Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 20
24
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977.
„Ég var ástkona Sjakalans
— hættulegasta manns í heimi”
Greinin í People vakti mikla athygli. Hér sést Inger með hana á
—segir Inger Weile
Inger var smurbrauðsdama þegar hún og Simon Spies voru saman.
Eftir að þau skildu reyndi hún að fremja sjálfsmorð.
héldu svo til Bandaríkjanna 1
október spurði Carlos hvort
hann mætti fá íbúðina þeirra
lánaða. Þvi neitaði Inger ein-
dregið. Samt sem áður ók hann
þeim á flugvöllinn og kvaddi
„Hann var sannur heiðurs-
maður, gjafmildur og mjög
rólegur.“ Svona lýsir hin
danska Inger Weile einum af
slnum mörgu elskhugum. Sá
sem svona góðan dóm fær var
að eigin sögn verzlunarmaður
frá Líbanon en í raun og veru
var hann skæruliðaforinginn
Carlos eða öðru nafni Sjakal-
inn. Eftir honum hefur verið:
lýst um allan heim sem hættu-
legasta manni veraldar. En
Inger er á annarri skoðun og
hana hefur hún opinberað í
bandaríska tímaritinu People.
Inger var ástmær Sjakalans i
hálft ár eftir því sem hún segir
sjálf. Aður hafði hún slegið sér
upp með hinum fræga pipar-
sveini Simon Spies. Hún segir
að sér hafi verið með öllu
ókunnugt um að Carlos væri
eftirlýstur enda lesi hún blöð af
lítilli nákvæmni.
Hann sagði Inger að hann
væri verzlunarmaður frá
Líbanon og héti Johnny. Hvert
ættarnafnið væri vildi hann
ekki segja. Raunverulega heitir
Carlos Ilich Ramirez Sanchez
og er frá Venezuela. Þau Inger
hittust í Paris árið 1974. Hún
segist hafa orðið ástfangin við
fyrstu sýn og telur slikt hið
sama hafa verið með hann. Þau
skildu í október sama ár en þá
fór Inger til Bandaríkjanna
með vinkonu sinni.
Þegar þau hittust var Inger^
nýhætt að vera með Spies. Þá'
hafði hún reynt að fremja
sjálfsmorð og verið hætt komin.
Strax og hún hafði jafnað sig að
mestu hélt hún til Parísar þár
sem ástin blossaði á ný. Inger
leigði sér íbúð i fjölbýlishúsi
ásamt vinkonu sinni. 1 næstu
íbúð bjó Carlos. Eitt kvöldið var
mikill gleðskapur í báðum ibúð-
unum og þá kom ,,Johnny“ yfir
til stúlknanna til þess að fá
ísmola. Inger fylgdi honum svo
yfir í íbúð hans og samband
þeirra hófst.-
Carlos var ósínkur á fé. Hann
bauð þeim Inger og vinkonunni
á dýr veitingahús og keypti
gjafir handa þeim. Hann var
alltaf vel til fara og bar sig eins
og heimsmaður.
Þegar Inger og vinkonan
í október fór Inger ásamt vinkonu sinni til Bandarikjanna. Carlos
ók þeim á flugvöilinn þar sem þessi mynd var tekin.
B*»W»*d*
Eina myndin sem til er af
Carlos. Sumir telja að í raun-
inni sé alltaf um sinn hvorn
manninn að ræða og að enginn
einn „Carios“ sé til.
Inger sína með kossi. Eftir það
fékk hún tvö bréf frá honum.
Hann skrifaði meðal annars að
hann hefði greitt fyrir hana
rafmagnsreikning sem hún
hafði skilið eftir sig.
Átta mánuðum eftir að þau
Inger og Carlos skildu leiddi
kunningi Carlosar lögregluna á
slóð þeirra .og íbúðin í París
fannst. Carlos var þó snöggur
að koma sér undan og löggan
sat eftir með sárt ennið.
Þegar Inger kom til Dan-
merkur árið 1975 reyndi hún
að finna „Johnny“ en henni
varð ekkert ágengt, engu var.
líkara en að jörðin hefði gleypt
hann. Ennþá vissi hún ekki
hver hann raunverulega var.
Það var ekki fyrr en um jól að
sannleikurinn rann upp fyrir
henni. Þá sá hún af tilviljun
fréttamynd í sjónvarpinu þar
sem andlitsmynd af Carlosi
kom fram. Þegar hún sá mynd-
ina hrópaði hún upp yfir sig
„Guð, þetta er Johnny" og eftir
það fylgdist hún vel með því
sem um hann var sagt.
Enginn veit núna hvar hægt
er að finna Carlos. Mörg þeirra
verka sem hryðjuverkahópar
hafa staðið fyrir hefur honum
verið kennt um. Þar má til
dæmis nefna ránið á olíuráð-
gjöfunum á ráðstefnunni i Vín
árið 1975 og ránið á flugvélinni
sem lent var á Entebbe flug-
velli en ísraelsmenn tókst að ná
burtu. Lítið hefur þó heyrzt um
Carlos þetta árið og er engu
likara en að hann sé ekki
lengur ofan jarðar. Sú tilgáta
hefur jafnvel komið fram að
Carlos hafi aldrei verið til eða
að margir menn standi að þeim
morðum og ránum sem honum
er kennt um.
SNARKRULLAÐ HÁR, STÓRAR TÖSKUR
OG PEYSUR MEÐ V HÁLSMÁU í TÍZKU
INNKAUPATÖSKUR OG
SNARKRULLAÐ HÁR
Töluverðar andstæður þrífast
nú í tfzkuheiminum. Þó virðist
se*n línan sé nokkuð að þyngjast
og dökkir litir að koma i stað
þeirra ljósu. Kvenfötin fá á sig
herralegri blæ og grófari. Þetta
sést bæði á klæðaburði og hár-
greiðslu.
Hlemmistórar töskur eru nú
aftur að komast í tfzku. Þessar
töskur voru hér fyrrum mest
notaðar til innkaupa af húsmæðr-
um en nú hafa ungu stúlkurnar
«c
V hálsmáiið á að vera anzi flegið.
þær upp á punt. Töskurnar eru í
raunihni það stórar að hafá
verður litla tösku innan í þeim til
þess að geyma í lykla og annað
smádót. Sfðan er gott pláss fyrir
alls kyns föt og blöð og bækur'
sem konum finnst að þær þurfi
stöðugt að burðast með. Óþarft er
að taka það fram hvað svona
töskur eru hentugar fyrir mæður
ungra barna sem ennþá pissa I
bleiur. Jafnvel má hafa koppinn
með sér líka.
Töskur þessar eru úr ýmsum
efnum. Leður er mjög vinsælt en
líka segldúkur, bast, vinyl og
önnur gerviefni. Segldúkstösk-
1»
t krullurnar má setja kamba af
ýmsu tagi en þess þarf þó ekki.