Dagblaðið - 14.12.1977, Side 32

Dagblaðið - 14.12.1977, Side 32
VISIR SETUR ALÞYÐU- BLAMNU ÞUNGA KOSTl — Leitað eftir pappírsgjöf um f rá norska Verkamannaf lokknum Vísir krefst þess af Alþýðuflokknum að hann út- vegi aðstoð frá Ar-. beiderpressen, blaðaútgáfu norska Verkamannaflokksins og verkalýðsfélaganna, til rekstrar Alþýðublaðsins og Visis, sennilega með því að gefinn verði mikill hluti af pappír sem blöðin kaupa frá Noregi. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, hefur í þing- flokknum svarað spurningu um þetta mál frá Jóni Ármanni Héðinssyni. Jón Ármann vildi fá að vita um rekstur Alþýðublaðsins og samstarfið við Vísi um útgáfu þess. Reykjaprent hf., sem gefur út Vísi, hefur eins og kunnugt er einnig gefið út Alþýðublaðið að undanförnu. í svari Benedikts kom fram, að Vísir hefði sagt upp samningnum um þessa útgáfu Alþýðublaðsins. Viðræður um endurnýjun samningsins væru þó á fullri ferð en Vísir gerði kröfu um aðstoð frá Arbeider- pressen. Kunnugir telja að með þvi eigi að reyna að leysa vanda bæði Alþýðublaðsins og Vísis. Þá telja kunnugir heimildar- menn DB að halli á Alþýðublaðinu verði í ár ekki undir 13-15 milljónum króna og líklega mun meiri á næsta ári Því verði stefnt að. því að fá' aðstoð frá Norðmönnum, sem nemi um 40 milljónum á næsta ári. Benedikt Gröndal upplýsti á þingflokksfundinum að Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins og Bjarni Magnússon, starfsmaður Alþýðuflokksins, ættu að fara til Noregs á sunnu- daginn til að leitahófanoa um slíkan stuðning. Þeirri ferð var frestað að ósk Norðmanna. -HH. Borgarlög- maður baðst lausnar f rá störf um Páll Lindal borgarlögmaður baðst í gær lausnar frá störfum og var lausnarbeiðni hans samþykkt á fundi borgarráðs sama dag. Ástæða lausnarbeiðninnar er að- gæzluleysi í meðferð innheimtu- fjár vegna leigu á bilastæðum. að upphæð tæpar tvær milljónir króna. Meginhluti fjárins hefur verið endurgreiddur borginni. Borgar-f yfirvöld hafa staðfest þessa frétt en vilja ekki tjá sig frekar um það fyrr en framhaldsrannsókn lýkur. Rauðhólamorðið: Dómurívikunni í þessari viku verður kveðinn upp dómur í máli sem ákæru-. valdið höfðaði gegn Einari Hirtl Gústafssyni, sem skaut Halldóru Ástvaldsdóttur til bana í Rauðhól- um í ágúst sl. Einar játaði þegar verknaðinn. Krafizt er þyngstu löglegrar refs- ingar en á móti er krafizt lægstu refsingar. - OV „Jesús lifir" á Ijósaskilti á Akureyri Það er víðar jólaös en á höfuðborgarsva*ðinu og fleiri „höfuðborgir" en Revkjavik. í höfuðstað Norðurlands tók FAx. þessar mvndir í jólaösinni. Hafnarstrætið er fullskipað fólki í jólastemmningu og jólaandinn hvílir yfir öllu. Eins hreyfils flugvélfórst útaf Keflavík í nótt: Hreppti mótvind og varð bensínlaus — reyna átti að f inna flugmanninn við birtingu i morgun Litil eins - hreyfils flugvél fórst í nótt um það bil 19.5 mílur út af Keflavík. í flugvél- inni var einn maður. Ekki var vitað í morgun hvort hann hefði farizt. en í birtingu var áformað að björgunarþyrla frá varnarliðinu færi út að flakinu og maður sigi niður. Litla flugvélin er af gerðinni Piper PA-28. Hún var í svoköll- uðu ferjuflugi frá Bandaríkjun- um til Evrópu. Hún lagði upp frá Gander á Nýfundnalandi i gær og átti að lenda i Reykja- vík, en hreppti harðan mótvind. Svo fór að bensín flugvélarinn- ar dugði ekki til að hún næði landi. Það var klukkan 2.58 í nótt að flugvélin skall í sjónum. Flugmaðurinn hafði séð nokkru áður hvernig fara myndi, því hann sendi út fieyðarkail. Er flugvélin fórst var björgunarvél frá hernum komin að slysstaðnum og sveim- aði þar yfir. Fljótlega dreif að nokkra togara, sem fylgdust með flakinu. 