Dagblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1977.
23.
Til sölu er þýzkur
Ford Transit árg. '68, stærri gerð,
í góðu lagi. Einnig er til sölu Benz
dísilvél, gerð 200, nýuppgerð.
Óska eftir Benz dísilvél, gerð 220,
má þarfnast viðgerðar. Uppl. í
síma 92-6523.
Sjálfskipting.
Óskar eftir að kaupa sjálf-
skiptingu í Taunus. Á sama stað
er til sölu 2ja gíra sjálfskipting úr
Chevrolet. U'ppl. i síma 53958
eftir kl. 19.
Leigusalar-leigutakar.
Eyðublöð fyrir húsaieigusamn-
inga fást hjá Húseigendafélagi
Reykjavíkur. Skrifstofa félagsins
að Bcrgstaðastræti lla er opin frá
kl. 16 til 18 alla virka daga, simi
15659.
2ja herbergja íbúð
til leigu i vesturbæ í 5 mánuði frá
og með 12. des. Tilboð sendist Dag-
blaðinu fyrir 30. nóv. merkt
„66831.“
Austin Mini 1000 árg. '74
til sölu góð kjör ef samið er strax.
Upplýsingar í sima 25179 á
kvöldin.
Morris Marina station
til sölu, 4ra dyra, árg. ’74. í góðu
lagi. Skipti koma til greina á
minni bíl. Uppl. í síma 43841.
VW óskast.
Óska eftir að kaupa VW árg.
'64—'71, sem þarfnast lagfær-
ingar. Sími 71216 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Chevrolet Nova árg. ’73
til sölu, 6 cyl, sjálfskiptur með
vökvastýri. Skipti möguleg. Uppl.
hjá auglþj. DB í síma
27022. H66819
Til sölu varahlutir
í eftirtaldar bifreiðir: Opel
Rekord árg. ’68, Renault 16 árg.
’67, Land Rover árg. '64, Fiat 125
árg. ’72, Skoda 110 árg. '71, VW
1200, árg. ’68, Ford Falcon árg. ’65
og margt fleira. Kaupum einnig
bíla til niðurrifs. Varahluta-
þjónustan Hörðuvöllum Hafnar-
firði, sími 53072.
Moskvitch station árg. ’73
til sölu Uppl. í síma 25160 eftir kl.
7.
1
Vörubílar
Vöruflutningabílar til sölu
Volvo F 86 árg. ’71, túrbína.
Toppbíll. Scania Vabis árg. ’76.
’66, 6 hjóla góður bíll, ásamt fleiri
flutningabílum. Markaðstorgið
Einholti 8, simi 28590.
Óskum eftir nýlegum
vörubilum á söluskrá. Markaðs-
torgið Einholti 8, sími 28590.
Húsnæði í boði
Herbergi til leigu.
Uppl. i síma 3424 Ytri-Njarðvík.
Húsaskjól — Húsaskjói.
Okkur vantar húsaskjól fyrir
fjöldann allan af góðum
leigjendum með ýmsa greiðslu-
getu ásamt loforði um reglusemi.
Húseigendur, sparið ykkur óþarfa
snúninga og kvabb og látið okkur
sjá um leigu á íbúð yðar, yður að
sjálfsögðu að kostnaðarlausu.
Opið frá kl. 1—6. Leigumiðlunin
HúsaSkjól, Vesturgötu 4, símar
12850 og 18950.
2ja herbergja íbúð
á Melunum til leigu. íbúðin er ný
og er teppalögð. Tilboð merkt: 37,
sendist Dagblaðinu.
2 herbergi og eldhús
til leigu í miðbænum, húshjálp
óskast einu sinni i viku.
Reglusemi áskilin. Uppl. hjá
auglþj. DB í síma 27022. H66835.
Vantar þig husnæot:
Ef svo er þá væri rétt að þú létir
skrá þig hjá okkur. Við leggjum
áherzlu á að útvega þér húsnæðið
sem þú ert að leita að á skömmum
tíma, eins er oft mikið af húsnæði
til leigu hjá okkur þannig að ekki
þarf að vera um neina bið að
ræða. Reyndu þjónustuna, það
borgar sig. Hibýlaval leigu-
miðiun, Laugavegi 48, sími 2541(1.
Herbergi til leigu
við miðbæinn. Uppl. í síma 11029
eftir kl. 6.
Leigumiðlun.
