Dagblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977.
MEBIAÐW
frýálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagblaöiö hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AÖstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 ^r.
eintakiö.
Sotning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Siguraronskunnar
Ýmsir forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins urðu felmtri slegnir,
þegar þeir fréttu af niðurstöðum
skoðanakönnunar um ,,aronsku“,
sem fór fram samhliða prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Lengi og hart hefur forystan
barizt gegn þeim kenningum, að í stað þýlyndis
ættum við að láta Bandaríkin borga eitthvað
fyrir þjónustu, sem við veitum þeim.
Þegar einn ráðherranna, Gunnar Thorodd-
sen, bar fram óskir um, að Bandaríkin legðu
eitthvað af mörkum til samgöngukerfis okkar,
var það kveðið niður. Löngum kom Sjálfstæðis-
forystan fram við aronista eins og villutrúar-
menn. Aronsku mátti ekki ræða innan
flokksins. Morgunblaðið reyndi með
þrumuskoti að stöðva framgang aronskunnar í
þessari skoðanakönnun. En allt kom fyrir ekki.
Spurt var í skoðanakönnuninni, hvort menn
vildu, að varnarliðið tæki þátt í kostnaði við
þjóðvegagerð hér á landi. 7254 sögðu já eða 83
af hundraði þeirra, sem svöruðu spurningunni.
Hér er um að ræða eitt mikilvægasta
pólitíska úrlausnarefni okkar tíma. Því er það
mikill ósigur fyrir stefnu Geirs Hallgrímssonar
þegar slíkur meirihluti sjálfstæðismanna
styður aronsku. Ljóst er, að í þessu máli svo
sem mörgum öðrum aðalmálum hefur forsætis-
ráðherra stjórnað í trássi við vilja alls þorra
kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisforystan má þakka sínum sæla, að
Aron Guðbrandsson skuli ekki beita sér fyrir
sérstöku framboði. Þeir kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins, sem nú studdu framlög varnarliðsins
til þjóðvegagerðar, og þeir, sem heima sátu í
prófkjörinu vegna óánægju með stjórnar-
stefnuna, vita, að lítilla breytinga er að vænta,
meðan núverandi forysta ræður ferðinni.
Skoðanakönnun, sem Dagblaðið gekkst fyrir,
hafði áður leitt í ljós meirihlutafylgi við
aronsku. Nú sjá menn, hvernig landið liggur í
Sj álf stæðisf lokknum.
Það, sem kallað er aronska, spannar vítt svið.
Grundvallarspurningin er, hvort Bandaríkin og
Atlantshafsbandalagið eigi að greiða fyrir að-
stöðu sína hér á landi eða ekki. Slík greiðsla
getur verið í ýmsu formi. Menn geta krafizt
þess, að hún nemi öllum erlendum skuldum
íslenzka ríkisins. Það réttlætist af mikilvægi
herstöðvarinnar fyrir Bandaríkin. Menn geta
einnig fyrst um sinn hugsað til framlaga til
uppbyggingar samgangna. Spurningin í
könnun sjálfstæðismanna tók einvörðungu til
þess, svo og samþykkt sveitarstjórnarmanna á
Vesturlandi fyrir skömmu. Allt þetta yrði
kúvending á afstöðu stjórnvalda.
Morgunblaðið kann að svara með orrahríð til
að reyna að breyta afstöðu sjálfstæðismanna.
En stjórnendur þess blaðs mega vita, að það
mun aðeins undirstrika afturhaldsstefnu
blaðsins og auka óvinsældir þess.
Afvopnunarviðræðurnar íGenf:
BETRIHORFUR Á
KJARNORKUBANNI
EFTIR BYLTINGAR-
RÆÐU BRÉSNEVS
—viðræður hef jast aftur í janúar
Ymis teikn eru nú talin á
lofti um að meiri árangurs megi
vænta af afvopnunarviðræðun-
um í Genf sem hefjast munu
aftur í janúar á næsta ári.
Við lok viðræðnanna í ágúst
síðastliðnum var það sameigin-
leg niðurstaða flestra fulltrúa
hinna rúmlega þrjátíu landa,
sem þátt taka í umræðunum, að
lftið hefði miðað í samkomu-
lagsátt.
