Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MANUDÁGUR 5. DESEMBER 1977. i .." " M'"\ Nígeríusamningarnir: Samningar og lífshættir Nú að undanförnu hafa birzt fréttir i blöðum af reynslu nefndar skreiðarframleiðenda, sem fór til Nígeríu í von um að fá staðfestingu á samningum, sem gerðir voru um sölu skreiðar. Fréttirnar voru ekki góðar. Nígeríustjórn neitaði ekki að taka við umsaminni skreið, heldur vildi hún fresta kaupum á vörunni. í tæknilegu máli nígerískrar viðskipta- mennsku heitir þetta svar ,,að setja pressu á náungann1'. Samningsnefndin á næsta leikinn, og þar sem enginn annar markaður sést, er hún á flæðiskeri stödd. Hún verður að taka tillit til hinna bágu lífs- kjara í Nígeríu, sem þýða að jafnvel ráðherrar þarlendis eiga erfitt með að sjá fyrir fjöi- skyldum sínum, og borga fyrir þá eyðslu, sem fylgir stöðum háttsettra manna í svo ríku landi. Nefndin á að sýna ráð- herranum samúð í þessu ljóta ástandi, svo að hann komist í gott skap, geti snúið sér að verkefnum sínum og gleymt persónulegum erfiðleikum sínum við að kaupa annan Benz eða Volvo handa fjölskyldunni. Flesta lesendur mun nú renna grun í að ég sé að tala um að MUTA ráðherranum. Að sjálfsögðu. En áður en þeir hrópa á íslenzku ríkisstjórnina um að vísa mér úr landi, bið ég þá vinsamlegast að leyfa mér að lýsa minni stöðu í þessu máli. DRENGSKAPURINN Eg er fæddur og alinn upp í Bretlandi, þar sem hreinskilni hefur verið í hávegum höfð nógu lengi til að eiga orðtæki í málinu svo sem málsháttinn „honesty is the best policy“, eða „hreinskilni er bezt i reynd“. Og þegar einhver svíkur, orðum við það svo: „He’s not playing the game“ — „hann leikur ekki samkvæmt reglum“. Ekki er Bretland eina rlkið; af vestrænum löndum, þar sem slíkur hugsunarháttur ríkir. Bandaríkin hafa líka sín orð- tæki, og maður þarf ekki að leita lengi í íslenzkum forn- ritum til að komast að því, að drengskapur er mikils metinn eiginleiki eða lífsháttur. Að vísu hafa Bandaríkin sín Watergate- og Lockheedmál, og ekki er það óþekkt, hvorki i Bretlandi né á íslandi að spill- ing snerti viðskipti. En þegar slík vanvirða kemur í dagsins ljós í þessum löndum, er það strax hneyksli, og eru aðilar heppnir að sleppa með að segja af sér, en oftar fara þeir beina leið í steininn. Ég fagna því. Þannig á það að vera. Þegar drengskapur er lífsmátinn, verða þeir, er lifa samkvæmt honum, að vera sem allra harðastir gagnvart þeim, er spila á traust þeirra drengi- legu. En — eins og kristin trú er ekki trú alls heimsins, svo og er drengskapur ekki í eins miklum hávegum hafður alls staðar og hér. 1 enskum orðtök- um eru orðin ,,múta“ og „spill- ii)g“ tengd saman í venjulegri samtengingu eins og t.d. „salt- kjöt og baunir“, í þeim skiln- ingi að það eru tveir aðilar i mútugjöldum, annars vegar sá, sem býður, og hins vegar sá, sem þiggur. Þeir eru báðir, hvor í sínu lagi, sekir, en sá, sem býður, hefur stærri sektar- hluta — að hafa reynt að spilla heiðarlegum manni. En þar sem lífshátturinn byggist ekki á drengskap, þar sem mútugjöld eru eins og önnur eðlileg laun, er varla hægt að tala um ad hafa spillt drengilegum manni. Maðurinn var spilltur, eins og við myndum orða það, frá skóla- dögum eða frá bernsku. En ekki myndi hann taka svo til orða. Þetta er vaninn hjá honum. Viðskipti fara ekki fram, án þess að gjafir fari frá einum aðila til annars. Þegar ég vann í Nígeríu um tíma, sá ég vikulega um að borga viðskipta- vinum fyrir vörur eða þjónustu. Ég man ekki eftir að nokkur útborgunardagur liði án þess að einhver viðskipta- vinanna kæmi til min með bréf- poka. I pokanum var venjulega áfengisflaska — konlak — eftir að það uppgötvaðist að það væri uppáhaldsdrykkurinn minn. Þetta var mér gefið fyrir að hafa gert, að mínu áliti, ekki annað en það, sem starf mitt útheimti, en að þeirra dómi greiða. Mér var