Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977. 5 Herinn borgarvel: Hús Isl. aðalverktaka að Höfðabakka 9 rúmlega 1,3 milljarðar að brunabótamati Islenzkir artalvorktakar sf. ætluðu að hasla sér völl á franikva'mda- markadi utan Kvflavíkurvallar. Af þvi tilofni ákváðu forráða- menp fvrirtækisins að bvggja yfir starfsemina i Re.vkjavík. Hugsað var stórt og árangurinn sést að Höfðahakka 9, 75 þúsund rúmmetra bygging að bruna- bótamati rúmlega 1,3 milljarðar. — Bygging hóf st þegar við ætluðum að hasla okkur völl á almennum f ramkvæmdamarkaði, segir Thor Ó. Thorsframkvæmdastjóri Fasteignir íslenzkra aðalverk- taka sf., að Höfðabakka 9, eru 1.337 milljóna virði að brunabóta- mati. Húsnæðið s'em er leigt undir ýmis konar starfsemi, svo sem verksmiðjurekstur, skrifstofur, geymsluhúsnæði og skóla, er sam- tals 75.015 rúmmetrar samkvæmt upplýsingum Húsatrygginga Reykjavíkur. ,,A árunum milli 1960 og 70 höfðu tslenzkir aðalverktakar sf., með höndum umsvifamiklar vega- framkvæmdir á Suðvesturlandi," sagði Thor Ö. Thors fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins í við- tali við DB í gær. „Fyrirtækið sá um alla steypu- vinnu við Reykjanesbrautina og um það bil helming undirbygg- ingar. Einnig hafði það með höndum framkvæmdir við upphaf lagningar Vesturlandsvegar," sagði Thor ennfremur. „tslenzkir aðalverktakar sf„ hófu þessar vegaframkvæmdir að beiðni þáverandi ríkisstjórnar. Þar sem svo virtist að fyrirtækið mundi hasla sér völl á þessum vettvangi var ákveðið að koma þaki yfir starfsemina og ráðizt í framkvæmdir að Höfðabakka 9.“ Thor Ö. Thors var spurður hvernig fjármögnun slíkra stór- bygginga sem Höfðabakka 9, sem að brunabótamati væri rúmlega 1,4 milljarðar, væri háttað. 1 því sambandi benti fram- kvæmdastjórinn á að Islenzkir aðalverktakar sf., væru um það bil aldarfjórðungsgamalt fyrir- tæki. Taldi hann engan þurfa að undra að svo gamalt fvrirtæki hefði eignazt eigið húsnæði. Thor .sagði að byggingar- kostnaður fasteignarinnar að Höfðabakka 9 væri samtals orð- inn um 400 millj. króna. Verð- bólgan hefði séð um að lyfta brunabótamati þess i þá tölu sem það væri í dag. Einnig benti hann á að með- talið í brunabótamati væri verð- mæti innréttinga, sem væru að mestu í eigu leigjenda. Hvers vegna íslenzkir aðalverk- takar hefðu ekki haldið áfram frammkvæmdum utan Kefla- víkurflugvallar svaraði Thor Ö. Thors því að ýmsir innlendir verktakar hafi verið byrjaðir starfsemi og hafi komið upp óánægja meðal þeirra. Hafi forsvarsmenn þeirra bent á að þeir teldu óeðlilegt að vera i samkeppni við Islenzka aðalverk- taka sf. sem stæðu einir að fram- kvæmdum á Keflavikurflugvelli. „Við tókum rök þeirra til greina og ákváðum að halda verk- legri starfsemi fyrirtækisins innan vébanda Keflavíkur flug- vallar," sagði Thor Ó. Thors fram- kvæmdastjóri að lokum. ÓG VERZLUNIN VAL Strandgötu34 Hafnarfiröi TELPNAKJÓLAR 0G SK0KKAR, MARGAR GERÐIR. • DRENGJA SLÉTTFLAUELSFÖT Á 1—4 ÁRA • DRENGJA BLAZERFÖT Á 5—12 ÁRA FJÖLBREYTT ÚRVAL AF BARNAFATNAÐI 0.FL 0.FL. 0.FL. LÍTIÐ INN 0G SANNFÆRIZT NÆG BÍLASTÆÐI VIÐ BÚÐAR- DYRNAR Alþýðubandalagið á Reykjanesi Gils og Geir efstir Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjördæmi til næstu alþingiskosninga hefur verið ákveðinn. Listinn er þannig skipaður: 1. Gils Guðmundsson alþingismaður. 2. Geir Gunnarsson alþingis- maður. 3. Karl Sigurbergsson skipstjóri 4. Bergljót Kristjáns- dóttir kennari. 5. Svandís Skúladóttir fulltrúi. 6. Björn Ölafsson verkfræðingur 7. Albína Thordarson arkitekt. 8. Kjartan Kristófersson vélstjóri 9. Njörður P. Njarðvík lektor 10. Magnús Lárusson húsgagna- smiður. Forval Alþýðubandalagsins sem fór fram í Reykjaneskjör- dæmi var ekki bindandi en kjördæmisráðið fylgdi niður- stöðu þess í skipan efstu sæta. JH FÁLKIN N Ný frábær hljómplata með Mannakorn, enn betri en sú fyrri. Á þessari plötu eru tíu ný lög eftir Magnús Eiríksson og allir textar utan eins eru eftir hann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.