Dagblaðið - 05.12.1977, Page 22
26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1977.
Hvemig losna
má við ótta
Margir eru þeir sem fyllast ótta
við allt mögulegt án þess að aðrir
en þeir sjái nokkra einustu
ástæðu til þess. Lofthræðsla er
þarna algengust en síðan kemur
hræðsla við að fljúga og þá
hræðsla við að tala í margmenni.
A útlensku nefnist svona hræðsla
phobia og hefur því orði oft
verið slett á íslenzku og talað um
,,fóbiu“.
Sálfræðingurinn Manuel J.
Smith, sem er starfandi sál-
fræðingur í Bandaríkjunum,
hefur nú gefið fólki nokkur ráð til
þess að forðast svona hræðslu og
miðar þá við sjálfan sig.
Ástæðuna til óskynsamlegrar
hræðslu segir hann fyrst og
fremst vera slæma reynslu ein-
hvern tímann áður. Því geti verið
gott ráð að tala um þessa hræðslu
sína við einhvern og læra með því
að hætta að vera hræddur.
Sjálfur segir Smith eitt sinn
4C
Gott ráð gegn lofthræðslu. Að
vega salt uppi á einhverju. Fyrst
er byrjað á því sem lágt er í
loftinu en síðan hækka menn sig
smám saman.
hafa lent í þeirri raun að flugvél
sem hann var í í stríðinu hrapaði
eftir að hafa hlekkzt á í flugi.
Eftir það þorði hann ekki einu
sinni út á flugvöll. Eitt sinn
ætlaði hann og vinur hans að fara
og horfa á kappakstur einn sem
var hinum megin í Bandaríkjun-
um. Vinurinn var búinn að panta
flugvél á leigu fyrir þá báða og
talaði mjög fjálglega um þær
fögru stúlkur sem biðu þeirra
hinum megin í landinu. Smith lét
því til leiðast að fljúga með
honum.
Áður en þeir héldu af stað
þurfti vinurinn auðvitað að reyna
flugvélina með þvi að taka á
henni alls kyns beygjur og jafnvel
að snúa henni á hvolf. Aumingja
Smith sat bara með öndina í háls-
inum en þorði ekki að viðurkenna
að hann væri skelfingu lostinn.
En þegar þeir svo loksins flugu af
stað fékk vinurinn honum það
mikið af verkefnum að hann var
fljótur að gleyma hræðslunni.
Hann þurfti að fylgjast nákvæm-
lega með því sem gert var og taka
ákvarðanir um næsta skref
hverju sinni.
Eftir þetta segist Smith aldrei
hafa verið hræddur í flugvél. Nú
segist hann vita og skilja
nákvæmlega hvað það er sem um
sé að ræða og hann gæti þess
ávallt að hafa nóg að gera í
loftinu.
Bezta ráðið telur hann því vera
að hafa nóg að gera og það að læra
hvað það sé sem stjórni lögmálum
þess sem maður er hræddur við.
Þeir sem til dæmis eru haldnir
ótta við kynlíf, segir hann.eiga
einfaldlega að kynna sér meira
um það og þá hverfi hræðslan.
Maðurinn skapar sér að miklu
leyti sinn eigin ótta og sömuleiðis
eigi hann að getá læknað hann
líka sjálfur ef hann vill. Auðvitað
getur verið gott að leita til ein-
hvers vinar og fá hann til þess að
standa með sér í lækningunni.
Þessi vinur mætti alveg eins hafa
það starf að vera læknir, sál-
fræðingur eða atferlisfræðingur.
Langflestireða um 95% manna
telur Smith að geti læknað sig af
eigin ótta og jafnvel á mjög
skömmum tíma En ekki vita allir
hvernig bezt er að fara að og er þá
gott að leita til sérfræðinga.
Smith mælir einnig með því að
menn reyni að beina huganum að
einhverju öðru en því sem þeir
hræðast. Ef þeir eiga til dæmis að
gera eitthvert stórvirki sem þeir
óttast að þeir ráði ekki við er
bezta ráðið að hugsa ekkert um
það heldur að hlakka til einhvers
annars sem gott er og gleðilegt.
Þó ekki væri annað en það að
borða góðan mat.
Menn geta sigrazt á óttanum,
það er einungis spurning um
vilja.
DB-þýddi og endursagði.
Verzlun
Verzlun
Verzlun
ANDARTAK
Hér kemur auglýsing
um nýjar bækur frá
BÓKAMIÐSTÖÐINNI
innanskamms
Takjð
eftir
Eruð þið í vandræðum með
jólagjöfina? Ef svo er, lítið
þá inn hjá okkur. Við höfum
mikið úrval af gjöfum
handa þeim er hafa áhuga á
rafeindafræði t.d. bækur og
einfaldar sem flóknar rað-
einingar.
Gefið góða iærdómsrika
jólagjöfí ár.
Sameindhf.
Grettisgötu 46, sími 21366
Trésmiðja Kópavogs
& Auðbrekku 32
Sími40299
Verzlunin ÆSA auglýsir:
Seljuin guileyrnalokka i i
með nýrri tækni.
Notum dauðhreinsaðar gullkúlu
Vinsamlega pantið í sima 23622.
Munið að úrvalið af tfzkuskart
i,'lpun um er i /LsU.
Á
ANDARTAK
Hér kemur auglýsing
um nýjarbækur frá
BÓKAMIÐSTÖDINNI
innanskamms
Kigum glæsilegt úr-
val af póleruðum
smáborðum m/-
hlómaútflúri i borð-
plötu. Einnig
rokóko-horð m/út-
skurðl og/eða Onix
borðplötu.
Sendum um allt
land.
Síminn er 16541.
cNÝÍa,
SólstuFgcrói
W LAUGAVEGI 134w REYKJA' <
ANDARTAK
Hérkemurauglýsing
um nýjar bækur frá
BÓKA MIÐSTÖÐINNI
innanskamms
Snyrtiborðálager
• sérsrr.íðum:
Konungleg
hjónarúm
öll húsgögn,
kla'ðiskápa
og baðskápa.
Sérhúsgögn
IngaogPéturs
Brautarholti 26 —
Simi 28230.
Skrifstofu
SKRIFBQRD
VönduÓ sterk
skrifstofu ikrif-
borð i þrem
stærðum.
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiöja,
Auóbrekku 57, Kópavogi, Simi 43144