Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 4
KYNFERÐISGLÆPAMENN Hríngiöísíma 27022 millikl. 13 oglS Móðir þakkar fyrir nafnbirtinguna: VERST AÐ ÞIÐ SKYLDUÐ EKKIFÁ MYND LÍKA G.A. hringdi: Mig langar aðeins til þess að koma á framfæri þakklæti mínu til ykkar fyrir nafnbirt- inguna á kynferðisafbrota- manninum. Verst þykir mér að þið skylduð ekki geta útvegað mynd af honum líka. Ég er með þrjú börn á skóla- aldri og er dauðhrædd um börnin mín. Eg lenti sjálf í þvi að kynferðisglæpamaður leitaði á mig í æsku og hafði það skað- leg áhrif á mig frameftir öllum aldri. Sá maður náðist en hon- um var sleppt aftur þannig að hann lék lausum hala og urðu fleiri en ég fyrir áreitni hans. Þessir menn eiga ekkert gott skilið. Annars finnst mér að miklu meira ætti að vera um nafnbirt- ingu glæpamanna og helzt ætti •alltaf að birta af þeim myndir. GERIÐ BRAGARBÓT Halldór Stefánsson hringdi: Við sem enn tölum íslenzku fáum sting í eyrun þegar drynur í auglýsingatíma sjón- varpsins röng notkun boðháttar af sögninni að kaupa. I auglýs- ingunni verður hún keyptu — að ég held bíl — hjá bilasölu. „guffins". Fprráðamönnum auglýsinga- stofu sjónvarpsins til ábend- ingar er réttur boðháttur kauptu. Að vísu býst ég ekki við að þessi vitleysa sé frá þeim komin, heldur aðsend og flotið í gegn óbreytt. En gott fólk! Gerið bragarbót. Fanney Fells, gangastúlka á heilsuhælí NLFt, Hveragerði, 35Þ ára: Nei, ég er ekki farin til þess enn. Ég gef svona sjö til átta' gjafir. Jú, ég fer að drífa í því bráðum. SEM GANGA LAUSIR” Móðir í Keflavík hringdi: Alveg finnst mér hryllilegt að þessir kynferðisafbrota- menn sem undanfarið hefur verið sagt frá í fréttum skuli ganga lausir. Þeir komast upp með að eyðileggja börnin áður en þeim er refsað. Eg á þrjá drengi og mig hryll- ir við tilhugsuninni um þessa glæpamenn. Börnin okkar eru hvergi óhult í raun og veru. Mér finnst nauðsynlegt að birtar séu myndir af þessum glæpamönnum til þess að börn- in geti kannske lært að þekkja þá og vara sig á þeim. — Þegar þeim er sleppt úr fangelsi eftir að þeir hafa afplánað sinn dóm byrja þeir aftur á sinni fyrri iðju. samanber þessi sem mis- þyrmdi litla drengnum við Hafnarfjörð. Það er krafa allra foreldra að gripið verði í taumana og komið í veg fyrir að þessir glæpamenn gangi lausir. Efemia Björnsdóttir skrifstofu- mær, 19 ára: Nei, ég er ekki byrjuð ennþá. Það er dálítið mis- jafnt hvað ég gef margar gjafir. Jón Asgeirsson tónskáld, 49 ára: Nei, ekki er ég byrjaður á því. Ég gef aðeins örfáum jólagjafir, aðeins þeim allra nánustu og ég sendi aldrei jólakort. Mér finnst það ósiður. Georg Douglas menntaskólakenn- ari, 32 ára: Jú, ég er einmitt að kaupa jólagjafir og mér hefur orðið býsna vel ágengt. Við gefum svona um tíu til tólf gjafir. Jón Högnason, Kópavogi, hringdi: Hann sagði sínar farir ekki sléttar af seinni póstþjónustu. Honum hafði verið sendur pakki frá Neskaupstað á tíma- bilinu 15—20. desember í fyrra. Pakkjnn kom ekki til skila fyrir jól, — hann er reyndar ekki'kominn til skila enn. Fylgibréfið ey til á böggla- póststofunni í Beykjavík, en þar sagðist Jón haía fengið þær upplýsingar að pakkinn fyndist ekki. Honum var einnig sagt að týndir pakkar værú bættir en lítið fengist út úr því og það borgaði sig ekki að' standa í svoleiðis löguðu. í p^akkanum voru tveir kertastjakar, annar úr smíðajárni, hinn úr ein- hverju brothættu efní og því ■var pakkinn sendur serp „brot- hættur". Þar að auki var bók i pakkanum. Jón langar til þess að vita hvernig á að snúa sér í svona máli. Þorbjörg Hannesdóttir skrifstofu- mær, 21 árs: Nei, ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir. Eg gef svona í kringum fimmtán jóla- gjafir. Svar: Kristján Hafliðason yfir- deildarstjóri bögglapóá,tstof- unnar upplýsti að þegar pakki týnist í póstinum, sem kemur raunar mjög sjaldan fyrih, er sendandi pakkans sá sem héfur eftirgrennslanina. Hann verður að kvarta við viðtökupósthúsið og skýra frá að þessi pakki hafi aldrei komið til skila. J£r þá hafin eftirgrennslan eftjr pakkanum, sem hugsanleg'a gæti hafa verið ranglega merktv ur, en ef í ljós kemur að pakk- inn sé gjörsamlega týndur getur sendandi gert kröfur um aðpósturinn bæti það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Send- andinn hefur allan umráðarétt Einar Jóhannesson sjómaður frá Tálknafirði, 23 ára: Nei, ég er ekki byrjaður enn. Það fer að líða að því að maður byrji. Hvað ég gef margar jólagjafir — ja það fer allt eftir f járhagnum. jólapakkinn frá Neskaupstað sem týndist fyrir næstum því ári komi í leitirnar fyrir næstu jói! yfir sendingunni þar til hún hefur verið afhent réttum aðila. Á öllum pökkum er svokölluð óbein trygging þannig að hámarkstrygging á pakka innanlands og til Norðurland- anna er kr. 21.900. Ef sannan- lega hefur verið svo mikið verð- mæti í pakka sem hægt er að sýna fram á svo að óyggjandi sé að hafi tapazt greiðir pósturinn. Þess ber að geta að sá sem sendi Jóni Högnasyni pakkann frá Neskaupstað verður að fara að drífa í að kvarta yfir týnda pakkanum, því pósturinn er ekki skyldugur til þess að geyma óskilapakka nema í eitt ár og ef tjónið á að fást bætt verður að kvarta innan eins árs. MóðiríKeflavík: DAGBLAÐHL MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977 /í „MIG HRYLLIR VIÐ TIL- HUGSUNINNIUM ÞESSA Spurning dagsins ERTU AÐ KAUPA JÓLAGJAFIR? (spurt 1. desember) SKJALDBÖKUPÓSTUR 'SZT FRÁ NESKAUPSTAÐ —L

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.