Algjört bann við tilraunum
með kjarnorkuvopn hefur lengi
verið á dagskrá en samkomulag
um fyrirkomulag og eftirlit
með slíku banni virtist ekkert
vera nær en þegar viðræður
hófust. Voru sumir jafnvel svo
svartsýnir að þeir töldu litlar
líkur á að viðræðurnar i janúar
næstkomandi mundu bera
nokkurn frekari árangur.
Nú hafa margir snúið við
blaðinu og meðal annars hafa
bandarískir fulltrúar lýst því
yfir að samkomulagshorfur séu
mun bjartari en áður og jafnvel
horfur á samkomulagi um
kjarnorkumál. Bjartsýnin er
fyrst og fremst byggð á tillögu
sem Brésnev forseti og for-
maður sovézka kommúnista-
flokksins lagði fram í einni
ræðu sinni í tilefni af sextíu ára
byltingarafmælinu.
Tillagan, sem vestrænir
stjórnmálasérfræðingar hafa
Helmingafélag
umzetu
Eitt fyrirbrigði í íslenskum
stjórnmálum mun verða þessari
kynslóð lftt til sóma, en það er
hin svokallaða helmingaskipta-
regla. Ein flokksstjórnin segir
við aðra: Ef ég má ráða þessari
stöðuveitingu, þá færð þú
frjálsar hendur næst. Ef okkar
félag má vinna þetta fyrir her-
inn, þá máttu selja honum alla
þá olíu sem þér þóknast. —
Þannig endalaust.
Það Tiéfur venð von margra
vinstri manna að siðferði af
þessu tagi ætti eingöngu heima
r
í borgaraflokkunum, fulltrúar
verkalýðs oglaunþega lytuekki
svo lágt að gera slík hrossakaup
að meginreglu.
En öll mengun hefur hneigð
til að breiðast út og nú hefur
þessi vinsæla aðferð við lausn
mála birst á nýjum vettvangi.
Þær sérkennilegu þjóðhetjur
sem harma niðurfellingu z úr
íslensku ritmáli hafa nú blásið
til atlögu á ný og flytja þings-
ályktunartillögu á Alþingi um
endurreisn þessa rittákns. En
auðséð er að flutningsmenn til-
Iögunnar hafa fundið fyrir
andúð þjóðarinnar í baráttu
þeirra í þessu máli, því nú skal
slegið af og z aðeins rituð í
stofni. Skilgreining þessara
heiðursmanna á stofni orða er
hins vegar af því tagi að
furðulegt er að málvísinda-
menn skuli ekki láta í sér
heyra. Hér ægir saman reglum
af ýmsu tagi, stundum á að rita
z, stundum uppruna fullum
stöfum, stundum falli tann-
hljóðin niður uppbótarlaust.
Punktur, punktur,
komma, strik
Eg bið ungan, ágætan rithöf-
und að fyrirgefa að ég nota
hans bókarheiti sem fyrirsögn
við þessa grein. En orðin henta
mér svo vel. Ágæt grein eftir
Halldór Laxness um setpna
frægu kom mér til að hugsa um
fleira. Við í verkalýðshreyfing-
unni höfum oft rætt okkar á
milli um hvað samningar eru
orðnir flóknir og illskiljanlegir
venjulegu fólki. Sama má segja
um launaseðla, einkum þá sem
koma frá ríkinu.
Ef maður fer að leita sér upp-
lýsinga um vissar sveiflur í
þjóðfélaginu vandast málið.
Það tíðkast ekki lengur að nota
venjulegt talað eða ritað orð.
Nei, punktur, komrna, strik
skal það vera. Allt er útfært í
línum og strikum og til hægðar-
auka búin til nýyrði sem eng-
inn skilur heldur.
Eg hef stundum haft orð á að
ekki þýddi fyrir mig að hafa
þetta á boðstólum, venjulegt
fólk skildi þetta ekki. Þá svarar
mér einhver skólavitringur og
segir mjög sjálfsánægður:
„Þetta skil ég svo vel.“ Þetta er
víst það sem koma skal. Látum
málið eiga sig. Það er svo taf-
samt að tala. Mun betra að
segja frá í kommum og strikum.
Einhvers staðar í skólakerf-
inu er byrjað að kenna þessa
aðferð. Það er kannski ástæðan
fyrir orðfæð unglinganna og
fyrir því hvað þeim virðist
fækka sem eru sendibréfsfærir.
Nú, en hvernig stenzt svo