Er það ekki lausnin að láta okkur
leigja ibúðar- eða atvinnuhúsnæði
yður að kostnaðarlausu? Uppl.
um leiguhúsnæði veittar á
staðnum og í síma 16121. Opið frá
10-17. Húsaleigan. Laugavegi 28,
2. hæð.
Vönduð 3ja herb. íbúð
á 3ju hæð við Sléttahraun í
Hafnarfirði til leigu frá áramót-
um. Leigist helzt til .lengri tíma.
Tilboð ásamt uppl. um fjölskyldu-
stærð sendist augl. DB fyrir 1. dcs
merkt „66803”.
Húsnæði óskastj
Reglusamur 45 ára
gamall maður óskar eftir
herbergi í gamla bænum, má vera
lítið. Uppl. hjá augld. DB í síma
27022.
Leigumiðlun.
Húseigendur! Látið okkur létta af
yður óþarfa fyrirhöfn með því að
útvega yður leigjanda að húsnæði
yðar, hvort sem um er að ræða
atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Hjá
okkur er jafnan mikil eftirspurn
eftir húsnæði af öllum gerðum,
oft er mikil fyrirframgreiðsla i
boði. Ath. að við göngum einnig
frá leigusamningi að kostnaðar-
lausu ef óskað er. Híbýlaval
Leigumiðlun, Laugavegi 48, sími
25410.
Ungt par með eitt
barn vantar nú þegar eitt herb. og
eldhús eða 2 herb. með eldhúsi,
eru á götunni. Uppl. í síma 44064.
Óskum eftir 2ja
herb. íbúð sem fyrst. Reglusemi
og skilvísum mánaðargreiðslum
heitið. Erum bæði í fastri vinnu.
Uppl. í síma 86345 eftir kl. 5.
Reglusamur maður
óskar eftir herbergi helzt með
eldunaraðstöðu, sem næst vestur-
bæ. Uppl. í síma 82727.
Óska eftir bílskúr
til leigu á Reykjavíkursvæðinu.
Uppl. i síma 82Í87 eða 34568.
Kona með 1 barn
óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð.
Fyrirframgr. ef óskað er. Uppl. í
síma 76021.
Ungur maður óskar
eftir góðu herbergi með baði, sem
næst Norðurmýrinni. Öruggar
mánaðargreiðslur. Uppl. hjá
auglþj. DB í síma 27022. H66848
Ungt par
óskar eftir að taka eins til 2ja
herb. íbúð á leigu. öruggar
mánaðargreiðslur. Reglusemi
heitið. Uppl. hjá auglþj. DB í sfma
27022. 1166084
Eitt herb. óskast,
helzt í miðbænum. Uppl. á auglþj.
DB, sími 27022. 1166724
Herbergi óskast
til leigu, gjarnan með eldunar-
aðstöðu. Uppl. í síma 16820.
4ra manna fjölskylda
á Akureyri óskar að taka á leigu
3ja til 4ra herbergja íbúð í
Reykjavík strax. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Reglusemi og
góðri umgengni heitið. Upp-
lýsingar í síma 74521 frá kl. 7 til
10 á kvöldin.
3jaherb. ibuo
eða lítið einbýlishús óskast á
leigu á Stór-Reykjavíkursvæðinu
fyrir 5. dés. Uppl. í síma 12357.
Algjör reglumaður
óskar eftir herbergi Uppl. í síma
25193.
28 ára gamati maður
óskar eftir einstaklingsíbúð eða
herbergi með góðri snyrtingu
Uppl. í síma 19084 eftir kl. 6.
r . -"N
Atvinna í boði
»____________i_____j
Stúlka óskast.
til starfa strax, helzt vön. Uppl. í
Hreðavatnsskála í gegnum 02.
Starfskraftur óskast
við símavörzlu og fl„ frá kl. 1 til
6. Uppl. á staðnum.
Bílapartasalan Höfðatúni 10.
Ráðskona óskast
í sveit á Vesturlandi. Uppl. í
sima 82200 (innanhússsími 70)
frá kl. 19 i dag og á morgun.
Au Pair óskast
á danskt heimili, 2 börn og 3
hundar. Börnin eru 7 og 11 ára.
Móðirin er fóstra. Þær sem hafa
áhuga vinsamlega skrifið til
Asdísar Finnsdóttur Baldersvej 5
7600 Slrever Danmark. Ekki
yngri en 18 ára. Mynd væri
æskileg.
