Dagblaðið - 05.12.1977, Side 21

Dagblaðið - 05.12.1977, Side 21
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977. 25 urnar eru stundum útsaumaðar eða skreyttar á annan hátt. Nú er gert ráð fyrir að hárið verði haft snarkrullað í staðinn fyrir mjúku lokkana sem til þessa hafa verið vinsælastir. Til þess að hár sem er snarkrullað fari vel er nauðsynlegt að klippa það oft og vel og hafa það ætið hreint. Hægt er að ná krullunum frarn með því að flétta hárið í mjög fíngerða fléttinga meðan það er blautt. Eins má vefja þvi utan um vöndla af bréfi. Ef konur eru með gott permanett nægir lika að láta hárið þorna úfið. PEYSUR MEÐ V HÁLSMÁLI Nú er gert ráð fyrir að í stað þverröndóttu rúllukragapeys- unnar verði sams kónar peysa með v hálsmáli vinsælust. Nota rná svo ýmsa klúta og trefla til þess að forðast kulda á brjóstið. Peysur þessar þykja eiga bezt við pils sem eru jafnvel pífuskreytt að neðan. Peysurnar eiga að vera síðar og í skærum litum. Sprengt garn er þó mjög vinsælt í peysur af þessu tagi. Vel má hugsa sér að ganga í skyrtu eða blússu innan undir. En Jackie hætti án þess að fá krónu. Hún taldi sig of tengda þeim atburðum sem verið var að skrifa um. En sú ákvörðun hennar að hætta hefur án efa gert það að verkum að mun fleiri en ella lesa bókina. Búið var að bjóða 6 útgáfuaðil- um öðrum en Vjking bókina en þeir höfnuðu henni allir. Einn þeirra hefur útskýrt það með því að bæði sé bókin illa skrifuð og eins sé það siðferðilega rangt að semja skáldverk um fólk sem raunverulega sé til. Höfundurinn útskýrir valið á nafninu með því að hann hafi viljað nota nafn frægspólitfkusar en ekki viljað hafa það Carter því hann væri allt of heiðarlegur og leiðinlegur. Kennedy nafnið taldi hann koma næst því nafni að frægð. Archer bendir á að í Englandi hafi komið út bók sem hét „Samsæri við drottninguna" og enginn hafi sagt neitt. En hann segir ekkert um það að í bókinni hafi drottningin heitið Karólína en ekki Ellsabet. Hann segist vera alveg hissa á öllum þeim látum sem bók hans hafi valdið. Um það bil 100 klukkutímum hafi verið eytt í að endurskoða handritið til þess að taka út allt sem sært gæti Kennedy fólkið. Archer hefur þegar unnið sér inn margar milljónir með alls konar ævintýramennsku en tapaði þeim jafnharðan. Hann segist ekki telja sig góðan rithöf- und heldur miklu fremur sæmi- legan sagnaritara. DS-þýddi. Viking útgáfan missir „starfskraft” EN GRÆÐIR MIUJÓNIR á sögunni um Kennedy forseta fara og gefa út bókina. Hún selst núna í gífurlegu upplagi og er mikið um hana talað. Höfundur bókarinnar er ungur maður, aðeins 37 ára. Hann heitir Jeffrey Archer og segir að sér líki mjög vel við alla þá frægð sem hann hefur öðlazt fyrir bókina. „Ég kann vel við að vera I sviðs- ljósinu," segir hann. Gagnrýnendur hafa þó ekki borið lof á bókina. Sannast sagna hafa þeir rakkað hana niður. A forsíðu hennar er sagt að forset- inn heiti Edward M. Kennedy og er það fólki nóg til að kaupa bók- ina, hvað sem gagnrýnendur segja. Sagan snýst um það hvort segja eigi forsetanum af ákveðnu samsæri sem búið er að gera gegn stjórninni. Höfundurinn hefurþegar fengið stórfé fyrir söguna og kemur til með að fá ennþá meira. H Jeffrey Archer með bókina í hönd á svölum í ibúð sinni í Pitts- burg. Fyrir nokkru var frá því skýrt að Jaqueline Onassis hefði af miklum þjósti hætt að vinna hjá Viking útgáfufyrirtækinu. Astæðan var bókin sem átti að fara að gefa úr og heitir Eigum við að segja forsetanum það? (Shall we tell the president?) Þótti Jackie sem sú saga styddist að verulegu leyti við sögur Kennedyanna og nöfnin eru hin sömu. Nú hefur sýnt sig að út- gáfufyrirtækið gerði rétt í því fjárhagslega séð, að láta Jackie Jackie Kennedy Onassis hætti þegar gefa átti bókina út. Hér er hún með stjórnanda Viking, Tom Guinzburg.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.