Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1977. sending! KUREKA HELDUR STÓRGLÆPUR SEMHARTÁAÐ TAKAÁ” segir bréf ritari 1623-9259 skrifar: Eg get nú ekki lengur orða bundizt yfir þessum síendur- teknu kynferðisafbrotum sem nú virðast vaða uppi í skjóli laga og reglu. Einn af- brotaniaðurinn hafði það af að nauðga tveim litlum stúlkum með nokkurra daga millibili. Hví var hann ekki i gæzluvarð- haldi? Fyrir annað eins hafa menn verið settir inn. Ef það eru einhverjir af- brotamenn sem ekki ætti að sýna neina linkind þá eru það þessir. Þeir hljóta að vera svo andlega brenglaðir að hættu- legt er að láta þá ganga lausa. Andleg heilsa barns sem er nauðgað getur stórskaddazt og jafnvel aldrei orðið söm á eftir. Einhver afbrotamannahjálp rýkur sjálfsagt upp út af þess- um skrifum mínum og segir að fyrir alla menn geti komið að hrasa. Veit ég það vel. En nauðgun á börnum er engin hrösun, það er stórglæpur sem hart ber að taka á. Mér finnst til dæmis sjálfsagt að af öllum mönnum sem teknir eru fyrir afbrot af þessu tagi verði birt flennistór mynd i dagblöðum og þess getið hvernig hegðun þeirra er og hefur verið svo menn megi betur vara sig á þeim. Eins ættu í öllum skólum þar sem börn og unglingar sækja nám að hanga myndir af kyn- ferðisafbrotamönnum og ætti að vara börnin mjög við þeim. Það verður ekki aftur tekið ef einhverju þeirra er nauðgað. Sagt var í frétt DB að maður- inn sem misþyrmdi drengnum eftir að hafa komið fram vilja sínum við hann hefði áður verið tekinn fyrir afbrot svip- aðs eðlis fyrir 10 árum. En hvers vegna í ósköpunum var þá ekkert eftirlit með þessum manni? Hvað gerir Skilorðs- eftirlit ríkisins? Eg hélt að það ætti að passa upp á svona menn og hafa þá að einhverju leyti undir eftirliti. Og hvar er maðurinn núna? Hann hefur játað á sig verknað- inn. Gengur hann kannski laus? Ef svo er þá veitir sannar- lega ekki af að vara við honum, eða á hann að skaða fleiri börn í viðbót? Með notkun platínuluusu transistor- kveikjunnar losnar þú við aigengustu, gangsetningarvandamál og kald- aksturstruflanir — auk þess sem ÞÚ SPARAR örugglega allt frá 9 krónum á bensínlítra. (Meðaltal sem miðast við 93 kr. pr. ltr.) En hvað spararðu þá á 2000 lítrum? Bættu við þetta kostnaði á platínum, þétti og vinnulaun- um — jafnvel bílkostnaði vegna þess að bíllinn fór ekki í gang — og þá hefurðunokkrahug'mynd um hvers virði er að aka MEÐ Lumenition ri "APirpriKC Skelfunni 3e*Simi 3*33*45 Athæfi kynbrenglaðra: Herðum viðutiögin og beitum læknismeðferð Faðir úr Kópavoginum hringdi og lýsti vanþóknun sinni á þeim barnaþuklurum og nauðgurum, sem komið hafa fram úr myrkrinu undanfarið. Athæfi þessara manna er viður- styggilegt og skemmir- þau börn sem fyrir verða varan- lega. Beita verður hörðum viðurlögum gegn afbrotum sem þessum og læknismeðferð þar sem hennar er þörf. Blöð ættu að birta nöfn og myndir af þess- um mönnum, þeim og öðrum til viðvörunar. Þá verða foreldrar að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíla til ókunnugra manna og gera þeim ljósa hætt- una, sem þvi getur verið sam- fara. Tökum höndum saman gegn þessum viðbjóði. „KYNFERDISAFBROT ERU EKKIHRÖSUN — Jæja, ég er ttlbúinn, segir Júlli jólamús, — ég skal setja hermennina saman. — Geturðu það, Júlli? Það væri vel þegið, segir jólasveinsstrákurinn. — Nei, þetta er alltof erfitt fyrir þig. — Alls ekki, segir Júlli, — það er ekkert i heimin- um, sem er of erfitt fyrir litla jólamús. — Maður þarf ekki annað að gera en stinga höfð- um, handleggjum og fótum inn i götin. Þetta verða fínar jólagjafir. Ég verð að flýta mér að setja fleiri saman — þvi nú eru bara 19 dagar til jóla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.