Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBí^R 1977. 3 Móðir í Mosfellssveit: „Ekki virðist hafa tilætluð áhrif að loka kynferðisglæpamenn inni" IVIóðir í Mosfellssveit skrifar: Hvað er eiginiega að gerast i landinu? Er allt að verða snar- vitlaust? Daglega má lesa i blöðunum fréttir af kynferðis- glæpamönnum sem misþyrma bæði litlum drengjum og telp- um. Þetta er hræðilegt. Við vitum ekki hvar þessir glæpamenn ná í næsta fórnar- lamb sitt, — inni í höfuðborg- inni, á Vífilsstaðaveginum, á Vesturlandsvegi, á Reykjanes- brautinni, í Hafnarfirði eða.... Nú er orðið algengt að krakk- ar „fari á puttanum“ eins og það er kallað. Ég á sjálf tvo drengi og ég veit að þeir fara iðulega á milli borgarinnar og heimabyggðarinnar á þennan hátt. Það gera líka fleiri, — það hef ég séð og oft tekið bæði stráka og stelpur upp í bílinn' þegar ég hef verið á ferð. Ef þetta er ekki lengur hægt, — vegna þess að börnin vita aldrei hvers konar maður það er sem situr undir stýri, þá er kominn einum of mikill stór- borgarbragur á lífið hér. En hvað á að gera við svona menn? Það virðist ekki hafa tilætluð áhrif að loka þá inni í fangelsi. Þeir byrja aftur þegar þeim er sleppt út. Hvernig væri að vana þá? Þessir menn eru að fremja glæp, — en ekki er vist að þeir ráði fullkomlega gerð- Brýna verður fyrir börnum að fara ekki upp í bíia til ókunnugra manna. um sínum. Þetta er áreiðanlega einhvers konar hryllilegur sjúkdómur, og væri þá ekki þessum mönnum greiði gerður með því að vana þá. Greinilegt er að eitthvað verður að taka til bragðs og það sem allra fyrst. Raddir lesenda eru einnig ábis.4 n - Fyllt lamb í tjkitium 1 rti n tilv.tlinn. góðúí Áttuvoná gesturn? Ómlssandl matreiðslubók i þessari nýju matreiðslubók er fjöldi uppskrifta að völdum réttum sem mat- reiddir eru þegar eitthvað stendur til, t.d. þegar von er á gestum, eða búa skal til sérrétti handa fjölskyldunni. Vinstra megin á hverri opnu inni í bókinni er stór litmynd af réttinum til- búnum, en á hægri blaðsíðu eru upp- skriftirnar ásamt litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og gerð réttanna — sem sagt augljós og greinargóð lýsing. I bókinni eru 360 stórar og smáar lit- myndir og sem sýnishorn af réttum má nefna: Fiskrétti — kjúklinga, — svínakjöt — piparsteik — súpur — brauð og eftirrétti. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hús- mæðrakennari þýddi bókina, stað- færði og sannprófaði réttina. Bók, sem á heima í eldhúsi hvers heimilis. SETBERG

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.