ráðlagt, að ég skyldi þiggja þessar gjafir, vonandi ekki af þvi að ég væri ‘spilltur, heldur vegna þess að annars myndu þeir líta á mig sem fábjána. Það myndi hafa verið lítillækkandi fyrir mig persónulega og fyrirtækið reyndar líka, hefði ég neitað þessum gjöfum. í slikum til- vikum er ekkert annað að gera, ef maður vill skipta við svona. Kjallarinn James A. Wilde „spillta” þjóð, en að taka tillit til staðreynda bera sig að sem á bæ er títt og borga mútu- gjöldin. AD FÁ ÖKUSKÍRTEINI Í NÍGERÍU Eins og áður var sagt, hefi ég unnið í Nígeriu og viðar, þar sem slíkt gerist og verð að viðurkenna að það olli mér ókæti að þurfa að taka þátt í mútugjöldum, en það var eina leiðin til að koma áfram verkum fyrirtækisins. Til að nefna eitt dæmi: Þegar ég vann í Nigeríu, kostaði ökuskírteini um kr. 600.-, en maður sá ekki skirteinið innan sex mánaða. Það var ekkert sem hét alþjóð- legt ökuskírteini. Ef að maður vildi fá skírteinið fyrr, var hægt að fá það innan tveggja vikna fyrir kr. 600.- í leyfisgjald og kr. 900,- í ,,útgjöldum“. Það kom fyrir, að maður lenti i árekstri innan þessara tveggja vikna áður en skírteinið hans hafði verið afgreitt. Þá var mögulegt að fá skírteinið dag- sett áður en slysið varð fyrir kr. 600.- í leyfisgjald og kr. 19.400,- í „útgjöldum”, en ég tók alls engan þátt i þeim kaupum. Það er ekki of sterkt að segja að hvert leyfi, sem þörf er á lögum samkvæmt f Nígeríu, sé eiginlega heimild fyrir þann, sem veitir leyfin til að prenta sína eigin peningaseðla. Væri það kannski ekki skynsamlegra að sendinefndin færi aftur til Nígeríu án opinbers starfs- manns, og talaði við ráðherrann einan um þetta vandamál, með þeim mögulegu afleiðingum að framleiðendurnir skipti sín í milli „leyfisgjöldum” upp á 10 milljónir króna. Geta þeir þá sett á móti þeim útgjöldum •gjaldeyri fyrir þjóðina, sem nemur 6 milljörðum króna. Og munu framleiðendurnir, bankar eða stjórnin, sem tekur á móti gjaldeyriqpm, vera verri menn fyrir að hafa engin fylgi- skjölfyrir þessar 10 milljónir? Ekki verri en þeir eru fyrir að' hafa skipt við múhameðstrúar- menn, en margir í ríkisstjórn- inni þarlendis eru þeirrar trúar. Eitt viðvörunarorð: Sam- kvæmt þeim kvikmyndum, sem ég hefi séð, er reglan „helmingur út og hinn helming- inn að viðskiptum loknum“. James A. Wilde Bogahlíð 16 Tími orða liðinn — tfmi athafna kominn ^ ^ EFTIR PRÓFKJÖR 0G SKOÐANAKÖNNUN SJÁLFSTÆÐISFLOKiíSINS í REYKJAVÍK Prófkjör og skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík hefur leitt ýmislegt í ljós, m.a. að 7500 af 10,000, er tóku þátt i prófkjörinu eru því fylgj- andi, að Bandarikjamenn greiði gjald fyrir aðstöðu þá, er þeir hafa hér á landi fyrir herlið sitt á Miðnesheiði. 1 ljós kom einnig, aó formaður Sjálf- stæðisflokksins, forsætisráð- herrann, nýtur ekki þess trausts, er búast mætti við að sá maður nyti sem gegnir þeim stöðum og störfum, sem hann gerir. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt, öllu fremur eðlilegt i lýðfrjálsu landi þar sem frjálsar kosningar eru við- hafðar, að stjórnmálamenn sigri og tapi, þar kemur til mat kjósenda á mönnum og störfum þeirra. í blaðaviðtali við einn væntanlegan frambjóðanda eftir prófkjörið, hafði hann við orð, er rætt var um útkomu ráðherranna úr prófkjörinu, að þetta væri viðvörun kjósenda til ráðherra flokksins. Þegar þetta er skrifað er liðinn rúmur hálfur mánuður frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og má segja, að aðeins sé farið að rofa til hjá öðrum ráðherranum, sem fékk viðvörunina, Gunnari Thoroddsen iðnaðarráðherra. Hann hefur nú lýst því yfir að eðlilegt væri að Bandaríkja- menn færu nú að greiða ýmis gjöld, sem þeir hafa ekki verið krafðir um hingað til. Þeir 7500 þátttakendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins, sem voru því hlynntir að Bandaríkjamenn greiði hingað aðstöðugjald, geta