Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 32
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1977.
‘M__________________________
4 íslandi aka yfir
2300BÍLAR
með Lunienition
Daglcga fjölgar þeim bilum, sem aka með þessum búnaði, enda er
platinulausa transistorkveikjan frá LUMENITION örugg fjár-
festing, sem margskilar hagnaði. Yfir 2ja ára reynsla íslenzkra
ökumanna hefur staðfest tvennt:
• Raunverulegur bensínsparnaður er a.m.k. kr. 8 pr. ltr. Meðaltal sem
miðast við 88 pr. ltr.
• Gangöryggi, sem tryggir stöðuga hámarksnýtingu vélaraflsins.
AlgengUstu gangsetningarvandamál og rykkjóttur akstur með
kaldri vél eru úr sögunni.
Spvrjið LUMENITION-eigentfur um þeirra reynslu.
n u»mr.kc
Skelfunnl 3e*Simi 3*33*45
Vegg- og loftklæðningar
á ótrúlega hagstæðu verði
KOTO
GULLÁLMUR
OREGON PINE
EIK
TEKK
HNOTA
PALISANDER
STRIGAÁFERÐ
ÖLL VERÐ PR. FERMETRA
— MEÐ SÖLUSKATTI.
Ennfremur eigum við
furu- og grenipanel
í 6 mismunandi gerðum.
Gerið verðsamanburð
— það borgar sig.
KR.
KR.
KR.
KR.
KR.
KR.
KR.
KR.
1.990.
2.590,
3.150,
3.370,
3.370,
3.440,
3.580.
1.410.
BJÖRNINN
Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavfk
G æði
og góðlr
skilmálar
Ef þú ert að leita eftir litsjónvarps
tækjum eða hljómf lutningstækjum I
hæsta gæðaflokki. er LOEWE
OPTA merkið við þitt hæfi. Ef þú
kýst að kaupa tækin á góðum skil-
málum er LOEWE OPTA umboðið
viö þitt hæfi llkal
LOEWE OPTA tækin eru byggð upp
á einingum, sem auðvelda fullkom-
lega varahluta- og viögerðaþjón-
ustu. 12 rásir með snertitakkaskipt-
ingu. Kalt kerfi og In-line mynd-
lampi sem er með alsjálfvirkri
skerplstillingu á litum. LOEWE
OPTA er vestur-þýsk gæða-
framleiðsla.
LOEWE OPTA UMBOÐIÐ
Vitastíg 3 — sími 25745
1Z
r
Listráð að Kjarvalsstöðum
auglýsir hér með til umsóknar sýn-
ingartímann frá marz til október 1978.
Fyrirliggjandi umsóknir þarf ekki að
endurnýja. Umsóknir þurfa aö hafa
borizt Listráði fimmtudag 15. des-
ember 1977.
Flugmenn—Flugvélstjórar
Arnarflug h/f vantar flugmenn og flugvélstjóra til starfa
á Boeing 720B þotur. Lágmarkskröfur fyrir aðstoðarflug-
menn ALTP.
Umsóknir ásamt sundurliðuum flugtímum skulu berast
félaginu fyrir 15. desember.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins Síðumúla
34. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
ARNARFLUG
Bóklegt nám til atvinnuflugmanns-
prófs og blindflugsréttinda
FLUGMÁLASTJÓRN OG FJÖLBRAUTASKÓLI
SUÐURNESJA AUGLÝSA:
Bóklegt nám til atvinnuflugmanns-
prófs og blindflugsréttinda fer fram í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn
og haustönn 1978, ef næg þátttaka
fæst. Kennt verður samkvæmt náms-
skrá viðurkenndri af Flugmálastjórn.
Kennslustundir verða rösklega 800.
Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur og
gagnfræðapróf eða samsvarandi
menntun. Upplýsingar um námið eru
veittar hjá loftferðaeftirliti Flugmála-
stjórnar á Reykjavíkurflugvelli og í
skrifstofu Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í Keflavík. Kennsla hefst
væntanlega 16. janúar 1978. Umsókn-
ir um skólavist skulu sendar fyrir 20.
desember nk. til Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, pósthólf 100, Keflavík,
eða til loftferðaeftirlitsins, Flugmála-
stjórn, Reykjavíkurflugvelli
AGNAR KOFOED-HANSEN JÓN BÖÐVARSSON
FLUGMALASTJORI SKÓLAMEISTARI
íbúöir fytir fatlaða
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra
auglýsir hér með eftir umsóknum um
leiguíbúðir í Sjáífsbjargarhúsinu,
Hátúni 12, R.
