Dagblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977..
Skekkja í Flateyrardæmi
Söqumaðurinn
I byrjun októbermánaðar
birti Dagblaðið grein sem nefnt
var „Flateyrardæmið".
Upphafsmaður og eini sögu-
maður Dagblaðsins að þessum
greinarflokki var Hendrik
Tausen, sem er formaður
Verkalýðsfélagsins Skjaldar á
Flateyri, framkvæmdastjóri
orlofsheimilabygginga Alþýðu-
sambands Vestfjarða i Vatns-
firði, innheimtumaður fyrir líf-
eyrissjóð A.S.V. og einn helzti
stuðningsmaður Karvels
Pálmasonar á Vestfjörðum.
Þessi sögumaður hefur
einnig starfað sem fram-
kvæmdastjóri fyrir Héraðssam-
band Vestur-ísfirðinga og enn-
fremur undanfarna vetur sem
matsveinn við Héraðsskólann
að Núpi við Dýrafjörð.
Hendrik Tausen er fyrsti
varamaður á lista Frjálslyndra
og vinstri manna í hreppsnefnd
Flateyrarhrepps og hefur mætt
á sautján af sextíu og fjórum
fundum hreppsins það tímabil
sem um er rætt. Þessi litla mæt-
ing er eðlileg þegar þess er
gætt að maðurinn er varamaður
f hreppsnefnd og auk þess
vegna anna við margvísleg
trúnaðarstörf eða matreiðslu
ekki viðlátinn á Flateyri nema
sem gestur eða gagngert til
þess að mæta á hreppsnefndar-
fundum.
Sögumaður Dagblaðsins hef-
ur þannig að sáralitlu leyti ver-
ið til staðar á Flateyri umrætt
tímabil.
ítarleg kynning á sögumanni
væri vissulega þörf og gagnleg
en stendur þeim nær sem
manninn þekkja betur en ég og
hafa haft af honum persónuleg
kynni í hinum margvíslegu
störfum sem honum hefur ver-
ið trúað fyrir skamman tíma
hverju sinni.
Þvf hef ég eytt þessu rými til
kynningar á sögumanni að ekki
er sama hver segir frá né held-
ur hvaða hvatir liggja að baki.
Því leyni ég heldur ekki að frá
fýrstu kynnum hef ég haft lítið
dálæti á manni þessum og ekki
leynt hann þvf.
Blaðamennskan
Þegar þess er gætt að
umræddur greinarflokkur
felur I sér hinar alvarlegustu
ásakanir, ekki aðeins á einum
manni (þó vissulega sé
breiðustum spjótum beint að
mér) _heldur hreppsnefnd og
fleiri skyldi mega ætla að Dag-
blaðið teldi nokkurs um vert að
vanda vel til upplýsinga-
öflunar.
Þeim fróðleik má skjóta hér
að að svipuð blöð f Svfþjóð, til
dæmis Expressen og KvSIls-
posten, sem þar eru stimpluð
æsifréttablöð, „gula pressan“
eða „sölublöð", eru þó það
vönduð í „sölublaðamennsku"
sinni að birta aldrei gagnrýni,
slúður eða söguburð um menn
né málefni án þess að svar við-
komandi sé birt jafnáberándi
við hlið greinarinnar eða tekið
fram að viðkomandi hafi ekki
viljað svara eða ekki hafi verið
tök á að bera viðkomandi grein
undir þá sem til meðferðar eru
teknir.
Dagblaðið ætti að hafa svipuð
vinnubrögð vegna lesenda
sinna, ekki sízt þegar þess er
gætt að blaðið er lausasölublað
að verulegu leyti. Það þýðir að
tiltekin grein, sem birt er f dag,
er lesin af öðrum hópi fólks en
hugsanlegt svar sem birtist
síðar.
Osönn staðhæfing, sem birt-
ist í blaðinu einn daginn getur
þannig orðið stórum hópi fólks
„sannleikurinn" og rétt svar,
sem kveður niður ósannindi,
fer fyrir ofan garð og neðan hjá
fjölda lesenda vegna þess að
það birtist ekki f sama blaði.
