Dagblaðið - 05.12.1977, Page 18

Dagblaðið - 05.12.1977, Page 18
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977. Það fínnast hallærís- plön út um allt land” Rætt við Jón Þór og Pál í Fjörefni Sala á A vítamini hefur aukizt talsvert upp á síðkastið. Astæðan er ekki sú að þjóðin sé vannærð fremur venju og ekki er heldur að ganga smitandi náttblinda. Þetta er bara lítið dæmi um mátt aug- lýsingarinnar. Síðustu vikur hafa birzt alls konar skrítnar auglýsingar í einu dagblaðanna um að Fjörefni A+ sé öllum nauðsynlegt. En þetta er alls ekki einhver pilluauglýsing heldur er hljómplötuútgáfan Steinar hf. þarna að auglýsa nýjustu plötu fyrirtækisins. Platan heitir A+ og hljómsveitin, sem leikur á henni er Fjörefni. Dagblaðið hitti tvo meðlimi Fjörefnis að máli fyrir helgina. Þeir eru Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson og eiga heiðurinn af því að hafa samið öll lög og flesta texta plötunnar. Upphafléga átti hún að verða sólóplata þeirra tveggja, en þegar fram liðu stundir myndaðist hljómsveitin Fjörefni. Þeir Jón og Páll voru fyrst spurðir að því, hvort þeir væru ánægðir með A + . Þeir hugsuðu sig um stundarkorn og loks svaraði Páll: „Já, já. Við erum ánægðir með hana.“ „Svo sem alveg sáttir við hana,“ bætti Jón Þór við. „Sjáðu til," sagði Páll, „þegar frá líður kemur náttúrlega alltaf eitthvað í ljós, sem hefði mátt hafa öðruvísi. Maður hlustar öðruvísi á plötuna þegar hún er búin heldur en meðan verið er að taka hana upp.“ Jón: „Þarna spilar náttúrlega inn í reynsluleysi sumra okkar í stúdíóvinnu. Við vinnum áreiðan- lega öðruvísi næst.“ Páll: „Við getum þvi sagt, að miðað við fákunnáttu okkar þá getum við verið þokkalega ánægðir með útkomuna.“ AÐDRAGANDINN Aðdragandinn að gerð A+ var nokkuð langur. Það var fyrst haustið 1976 sem það kom til tals hjá Jóni og Páli að gera hljóm- plötu. Jón: „Þó held ég að þetta hafi verið búið að liggja í loftinu miklu lengur. Palli pældi í sínum lögum og ég í mínum.“ Páll: „Það stóð til á sínum tíma að ég gerði sólóplötu fyrir Steina hf. Nú, og Steinar Berg útgefandi hafði einnig áhuga á'Iögum Jóns og Óla frænda hans, sem voru saman í hljómsveitinni Dögg með mér og fleirum. Málin æxluðust síðan þannig að ákveðið var að við slægjum saman í eina piötu og ég held að það hafi verið farsæl lausn." DB: Eru lögin af A+ þá flest eða öll frá þcim tíma þegar Dögg starfaði? Jón: „Nei, alis ekki. Aðeins tvö lög af A+ voru tilbúin áður en plötuupptakan kom til tals. Það eru lögin Farandverkamaður og Með lögum skal land byggja. DB: Eruð þið hræddir við það, hvernig viðtökur platan á eftir að fá? Páll: „Auðvitað erum við hræddir. Það byggist alveg á viðtökunum, hvort við fáum að gera aðra plötu.