Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1977.
Arabaleiðtogar:
IRAK FOR UT AF
TRIPOUFUNDINUM
—ekki samstaða gegn Egyptum
Fundur Arabaleiðtoga i
Tripoli, höfuðborg Lfbýu, til að
ákveða aðgerðir gegn Egyptum
sem hyggjast ræða við fulltrúa
ísraelsmanna í Kairó næstu
daga, fór út um þúfur í dag.
Gekk fulltrúi íraks þá af fundi
og vildi ekki fallast á ^hug-
myndir Líbýu, Alsír, Sýr-
lands, Suður-Jemen og
Palestínumanna. Vildi fulltrúi
íraksstjórnar hafa aðgerðirnar
mun strangari en ákveðið var.
Þrátt fyrir andstöðu Íraks
ætla hinar þjóðirnar að undir-
skrifa samkomulagið, sem
verða mun í sex liðum. Meðal
atriða eru algjör stjórnmálaslit
við Egyptaland, flutningur á
höfuðstöðvum Arababandalags-
ins frá Kairó og þar til flutning-
um væri lokið mundu engir
fundir verða haldnir.
Ríkin, sem undirrita ætla
Tripolisamkomulagið ætla að
gera gagnkvæman varnarsamn-
ing, þannig að ef ráðizt verði á
eitt þeirra jafngildi það árás á
þau öll. Einnig er ætlunin, að
flytja höfuðstöðvar samtaka
Arabaríkja. Þau hafa mjög lítið
starfað að undanförnu en í sam-
tökunum eru Egyptaland,
Sýrland og Líbýa. Þrátt fyrir að
öll ríkin sem sóttu Tripolifund-
inn nema írak hafi komizt að
samkomulagi vantar allan
hernaðarlegan mátt til að fylgja
raunverulegri einangrun eftir.
Fjarvera íraks setur þar stórt
strik í reikninginn að sögn sér-
fræðinga.
Helzta atriðið, sem telja má
að náðst hafi fram á ráðstefn-
unni er að samtök Palestínu-
flóttamanna ákváðu að samein-
ast á fundinum. Hingað til
hefur samkomulag verið stirt
milli tveggja höfuðhópa Palest-
ínumanna.
Malasía:
Eitt hundrað létust er
þota fórst eftir rán
Eitt hundrað manns fórust
þegar Boeing 737 þota frá
Malasiu hrapaði þar í landi
nálægt þorpi að nafni
Kampung Ladang. Að sögn
björgunarmanna sem komu á
slysstað í nótt mun vélin hafa
tætzt í sundur og enginn komizt
lífs af. Ekkert hefur fundizt
heillegt en líkamshlutar og
brak úr vélinni dreift um stórt
svæði.
Þotunni, sem var á leið frá
ferðamannanýlendu í Malasíu
til höfuðborgarinnar, Kuala
Lumpur, var rænt og tilkynnti
flugmaðurinn það skömmu
eftir flugtak. Sagði hann vera
þar á ferð japanska Rauða her-
inn með handsprengjur og
fleiri vopn. Tilkynnti flug-
maðurinn að hann mundi
stefna til Singapore en skömmu
síðar hvarf þotan af ratsjár,-
skermum en þá átti hún aðeins
ófarna 90 kílómetra á
ákvörðunarstað.
Meðal farþega munu hafa
verið um það bil tuttugu út-
lendingar. Þar á meðal var
sendiherra Kúbu í Malasíu,
einnig landbúnaðarráðherra
Malasiu.
Ekki er ljóst hver tilgangur
flugræningjanna hefur verið
en japanski Rauði herinn hefur
framið nokkur flugrán til að
krefjast þess að félagar þeirra
yrðu látnir lausir úr fangelsum
víða um heiminn.
Astæðan fyrir því að þotan
hrapaði svo skyndilega til
jarðar er með öllu ókunn.
Miklir erfiðieikar voru við að leita þeirra týndú í rústum húsanna í Gautaborg eftir aurskriðuna miklu tsíðustu viku. Eins og gioggt má
sjá á myndinni verður ekki aftur búið í þessum húsum enda er allt í óvissu hvort nokkurn tímann verður byggt aftur á því landsvæði
sem Tuvehvcrfið stendur á.