Það sem miður er um vinnu-
brögð Dagblaðsins er þetta:
Sögumaður blaðstns er einn,
Hendrik Tausen. Dagblaðið
leitar engra upplýsinga né stað-
festingar á söguburði Hendrik
Tausen hjá fréttaritara sínum á
Flateyri, Jóni Trausta Sigur-
jónssyni, sem jafnframt er
hreppsnefndarmaður. Dag-
blaðið hefur ekkert samband
við neinn hreppsnefndarmann.
Dagblaðið leitar engra
upplýsinga né staðfestinga á
neinum þætti söguburðarins.
Dagblaðið hefur að vfsu aðgang
að ljósritum fundargerða Flat-
eyrarhrepps, en þær segja þó
engan veginn alla söguna, og
Dagblaðið segir vísvitandi f
sumum tilfellum aðeins hálfa
sögu úr fundargerð þar sem þvf
hentar, enda væri öll sagan
ekki „söguleg".
Vinnubrögð Dagblaðsins, að
hlaupa eftir söguburði og
„fundargerðarskýrslum" eins
manns án þess að kanna nokk-
uð málflutning hans, eru að
minu áliti ákaflega óvönduð,
svo óvönduð að siðareglunefnd
blaðamanna ætti að taka þessi
vinnubrögð til umfjöllunar.
Dagblaðið reynir svo eftir á að
hlaupa í skjól við það að
greinarnar byggjast á fundar-
gerðum Flateyrarhrepps, sem
séu undirritaðar af hrepps-
nefndarmönnum og sveitar-
stjóra.
Dagblaðið segir ósatt í því
éfni, eða eins og oft aðeins hálf-
an sannleikann. Greinarnar
byggjast á fundargerðum Flat-
legt að þekkja jafnframt þriðja
þáttinn, . eða framkvæmdir
hreppsins þau ár sem um er
rætt. Hinir tveir þættirnir eru
fjármál hreppsins og bókhald.
Til glöggvunar er rétt að geta
framkvæmda fyrst, enda eru
hinir þættirnir afleiðing eða
framhald þeirra og eins vegna
þess að Dagblaðið hefur í engu
getið þeirra framkvæmda, sem
hreppurinn stóð f þessi ár.
Framkvœmdir
Arið 1974 var malbikuð hálf
aðalgata þorpsins ásamt því að
gengið var frá tilheyrandi lögn-
um, lögð voru aðalskolprör og
regnvatnslagnir að nýju hverfi.
Unnið var við frágang á (múr-
verki, tréverki, raflögnum og
málningu) nýbyggingu áhalda-
húss og slökkvistöðvar, lögð var
ný gata og keypt tilbúin sund-
laug.
Arið 1975 var malbikuð aðal-
gata eða 400 metrar ásamt til-
heyrandi, stórviðgerð fram-
kvæmd á hafnarkanti, nýbygg-
ing á stálþili hafnar, malbikun
hafnarsvæðis, malbikun hluta
skólalóðar. Unnið var við frá-
Flateyri
eyrarhrepps, skýringum
Hendriks Tausen á þeim og
óábyrgu og ósönnu slúðri
Hendriks Tausen um mörg at-
riði sem hvergi koma fram f
fundargerðum og eru hrepps-
nefnd óviðkomandi. Það er
einnig rangt hjá Dagblaðinu afi
halda að það hafi farið f taug-
arnar á oddvitanum að Flat-
eyringar og aðrir landsmenn
hafi fengið að vita um „stjórn-
leysið og spillinguna f málefn-
um hreppsins"
Dagblaðið vitnar f borgara-
fund á Flateyri um málefni
þessi. Skyldu ekki Flateyringar
hafa fengið að vita það sama af
honum og í Dagblaðinu?
Heldur Dagblaðið að hrepps-
nefndarmenn hafi ekki rætt
þessi mál við kjósendur sína
jafnóðum og þau voru að ger-
ast?
