þýðingarlaust væri að sækja um hjúskapar- leyfi því okkur yrði neitað um það líka. Um nóttina eftir páskadag vakti ég því sofandi börnin og við fórum öll út í bílinn. Um 30 mílur frá landamærastöðinni fórum við út af veginum og ég og börnin fórum aftur í skott- ið og lögðumst þar fyrir, eða hnipruðum okkur saman er víst réttara að orða það. Kathy var Hannelore Burghardt með Kathy og Jens litla í farangursgeymslu bílsins sem þau flúðu í. þá níu ára og Jens litli 6 ára. Peter hafði sagt mér að hann ætlaði að nota útvarpið sem merki. Hann ætlaði að hafa það í gangi þar til við vorum rétt komin að landamærunum. Þá ætlaði hann að slökkva og þá urðurn við að vera algjörlega hljóð og grafkyrr. Hann ætlaði svo að kveikja aftur þegar við værum komin yfir landamærin. Það fór mjög illa um okkur í 'skottinu. Ferðin til landamær- anna tók 25 mínútur. Annar fótur minn var upp við bensín- brúsa sem var mjög kaldur. En ég hefói þess vegna viljað vera þarna miklu lengur bara fyrir það eitt að komast yfir. Allt í einu þagnaði útvarpið. Eg heyrði verðina ganga um og tala. Þeir sþurðu Peter ein- hverra spurninga en ég heyrði ekki svör hans. Einn varðanna heyrði ég blístra rétt við eyrað á mér. Seinna sagði Peter mér að hann hefði staðið með hönd- ina á skottlokinu á meðan, aðeins nokkrar tommur frá okkur. Eg var dauðhrædd um að börnin gerðu einhvern hávaða. Eitt sinn opnaði Jens litli munninn eins og til að segja eitthvað en Kathy var snögg að setja hönd sína yfir munn hans. Hjartað barðist um í brjósti mér og ég svitnaði heil ósköp. En ég var ákveðin í að flýja skyldum við hversu erfitt sem það væri. Mér fannst við stoppa þarna heila eilifð. Við lágum þarna algerlega hreyfingarlaus. Við vissum að landamæraverð- irnir voru ekki vanir að opna farangursgeymslur á bílum sem rétt skutust yfir landa- mærin, en við gátum aldrei verið viss. Vél bílsins fór í gang seint og um síðir. Og þegar honum var ekið í burt fór útvarpið aftur af stað. Á þessari stundu vissi ég að við vorum frjáls. Þvilíkur léttir. Strax og við vorum komin yfir landamærastöðina vestan megin ókum við að veitingastað og bíllinn stanzaði. Við fórum upp úr skottinu og vorum svo glöð að við kunnum okkur ekki læti. Þetta er sú ánægjulegasta stund sem ég hef lifað. DS-þýddi. Fimleikamaðurinn Elvard Johansson átti leið um Tui- leries garðinn í París þegar hann rak augun í þessa styttu sem virtist bjóðast til að rétta honum hjálparhönd við að standa á höndum. Og hann ákvað að þiggja boðna aðstoð og lófar steinmannsins og fim- leikamannsins mættust svo óaðfinnanlegt var. DS-þýddi. Flótti frá Austur-Þýzka- landi í skotti bis Framleiðum eftirtaldar gerðir: Hringstiga, teppa- stiga, tréþrep, rifla- jórn, útistigc úr úli og pallstiga. Margar gerðir af inni- og útihand- riðum. VÉLSM1ÐJAN JÁRNVERK ARMtlLA 32 — StMI 8- 46-06. Kynniðyðurokkarhagstæða verð Skemmtilegar krossgátur Nýjar krossgátur °g nr. 11 komnarút. brandarar N\JAR KROSS um NR. Fæst íöllum helztu söluturnum og kvöldsölustödum íReykjavik ogútumlandiö. Einnig iöllum meiriháttar btíkaverzlunum uríi landiö allt SAKAMÁLA- SÖGUR Ógn næturinnar Týnda konan Ástkona satans Féll á sjálfs síns bragði Síðasta verk lögreglustjórans Gleðikonan fagra FÁST í BÓKA- OG BLAÐSÖLUSTÖÐUM SIIIBU SKIŒM Islenzkt Hu0 oti Handierk STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Sml8a*tofa,Trönuhrauni 5. Sfmi: 51745. Vérzlunin ÆSA augiýsir: Setjum gulleyrnalokka i eyru með nýrri tækni. Notum dauðhreinsaðar guilkúlu Vinsamlega pantið í sima 23622. Munið að úrvalið af tfzkuskart gripunum er i vLSU. I622. ZÁ f Austurlenzk undraveröld opin á í Grettisgötu 64 j SIMI 11625 Skrifstofu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifstofu ikrif- borð i þrem stæróum. Á.GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiðja. Auðbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144 MOTOROLA Allernalorar i híla og liála, 6712/24/32 volla. I’lalínulausar Iransislorkveikjur i flesla bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. \npiila 32. Sími 37700. Þungavinnuvélar Vllar gerðir og stierðir vinnuvéla og vörubíla á söluskrá. Ulvegum úrvals vinnuvélar og bila erlendis frá. llarkaðslorgið. Einliolli 8. simi 28500 og 74575 kvöldsimi. % —

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.