Miðafríkuríkið:
BOKASSA KRYNDURAÐ
HÆTTINAPOLEONS
Bokassa keisari Mið-
Afríkuríkisins krýndi sjálfan
sig'og konu sína í gær að hætti
Napoleons Bonaparte en þann
mann dáir hinn nýi keisari
mest allra. Nýi keisarinn, sem
var tuttugu og þrjú ár í franska
hernum kom aftur á heima-
slóðir árið 1960 þegar ríkið
fékk sjálfstæði. Sex árum síðar
tók hann öll völd í sínar hendur
og setti David Dackó forseta frá
völdum. Bokassa vildi þó
forðast iill óþarfa vandræði við
valdatökuna og gerði fráfar-
andi forseta að ráðgjafa sínum
og heldur sá stöðunni ennþá.
Mikið var um dýrðir við
krýningarathöfnina í gær,
sjálfur kom Bokassa keisari
ásamt eiginkonu sinni til at-
hafnarinnar í sérsmíðuðum
vagni sem dreginn var af átta
gráum gæðingum sem kontu
all aJe^FfrtrFTá k k 1 a n d i.
Mið-Afrikuríkið er nijög fá-
tækt land og ríkir Bokassa þar,
sem algjör einvaldur. Talið er
að stór hluti þjóðartekna ríkis-
ins þetta árið fari til greiðslu
kostnaðar vegna krýningar
keisarans.
Erlendar
fréttir
Kalifomía:
Þykjast
kvennamorð-
ingjarnir vera
lögreglumenn?
Lögreglan í Los Angeles í Kali-
forníu hefur handtekið mann
einn, sem hún grunar að hafa átt
einhvern eða allan þátt í tíu
morðum á ungum konum, sem
framin hafa verið þar síðustu sex
vikur. Hinn handtekni er tuttugu
og fjögurra ára og var hann hand-
tekinn á vinnustað sínum, fata-
verzlun, og ákærður fyrir þjófn-
að. Við leit í bifreið hans fannst
kvenfatnaður af ýmsu tagi sem
lögreglumenn töldu að gæti bent
til tengsla fangans við morðin á
konunum.
Öll hafa morðin verið þannig áð
fórnardýrið hefuT vérið kyrkt og
misþyrmt kynferðislega.
Vitni hafa gefið sig fram, sem
segjast hafa séð konuna sem
síðast fannst myrt þar sem hún
fór að svartri og hvítri bifreið í
fylgd tveggja manna. Er jafnvel
álitið, að hún hafi talið sig vera I
fylgd lögreglumanna en lögreglan
í Kaliforníu notar bifreiðir, sem
eru svartar og hvítar.
Mikill ótti hefur gripið um sig í
Los Angeles, sérstaklega í þvi út-
hverfi borgarinnar, þar sem líkin
hafa flest fundizt. Sérstök lög-
reglusveit hefur verið sett á stofn
til að rannsaka málið. Hafa konur
verið hvattar að hafa bifreiðir
sínar læstar, þegar þær eru við
keyrslu og stöðva ekki á fáförnum
stöðum. Hafa konur jafnvel verið
varaðar við að nema staðar vegna
bifreiða sem virðast vera lög-
reglubifreiðir nema aðyel athug-
uðu máli. _________________
Bretland:
Níu hundruð
tíma í plötu-
búrinu
Brezkur plötusnúður, John
James, setti í gær nýtt met í að
vinna sem plötusnúður í sam-
fleytt 900 klukkustundir. James
vann afrekið á veitingastað í Lon-
don en það var að nokkru leyti
framkvæmt í auglýsingaskyni til
styrktar rannsóknum á lömunar-
veiki.
Fyrra metið í plötusnúðastarf-
inu .var 800 klukkustundir, sem
Mark Gundelman átti.
Samkvæmt reglum Heimsmeta-
bókar Guinness má ekki leika lög
af stórum hljómskífum nema í
mesta lagi helming tímans.
Ítalía:
Stórforstjóri
og tveir
bankastjórar
ífjármála-
hneyksli
Forstjóri þriðja stærsta efna-
vöruf.vrirtækis Italíu. Nino
Rowelli, var sviptur vegabréfi
sínu i fyrradag að kröfu opinbers
ákæranda.
Opinber rannsókn fer nú fram
á fjárhagsstöðu fvrirtækisips a« -
-hlf^.lnlpnuai-trtekimTgum og
'svikum þar að lútandi.
í það minnsta tveir banka-
stjórar ítalskir eru einnig að ein-
hverju leyti taldir flæktir i málið.
Vitað er að stór hluti þess fjár-
magns. sem efnavörufyrirtækið
hefur yfir að ráða, hefur kontið
frá bönkúm, sem þeir stjórna.
Forstjórinn Rowelli hefúr
neitað öllum ásökunum á hendur
sér og fyrirtækinu.