Dagblaðið - 05.12.1977, Page 35
D AfiBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977.
1
Utvarp
Sjónvarp
39
Sjónvarp í kvöld kl. 21.45: Heimsókn Sadats til Israels
EKKIENN SEÐ FYRIR ENDANN
Á HEIMSÓKNINNI
I sjónvarpinu í kvöld verður
sýnd hálftíma löng brezk frétta-
mynd um heimsókn Anwars
Sadats forseta Egyptalands til
ísraels. Þessi heimsókn er ennþá
mikið deiluefni meóal ýmissa
þjóða. Mörgum þótti sem Sadat
sýndi fádæma pólitískt hugrekki
með því að stinga höfðinu í gin
Ijónsins. öðrum Arabaþjóðum var
þó hreint ekki sama og óttuðust
að Sadat ætlaði að gera einhverja
sérsamninga um grið við ísraels-
menn.
Eftirleikur heimsóknarinnar er
enn ekki allur. Sadat hefur boðað
til ráðstefnu allra deiluaðila í
Kaíró. En eingöngu ísraelsmenn
og Bandaríkjamenn hafa tilkynnt
komu sína. Fulltrúi Sameinuðu
þjóðanna hyggst einnig koma á
fundinn.
Arabaþjóðirnar halda aðra ráð-
stefnu þar sem þessari sem halda
átti I Kaíró er mótmælt. Sú ráð-
stefna hófst nú fyrir helgina og er
þaðan tíðinda að vænta. Jórdanir
gátu þó ekki hugsað sér heldur að
mæta á þeirri ráðstefnu og
boðuðu til hinnar briðiu. En
Sadat kveður Israelsmenn með þökkum og er vinalegur að sjá.
enginn hefur tilkynnt þátttöku á
hana. Rússar, sem ásamt Banda-
ríkjamönnum hafa verið I forsæti!
Genfarráðstefnunnar um frið í
Mið-Austurlöndum, hafa lýst því
yfir að þeir hyggist hvoruga ráð-
stefnuna sækja og eru hreint
ekkert kátir.
Eigi að slður markar heimsókn-
in þáttaskil f deilu Araba og
MÁNUDAGUR
5. DESEMBER
20.00 Fróttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.15 Skugginn. Bandarfsk sjónvarps-
mynd. gerð eftir hinu alkunna ævin-
týri H.C. Andersens. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
21.45 Heimsókn Sadats til ísraels. Bresk
fróttamynd um heimsókn Anwars
Sadats, forseta Egyptalands. til Isra-
els og aðdraganda hennar. Fullvíst má
telja. að þessi heimsókn forsetans
marki þáttaskii f friðarumleitunum í
Mið-Austurlöndum. Þýðandi .lón O. ;
Edwald.
22.05 Prestkosningar (L). Umræðuþáttur
í beinni útsendingu. Umsjónarmaðuf
sr. Bjarni Sigurðsson lektor. Stjórn
útsendingar örn Harðprson.
Dagskrárlok um kl. 23.00.
Israelsmanna. I fyrsta sinn I tugi
ára geta Egyptar og Israelsmenn
talazt við í fullri vinsemd. Og
vfnátta virðist vera komin á á
milli valdamanna. Þetta hlýtur
óhjákvæmifega að teljast víður-
kenning á tilveru Israelsrfkis af
hendi Egypta, hvað svo sem
frekar verður.
Þýðandi myndarinnar um
heimsóknina er Jón O. Edwald.
DS
Laugavegi 178 - Sími 88780
Jólinnálgast!
Amerískurjólapappír
j * Jólaskraut
* Jólakort
* Leikföng