Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 1
f i i i i i i i $ i i i i i i NU ER FROST A FRONI Áð í sn jó- skafli Þeir bræður, Vilhelm og Skúli Ágústsson, eigendur Bíla- leigu Akureyrar og bifreiða- stjórinn Kristján Grant, allir frá Akureyri, hafa undanfarin ár farið nokkrar ferðir á vetri hverjum með varning til veður- athugunarfóiksins í Sand- búðum. Eina slíka ferð fóru þeir félagar síðastiiðinn þriðjudag, en eins og greint var frá í DB urðu þeir fyrir miklum töfum af völdum veðurs og komust ekki aftur til byggða fyrr en á fimmtudagskvöld. Þessa mynd af þeim bræðrum tók Kristján er þeir áðu á ieiðinni og má segja að hún minni menn á þann kulda, sem nú hrjáir landsmenn í myrkasta skammdeginu. HLAUPANDIMEÐ BÍLA UM ALLAN BÆ „Menn eru hlaupandi með bíla hér um allan bæ,“ sagði Friðgeir Axfjörð, fréttaritari DB á Akur- eyri í morgun. ,,En veðrið er fallegt, heiðskírt og nánast logn og það veldur þvi að menn eru almennt ekki komnir í síðu nær- buxurnar, en það er helzta merki um vetrarkomu hér. Allir sendi- bílar voru uppteknir við að draga bíla, en frostið var 18 stig í murgun, kaldasti dagur vetrarins." Frostið var enn meira á Sauðár- króki, 22 stig, en þar var veðrið fallegt eins og á Akureyri og ekki teljandi vandræði vegna kuldans. Stöku bíll vildi þó ekki þýðast eiganda sinn, en snjór er nú fremur lítill norðanlands. Sömu kuldasögu er að segja af öllu landinu. í Reykjavík var frostið 16 stig í gær en 10 í morgun. Lögregla hafði nóg að gera við að aðstoða borgarana sem áttu víða í vandræðum. Sérstak- lega varð það þó aðfaranótt sunnudags er leigubílar hættu að ganga og fjöldi fólks sem var á heimleið af dansiballi leitaði á náðir lögreglunnar, sem brást vel við að vanda. Gert er ráð fyrir áframhaldandi frosti næsta sólarhring, austankalda og skýjuðu veðri. JH Jóla- og nýársgetraun Dagblaðsins: Hverjum færir Boggi litsjónvarpstækið? Hvern verðlaunar Boggi blaðamaður með litsjónvarps- tæki á þrettándanum? Það verður einhver heppinn — og athugull — lesandi Dag- blaðsins. I samvinnu við Bogga blaðamann og Nesco h.f. efnir .Dagblaðið nú til verðlaunasam- keppni meðal lesenda sinna. Keppnin sjálf er einföld: Boggi blaðamaður verður i þessari viku á flakki um síður blaðsins, alls fimm sinnum. Lesendum er ætlað að hafa uppi á honum, klippa út myndirnar og setja í umslag ásamt nafni og heimilis- fangi, og senda síðan til rit- stjórnar Dagblaðsins, Siðumúla 12, 105 Reykjavík. Sendið alla miðana í einu umsiagi — og gætið þess að það verði fyrir 6. janúar 1978. Verðlaunin eru stórglæsileg: 20 tommu litsjónvarpstæki af gerðinni Grundig, Supercolor, frá verzluninni Nesco h.f. , að verðmæti um 280 þúsund krónur. í tækinu er einingaverk (tölvu-bilanaleit), línumynd- lampi, sjálfvirk stöðvarstilling, sjálfvirk tíðnistilling og mynd- stilling. Þá er fjarstýring með innrauðum geisla, þannig að væntanlegur eigandi þarf ekki annað en að beina vasa- tæki sínu að sjónvarpinu og þá getur hann hækkað og lækkað í tækinu, stillt liti og mynd — eða hreinlega slökkt á þvi. Grundig sjónvarpstækin eru ónæm fyrir spennusveiflum allt frá 180V upp í 250V. Við það er hægt að tengja mynd- segulband og hvers konar auka- tæki og á myndlampanum er þriggja ára ábyrgð. Dagblaðið og Boggi blaða- maður bjóða alla lesendur velkomna í þennan skemmti- lega feluleik — sem hefst í dag og lýkur á föstudaginn. Spurningin er: Hvar er Boggi í felum — annars staðar en i sínum venjulega ramma á Dag- bókarsíðunni? Birgir Helgason, sölustjóri hjá Nesco með Grundig Supercolor litstjónvarpstækið góða sem einhver athugull lesandi Dagblaðsins fær senn að launum. — DB-mynd Hörður. Opið bréftil ríkissaksóknara f rá Kristjáni Péturssyni — Sjá bls. 9 Hugarfarsbreyt- inguþarfhjá stjómmála- mönnunum — Sjá kjallaragrein Sigurðar Helga- sonarábls. 14-15 • Minkurvið Tjörnina -Sjábls.8 • HRUNl HEIMAKLETTI Um h5degisbili«5 h 'undi stórt 3tyk!:i úr Heiraa- kletti í Eyjuin. Eiclci- er enn vitað hvercu stórt það er, en flóðalda 3kall á hofnargarðínum og gerði 6r6a í h:;fninni. 3royting á Heimokletti eftir hrun- ið er vel sjáanler eð sögn fréttaritara DB í fyjum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.