Dagblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977.
Af labrögðin fyrstu tíu mánuði ársins:
Heildaraflinn nær 50%
meiri en á sama tíma f fyrra
— Bolfiskaflinn 51 þúsund lestum meiri íár en
loðnuaflinn 3 þúsund lestum meiri nú
Jónas stýrimadur, — ekki við eina f jölina felldur í listinni:
„....líklega eini togarasjó-
maðurinn sem skrifar reglu-
lega um ballett í dagblað”
—gefur út bók með útvarpserindum sínum og blaðagreinum,
— sýnir málverk íKaupmannahöfn ídesember
Þrátt fyrir allar aðvaranir hefur fiskaflinn stóriega aukizt. Myndin
er gömul en góð, hún sýnir aflaskipið Snæfell að veiðum. Skipið
liggur nú á mararbotni, var sökkt eftir að það hafði legið lengi inni
á Akureyrarhöfn.
„Ég var að bæta enn einni list-
greininni við,“ segir Jónas
Guðmundsson stýrimaður, rithöf-
undur, listmálari og nú einnig
píanóleikari og þá væntanlega
verðandi tónskáld, þegar við
hittum hann í önnum við að
dreifa síðustu bók sinni, Skriftir
til sjós og lands. „Það er þannig
að ég lærði á píanó á unga aldri,
en tók mér 30 ára hlé. Svo var það
að ég keypti á dögunum píanó og
lét drösla því upp til mín.
Maðurinn á neðri hæðinni dró
mig út í horn nokkrum dögum
seinna og hvíslaði að mér: Mikið
óskaplega spilar konan þin
annars illa á píanó. Mér brá
náttúrlega dálítið ónotalega, en
svaraði O, minnstu ekki á það, ég
reyni að vera sem minnst heima
við. Annars er ég að fara til hans
Atla Heimis til að ná í dálítið af
þungum verkum til að leika mér
til hugarhægðar."
Jónas kvað bók sína einkum
innihalda útvarpserindi sín og
blaðagreinar gegnum árin. Þetta
er 16. bók hans. Það verður ekki
af Jónasi skafið. Hann er
dugnaðarmaður og notar tímannn
vel. „Eg held þetta sé ágætis-
bók, einkum hinar lærðari
2;reinar hennar,“ sagði hann.
„Annars dettur mér oft í hug í
sambandi við bækur sem hér
koma út að Gunnar Gunnarsson
heitinn, sá sómamaður var eitt
sinn á ferðinni með sporvagni í
Kaupmannahöfn með handrit að
Gesti til forleggjara síns. Þá
gerðist það að honum snerist
hugur þar sem hann sat í spor-
vagninum. Hann tók næsta vagn
til baka, tók handritin og brenndi
þeim. Hann var ekki ánægður,
enda þótt hann væri búinn að
selja handritið. Ef fleiri
gerðu þetta hér á landi væru öll
hitaveítumál auðleyst.“
Þegar Jónas var spurður um
ástand og horfur í stjórnmálum
landsins, sagði hann: „Þegar ég
var að sigla þá voru embættis-
menn hér yfirleitt allir fullir en
þá þurfti ekki nema tíunda part-
inn af þeim mannskap sem talinn
er nauðsynlegur í dag. í Alþingi
er það að gerast að í gamla daga
var vaninn að menn drykkju sig
út úr þinginu, núna virðast þeir
„þurrkaðir út“ ef svo mætti segja.
Nei, ástandið er ógnvænlegt og
virðist helzt líkjast Þýzkalandi,
þegar Hitler sálugi komst til
valda. Og aðalgallinn á okkur er
sá að menn hugsa ekki lengur
stórt, eins og Hriflu-Jónas gerði
meðan hann var og hét.“
Framundan kvað Jónas mikla
annatíma, við píanóió, ritvélina
og málaratrönurnar. Og í næsta
mánuði verður málverkasýning
hans opnuð í Kaupmannahöfn.