“ Jón: „Ef fyrsta platan gengur illa, þá gengur mun erfiðar en áður að fá útgefanda. Eg er hræddur um að við yrðum að snara okkur á loðnuvertíð og kosta síðan allt sjálfir, ef A+ selst ekki. FYRIR HVERJA? Heil plötusíða á A+ er lögð undir efni um Hallærisplanið. Hinum megin eru síðan lögin Farandverkamaður. Þú, I læra- læk, Disco dans og Meiri sól. — Þeir Páll og Jón voru spurðir að því til hverra A+ höfðaði helzt. Þeir litu hvor á annan, ekki alveg viðbúnir að svara þessari spurn- ingu. Loks sagði Jón: „Það verður bara að koma í ljós. Efni textanna, sérstaklega á Hallærisplanssíðunni, höfðar fremur til unglinga en fullorð- inna. Það er þó engin vísbending fyrir því að þeim, sem eru orðnir eldri en fjórtán ára, þurfi að leiðast platan." Páli: „Ég held að A+ hljóti að höfða til þeirra, sem hafa gaman af rokki, — aldurinn skiptir ekki máli.“ Og hann bætti við: „Ég er mjög sorgmæddur yfir stöðu unglinga í þjóðfélaginu þessa: dagana. Skemmtiaðstaða þeirra er til dæmis fyrir neðan allar hellur. Ég held að það væri bezt fyrir alla aðila ef fólk fæddist tvitugt að aldri. Þá væri málið ekki eins flókið. Við verðum mjög ánægðir, ef við fréttum að A+ verði til þess að farið verði að ræða frekar öll þessi óteljandi unglingavanda- mál, — að efni textanna fái einhverja, til dæmis foreldra, til að hugsa svolítið." HALLÓ ALLS STAÐAR Upphaflega áttu aðeins tvö lög ÁSGEIR TÓMASSON Enn á jörðinni” er komin iít Hljómplatan Enn á jörðinni er komin á markaðinn. Flytj- endur eru hljómsveitin Deildarbungubræður. A plöt- unni eru tíu lög, öll eftir Axel Einarsson og Arna Sigurðs- son. Enn á jörðinni er önnur plata bræðranna frá Bungu. Fyrsta platan kom út fyrir jólin í fyrra og bar nafnið Saga til næsta bæjar. Utgefandi beggja platnanna er fyrirtækið Icecross. Nýju plötunni fylgja nokkur orð frá útgáfufyrirtækinu, þar sem sérstaklega er vakin athygli á boðskap þeim, sem fram kemur i laginu jákvæður miðlínumaður. Þar er bent á nýja vídd í stjórnmálum, það er Upp og niður. Hljómsveitina Deildar- bungubræður skipa nú Axel Einarsson, Arni Sigurðsson, Kristinn Sigurjónsson Ólafur Kolbeins. og AT af A+ að fjalla um Hallærisplanið en þeim fjölgaði í fimm meðan platan mótaðist. Meðlimir Fjörefnis fylgdust að sjálfsögðu vandlega með framvindu mála á Halló og áreiðanlega hafa þeir vonað í hjarta sínu að ástandið þar breyttist ekki til batnaðar fyrr en platan væri komin út. — Én höfðu meðlimir Fjörefnis sjálfir farið á Hallærisplanið? Páll: „Jú, ég hef komið þangað. Reyndar stóð ég ekki við frá átta til þrjú um nóttina, en þó nógu lengi til að sjá, hvað var að gerast þar. Nú, — á tímabili var skrifað mikið um ástandið í blöðin og það hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á efnisvalið hjá okkur. „Jólastrengir” eru komnir út: „ Verðugur minnis- varði um Hljóm- plötuútgáfuna hf. ” —segja útgefendumir sem telja að fyrirtækið verði að hætta störfum umáramótin FJÖREFNI A HALLÆRISPLANINU — Hljómsveitin er nú þegar farin að íhuga Það er eflaust fjöldi fólks, sem heldur að vandræðaástandið á Hallærisplaninu sé liðið undir lok, bara af því að blöðin eru mikið til hætt að skrifa um lætin þar. Mér skilst að lögreglan hafi farið fram á að ástandið væri ekki auglýst upp til að það yrði ekki „töff“ að vera vandræða- unglingur á planinu." Jón: ,,En einu má ekki gleyma og það er að það eru fleiri Hallærisplön á landinu en þetta eina sanna í miðbæ Reykjavíkur. Lítum bara á nágrannabæina. í Garðabæ safnast unglingarnir sarnan í sjoppunni við Vífilsstaða- veginn, í Hafnarfirði eru þau á Essósjoppunni og við Aðalstöðina í Keflavík. Þannig mætti lengi telja. Og þó að ástandið á Halló í Reykjavík leysist þá er enn eftir að útrýma Hallærisplönum út um allt land.