Dagblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977.
Libýa:
Slttur stjómmálatengsl
og lokar flugvöllum
og höfnum fyrir Egyptum
Líbýa hefur ákveðið að slíta
stjórnmálasambandi og öðrum
tengslum við Egyptaland vegna
heimsóknar Sadats forseta til
tsraels. Sögðu heimildir í Tripoli í
gærkvöldi að hér eftir væri
egypzkum flugvélum ekki heimilt
að fljúga í lofthelgi Libýu og því
síður að lenda á flugvöllum þar í
landi. Hafnir væru lokaðar fyrir
skipum frá Egyptalandi.
Líbýustjórn hefur unnið að því
öllum árum að einangra Egypta-
land frá öðrum Arabaríkjum frá
því heimsókn Sadats var ákveðin.
Hafnir og flugvellir í landinu eru
einnig lokaðar fyrir skipum og
flugvélum annarra þjóða sem
flytja vörur eða farþega til og frá
Egyptalandi, samkvæmt tilkynn-
ingu líbýska utanríkisráðuneytis-
ins í gær. Líbýustjórn hefur lýst
fsraelsferð Sadats sem skammar-
legri og sviksamlegri.
Egypzka ríkisstjórnin hefur
misst alla þá tiltrú og traust sem
heiðarleg arabísk ríkisstjórn
nýtur — segir Líbýustjórn. —
Astæðan fyrir lokun hafna og
flugvalla sé sú að hér eftir sé
hugsanlegt að allt það sem flutt sé
til Egyptalands fari beint til
óvinarins, það er Israel.
Ungverjaland: r
EFTIRLAUNAFOLK
LEYSIVINNU-
AFLSSKORTINN
Ungversk stjórnvöld hafa
ákveðið að hvetja eftirlauna-
fólk til að starfa áfram vegna
mikils skorts á vinnandi fólki í
landinu. Miðstjórn Kommún-
istaflokks landsins samþykkti á
fundi sínum nýlega að ekki
væri annað að leita að vinnu-
afli.
Ákveðið er að eftirlaunafólk
megi vinna allt að tuttugu og
fimm stundir á viku án þess að
eftirlaun þess skerðist. Einnig
munu nýjar reglur ganga í gildi
sem kveða á um að eftirlaun
hækki um 7% fyrir hvert ár
sem fólk fari siðar a ellilaun
heldur en því sé heimilt.
Samkvæmt opinberum
heimildum í Ungverjalandi'
hefur helmingur þeirra sem
náð hefur eftírlaunaréttindum
á síðustu vikum ákveðið að
halda áfram störfum.
Ken Warby, Astralíumaður, setti heimsmet á vatni á þessu tæki tuttugasta þessa mánaðar. Hraðinn
var 288,175 mílur á klukkustund n uppistöðulóni.
Suður-Afríka:
Læknir sakaður um
rangar upplýsingar
Suður-afrískur læknir var í
gær áskaður af lögfræðingum
fjölskyldu Steve Bikos um að
hafa gefið rangar upplýsingar
um heilsufar hans daginn áður
en hann lézt í fangelsi.
Leyfði læknirinn að Biko
væri fluttur liggjandi á gólfi
Land Rover bifreiðar eitt
þúsund kílómetra leið. Að sögn
var hann þá bæði nakinn og
keflaður. Einnig er hann talinn
hafa verið það alvarlega særður
af völdum meiðsla að leyfi til
flutnings á annan stað en
sjúkrahús hafi ekki verið rétt-
lætanlegt. Læknirinn Benja-
min Tucker viðurkenndi að ef
um barn hvítra foreldra hefði
verið að ræða hefði hann sam-
stundis látið flytja það á sjúkra-
hús.
Sérfræðingar sem lög-
fræðingar ættingja Bikos, en
han lézt í fangelsi 12. septem-
ber síðastliðinn, hafa kallað til
vitnis, eru sammála um, að
Tueker læknir hafi brotið
alvarlega af sér í starfi með þvi
að samþykkja þá kröfu öryggis-
lögreglunnar að Biko væri ekið
hina löngu leið til Pretoriu en
væri ekki fluttur á sjúkrahús.
Segir læknirinn að honum
hafi ekki verið ljóst að hann
mætti andmæla öryggislög-
reglunni i þessu efni.
Eþíópía:
Sadat forseti kveður Israelsmenn að lokinni heimsókn sinni. Sannar-
lega friðvænleg mynd sem vekur vonir um að kannski leysist úr
áratuga stríðsógnum i Miðausturlöndum.
Hungursneyð
yfirvofandi
Vegna mikilla rigninga í
Eþíópiu í síðasta mánuði, sem ollu
flóðum um mikinn hluta landsins,
skemmdist mikill hluti uppsker-
unnar, bæði það sem var á ökrun-
um og einnig birgðir sem búið var
að safna saman.
Útvarpið í Eþíóplu sagðt i gær-
kvöldi að nú stefndi að miklum
fæðuskorti. Er það í samræmi við
skoðanir sérfræðinga Sameinuðu
þjóðanna sem sögðu í haust að
hungursneyð yrði í landinu ef
ekkert yrði að gert til öflunar
matvæla. Ekki hefur heldur bætt
úr skák að vegna styrjaldar
Eþíópíu við frelsishreyfingu Eri-
treu í norðurhluta landsins og
Sómalíu í suðurhlutanum er ekki
hægt að flytja vörur um helztu
hafnarborgirnar.
Nýlega hefur Bandaríkjastjórn
veitt Eþíópíu 1,3 milljóna dollara
styrk til að kaupa vöruflutninga-
bifreiðir svo flytja mætti matvæli
og lyfjavörur til fjarlægra héraða.
Einnig mun ætlunin að reyna að
aðstoða flóttamenn á þeim land-
svæðum þar sem styrjöld geisar.
Árið 1973 er talið að í það
minnsta eitt hundrað þúsund
manns hafi látizt í hungursneyð í
nokkrum héruðum Eþíópíu.
Spánn:
Hermenn munu vinna í verk
falli flugvallarstarfsmanna
Stjórnvöld á Spáni hyggjast
láta hermenn grípa inn i starf
þeirra flugvallastarfsmanna sem
hótað hafa að fara í verkfall á
morgun. Telur stjórnin þá að
hægt verði að halda almennum
flugvöllum opnum. Talið er að
flugfélög og ferðamanna-
iðnaðurinn á Spáni hafi tapað
jafnvirði tiu milljarða islenzkra
króna í tveim fyrri verkföllum á
flugvöllum i þessum mánuði.
Að loknum rikisstjórnarfundi í
gær sagði talsmaður
stjórnarinnar að krafa flugvallar-
starfsmanna um 50% launa-
hækkun væri fjarstæðukennd og
kæmi ekki til greina að ganga að
henni.
Kröfur flugvallarmanna eru
þær fyrst.u, sem ganga í berhögg
við stefnu spænsku stjórriarinnar
í efnahafsmálum. Samkvæmt
henni á að halda launahækkunum
niðri og samkvæmt lögum, sem
sett voru í gær má ekki hækka
laun meira en sem nemur 22%.