Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977
BIABIB
mmt. áháð dagblað
Útgefandi Dagblaðiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Asgrimur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissui
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljosmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuði innanlands, í lausasölu 8j) kr
eintakið.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., ^rmúla 5.
Myndaog plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentuh: Árvakur hf. Skeifunni 19.
>
Ottinn við kristjánskuna ■
Margir útvegsmgnn og sjómenn
eru hræddir við kristjánskuna,
kenningar Kristjáns Friðriks-
sonar iðnrekanda. Þeir hafa litið
svo á, að tillögum hans um stjórn-
un veiða og auðlindaskatt sé beint
gegn útveginum. Ætlunin sé að drepa útveginn
og byggja iðnað upp í staðinn. Þetta er mis-
skilningur, sem byggist á því, að þessir menn
hafa aldrei gefið sér tíma til að kynna sér
kenningar Kristjáns til hlítar.
Fleiri mæla með auðlindaskatti en Kristján
Friðriksson. Félag íslenzkra iðnrekenda hefur
margsinnis lagt til, að auðlindaskattur verði
lagður á sjávarútveginn. Iðnrekendur hafa
með réttu bent á forréttindi annarra atvinnu-
greina, það er landbúnaðar og sjávarútvegs, á
ýmsum sviðum. Bjarni Bragi Jónsson, hag-
fræðingur Seðlabankans, er meðal þeirra, sem
hafa nefnt auðlindaskatt sem hugsanlega leið í
framtíðarskipulagi efnahagsmála. En Kristján
Friðriksson kemst með kenningum sínum
miklu lengra en að mæla með auðlindaskatti.
Því fer fjarri, að hann leggist gegn sjávarút-
vegi. Hann bendir á, hvernig afli getur stórauk-
izt.
,,Með núverandi stefnu, það er með því að
beita of stórum flota, með því að drepa megin-
hluta fisksins sem uppeldisfisk, til jafnaðar
ekki hálfvaxinn, og með vanrækslu í iðnaðar-
uppbyggingunni stefnir þjóðin beint inn í
skuldasöfnun, fátækt og lífskjaraskerðingu
allra þjóðfélagsþegnanna,“ segir Kristján. Við
þekkjum nú þegar skuldasöfnunina, smáfiska-
drápið, sem stefnir þorskstofninum í voða, og
vanræksluna í uppbyggingu iðnaðar. Því getur
enginn á móti mælt. Allir ábyrgir aðilar í
sjávarútvegi hvetja til stóraukinnar fiskvernd-
ar og minnkunar þorskafla. Það, sem Kristján
Friðriksson gerir, er að tengja friðunarstefnu
við beitingu auðlindaskatts til uppbyggingar
bæði útvegs og iðnaðar.
Kristján Friðriksson er ekki einn um að sýna
fram á, hvernig megi stórauka afla með minnk-
un sóknar um nokkurt skeið. Stefnt verði að
því, að fiskurinn verði ekki veiddur fyrr en
hann hafi náð því, sem Kristján kallar ,,hag-
kvæmri slátrunarstærð“. Veiðum á uppeldis-
fiski verði hætt. Þessar kenningar eru í sam-
ræmi við kenningar fiskifræðinga. Einmitt á
svipuðum grundvelli hafa beztu menn barizt
fyrir stóraukinni friðun.
Kristján Friðriksson stefnir með þessu ekki
að niðurskurði útvegs, heldur fær hann út, að
með því megi auka aflann um 300 þúsund tonn
á ári og auka gjaldeyristekjur um 45 milljarða
króna.
Af þessu munu leiða stórauknar tekjur fólks
í sjávarútvegi, þegar litið er á landið sem heild.
Kristján vill, að aðrir njóti góðs af og því skuli
hluti en aðeins hluti af þessum auknu tekjum
tekinn með auðlindaskatti og honum meðal
annars varið til að efla iðnað, einkum á þeim
svæðum, sem þarfnast uppörvunar vegna
friðunar uppeldisfisksins. Kristján segir, aö
fiskvinnslustöðvar sunnanlands og vestan
muni mjög bæta sinn hag og norðan- og austan-
lands muni fólk hafa sama fis'kmagn og nú og
hinn nýja iðnað að auki.
Fólk í sjávarútvegi þarf því sízt að óttast
kristjánskuna.
Pólland:
Ahrif kaþólsku
kirkjunnar
aukast stöðugt
— ætlar hún að styðja landbúnaðarumbætur stjómar Giereks?
Vi
Fyrir skömmu voru tveir
pólskir leiðtogar staddir í Róm.
og báðir ræddu þeir við Pál
páfa. Mennirnir voru Edward
Gierek forustumaður pólska
kommúnistaflokksins og Stefan
Wyszinskij kardináli og for-
ystumaður kaþólsku
kirkjunnarí Póllandi.
Flestum finnst að þessir
menn eigi fátt sameiginlegt í
skoðunum en báðir hafa þeir
komizt að þeirri niðurstöðu að
viðræður verði að vera þeirra á
milli. Hvort sem þessum
forustumönnum líkar betur eða
verr þarfnast þeir hvor annars.
Kommúnistaflokkur Pól-
lands hefur lengi átt í mikl-
um erfiðleikum og virðast þeir
síður en svo fara minnkandi.
Menntamenn eru óánægðir og
verkamenn ekki síður. Aukin
tengsl þessara stétta hafa ekki
minnkað vanda stjórnarinnar.