óskað Gunnari Thoroddsen til hamingju með þá uppgötvun sína, að nú sé komið að skulda- dögunum, og nú skuli þeir fara að greiða. En um leið vaknar sú spurning, hvað eru forustu- menn þjóöarinnar búnir að „snuða" íslenzku þjóðina mörg undanfarin ár, ef nú á árinu 1977 er allt í einu hægt að fara að láta Bandaríkjamenn greiða þau ýmsu gjöld og skatta, sem Gunnar Thoroddsen á að hafa nefnt samkvæmt Vísisgrein 28. nóv. sl.? Einnig má óska Gunnari Thoroddsen iðnaðar- ráðherra til hamingju með það, að hann skuli heyra og sjá skoðanir 7500 kjósenda Sjálf- stæðisflokksins. Það sama er ekki unnt að segja um sjálfan formanninn og forsætisráð- herrann. F0RMADUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Formaður Sjálfstæðisflokks- ins heyrir ekki og sér ekki sjónarmið og viija þess hóps, er tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Hann heyrir ekki raddir 7500 flokksmanna sinna. Hann heyrir ekki raddir sveitar- stjórnarmanna utan af lands- byggðinni. Hann heyrir ekki raddir ungra sjálfstæðis- manna. Er þetta lýðræði? Er Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur hér á landi, þar sem lýðræði hefur verið mest í heiðri haft? Ef svo er, þá virðist núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins frekar eiga heima i öðrum stjórnmála- flokki. Flokki sem ekki viðhefur prófkjör, né leyfir skoðanakannanir stuðnings- manna sinna. Á sama tíma og rofar til hjá iðnaðarráðherra, syrtir að hjá forsætisráðherra. VERÐMIÐI Á ÍSLANDI Sá mikli fjöldi Islendinga, sem vill, að Bandaríkjamenn greiði aðstöðugjald vegna veru sinnar hér, er fólk, sem vill vera sjálfstætt fólk. Fólk, sem vill tsland fullvalda og sjálf- stætt. Fólk, sem ekki sættir sig við þá betlistarfsemi, sem landsfeðurnir stunda nú í bönk- um og lánastofnunum erlendra þjóða. Það væri vissulega ánægjulegt, ef íslenzka þjóðin væri svo vel efnum búin, að hún gæti tekið þátt f vörnum- hins frjálsa heims án endur- gjalds, en svo er því miður ekki, að minnsta kosti ekki um sinn. Ekki meðan hvert mannsbarn á tslandi skuldar sex hundruð þúsund í gjaldeyri erlendra þjóða. Kjallarinn Eðvarð Árnason Sjálfsbjargarhvöt þarf hvorki einstaklingur né þjóð- félag að skammast sfn fyrir. Það er ekki skömm fyrir hús- eiganda, sem á í fjárhags- vandræðum, að leigja hluta af húsi sfnu. Það gerir hann af. sjálfsbjargarhvöt. Ef hann á hinn bóginn sýndi enga sjálfs- bjargarhvöt, ætti hann á hættu að missa hús sitt. Þótt hús- eigandinn geri þetta er hann ekki að setja verðmiða á hús sitt, ■ en hús hans gæti fengið verðmiða setta á, af lána- drottnunum, ef hann bjargaði sér ekki sjálfur. Af þessu litla dæmi má álykta, hvað getur hent Isiand, ef síórbokkaháttur þröngsýnna manna ræður. Manna, sem ekki eru lengur f tengslum við vilja þjóðar- heildarinnar. Það á ekkert að selja, aðeins að taka gjald fyrir afnot. TÍMI ATHAFNA Nú er hægt að telja tfmann í mánuðum, þangað til kosningar verða. Þann tíma verður að nota vel. Allt það fólk, sem vill gera endurreisn á fslenska þjóðfélaginu, verður að þjappa sér saman. Það má enginn láta blekkjast af því ráði, sem forsætisráðherra gaf f sjón- varpsviðtali nú fyrir skömmu, að beita útstrikunum. Með þeim aðgerðum fæst enginn úr- lausn á vandamálunum. Það er aðeins ein úrlausn til að fyrir- byggja, að lánardrottnar er- lendra lánastofnana’ setji verðmiða á Island, og það er, að til komi nýtt lýðræðissinnað framboð. Framboð, sem gæti hýst fólk úr öllum flokkum. Fólk, sem hefði það aðeins -að markmiði að endurreisa þjóðar- búskapinn. Þar þarf að koma til fólk úr öllum stéttum. Þar vantar múrara til að múr’a nýjan og traustan hornstein. Þar vantar stýrimann til að verja íslensku þjóðarskútuna brotsjóum. Hún getur ekki lengur rekið stjórnlaus undan veðri og vindum. Eðvarð Arnason bifreiðarstjóri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.