“ NÆSTA PLATA DB: Þið segizt vera reiðubúnir að gera aðra plötu. Eru lögin á hana tilbúin? Jón: „Það ætti ekki að vera vandamál. Við Palli eigum talsvert af lögum í pokahorninu. Nú, og síðan semur Nikulás Róbertsson og einnig Asgeir Óskarsson. Nei, við ættum frekar að lenda í vandræðum með að velja úr.“ DB: Þetta þýðir þá, að Fjörefni á eftir að starfa saman óbreytt frá því sem nú er. Fæðingarhríðir A+ gerð nýrrar plötu. hafa árelðanlega verið óvenjulega miklar. — DB-mynd Harður Vilhjálmstoir Páll: „Já, við eigum eftir að halda hópinn allir sex. Þegar maður fer að hugsa um, hvernig Fjörefni varð til og hvernig A+ komst loksins á markaðinn, þá hafa þetta áreiðan- lega verið óvenju miklar fæðingarhríðir. í upphafi átti platan bara að vera með okkur Jóni og gamla Eikin hafði tekið að sér að leika undir. Síðan breyttist sú hljómsveit mjög og þá fengum við Nikulás, Jóhann Þórisson, Örn Hjálmarsson gítar- leikara og Olaf Kolbeins tromm- ara til að leika með okkur. Síðan fóru tveir þeir síðastnefndu til Svíþjóðar og ætluðu að slá í gegn þar. Eftir nokkra mæðu duttum við loks niður á Tryggva Hubner og Ásgeir Óskarsson og þannig skipaðir tókum við A+ upp. Platan sjálf varð fyrir miklum töfum loksins eftir að búið var að' taka hana upp. Önnur hliðin var eyðilögð gjörsamlega eftir að hún hafði verið skorin. Einhverra hluta vegna komst skítur að henni. svo að vinna varð allt upp aftur. Þá var skollið á verkfall á tslandi, svo að plötumiðarnir stoppuðust hér heima. Seint og um síðir fréttum við loksins af því að allt væri tilbúið og þá bilaði Cargolux flugvélin, sem átti að flytja hana heim. Við biðum að lokum spenntir eftir því, hvort flugvélin hrapaði, þegar platan kom loksins til landsins. En hún hafði þetta samt af.“ DB: Við vorum að tala um nýju plötuna. Hvernig verður hún? Jón: ,,Góð.“ Páll: „Fyrir utan það, þá á hún að fjalla um sex stráka í þorpi úti á landi, sem gæti til dæmis heitið Dritvík. Þeir vasast hver í sínu starfinu. Einn er í bræðslunni, annar á kaupfélagsskrifstofunni og svo framvegis. Þessir strákar stofna hljóm- sveit og æfa og leika á fullu á böllunum. Hápunktur frægðar- ferils hljómsveitarinnar verður, þegar hún kemur til Reykjavíkur og fær að spila í pásu á Röðli.“ — Fjörefni, takk fyrir... AT „Við höfum ekkert sparað til að gera þessa plötu sem bezt úr garði. Ef svo fer, að við verðum að hætta rekstri Hljómplötuút- gáfunnar um áramótin, þá viljum við geta bent á verðugan minnisvarða um fyrirtækið, — plötu, sem við getum verið stoltir af.