1 morgun þegar Dagblaðið ræddi við flug- stjórnarmiðstöðina á Reykja- víkurflugvélli maraði flugvélin í hálfu kafi að framan og ekk- ert lífsmark var að sjá þar. - ÁT- Birgir Óskarsson loftskeytamaður á Ögra: „EKKERT LIFSMARK AÐ SJA VIÐ FLAKIД — þnr togarar bíða átekta við flugvélina „Hér er svo sem lítið að sjá. Jú. afturhluti vélarinnar stendur upp úr sjó og fram yfir vægi. sem eru heilir. Fram- hlut'nn er hins vegar á kafi,“ sagði Birgir Óskarsson loft- ‘skevtamaður á togaranum Ögra, er Dagblaðið ræddi við hann laust fyrir klukkan níu i morgun. Birgir sagði að nú væru þrír togarar við flak litlu flug- vélarinnar, það er Haraldur Böðvarsson og Ingólfur Arnar- son auk Ögra. Þeir lýsa upp flakið, þar sem það marar í sjónum. í nótt voru togararnir Vigri og Snorri Sturluson einnig við vélina, en þeir eru nú á innleið. Er ögri kom að flakinu um 19.5 míTur út af Keflavík klukkan hálf fimm í nótt voru hinir togararnir þar fyrir. Birgir sagði að þeir hefðu þá fundið lítinn mannlausan gúm- björgunarbát, sem talinn væri vera úr flugvélinni. „Nei, við höfum ekkert lífs- mark séð þarna,“ svaraði Birgir Óskarsson spurningu blnt.. „Hér er andskotans óveður, úrkoma og ölduhæð mikil. Þeir á Haraldi Böðvarssyni ætluðu að reyna að ná flakinu upp í nótt, en það var ógerlegt, — það er orðið svo óreglulegt sjólagið nérna." -ÁT- SÍDUSTU FRÉTTIR: Þyrla frá varnarliðinu fór um klukkan 11 frá Keflavíkur- flugvelli og átti maður að síga frá þyrlunni niður að flug- vélinni. Veður hafði þá lægt nokkuð frá því í morgun. Óskar Þór Karlsson hjá Slysavarna- félaginu taldi litlar líkur til þess að flugmaðurinn væri enn á lífi eftir hrakningana. -ÁT- frfálst, óháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 14. DES 1977. Elduríbát í gærkvöldi kviknaði í Von SH 199, þar sem báturinn !á við Grandagarð í Reykjavík. Slökkvi- liðið var kallað út kl. 20.35 og þegar það kom á staðinn var tölu- verður eldur í vélarrúmi bátsins og mikill reykur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn með vatni, en talsverðar skemmdir urðu í vélar- rúminu, rafmagnstafla, einangr- un og leiðslur brunnu og skemmdir urðu af hita. Eldsupp- tök eru ókunn, en báturinn var mannlaus. Von SH er 64 lestir að stærð, smíðaður 1943 úr eik. - JH Slökkviliðið gabbað Slökkviliðið var gabbað í útkall ] i Fífusel i gær. Ekki var hægt að komast að því hvaðan gabbið kom þar sem linan, sem hringt var í, j hélt ekki og því var ekki hægt að ] rekja það. Það er þó hald þess | sem svaraði að unglingur hefði hringt. Það þarf varla að taka það . fram hvílíkur háskaleikur það er | að gabba slökkviliðið. Að sögn I slökkviliðsmanna hefur þaj minnkað mikið að slökkviliðið sé gabbað, sérstaklega eftir að I brunaboðar voru lagðir niður. Það er helzt að reykskynjarar, ' sem eru mjög nákvæmir, fari í gagn, ef reykt er nálægt þeim eða i reykur frá brauðrist berst að | þeim. - JH „Vonzkuveð- ur í dag" „Það verður vonzkuveður í dag, það er óhætt að segja,“ sagði Páll Bergþórsson i morgun. ,,í morgun voru 10 vindstig við suðurströnd- ina og 12 á Stórhöfða. Loftvogin stendur afar lágt. Þetta þýðir að það hlýtur að vera feiknalegur sjógangur, þar sem lika er mjög stórstreymt. Þar sem vindur stendur nærri því beint af suðri má búast við látum við suður- ströndina og þeir á Eyrarbakka og Þorlákshöfn ættu að vera við öllu búnir. Lægðin gengur yfir smátt og smátt og þá snýst vindur í suðvestan. Með storminum verður haglél eða slydda." Tillaga um að fella fj niður heimild til a kaupa áVíðishúsinu „Fellt verði niður heimildar- ákvæði í fjárlagafrumvarpinu um kaup á húsinu nr. 166 við Lauga- veg,“ segir efnislega f breytingar- tillögu, sem þeir Lúðvík Jóseps- son og Ragnar Arnalds fluttu á Alþingi í gær. Mæltu þeir með röksemdum fyrir tillögu sinni. Með vissu er vitað að Karvel Pálmason lýsti sig fylgjandi til- lögunni. Sagði hann að sér hefði aldrei litizt á þessi húsakaup og hefði sú afstaða sín ekki breytzt. Annarri umræðu um fjárlaga- frumvarpið lauk um kl. 3 sl. nótt. Átkvæðagreiðsla um breytingar- tillögur og síðan frumvarpið með áorðnum breytingum eftir aðra umferð verður kl. 2 í dag. ■ BS Konafyrirbfl Kona varð fyrir bíl á Hring braut kl. rúmiega 23 í gærkvöldi Konan var á leið suður yfir Hring- brautina á gangbraut er hún lenti fyrir bíl á vesturleið. Meiðsli kon unnar eru ekki mikil. . jh

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.