Dagblaðið - 15.11.1977, Side 24
Haldið áf ram á f ullum hraða á Grundartanga:
EKKISPURNING UM HVORT
HELDUR HVENÆR MARKAÐS-
MÁLIN VERDA VIÐUNANDI
IJB
fifálst, úháð daghlað
ÞRIÐJUDAGUR 15. NOV. 1977.
Framboð Alþýðu-
bandalagsins
á Austurlandi
Ingvar, Stefán
og Ingi áfram
Framsóknarflokkurinn hélt
kjördæmisþing í Norðurlands-
kjördæmi eystra á Akureyri ný-
lega og að sögn mun þar hafa
verið lítið um deiluatriði. Ekki er
fyrirhugað prófkjör hjá flokknum
þar og verða þeir Ingvar Gíslason,
Stefán Valgeirsson og Ingi
Tryggvason í þrem efstu sætun-
um, eins og verið hefur.
HP
ákveðið
Lúðvík Jósepsson alþm. og
Helgi F. Seljan verða efstir á
framboðslista Alþýðubandalags-
ins við næstu alþingiskosningar í
Austurlandskjördæmi. Listinn er
skipaður 10 mönnum. Aðrir fram-
bjóðendur eru: 1 3. sæti
Hjörleifur Gunnarsson líf-
fræðingur, Neskaupstað, Þor-
björg Arnórsdóttir húsmóðir,
Hala, Suðursveit, Eiríkur Sigurðs-
son mjólkurbússtjóri, Vopnafirði,
Jón Arnason bóndi, Finnsstöðum,
Eiðaþinghá, Guðjón Björnsson
kennari, Eskifirði, Birgir Stefáns-
son skólastjóri, Tunguholti,
Fáskrúðsfirði, Inga Dagbjarts-
dóttir verkamaður, Breiðdalsvík,
og Baldur Sveinbjörnsson
sjómaður, Seyðisfirði.
Framboðsnefnd, sem skipuð er
fulltruum allra flokksfélaganna í
kjördæminu gerði tillögur til
kjördæmisráðs um þessi framboð.
Voru þau samþykkt samhljóða.
BS.
Hér er blaðið að berast afgreiðslunni úr prentsmiðjunni. Margar
hjálpfúsar hendur eru á lofti. DB-myndir Sv. Þorm.
Það var allt annað líf fyrir afgreiðslufólkið að afgreiða blaðið við ný
og betri skilyrði í gær. Krakkarnir voru að sjálfsögðu kappkiæddir í
frostinu.
Afgreiðsla DB flytur um set
Afgreiðsla Dagblaðsins hefur
flutt um set. Ekki var flutt
nema rétt yfir götuna, úr Þver-
holti 2 í Þverholt 11, en það hús
á Dagblaðið og þar er að finna
auglýsingaskrifstofur blaðsins
og almennar skrifstofur.
Frá upphafi hefur afgreiðsla
blaðsins búið við heldur lakan
kost i Þverhoiti 2 sem var
bráðabirgðahúsnæði sem komið
var upp á nokkrum nóttum,
rétt um það bil sem Dagblaðið
hóf göngu sina.
Ætti nú að verða mikil
bragarbót á öllum málum
afgreiðslunnar, starfsfólks þar
og sölubarnanna, sem þar koma
daglega til að taka blöðin sín.
Rafmagns-
skömmtun í
Breiðholti
— vegna bilunar í
jarðstreng
Grípa þurfti til rafmagns-
skömmtunar í Breiðholti á mesta
álagstíma í gærkvöldi, vegna
bilunar í háspennustreng rétt
neðan við Lóuhóla. Bilun varð í
tengimúffu á jarðstreng, sem
liggur frá Elliðaám og í Breiðholt.
Að sögn Hauks Pálmasonar yfir-
verkfræðings Rafmagnsveitu
Reykjavíkur varð ekki
straumlaust á svæðinu þar sem
um svokallaða hringtengingu er
að ræða en flutningsgetan er
ófullnægjandi á annatíma þannig
að grípa varð til skömmtunar.
Skömmtunin stóð í l'A-2'Æ tíma,
lengst í Hólahverfi. Viðgerð lauk í
gærkvöldi.
-JH.
—segir forstjóri Járnblendifélagsins
„Markaðsmál fyrir afurðir
járnblendiverksmiðjunnar
liggja alls ekki ijóst fyrir og hér
er á ferð meira mál en svo, að
hægt sé að vera með getgátur
eða fullyrðingar, án þess að1
hafa kynnt sér málin,“ sagði
Jón Sigurðsson nýráðinn for-
stjóri íslenzka járnblendi-
félagsins í símtali við DB.