“ Svo fórust Magnúsi Kjartans- syni — einum eigenda Hljóm- plötuútgáfunnar hf. — orð, er hljómplatan „Jólastrengir" var kynnt blaðamönnum á fimmtu- daginn. Hann var beðinn um frekari áréttingu á orðum sfnum. „Jú, við teljum að rekstur fyrirtækisins gangi ekki nógu blómlega eins og stendur til að það borgi sig að halda þessu áfram. Við höfum alltaf átt við erfiðleika að etja frá upphafi og nokkrir félagar flúið af hólmi af þeim sökum. Nú er svo komið að við þörum ekki lengur að vona að við eigum eftir að rétta úr kútnum. Við leggjum því allt okkar undir á „Jóla- strengi“ og treystum því að al- menningur veiti plötunni þær viðtökur, sem við teljum að hún eigi skilið." Annar eigandi Hljómplötuút- gáfunnar, Jón Ólafsson, upp- lýsti að ef platan ætti að standa undir framleiðslukostnaði yrði hún að seljast í um 5.500 eintaka upplagi. „Upptaka plötunnar tók 240 tíma,“ sagði Jón. „Reyndar tals- verður tími í alls kyns tilraunir í kringum upptökurnar til þess að sem beztur árangur næðist. Annars var skurður plötunnar einnig óvenju dýr. Við tókum þá ákvörðun að láta alvöru fyrirtæki vinna verkið og leit- uðum til Atlantic í Bandaríkj- unum. Verkið, sem kostar að öllum jafnaði ekki nema 80-90 dollara, kostaði okkur 700 dollara. Með þessu teljum við tryggt að upptakan, sem var vandað til hér heima eins og frekast var kostur, komi nú fullkomlega til skila. Allt of algengt er, að góðar plötur séu skemmdar með handahófskenndum skurði.“ Stjórn upptökunnar á „Jóla- strengjum" var í höndum Jónasar R. Jónssonar. Heiður af útsetninguin á Karl Sighvats- son. Á annarri hlið plötunnar eru létt jólal’ög, en á hinni var Iögð höfuðáherzla á að ná fram stemmningu um helgi jólanna. Fjöldi flytjenda kemur fram á plötunni, bæði söngvarar, og hljóðfæraleikarar. Umslagið hannaði enskur myndlistar- maður, Miles Parnell. AT Jón Ólafsson og Magnús Kjartans- son forkólfar Hljómplötuútgáf- unnar hf. Ekkert var til sparað að gera „Jólastrengi" sem bezt úr garði, þar eð platan kann að verða sú síðasta sem fyrirtækið gefur út. DB-mynd: Höröur Vilhjálmsson. Póstsendum pumn Æfingaskór AVALLT EITTHVAÐ NYTT! Handboltar (minir dömu- og herra) íþróttatöskur Póstsendum pumn \ Fram, Valur, Liverpool, KR, Man. City o. fi. gerðir % -A'. /ELOUR ÍD.BALL Iþróttatöskur m pumn m Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783 Karate-og' júdóbúningar Hrí Út um qraino qrundu. QrQCim) i o Ný plata meó vísum úrVísnabóbinni Frábært framlag Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar og Tómasar Tómassonar. Vísurnar, þulurnar ög þjóðkvæðin, sem Vísnabókin geymir, eru löngu orðin alþjóðareign. Fyrri platan með vísum úr Vísnabókinni, EINU SINNI VAR, naut meiri vinsælda en dæmi eru til um íslenska hljómplötu. Öhætt er að fullyrða, að nýja platan, ClT UM GRÆNA GRUNDU, er ekki síður líkleg til vinsælda og langlífis en hin fyrri. VISNABÓKIN er nýkomin út í 6. útgáfu og hafa þá verið prentuð af henni yfir fjörutíu þúsund eintök, enda er þessi afar vinsæla þók löngu orðin sjálfsögð eign á heimilum landsins. itiuii) e'TfT' m w-a 'W' Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.