Efnahagsmálin hafa stöðugt
verið stórvandamál og hefur
það orðið einna ljósast í matar-
skorti í landinu. Landbúnaður
Póllands er orðinn mjög forn-
aldarlegur og orðið mjög brýnt
að endurbæta vinnubrögð við
hann. Ríkisstjórnin hefur gert
margar tilraunir til að hækka
verð á landbúnaðarvörum en
án mikils árangurs. I hvert
skipti, sem slík hækkun hefur
staðið fyrir dyrum, hefur legið
við uppreisn í landinu.
Forveri Giereks í starfi,
Wladislav Gomulka, varð fyrir
barðinu á einni slíkri mótmæla-
aðgerð vegna hækkunar á mat-
vælum og hrökklaðist frá
völdum. Þetta veit Gierek og
hefur reyndar orðið fyrir slík-
um mótmælaaðgerðum sjálfur.
Þess hefur eínnig þótt gæta
nokkuð meðal ungra Pólverja
að þeir trúi lítt á kennisetning-
ar kommúnista og er áhuga-
leysi um flokkinn meira en
forustumönnum hans gott
þykir meðal þeirra.
Kaþólska kirkjan lætur ekki
neinn bilbug á sér finna þrátt
fyrir háan aldur. Hún hefur
verið sterk um aldir í Póllandi
og forustumönnum komm-
únista hefur skilizt að bar-
átta gegn henni borgar sig
engan veginn. Á Staiínstiman-
um var stöðugur ófriður milli
kirkju og kommúnista en síðan
hefur kirkjan fengið að vera í
friði. Að vísu hafa henni verið
settar ýmsar skorður i lögum en
þó svo að boðun orðins fari eitt-
hvað út fyrir ströngustu túlkun
laganna er ekkert aðhafzt.
Páll páfi er millieöngumaður í samningaviðræðum
pólska kommunistaflokksins og kaþólsku kirkjunnar þar í landi.
Belgar— GJAF1R SKULU
Færeyingar: YÐUR GEFNAR
Nú loksins er runninn upp sá
dagur, þar sem allir aðilar og
stofnanir, sem snerta íslenzkan
sjávarútveg, eru á einu máli um
stefnu og aðgerðir i verndun
íslenzku fiskveiðilögsögunnar
gagnvart útlendingum. Þing
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, fundur Lands-
sambands íslenz.kra útvegs-
manna og fundur Fiskifélags
íslands, sem öllum er nýlokið,
samþykktu að gera bæri tafar-
laust ráðstafanir til þess að
segja öllum samningum við út-
lendinga upp nú þegar. Hér er
ekki eingöngu á ferðinni álit
þessara meginstofnana sjávar-
útvegsins heldur einnig allrar
íslenzku þjóðarinnar. Þrátt
fyrir þetta hefur komið upp sú
staða, að nokkrir stjórnmála-
menn vilja halda í þessa
samninga við útlendinga, og
hafa meira að segja lýst því
yfir. að það beri ekki að losa sig
við samningana. Sótt hafa verið
til þess ýntis rök. sem ekki eitt
fær staðist athugun. Þessar
þjóðir með samninga eru Norð-
menn, Belgar og Færeyingar.
Er nú rétt að athuga stöðuna
gagnvart hverri þjóðinni fyrir
sig og jafnframt vera minnugir
þeirrar yfirlýsingar ráða-
manna, að ekki kæmu til greina
neinir fiskveiðisamningar
nema á grundvelli „gagn-
kvæmra fiskveiðisamninga."
N0RÐMENN
Hverjar eru svo efndirnar?
Norðmenn láta ekkert á móti
þcim fiski, sem þeir hafa fengið
og fá nú hjá okkur. Reynt hefur
verið að benda á, að síldin ætti
hugsanlega eftir að koma upp
og ganga sinn gamla stóra hring
í Norðaustur-Atlantshafinu. t
því sambandi má vitna í viðtal
við Bolle sjávarútvegsmálaráð-
herra Noregs. í vikunni. cr
hann var spurður um þetta
atriði, að ekki var hann bjart-
sýnn á, að það kæmi til þess á
næstunni. Vitað er að ta'kni er
fyrir hendi að nýta þennan fisk-
stofn sem heimastofn í Noregi.
þannig að aldrei framar komi
til þess að hann fari sína hring-
ferð norðúr með Noregi, Spitz-
bergen, Jan Mayen, ísland,
Færeyjar, Vestur-Noregur. Það
er fæðuskortur og stofn-
stærðin, sem orsökuðu ferða-
lagið. Nú, þegar stofninum er
haldið í ákveðinni stærð, koma,
ekki til nauðsynjar ferðalags-
ins, nákvæmlega eins og ef
nægjanleg beit og jafngóð að
gæðum væri í byggð fyrir þá
stofnstærð sauðfjár, sem
tslendingar hafa átt, þá hefði
aldrei komið til þeirra ferða-
laga, sem rekstur á afrétt er.
Því láta Norðmenn ekkert á
móti, og þvi er engin forsenda
fyrir samningum við þá. Rétt er
að benda hér einnig á eitt
atriði, sem ekki hefur_ verið
rætt, en það eru lúðuvciðar
Norðmanna við Island. sem
þyrfti að gefa sérstakan gaum,
og er vísbending til íslenzkra
útvegsmanna um að nýta lúðu-
veiðar betur en gert er og nýta
þá markaði, sem Norðmenn
nýta nú i Sviþjóð. Norðmcnn
eru nú orðnir oliufurstar
Norðursins. með traustari efna-