Tilefnið var skýrsla tveggja
íslenzkra fræðimanna um járn-
hvenær það gerist,“ sagði Jón.
Jón kvaðst á förum utan i
næstu viku og þá myndi þessi
mál bera á góma, auk annarra
er járnblendiverksmiðjuna
varðar. Kvaðst Jón ekki orðinn
nægilega kunnugur öllum
málum enn til að geta rætt þau
opinberlega, en náin samvinna
yrði höfð við fjölmiðla um mál-
efni verksmiðjunnar og myndi
hann því skýra frá gangi máls-
ins fljótt eftir heimkomuna.
„Það er hins vegar ljóst,“
sagði Jón, „að sveiflan til óhag-
stæðari markaða er orðin lengri
en reiknað var með,“
Jón Sigurðsson sagði að bygg-
ing járnblendiverksmiðjunnar
á Grundartanga gengi nú með
fullum hraða. Allar tíma-
áætlanir varðandi byggingu
hennar hefðu staðizt svo og
kostnaðaráætlanir. ASt.
blendiverksmiðjuna, dökkar
markaðshorfur fyrir afurðir
hennar og slæmar horfur yfir-
leitt, svo og sjónvarpsfrétt um
sömu mál sem byggð var á
ummælum yfirmanns Þjóð-
hagsstofnunar.
„Hvað sem um markaðsmálin
má segja nú, eru sérfræðingar
sammála um að það sé ekki
spurning um hvort markaður-
inn verður viðunandi, heldur
Mývatnssveit:
Fjórir litlir skjálftar
Neyðarblys
yfir
Reykjavík
Neyðarblys sást á lofti yfir
Reykjavík klukkan rúmlega sjö í
gærkvöldi. Bárust um þetta
nokkrar tilkynningar bæði til
Tilkynningarskyldu SVFÍ og lög-
reglunnar. Aðeins mun hafa verið
um eitt blys að ræða en til-
kynningarnar voru misjafnar um
staðsetningu, eftir því hvar
sjónarvottar voru staddir er þeir
sáu blysið. Er búið var að bera
saman allar bækur virðist ljóst að
blysinu hafi verið skotið upp af
landi í eða nálægt hverfunum
næst Elliðaánum. Er hér um ljót-
an leik að ræða, sem almenningur
þyrfti að aðstoða yfirvöld við að
upplýsa.
Grunaðir um
milljóna-
þjófnað
Tveir menn hafa undanfarið
verið í gæzluvarðhaldi vegna
meintrar aðildar að þjófnaði sem
framinn var í íbúð í Bakkaseli i
Breiðholti. Þar var stolið úr
mannlausri íbúð um eða yfir
milljón krónum í peningum og
verðbréfum. Þeir sem inni eru
hafa neitað öllum sakargiftum og
er nú langt liðið á
gæzluvarðhaldstíma þeirra.
Njörður Snæhólm yfirlögreglu-
þjónn sagði í morgun að stöðugt
væri unnið að rannsókn ýmissa
þjófnaðarmála, m.a. á skartgripa-
þjófnaðinum á Frakkastíg. Var
hann bjartsýnn á að það mál væri
að upplýsast, jafnvel í dag, en
vildi ekkert frekar um málið
segja. -ASt.
Drengurinn
lá eftir
ígötunni
Um klukkan 5 í gær fékk lög-
reglan á Akureyri tilkynningu
um að 10 ára gamall drengur lægi
í götunni á Þingvallastræti móts
við Möl ogsand.Reyndist ekki um
alvarlegt siys ao ræða er að var
gáð, drengurinn óbrotinn en
marinn og bólginn á fæti. Var það
þó svo slæmt, að hann fékk ekki
að fara heim eftir skoðun Talið er
nokkuð víst að vörubifreið sem
leið átti um götuna hafi slegizt
utan í drenginn i hálkunni og þá
jafnvel verið með keðjur á.
Vörubílstjórar sem áttu þarna
Ieið um og haft hefur verið sam-
band við, urðu einskis varir.
-ASt.
Aðeins fjórir litlir skjálftar
höfðu mælzt á mæla skjálfta-
vaktarinnar í Mývatnssveit frá
bvi um kl. sjö í gærkvöldi.
Einn skjálftanna í nótt
mældist um tvö stig, en annars
var allt þar rólegt. Einhver
aukning kom í skjálftana í gær
og fyrrinótt, en þeir hafa
hjaðnað aftur. í gær vari
öskubylur í Mývatnssveit en
þar er mun betra veður í dag.
HP
-ASt.