Au pair. tslenzk stúlka,
helzt ekki yngri en 18 ára, óskast
á sænskt heimili í úthverfi
Stokkhólms. Þarf að geta byrjað
um áramót eða síóar eftir sam-
komulagi. Ferðir borgaðar ef
stoppað er í 1 ár eða lengur.
tslenzk stúlka í nágrenninu.
Mynd óskast. Vinsamlegast
skrifið til Fru Christina
Rylander, Aldhagsstigen 9, 16242,
Vállingby, Sverige.
Atvinna óskast j
Ungt stúlka utan
af landi óskar eftir vinnu sem
f.vrst, er vón afgreiðslustörfum.
Uppl. í síma 10439 eftir kl. 2.
Tuttugu og eins ars
stúlka óskar eftir vinnu allan
daginn til frambúðar Helzt við
verzlunarstörf. Er vön. Uppl. í
sima 12227.
24ra ára stúlka
óskar eftir atvinnu eftir hádegi.
Uppl. í síma 37918 eftir kl. 19.
28 ára gamlan
mann vantar vinnu inni, he'lzt í
sambandi við rafvirkjun, við-
gerðir á heimilistækjum og fl.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma
27022. 1166902
2 stúlkur utan af landi,
17 og 18 ára, óska eftir vinnu.
Uppl. í síma 23706.
22 ára stúlka með
stúdentspróf úr Verzlunar-
skólanum óskar eftir starfi í
desember. Jafnvel lengur ef um
semst. Uppl. hjá augþj. DB í síma
27022. H66923
19 ára stúlku
vantar vinnu til jóla, getur byrjað
strax. Uppl. hjá auglþj. DB í síma
27022. H66910
Götun.
Ung stúlka óskar eftir vinnu við
götun hálfan eða allan daginn.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma
27022. 1166921
Húsasmiður
getur bætt við sig verkefnum
fyrir áramót, t.d. up'psetningum á
innréttingum, glerjun og mörgu
fleira. Hefur aðstöðu. Hafið
samband við auglþj. DB, í síma
27022. H66768
Tvítug húsmóðir óskar
eftir vinnu eftir hádegi, hefur
reynslu við banka- og afgreiðslu-
störf. Uppl. í síma 82325 fyrir
25. þ.m.
24ra ára maður
óskar eftir vinnu strax, vanur
vörubílaakstri, kranavinnu og
gröfuvinnu. Allt kemur til greina.
Uppl. í síma 27956.
Stúlka óskar
eftir heilsdags starfi. Hringið í
síma 84432.
Athugið.
Húsasmiður-ir get tekið að mér
verkefni fyrir fyrirtæki eða ein-
staklinga, úti- eða innivinnu.
Uppl. í síma 41596 eftir kl. 5 í
kvöld og næstu kvöld. Geymið
auglýsinguna.
Ung kona með 2
stálpuð börn óskar eftir ráðskonu-
stöðu eða vinnu við mötuneyti,
hefur langa starfsreynslu. Uppl.
hjá auglþj. DB í síma 27022.
H66613
Kona óskar eftir vinnu.
Margt kemur til greina. Uppl. i
sím 20261 allan daginn.
Barngóð 17 ára stúlka
óskar eftir að komast á gott
sveitaheimili til aðstoðar við
heimilisstörf og barnag'æzlu.
Kaup eftir samkomulagk Upp-
lýsingar í síma 11509 eftir kl. 4 á
daginn.
r-------------
Kennsla
Nemi á 9.
grunnskólastigi, kvöldskóla,
óskar eftir hjálp í stærðfræði á
daginn, til greina kemur að líta
eftir börnum hluta úr degi ef
óskað er. Þeir sem vilja sinna
þessu vinsamlegast hringi í síma
85962.
Tapað-fundið
Tölvuúr tapaðist
við Vogaskóla eða í grennd þann
29/10. Vinsamlega hringið í sinta
35808 eftir hádegi.
Gullhringur
með grænum steini tapaðist
síðastliðið föstudagskvöld í
miðbænum. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 71375 eftir kl.
7,Fundarlaun.
Hreingerningar
Tek að mér að hreinsa
teppi i heimahúsum, stofnunum
Qg fyrirtækjum, ódýr og góð þjón-
usta. Uppl. í síma 86863.