Það er hins vegar rétt hjá
Dagblaðinu að Hendrik Tausen
gat ekki komið fréttum af mál-
um þessum til Flateyringa
nema með blaðaskrifum, þvf að
maðurinn sést nánast aldrei
hér á Flateyri. Við erum margir
hér á Flateyri þakklátir Dag-
blaðinu fyrir að kynna þetta
mál öðrum landsmönnum, þvf
það var vissulega orðið aðkall-
andi, þó svo að æskilegra hefði
verið að sögumaðurinn kynni
að segja rétt frá.
Þœttirnir þrír
Dagblaðið fjallar í greinar-
flokki sfnum um tvo þætti f
starfsemi Flateyrarhrepps en
til þess að skilja eða átta sig á
þeim tveim þáttum er nauðsyn-
mikilla framkvæmda og
hreppsnefndin framkvæmda-
djörf. Þvf má heldur ekki
gleyma að hreppsnefnd tekur
ákvarðanir um allar fram-
kvæmdir en ekki sveitarstjórf.
Sögumaður Dagblaðsins lagði
þennan tíma ávallt áherslu á
meiri framkvæmdir.
Fjármálin
Oddviti Flateyrarhrepps
hefur þegar gefið svar um þau í
Dagblaðinu en til viðbótar vil
ég benda á að fjárhagsstaða
hreppsins er góð ef miðað er
við hinar miklu framkvæmdir
undanfarinna ára.
Vissulega hefur hreppurinn
safnað nokkrum skuldum, sem
eðlilegt er. Þær skuldir, sem
umtalsverðar eru, hafaþó verið
greiddar á réttum gjalddögum,
þó jafnframt sé rétt að dæmi
eru um annað. Föst lán og
opinber gjöld hafa flest verið f
skilum á áramótum.
Skuldir Flateyrarhrepps eru
auk þess f heild miðað við Ibúa-
tölu lægri en heildarskuldir
margra annarra sveitarfélaga.
Skuldir Flateyrarhrepps eru
gang á átta fbúðum sveitar-
félagsins og þær gerðar
söluhæfar, hafnar framkvæmd-
ir við fjórar leiguíbúðir sveitar-
félagsins (einbýlishús steyptir
tveir grunnar). Unnið var að
skolplögnum og byggingu
skolpdælustöðvar.Rifnar,og,fjar-
lægðar tvær lengjur gamalla
fjárhúsa. Keyptur var snjóbíll
og jarðýta.
Arið 1976 var steypt hafnar-
svæði og gengið frá lýsingu og
lögnum þess. Steyptur var
götuspotti við hafnarsvæðið
(framhald aðalgötu), steyptar
gangstéttir, skolpdælustöð
steypt upp að fullu. Fjögur
einbýlishús voru gerð fokheld,
gamalt hús flutt á nýja lóð og
gömul hús rifin. Sjóvarnar-
garður var styrktur (stórgrýti
ekið f helming fjörunnar með
eyrinni er vfsar mót hafi).
Árið 1977 voru einbýlishúsin
fjögur gerð tilbúin undir
tréverk, eyrin girt og sett niður
rimlahlið, skolplagnir tengdar
við skolpdælustöð, gömul fjár-
hús rifin og hafnar fram-
kvæmdir við íþróttahús/sund-
laug.
Þessi sömu ár var auk þess
keyptur læknisbústaður og
^miklar endurbætur unnar á
heilsugæzlustöð og fbúð læknis
þar. Þá var unnið verulegt átak .
f grænni byltingu plássins, og
að sjálfsögðu unnið stöðugt að
viðhaldi gatna, skolp- og vatns-
veitu og húseignum hreppsins.
Með þessu er þó sannarlega
ekki allt talið en stiklað á þvf
helzta.
Þessi ár voru þannig ár
félagsins, einstaklinga og fyrir-
tækja eru miklar. Þær
einkennast af trú á plássið og af
trú á þá menn sem stjórna
fyrirtækjum og sveitar-
félaginu.
Röng frásögn Dagblaðsins
skaðar að lokum trúlega engan
annan en sögumanninn.