Jónas hefur áður sýnt þar, „og í
öllum öðrum menningarlöndum í
kringum okkur.“
Þar að auki skrifar Jónas
stöðugt i bændablaðið Tímann.
„Ég mun vera eini núlifandi
togarasjómaðurinn sem skrifar að
staðaldri um ballettlist í dag-
blað,“ sagði listamaðurinn og
var þotinn.
jbp
Jónas stýrimaður, — margfaidur
i roðinu hvað listum viðkemur —
DB-mynd Sv.Þorm.
Þessar glæsidömur sýndu hluta af varningnum og sem sjá má er hér ekki um neitt slor að ræða.
Ágóðanum af sölunni verður varið til námsferðar nemanna, upprennandi listamanna þjóðarinnar.
Arlegur basar skólans verður siðan eftir áramót. DB-mynd Sv. Þ.
Heildarfiskafli landsmanna
fyrstu tíu mánuði ársins nam
samtals 1.237.275 lestum
samkvæmt bráðabirgðayfirliti
Fiskifélags íslands. Á sama
tíma í fyrra var heildaraflinn
873.256 lestir. Meginmismunur-
inn á aflanum i ár og í fyrra
liggur í meiri loðnuafla nú en
þá. Loðnuaflinn fyrstu tíu
mánuðina í ár er 764.099 lestir
en var á sama tíma í fyrra
427.648 lestir.
Bolfiskaflinn í ár er samtals
620.917 lestir samkvæmt bráða-
birgðayfirlitinu en var í fyrra
569.301 lest. Bátaaflinn nú er
rúmlega 415 þúsund lestir á
móti rúmlega 393 þúsund
lestum i fyrra. Togaraaflinn nú
er hins vegar mun meiri en í
fyrra eða 205.597 lestir sam-
kvæmt bráðabirgðayfirlitinu
en var 176.169 lestir í fyrra.
Ekkert liggur fyrir um það
ennþá hve þorskurinn á stóran
hlut í heildar bolfiskaflanum.
Sé litið á aðrar fisktegundir
er heildaraflinn sem hér segir
samkvæmt bráðabirgðayfir-
litinu fyrir fyrstu 10 mánuði
ársins. I svigum eru endanlegar
tölur frá árinu áður.
Síld 14.750 lestir (20.153)
Rækja 5.023 lestir (5.324)
Humar 2.770 lestir (2.780)
Hörpudiskur 2.776 lestir
(3.015)
Kolmunni 11.730 lestir (569)
Annar afli i soærlingur o.fl.)
20.797 lestir 1(20 535)
Ef litið er á aflabrögðin í
októbermánuði einum er árið
í ár meira en helmingi hag-
stæðara en október í fyrra.
Heildaraflinn í mánuðinum nú
er samkvæmt bráðabirgðatöl-
um 108.188 lestir en í fyrra var
heildaraflinn í október ekki
nema 48.884 lestir samkvæmt
endanlegum tölum. ASt.
Flöamarkaður Myndlista- og handíðaskólans:
Stúdentshúf a fyrir hundrað kall—jakkaföt og dragtir - ain i að seijast
Þao Kennir margra grasa á flóa-
markaði Myndlista- og handíða-
skólans, sem byrjaði í morgun og
stendur fram á föstudag. Flóa-
markaðurinn er haldinn í Gaileri
Sólon Islandus við Aðalstræti. I
Galleríinu er hægt að fá
stásskjóla og dragtir, að ógleymd-
um undirfötum kvenna og snyrti-
vörum og fyrir karla má fá jakka-
föt með og án vestis og yfirhafnir
allrahanda. Þá eru ógleymdir
skór á bæði kynin, bæði támjóir
og breiðir, og ein forláta stúdents-
húfa. Mun auðveldara er t.d. að fá
sér stúdentshúfu á markaðnuin
fyrir hundrað kall, heldur en að
sitja i menntaskóla í fjögur ár til
bess að ná sama árangri.
JH