íbúðirnar eru ætlaðar fötluðu fólki.
Aðeins þeir einstaklingar og/eða hjón
koma til greina, sem hafa ferlivist og
geta séð um sig sjálfir.
Að öðru jöfnu sitja þeir fyrir íþúð,
sem eru á aldrinum 16-60 ára.
íbúðirnar eru 2ja herbergja með eld-
húsi og baði og 1 herbergja með eld-
unaraðstöðu og baði.
Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar
verði tilbúnar til afhendingar í janúar
1978.
Umsóknareyðublöð afhent á skrif-
stofu Sjálfsbjargar (Eyðublöðin verða
einnig send þeim, sem þess óska).
Umsóknarfrestur er til 31. des. 1977.
SJÁLFSBJÖRG, LANDSSAMBAND FATLAÐRA
Hátúni 12, Revkjavik.
Sími 29133.
Ný bók f rá Leiftri
FINNSK
ÆVINTÝRI
Likt og aðrar þjóðir eiga Finnar
mikinn fjölda ævintýra og þjóð-
sagna. Þau eru þó mun óþekktari
á íslandi en til dæmis ævintýri
hinna Norðurlandaþjóðanna.
Ástæðan fyrir þessu er vafalaust
sú, að finnsk tunga er með öllu
óskyld norrænum málum.
Nú hefur bókaútgáfan Leiftur
sent frá sér dálitla bók, sem
nefnist Finnsk ævintýri. Þýðing
bókarinnar fór þannig fram að
Turid Farbregd, sem lengi hefur
verið norskur lektor í Helsing-
fors, þýddi ævintýrin á nýnorsku
og síðan sneri Sigurður Guðjóns-
son þeim úr því máli yfir á
íslenzku.
I bókinni eru 26 ævintýri. Hún
er 157 blaðsíður að stærð.
Nokkrar myndir eru í henni —
eftir finnska listamanninn Erkki
Alajarvi.
Glitrandi
kímni og
þjóðlegur
fróðleikur
— Eyfirskarsagnir.
Útgefandi AB
Eyfirskar sagnir skrásettar af
Jónasi Rafnar yfirlækni fjalla um
drauga og mennska menn í átt-
högum höfundar á nítjándu og í
upphafi tuttugustu aldar. Um
draugana þarf ekki að fjölyrða,
en allir hinir, sem sagt er frá í
bókinni, eiga það sameiginlegt að
vera öðruvísi en fjöldinn. Sög-
urnar glitra af kímni og fyndni
auk þess sem þær varðveita
merkilegar þjóðháttalýsingar og
annan þjóðlegan fróðleik. Útgef-
andi er Almenna bókafélagið.
Verð 4320 kr.
JH
Hörkukeppni
áLeMans
— fimmta bókin
íflokki um þá Wynn
og Lonny
Hörkukeppni á Le Mans nefnist
nýjasta bókin um þá félaga Wynn
og Lonny. Hún er sú fimmta í
röðinni og fjallar, eins og fjórar
þær fyrri, um kappakstur og aftur
kappakstur^
Æskudraumur þeirra félaga er
að verða að veruleika. Þeir fá að
taka þátt í frægasta kappakstri
veraldar, — á Le Mans í Frakk-
landi. Og ökutækið er ekki af
verri endanum, heldur Chevrolet
Monza. En þó að þeir fái að keppa
gengur þó ekki allt snurðulaust
fyrir sig. Misindismenn og
hryðjuverk fylgja þeim fram á
síðustu stund.
Vegur bifreiðaíþrótta hefur
vaxið mjög hér á landi upp á
síðkastið og er fólk í auknum
mæli farið að fylgjast með rall-
akstri, sandspyrnu og torfæru-
akstri. Enn eru ekki komnar hér
eiginlegar kappakstursbrautir, en
aðdáendur verða að láta sér
nægja að lesa um slíkar keppnir,
— til dæmis í bókunum um Wynn
og Lonny.
Útgefandi Hörkukeppni á Le
Mans er Leiftur.