Bókhaldið
Oddviti hefur skýrt það
nokkuð en til viðbótar skal
viðurkennt að það hefur ekki
verið í lagi svo viðunandi væri
og má til þess rekja hug minn á
að fara f annað starf f lok árs-
ins ’75. Frá upphafi stóð ég
frámmi fyrir'livi í starfi mínu
að hluti hreppsnefndarmanna,
það er að segja fulltrúi Frjáls-
lyndra og vinstri manna, stóð
ávallt gegn því að sveitarstjóri
fenei skrifstofuaðstoð.
Þó má benda á að dýrlingur
þeirra, Þórður Gislason, hafði
verulega skrifstofuaðstoð þann
tfma sem hann starfaði sem
sveitarstjóri og þá var ekkert
'unnið að neinum framkvæmd-
um öðrum en að steyptur var
þar með að sjálfsögðu miklu
lægri á fbúa en skuldir fslenzka
rfkisins. Þá má benda á að allar
eru þær til orðnar vegna
nauðsynlegra framkvæmda til
hags og gagns ibúum sveitar-
félagsins og raunar landsins
alls.
Loks má benda á þá
staðreynd, sem fjármálamenn
Dagblaðsins skilja mæta vel, að
skuldir Flateyrarhrepps hafa
sömu góðu eiginleika og skuldir
annarra að rýrna og lækka með
árvísri verðbólgu. Þótt lítilfjör-
legt sé má í sambandi við drátt-
arvexti þá, sem Flateyrar-
hreppur hefur orðið að greiða,
benda á að það er mismunurinn
á vöxtum og dráttarvöxtum,
sem rétt væri að nefna f gagn-
rýnisskyni, en ekki heildar-
upphæð vaxtanna.
Sögumaðurinn Hendrik
Tausen flaggar hins vegar f
sffellu heildarupphæðinni en
það magagleypir Dagblaðið og
sýnir einungis vanþekkingu
beggja. Geta skal þess að aldrei
stóð á Hendrik Tausen að sam-
þykkja nýjar lántökur fyrir
Flateyrarhrepp, jafnvel þó
gengistryggðar væru, og gerðist
Hendrik Tausen þannig ábyrg-
ur fyrir miklu geigvænlegri út-
gjöldum hreppsins en dráttar-
vextirnir hafa verið.
Fjármál Flateyrarhrepps eru
nú góð. Greiðslugeta er að vfsu
undir þrýstingi vegna marg-
háttaðra framkvæmda en tekj-
ur sveitarfélagsins aukast nú
hröðum skrefum með hverju
ári, svo og tekjur íbúa.
Framkvæmdir sveitar-
smáhluti götu og ekki gengu
dýrlingnum betur samskipti við
fbúana i það skipti en svo að
hann lenti í áflogum vegna
verksins. Þannig var eina starf
dýrlingsins innheimta útsvara
og vinna í bókhaldi þessi ár, þó
með aðstoð.
Þannig er ljóst að hið „góða“
bókhald fyrri ára vannst með
frábærri elju Þórðar, með
aðstoð á skrifstofu, með suður-
ferðum og loks vegna þess að
sveitarstjóri hafði nánast ekk-
ert annað að gera.
Astand bókhalds Flateyr-
arhrepps nú er því bein
afleiðing þess að fulltrúi Frjáls-
lyndra og vinstri manna f
hreppsnefnd, sérstaklega
Hendrik Tausen, hefur staðið
gegn þvf allan minn starfstíma
að óhjákvæmileg aðstoð fengist
á skrifstofu.
Það hjákátlega hefur jafn-
framt gerzt að allan þennan
sama tíma lagði Hendrik
Tausen aldrei orð f belg um það
hversu margir ynnu við skolp-
lagnir, gatnagerð, hafnargerð,
byggingar né annað á vegum
hreppsins. Þar um eða fjölda
starfsmanna réð ég og var ekki
gagnrýnt en þegar kokkurinn
frá Núpi mætti á hreppsskrif-
stofu (til þess að fá Ijósrit
fundargerða) þá vissi hann upp
á hár að starfið var einungis
eins manns starf. Astand
bókhaldsins er svo að sjálf-
sögðu líka mín sök þar sem ég
átti einfaldlega að krefjast
nauðsynlegrar aðstoðar á skrif-
stofu og benda á hinar gffur-
legu annir vegna framkvæmda.